Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 26
■■■■ { vélar og tæki } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■2 „Maður sem var byrjaður að gera vörubílinn upp, en hafði ekki aðstöðu til að klára verkið, fól mér bílinn,“ segir Sævar Pétursson er hann er spurður hvers vegna hann tók að sér að gera upp gamlan vöru- bíl. Bíllinn sem er af gerðinni Ford ´41 módel var upphaflega notaður við vegavinnu og svipuð störf norð- ur í Eyjafirði.“ Þetta þótti stór bíll á þeim tíma, en bílar sem þessi fluttu um 2,5 tonn af sandi og er hann með sturtubúnaði og fleiru sem var sjaldgjæft,“ segir Sævar. Í bílnum er 100 hestafla vél sem Sævar þurfti að taka algerlega í gegn. „Ég skipti meðal annars um stimpla, legur og ventla.“ Bíllinn er sérstakur að mörgu leyti, en honum þarf að tvíkúpla þegar skipt er um gír. „Ég er nátt- úrulega þaulvanur því, enda keyri ég mikið af fornbílum.“ Auk þess ók Sævar svipuðum bíl hjá Bæjar- útgerðinni í gamla daga. „Það var reyndar ´47 módelið sem ég vann á,“ segir Sævar. Hann segir vörubílinn vera þann eina af þessari gerð sem er gangfær í dag, en hann veit til þess að einn annar er til, en sá hefur ekki verið gerður upp. Bílinn er Sævar oft með til sýnis, þá jafnvel í Húsdýragarðinum og á fleiri stöðum. Hann segir bíl sem þennan alltaf vekja athygli en fyrir honum er fátt eðlilegra en að aka um á fornbíl. „Ég hef ekið um á gömlum Ford frá árinu ´78 og það var ekki fyrr en um síðustu áramót að ég fékk mér nýjan bíl. En ég gríp ennþá í þann gamla, því ég er ekki tilbúinn til að skipta alveg,“ segir Sævar. Á erfitt með að keyra nýja bíla Sævar Pétursson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, gerði upp Ford 4́1 módel af vörubíl. Sævar Pétursson við vörubílinn sem hann gerði upp. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN AXELSDÓTTIR Vörubíllinn er af gerðinni Ford ´41 módel með 100 hestafla vél. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN AXELSDÓTTIR Jón Björgvinsson er skipstjóri á hafnsögubátnum í höfninni í Hafn- arfirði. Við hringdum í hann og forvitnuðumst aðeins um starfið og að sjálfsögðu bátinn líka. „Við aðstoðum skipin við að komast inn og út úr höfninni, en hingað kemur mikið af erlendum skipum sem þekkja ekki höfnina,“ segir Jón. „Þá förum við út á móti þeim og komum hafnsögumanni um borð, sem fer í brúna og leiðbeinir skip- inu inn. Svo þurfum við oft að ýta skipunum eða draga þau ef aðkom- an er mjög þröng.“ Við höfnina í Hafnarfirði eru tveir hafnsögubátar og tveir skipstjórar. „Við skiptum með okkur vöktum, og vinnum allan sólarhringinn. Maður getur átt von á því að fá símtal hve- nær sem er sólarhringsins þegar maður er á bakvakt, þar sem maður er kallaður út,“ segir Jón. Starfið segir hann vera mjög fínt, en hann hefur verið skipstjóri mest alla ævi, og bætir hlæjandi við að hann kunni ekkert annað. Bátarnir tveir sem notaðir eru, heita Þróttur og Hamar og eru smíðaðir árið 1963 og 2001 hjá Ósey sem var og hét í Hafnarfirð- inum. „Bátarnir eru 17 metra lang- ir með sérstökum krók til að setja tog í. Gúmmí er framan á þeim svo hægt sé að ýta á önnur skip án þess að skemma þau. Tvær vélar eru í hvorum báti, sem þýðir að þá eru tvær skrúfur sem gera hann liprari og auðveldara að stýra honum.“ Vélarnar eru af gerðinni Caterpill- ar og eru ekki ósvipaðar þeim sem notaðar eru í jarðýtur og gröfur, nema annar búnaður er notaður í vélina á sjó. Toga og ýta skip- um inn í höfnina Við höfnina í Hafnarfirði er leiðsögubátur sem aðstoðar stór skip inn í höfnina. Jón Björgvinsson er skipstjóri á hafnsögubátnum í Hafnarfjarðarhöfn. FRÉTTBLAÐIÐ/GVA JCB hefur breikkað vöru- línu sína frá því fyrir um ári og framleiðir nú úrval af jarðvegsþjöppum og jarðvegs- og malbikun- arvölturum. Ástæðan er sú að JCB keypti þá þýska fyrirtækið VIBROMAX sem sérhæfði sig í fram- leiðslu á þessum vinnu- vélum. Vélarnar eru nú framleiddar undir nafn- inu JCB VIBROMAX, en Vélaver hefur hafið innflutning á þessum vélum og getur nú að líta þær í sýn- ingarsal Vélavers. Ný vörulína frá JCB ER UPPBYGGING Á DÖFINNI? Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla, atvinnutækja, skrifstofubúnaðar og atvinnuhúsnæðis. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 2 1 6 FJÁRMÖGNUN Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is • Fjármögnunarleiga Leigðu tækið og gjaldfærðu • Kaupleiga Leigðu tækið og eignfærðu • Rekstrarleiga Greiddu aðeins fyrir afnot af tækinu • Fjárfestingarlán Fjármögnun með veði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.