Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 57
Leikkonan Nicole Kidman giftist sveitasöngvaranum Keith Urban í kirkju í Sydney í heimalandi sínu Ástralíu um helgina. „Við viljum þakka öllum Ástr- ölum og öllum hinum sem hafa sent okkur hlýjar kveðjur,“ sagði í yfirlýsingu þeirra. Á meðal þeirra sem mættu í brúðkaupið voru Ástralinn Hugh Jackman, fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og leikkonan Naomi Watts sem er einnig frá Ástralíu. Þetta er fyrsta hjónaband Urbans, sem er 38 ára. Kidman, sem er ári eldri, var áður gift leik- aranum Tom Cruise í áratug. Ætt- leiddu þau saman börnin Connor og Isabelle. Cruise á nú barn með leikkonunni Katie Holmes. Giftist Keith Urban BRÚÐHJÓNIN Þessi mynd var tekin af Kid- man og Urban skömmu eftir hjónavígsluna í Sydney. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTIR AF FÓLKI Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross, sem leikur Bree í sjónvarpsþáttunum vinsælu, giftist hlutabréfabraskaranum Tom Mahoney á laugardag. Athöfnin fór fram í San Gabriel í Kaliforníu og voru Felicity Huffman og Eva Longoria samleikarar hennar við- staddar. Cross og Mahoney byrjuðu saman á síðasta ári og tilkynntu um trúlofunina í ágúst. Cross er 44 ára og þetta er fyrsta hjónaband hennar. Það er ekki auðvelt að eiga mömmu á borð við Goldie Hawn og þurfa að feta í fótspor hennar. En Kate Hud- son, dóttir Hawn, lætur ekki deigan síga enda hefur hún lengi verið staðráðin í að vera leikkona. „Maður finnur fyrir þessu þegar maður fer í leikprufu. Kannski var ég rétt í hlutverkið og kannski ekki. Ég gerði alltaf mitt besta en ég vissi að ef ég ætti slæman dag í leikprufu myndu einhverjir hvísla; „Dóttir Goldie Hawn er hörmuleg, hún ætti að finna sér annað starf,“ sagði Kate Hudson í samtali við Vogue-tímaritið nýlega. Kate, sem er nú 27 ára, segir að fólk trúi því ekki hún hafi ein- lægan áhuga á leiklist. „Fólk vill halda að ég sé leikkona af því að ég þurfi þess, eða af því að ég vilji vera eins og mamma, eða vilji keppa við hana,“ sagði Kate. „Ég er ekki svo flókin. Mér finnst bara gaman að leika.“ Starfsmenn veitingahússins Vega- móta standa nú fyrir óvenjulegri söfnum undir slagorðinu „Gústa heim“. Söfnun þessi hófst fyrir helgi en þá var settur upp söfnunar- baukur á barborðinu á neðri hæð staðarins með slagorði söfnunar- innar og mynd af Gústa. „Við erum að safna fyrir flugfari handa Gústa sem við viljum fá heim um jólin,“ segir barþjóninn Kolbeinn Þor- geirsson, betur þekktur sem Kolli. Gústi heitir fullu nafni Ágúst Ingi Atlason og er fyrrverandi starfs- maður á Vegamótum sem er nú á leið til Flórída í flugnám. „Gústi er búinn að vinna hér mjög lengi og við fyrrum vinnufélagar hans vilj- um endilega fá hann heim til okkar um jólin,“ segir Kolli. Flugfar fram og til baka kostar um 90 þúsund krónur og Kolli telur ekki ólíklegt að þeim takist að safna fyrir flug- farinu fyrir jólin þar sem þeim reiknist til að einungis þurfi 500 krónur að koma í baukinn á dag í sex mánuði til að markmiðið náist. Kolli segir að gestir staðarins hafi tekið vel í söfnuna og um helgina safnaðist töluvert klink í baukinn enda margir fastakúnnar sem kannast vel við Gústa og eiga örugglega eftir að sakna hans á meðan hann dvelur ytra. - snæ Tipsað fyrir flugfari SÖFNUNARÁTAK Á VEGAMÓTUM Starfsmenn Vegamóta standa fyrir söfnunni „Gústa heim“ þar sem safnað er fyrir flugfari fyrir fyrrverandi starfsmann.Töluvert af klinki hefur nú þegar safnast í þar til gerðan bauk sem merktur er söfnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal CARS enskt tal VIP SLITHER KEEPING MUM SHE´S THE MAN POSEIDON BAMBI 2 ísl. tal KL. 1:30-3-5:30-8 KL. 3-5:30-8-10:30 KL. 4:15-8-10:30 KL. 8-10:30 KL. 3:30-5:45-8-10:20 KL. 3:30-5:45-8-10:20 KL. 5:30-10:30 KL. 1:30 B.I. 16 B.I. 12 B.I. 14 BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM SHE´S THE MAN 16 BLOCKS KL. 8 KL. 10:10 KL. 8 KL. 10:15 B.I. 12 B.I. 14 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal SLITHER KL. 6-8 KL. 6-8-10 KL. 10 B.I. 16*SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ BÍLAR ísl. tal *CARS enskt tal THE LAKE HOUSE SLITHER *POSEIDON *MISSION IMPOSSIBLE 3 KL. 4-6:30 KL. 4-5:30-8-10:30-11:15 FORSÝND KL. 9 KL. 6:10 KL. 8 B.I. 16 B.I. 14 B.I. 14 CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON MI:3 KL. 6-8:30-11 KL. 6-7:15-8:30 KL. 6-8:20-10:30 KL. 6:10-8:20-10:30 KL. 9:30-11 B.I. 12 B.I. 14 B.I. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.