Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 46
46 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
„Ég vakna klukkan sjö á morgnana
en ligg upp í rúmi í fimm mínútur á
hverjum morgni og óska þess að ég
geti sofið lengur,“ segir Erla Hjördís
Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
og ritstjóri innblaða hjá Íslenskum
almannatengslum.
„Ég vinn frá átta til fjögur á
hverjum degi og felst starfið mitt
í almannatengslum, skipulagi
viðburða, ráðgjöf og þjónustu á
sviði markaðs- og upplýsingamála
og viðtölum,“ segir Erla en það
tekur önnur vinna við henni þegar
heim er komið. „Þá dúllast ég með
dóttur minni og stundum forum
við út á róló eða í sund. Síðan
liggja þrifin og þvottarnir alltaf yfir
manni og háttatími ekki fyrr en um
miðnætti.“
„Skemmtilegast við vinnuna
mína er hugmyndavinna, sköpun
og starfsfólkið en það getur verið
mjög leiðinlegt þegar ritstíflurnar
koma,“ segir Erla sem nýtur þess
að vera í faðmi fjölskyldunnar og
vera úti í náttúrunni í frístundum
sínum.
Leiðinlegt að fá ritstíflu
Erlu finnst hugmyndavinna, sköpun og starfsfólkið það besta við vinnuna sína.
SJÓNARHORN
„Armur minn nær langt og víða“ gæti þessi ágæti gluggaþvottamaður hugsað meðan hann teygir
kústinn upp í hæstu hæðir á Bergþórugötunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
HVUNNDAGURINN
...að lengsta orð á ensku sem
eingöngu er myndað úr sérhljóðum
er Euouae? Það er myndað úr
sérhljóðum orðanna „seculorum
amen“, þýðir um aldir alda, amen og
er notað við helgihald.
...að útbreiddasti sjónvarpsþáttur
veraldar er Baywatch, Strandverðir?
...að söluhæsta plata allra tíma er
Thriller með Michael Jackson en frá
árinu 1982 hafa verið seld 51 milljón
eintök?
...að söluhæsti töframaður á
heimsvísu er David Copperfield?
...að lengsta bíla- og lestarbrú í heimi
er Seto-Otashi-brúin í Japan sem er
9,4 kílómetrar?
...að mesti hraði sem bolti í nokkurri
íþróttagrein nær er 302 kílómetrar á
klukkustund í basknesku íþróttinni
jai-alai?
...að Phil Taylor frá Bretlandi hefur
unnið flesta heimsmeistaratitla í
pílukasti eða alls tólf?
...að Paul Crake frá Ástralíu var
fljótastur upp Empire State-
bygginguna árið 2003? Hann hljóp
upp 1.576 þrep byggingarinnar á 9
mínútum og 33 sekúndum.
...að sú fegrunarskurðaðgerð
sem flestir láta hafa sig í er
augnlokamótun?
...að hæsti sykurmolaturn í heimi var
reistur af Anitu Cash frá Bretlandi en
hann var 140,5 sentimetra hár?
...að lengsti fjallgarður í heimi eru
Andesfjöllin í Suður-Ameríku en þau
ná yfir alls 7.600 kílómetra og yfir sjö
lönd?
...að stærsti flói í heimi er Mexíkóflói
en flatarmál hans er 1.544.000
ferkílómetrar?
...að stærsta landspendýr í heiminum
er fullorðinn, karlkyns Afríkufíll sem
getur orðið 3 til 3,7 metrar upp á
herðakamb?
...að hættulegasta sníkjudýrið
er malaríusníkillinn af ættinni
Plasmodium sem moskítóflugur af
ættinni Anophelse bera með sér?
...að Stephanie Monyak frá
Bandaríkjunum hefur gripið ellefu
brúðarvendi í hjónavígslum sem hún
hefur sótt síðan árið 1983?
...að stærsta bókasafn í heimi
er bókasafn Bandaríkjaþings í
Washington D.C. í Bandaríkjunum
en þar eru yfir 128 milljónir
muna? Safnkosturinn nær yfir 853
hillukílómetra.
VISSIR ÞÚ...