Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Dong Qing Guan, eigandi Heilsudrek- ans í Skeifunni 3j, stundar kínverska leikfimi, sem hefur verið þróuð í alda- raðir og nýtur sívaxandi vinsælda á Vesturlöndum. „Kínverska leikfimin sem ég iðka samanstendur af taichi, hugrænni teygju- leikfimi og kungfu,“ segir Qing, spurð nánar út í leikfimisæfingarnar. „Taichi er forn kínversk bardagalist, sem byggist upp á afslöppuðum, mildum hreyfingum og nýtur mikilla vinsælda víðs vegar um heim. Því er ætlað að koma jafnvægi á orkuflæði líkamans, sem sýnir sig meðal annars í því hvernig það styrkir öndun, miðtaugakerfið, meltingu og hjartað. Það hentar því vel gegn alls kyns sjúkdómum.“ Innt eftir því hvort munur sé á vestrænni og austurlenskri líkamsrækt, eins og þeirri sem Qing stundar, segir hún andlega þáttinn oft fyrirferðarmeiri í kínverskri leikfimi en í sumum vestrænum íþróttagreinum. „Taichi og kungfu efla hvort tveggja, bæði líkam- legt og andlegt heilbrigði iðkandans. Það geta allir aldurshópar stundað þessa leikfimi og hjá Heilsudrekanum er til að mynda boðið upp á barnanámskeið sem kínverskur kungfu-meistari heldur. Svo er líka andlega nærandi að bregða sér í kínverskt nudd, en það geri ég reglulega til að halda heilsunni í lagi,“ bætir hún við. Qing segist einnig leggja mikið upp úr hollu mataræði, sem samanstendur aðal- lega af ávöxtum, grænmeti, fiski og síðast en ekki síst tei. „Nauðsynlegt er að drekka te á hverjum degi,“ segir hún ákveðin. „Ég mæli með hinum ýmsu tegundum, svo sem grænu tei, úrontei og jurtatei, enda eru þau allra meina bót.“ roald@frettabladid.is Te og taichi eru allra meina bót Qing heldur sér í formi með ástundun kínverskrar leikfimi, sem byggir á aldagömlum grunni, og tedrykkju. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rúmlega áttatíu prósent sjúklinga með Parkinson-sjúk- dóminn finna oft fyrir þunglyndi samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var í Frakk- landi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Bretlandi. 500 sjúklingar á mismunandi stigum sjúkdóms- ins tóku þátt í rannsókninni og fjörutíu prósent töluðu sjaldan eða aldrei við lækninn sinn um þunglyndi. Fótboltaaðdáendur í Bretlandi eru varaðir við að halda ró sinni í mikilvæg- um leikjum í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu þar sem mikil hætta er á hjartaáföllum undir slíkum kringumstæðum. Rann- sóknir í Bretlandi sýna að hætta á hjartaáföllum eykst um fjórðung á meðan á leikjum í keppninni stendur. Þetta á vænt- anlega ekki aðeins við í Bretlandi og ættu allir fótboltaaðdáendur að passa skapið þó það reynist erfitt í hita leiksins. ALLT HITT [ HEILSA ] LÉLEG SAMBÖND GETA BENT TIL SLÆMRAR SJÁLFSMYNDAR Samkvæmt nýjum bandarískum rannsóknum getur það að eiga í svokölluðum „haltu mér – slepptu mér“ sambandi verið til marks um slæma sjálfsmynd. Rannsóknirnar voru til umfjöllunar í nýjasta hefti Journal of Personality and Social Psychology. Talið er að niðurstöðurnar geti hjálpað pörum þar sem tilfinningar til makans eru mjög sveiflukenndar. Til að rannsaka slík sambönd tók fólk próf til að meta sjálfsmyndina. Síðan var það spurt út í tilfinningar þess til ástvina. Kom þá greinilega í ljós að einstaklingar sem höfðu lélega sjálfsmynd báru mjög andhverfar tilfinningar til ástvina. Dregin er sú ályktun að fólk með góða sjálfsmynd eigi auðveldara með að meðtaka jákvæðar og neikvæðar tilfinningar til fólks í huga sér en þeir sem hafi slæma sjálfsmynd. Fólk með slæma sjálfsmynd sé þá aftur á móti líklegra til að aðgreina á milli jákvæðra og neikvæðra tilfinninga og festist því í „haltu mér – slepptu mér“- gildrunni þegar það getur ekki gert upp á milli tilfinninganna. Haltu mér, slepptu mér Með því að bæta sjálfsmyndina aukast líkurnar á betra sambandi. NORDICPHOTOS/GETTY Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 2.59 13.31 24.02 Akureyri 1.40 13.15 24.47 MISGÓÐ SUMAR- TILBOÐ Í GANGI Líkamsræktarstöðvar hafa brugðið á það ráð að bjóða upp á sumartilboð til að lokka fólk í ræktina í góða veðrinu. HEILSA 3 GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 27. júní, 178. dagur ársins 2006. MEÐ ÁHUGA Á UPP- ELDI, MANNRÆKT OG FRÆÐSLUSTARFI Þorsteinn Pétursson lögreglumaður á Akureyri hlaut nýlega íslensku forvarnarverðlaunin. HEILSA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.