Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 50
22 27. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Olíufélagið ehf. (ESSO) græddi
rúmlega 883 milljónir króna í
fyrra og jókst hagnaður um 31,4
prósent á milli ára. Rekstrar-
hagnaður fyrir afskriftir (EBIT-
DA) var rúmir 1,8 milljarðar
króna og stóð nánast í stað.
Heildareignir samstæðunnar
námu 11,6 milljörðum króna í
árslok og eigið fé var um 3,7
milljarðar, þannig að eiginfjár-
hlutfall var rétt undir 32 prósent-
um.
Í árslok átti Ker yfir níutíu
prósent hlutafjár í Olíufélaginu
en Olíufélagið skipti um eigendur
snemma á árinu þegar fjárfestar
undir forystu Benedikts og Ein-
ars Sveinssona keyptu allt hluta-
féð. Nam kaupverðið um sautján
til átján milljörðum króna eftir
því sem næst verður komist.
Félagið hefur nú gefið út
skuldabréf fyrir 3,5 milljarða
króna að nafnvirði sem bera 6,5
prósent raunvexti. Upphæðin
verður notuð til að endurfjár-
magna eldri skuldir félagsins.
Glitnir er umsjónaraðili útboðs-
ins. - eþa
Íslensk erfðagreining
er langt komin með að
þróa lyf við astma upp
úr lyfi sem upphaflega
var ætlað að fást við
Parkinson-sjúkdóm. Í
gær voru kynntar niður-
stöður rannsóknar sem
fram fór hér á landi
meðal 160 sjúklinga.
Tilraunalyfið CEP-1347 hefur
jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungna-
starfsemi og á bólguþátt sem teng-
ist astma án alvarlegra aukaverk-
ana. Þetta kemur fram í kynningu
Íslenskrar erfðagreiningar á
helstu niðurstöðum úr fyrstu próf-
unum fyrirtækisins á lyfinu, en
upplýst var um niðurstöðurnar í
gær.
Lyfið var upphaflega þróað af
alþjóðlega lyfjafyrirtækinu
Cephalon við Parkinson-sjúkdómi
og tóku yfir þúsund manns þátt í
prófunum Cephalon á lyfinu við
þeim sjúkdómi. „Niðurstöður
erfðarannsókna Íslenskrar erfða-
greiningar hafa hins vegar sýnt að
bólguferlið sem lyfið hefur áhrif á
gegnir mikilvægu hlutverki í
astma. Því hófu fyrirtækin sam-
starf um frekari þróun á lyfinu við
astma,“ segir í tilkynningu
Íslenskrar erfðagreiningar, en
prófanir meðal íslenskra astma-
sjúklinga hófust í maí í fyrra.
Þar var um að ræða tvíblinda
rannsókn með þátttöku 160 sjúk-
linga, en þeim var skipt í fjóra
jafnstóra hópa þar sem þrír fengu
misstóra skammta af lyfinu og sá
fjórði lyfleysu til viðmiðunar.
Hvorki þátttakendur né stjórnend-
ur rannsóknanna vissu fyrirfram
hvaða meðferðarflokki hver þátt-
takandi tilheyrði.
Kári Stefánsson, forstjóri
Íslenskrar erfðagreiningar, segir
útlit fyrir að erfðafræðirannsókn-
ir fyrirtækisins á astma hafi leitt
það að mikilvægu lífefnaferli í
sjúkdómnum og að lyfið, sem upp-
haflega var þróað við allt öðrum
sjúkdómi, hafi þau áhrif sem von-
ast hafi verið til á það ferli.
„Afskaplega spennandi er að vera
komin þetta langt í að þróa lyf við
jafn algengum sjúkdómi og astma.
Við kynntum niðurstöðurnar fyrir
samstarfsaðila okkar í lok síðustu
viku og við hlökkum til að ræða
við þá um hvernig við getum notað
þessar jákvæðu niðurstöður við
frekari prófanir,“ segir hann og
bætir við að á síðustu árum hafi
fyrirtækið náð góðu forskoti í
erfðarannsóknum á algengum
sjúkdómum. „Markmiðið hefur
verið að nota niðurstöður þeirra til
að þróa ný lyf. Sú vinna hefur
gengið afskaplega vel undanfarið
og ég held að fá fyrirtæki séu að
fást við jafn spennandi verkefni í
lyfjaþróun. Mjög ánægjulegt er að
geta núna í annað sinn kynnt
jákvæðar niðurstöður úr prófun-
um á sjúklingum á lyfi sem við
erum að þróa á grundvelli erfða-
rannsókna.“ olikr@frettabladid.is
KÁRI STEFÁNSSON Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að jákvæðar niðurstöður
prófana sem hér fóru fram á tilraunalyfinu CEP-1347 hafi verið kynntar fyrir samstarfsaðila
fyrirtækisins í lok síðustu viku og við taki frekari prófanir. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Hlakkar til að vinna að
frekari prófunum á lyfinu
Danska fasteignafélagið Keops,
sem er að stórum hluta í eigu
Baugs, hefur skrifað undir sam-
komulag um kaup á 37 skrifstofu-
byggingum í Finnlandi, Noregi
og Svíþjóð fyrir 1,5 milljarða
danskra króna eða nítján millj-
arða króna.
Alls eru þetta 151 þúsund fer-
metrar að flatarmáli á besta stað
miðsvæðis í nokkrum borgum í
löndunum þremur.
