Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.06.2006, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 27. júní 2006 19 Aldrei skal ganga út frá því að maður hafi séð allt í pólitík og enn og aftur virðist Framsókn hafa sérstakt lag á því að koma öllum á óvart með ótrúlegum uppákomum. Halldór Ásgríms- son ákveður að stíga af hinni pólit- ísku lest og ekkert í sjálfu sér um það að segja og skiljanlegt á margan hátt að maðurinn sé búinn að fá sig fullsaddan af ástandinu inn á framsóknarheim- ilinu. Við sem störfum á þingi höfum lengi fundið fyrir því að væringar væru milli þingmanna innan þingflokks Framsóknar, en aldrei hvarflað að nokkrum manni að ástandið innan þing- flokksins væri jafn slæmt og raun ber vitni. Ástandið hefur orðið öllum ljóst í atburðarás undanfarinna vikna þar sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa vegið hver annan í fjölmiðl- um og gert opinbert hversu traustið milli manna er lítið. Það er í raun ótrúlegt að sjá hvernig hugmyndir Halldórs um að kalla Finn Ingólfsson til að taka við flokknum umbreytast á nokkrum dögum í að Jón Sig- urðsson seðlabankastjóri geri það. Það virðist hafa verið útgangspunktur hjá Halldóri að enginn innan þingforystu Fram- sóknar gæti tekið við sem for- maður og mat hans að kalla þyrfti í einhvern utan þingflokks til að leysa það verk af hendi. Orð Jóns Sigurðssonar um að menn yrðu að gera skyldu sína eru skiljanleg í því ljósi að Hall- dór virðist engan meta hæfan innan eigin þingflokks til for- ystu í flokknum. Hverjir ráða í Framsóknar- flokknum? Eru það örfáir ein- staklingar sem telja sig hafa vald til þess að ákveða hvað sé best fyrir flokkinn og hinn almenna flokksmann, eða eru það flokks- menn sem ráða málum? Í ljósi þess farsa sem við höfum horft uppá í tengslum við brotthvarf Halldórs, þá hlýtur maður að álykta að fámenn klíka í flokkn- um telji sig þess umkomna að ráða fyrir hönd allra flokks- manna og sú klíka hefur nú kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sé skylda Jóns Sigurðssonar að taka við flokknum ef marka má orð innan þingliðsins. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með því hvernig framsóknar- menn velja næsta formann. Ekki munu þeir gera það í almennri atkvæðagreiðslu allra flokks- manna, eins og gert var í for- mannskjöri Samfylkingarinnar, svo mikið er víst. Slík kosning er of lýðræðisleg að mati þeirra sem ráða og gæti leitt til úrslita sem valdaklíkan sættir sig ekki við og slíkt leyfir hún ekki. For- mannsvalið framundan verður prófsteinn á það hvort Framsókn- arflokkurinn er alvöru stjórn- málaflokkur sem taka á alvarlega eða valdabandalag fárra einstakl- inga sem fjarstýra höndum almennra flokksmanna í vali á formanni. Mun farsinn þar sem Halldór finnur Jón ganga upp á endan- um? Því hlýtur hinn almenni flokksmaður í Framsókn að ráða, að því gefnu að þeir vilji að flokk- urinn sé tekinn alvarlega. Halldór Finnur Jón UMRÆÐAN FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN JÓN GUNNARSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR AF NETINU Trú og stríð Nú er sennilega ekki ástæða til að efast um að þessir hryðjuverkamenn hafi verið ákafir í trú sinni, en jafnvel þó svo sé þá er fráleitt að leiða af því þá niðurstöðu að trúarbrögð séu hættuleg og ættu að hverfa úr mannlífinu. Trú, skoðanir, metn- aður, ást, langanir -Trú - allt getur þetta orðið til þess að þess að maður fremur óhæfuverk. En það er ekki þar með sagt að þessi hugtök sem slík séu slæm eða að ástæða sé til að ferðast land úr landi til að uppræta það. Þó einhver maður fremji einhvers konar ástríðuglæp þá verður það ekki ástæða til þess að menn reyni að útrýma ástartilfinningum fólks úr heiminum. Vefþjóðviljinn á andriki.is Ég hef einfaldan smekk Blaðið segir frá því í dramatískum stíl í dag, að ég hafi krafist þess að fá skrif- stofu í Ráðhúsinu og telur síðan upp fjölda starfsmanna sem hafi orðið að rýma skrifstofur sínar fyrir hinn mikla höfðingja. Hnyttilega skrifað að mörgu leyti, en eini gallinn er sá að allt er þetta uppspuni frá rótum. [...] Skrifstofan sem ég fæ er á 2. hæð Ráðhússins, þar sem áður var lítið en snoturt fundaherbergi. Það er því lítið til í þeirri fullyrðingu að embættismenn í fleirtölu hafi þurft að rýma til fyrir mér og raunar var það svo, að þegar kom að því að finna húsgögn í skrifstofuna óskaði ég eftir því að kannað yrði hvað væri til að notuðum húsgögn- um. Björn Ingi Hrafnsson á bjorningi.is Ódýrt á Íslandi Í gær hélt ég að ég hefði endanlega misst vitið. Atvikið varð í eldhúsi mínu í Reykjavík og ég var að hlusta á sex- fréttir Ríkisútvarpsins meðan ég sinnti eldamennsku eins og góðri húsmóður sæmir. Þá kom frétt um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Fréttin snerist um að þessi stofnun gerði nú mun fleiri fegrunaraðgerðir en áður. Síðan var rætt við lækni á stofnuninni sem var kampakátur með þessa þróun og taldi verst að ekki mætti auglýsa þjónustuna í útlöndum þar sem hér á landi væri mun ódýrara að fara í lærapokaaðgerð en t.d. í Bretlandi. Markaðssetja mætti aðgerðirn- ar með annarri ferðamennsku. Fram kom í fréttinni að meðal aðgerða sem hægt væri að velja úr í þessum súpermarkaði heilbrigðisins væru augnpokaaðgerðir, brjóstastækkanir, svuntuaðgerðir (sem ku vera einhvers konar strekkingar) og skapabarmaaðgerðir. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Vonbrigði Það verður að segjast eins og er að enska liðið hefur valdið nokkrum vonbrigðum. Spilamennska liðsins hefur þótt litlaus og frekar hæg. Þessi staðreynd hefur virkað sem vatn á myllu þeirra fjölmörgu sem hafa gagnrýnt þann landsliðshóp sem Sven Göran-Eriksson, landsliðs- þjálfari Englendinga, valdi til þátttöku í mótinu. Hinsvegar verður það ekki tekið af Eriksson að liðið endaði efst í sínum riðli með 7 stig af 9 mögulegum. Enski leikmannahópurinn er vafalaust einn sá sterkasti í keppninni og er liðið því ávallt líklegt til sigurs. Ef landsliðið ætlar sér hinsvegar að standa undir væntingum enska almúgans, sem fer fram á ekkert minna en sigur í mótinu, er ljóst að spila- mennska liðsins verður að taka nokkrum framförum. Hannes Rúnar Hannesson á deiglan. com 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.