Markmiðið með fjárfesting-
unni er að miðla þessum fast-
eignum áfram til vel stæðra við-
skiptavina Keops og verður því
verkefni lokið á yfirstandandi
reikningsári. Seljandi er Europ-
ean Property og eru kaupin háð
fjármögnun.
Nordea er stærsti leigjandi að
þessum skrifstofum en 68 pró-
sent leigutekna koma þaðan.
- eþa
Keops kaupir 37
skrifstofubyggingar
KEOPS KAUPIR 37 SKRIFSTOFUBYGGINGAR
Kaupverð nemur nítján milljörðum króna.
Bandaríkjadalur hefur verið að
styrkjast gagnvart evru og jeni
að undanförnu en búist er við að
stýrivextir bandaríska seðlabank-
ans hækki um fjórðung úr pró-
sentustigi, í 5,25 prósent í þessari
viku. Það yrði sautjánda vaxta-
hækkunin frá því að vaxtahækk-
unarferlið hófst á árinu 2004.
Sérfræðingar spá því að vextir
verði jafnvel hækkaðir enn frek-
ar til að draga úr verðbólguþrýst-
ingi. Væntingar um hækkun vaxta
hafa leitt til lækkunar hlutabréfa-
verðs en S&P 500-vísitalan lækk-
aði í síðustu viku þriðju vikuna í
röð. Vísitalan hefur lækkað um
sex prósent frá því að hún náði
fimm ára hámarki þann 5. maí.
- eþa
Dalurinn styrkist
OLÍUFÉLAGIÐ JÓK HAGNAÐ SINN Í FYRRA
Hagnaður jókst úr 672 milljónum í 883.
Olíufélagið græddi
883 milljónir í fyrra
MARKAÐSPUNKTAR
Verð á áli hefur lækkað um 23 prósent
frá því það náði hámarki um miðjan
maí. Tonn af áli kostaði 242.000 krón-
ur fyrir rúmum mánuði en stendur nú
í 186.000 krónum. Greiningardeild
Glitnis segir álverð engu að síður hátt
miðað við verðþróun undanfarinna
ára.
Greiðslukortavelta í maí nam 58,3
milljörðum króna og hefur aukist
um 12,6 prósent frá fyrri mánuði að
raunvirði. Greiningardeild KB banka
segir aukninguna mega rekja til vaxtar
í innlendri veltu.
Útlit er fyrir 0,6 prósenta hækkun vísi-
tölu neysluverðs á milli júní og júlí, að
sögn greiningardeildar Glitnis. Gangi
spáin eftir mun verðbólgan mælast
8,6 prósent sem er fjarri 2,5 prósenta
verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Umsjón: nánar á visir.is
Bjarna í formanninn
Kenningasmiðir á spjallsíðunni Málefnin hafa sett
fram þá tilgátu að Bjarni Ármannsson, forstjóri
Glitnis, verði næsti formaður Framsóknarflokks-
ins og muni leiða flokkinn til fyrirheitna lands-
ins. Telja þeir að Bjarni hafi verið helgrænn
frammari frá því að Finnur Ingólfsson og
Þorsteinn Ólafsson gerðu hann að forstjóra
FBA árið 1997 og nú liggi beinast við að
fara í stjórnmálin eftir að hafa komist
klakklaust í gegnum margan slaginn
í viðskiptalífinu. Samkvæmt
sömu frásögnum mun jafnvel
framsóknarblóð hafa runnið
í æðum Bjarna er hann
starfaði fyrir Vöku á
háskólaárunum en hing-
að til hafa félagsmenn
Vöku verið taldir hallir
undir Sjálfstæðisflokk-
inn. Sá sem tæki við sprota Bjarna hjá Glitni væri
enginn annar en Þórður Már Jóhannesson, fyrrver-
andi forstjóri Straums-Burðaráss.
Kalt brennivín
Það á ekki af Baugsmönnum að ganga
þessa dagana en allar hreyfingar á
breska hlutabréfamarkaðnum eru
túlkaðar sem svo að Baugur komi þar
við sögu. Síðast var fyrirtækið bendl-
að við Morrison og oft er fullyrt að
Baugur hafi augastað á Woolworths-
verslunarkeðjunni. Baugur hefur
neitað því að hafa átt hlutdeild í
miklum viðskiptum sem urðu með
bréf í Morrison í þarsíðustu viku.
Orðuðu breskir fjölmiðlar það svo að
Baugsmenn hefðu kæft orðróminn
í fæðingu með því að hella köldu
brennivíni yfir hann.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.566 +0,04% Fjöldi viðskipta: 241
Velta: 4. milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,50 +0,79% ... Alfesca
3,91 +6,54%... Atorka 6,20 +2,48% ... Bakkavör 44,50 -0,67%
... Dagsbrún 5,78 +0,00% ... FL Group 17,60 -1,12% ... Flaga 3,80
-0,52% ... Glitnir 17,70 +0,00% ... KB banki 746,00 -0,27% ... Lands-
bankinn 21,20 +1,44% ... Marel 70,70 +0,86% ... Mosaic Fashions
16,20 +3,19% ... Straumur-Burðarás 18,70 -1,06% ... Össur 108,00
-1,82%
MESTA HÆKKUN
Alfesca +6,54%
Mosaic +3,19%
Atorka +2,48%
MESTA LÆKKUN
Össur -1,82%
Atlantic Petroleum -1,42%
Icelandic -1,19%
Peningaskápurinn ...