Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.06.2006, Qupperneq 4
4 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR afrit.is afrit.is Afritun á hvers konar gögnum Einfalt vi›mót og uppsetning Hagkvæm fljónusta fyrir alla Ókeypis a›gangur í 30 daga Sjálfsafgrei›sla á Netinu Vottu› fyrsta flokks fljónusta Vöktun allan sólarhringinn fiúsundir ánæg›ra vi›skiptavina Örugg dulkó›un og samskipti GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 27.06.2006 Bandaríkjadalur 75,69 76,05 Sterlingspund 137,82 138,50 Evra 95,12 95,66 Dönsk króna 12,755 12,829 Norsk króna 11,968 12,038 Sænsk króna 10,302 10,362 Japanskt jen 0,6494 0,6532 SDR 111,19 111,85 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 131,8593 Gengisvísitala krónunnar MANNRÉTTINDAMÁL Þing Evrópu- ráðsins samþykkti nær einróma í gær að halda skyldi áfram rann- sókn á meintum leynilegum fanga- flutningum og fangelsum á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í lögsögu Evrópuríkja. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sló því föstu að menn sem grunaðir hefðu verið um að vera viðriðnir hryðjuverkastarf- semi hefðu verið handteknir og seldir í hendur útsendara Banda- ríkjastjórnar í evrópskri lögsögu. Frattini hvatti til þess að ítarleg rannsókn færi fram í hverju landi á meintu ólöglegu athæfi erlendra útsendara og samsekt stjórnvalda í viðkomandi Evrópuríkjum í hugsanlegum mannréttindabrot- um. Fór hann þess jafnframt á leit að reynt yrði að tryggja að erlendir útsend- arar kæmust ekki upp með það framvegis að fremja mann- réttindabrot í Evrópu. Frattini sagði það vera „staðreynd“ að slík tilvik hefðu átt sér stað í evrópskri lög- sögu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september 2001, en fjöldi þeirra væri óljós. Einnig væri óljóst að hve miklu leyti stjórnvöld í viðkomandi Evrópu- löndum hafi verið upplýst um það sem fram fór og að hve miklu leyti þau lögðu hinum erlendu útsend- urum lið. Hann sagði það vera á könnu landsyfirvalda að ganga úr skugga um hvað hæft sé í öllum þeim ábendingum sem fram koma um meint mannréttindabrot af hálfu erlendra útsendara í hverju landi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu svissneska þingmannsins Dick Marty, sem unnin var í nafni mannréttinda- og laganefndar Evrópuráðsþings- ins, er komist að þeirri niður- stöðu að sterkar vísbendingar séu um að í 14 Evrópulöndum hefðu stjórnvöld gerst meðsek um slík brot. Nýja ályktunin, sem samþykkt var í gær, veitir umboð til að halda þessari rannsókn áfram. „Það er nauðsynlegt að upplýsa málið til fulls, það vantar ennþá töluvert upp á að stjórnvöld í öllum aðildar- ríkjum Evrópu- ráðsins hafi veitt þær upplýsingar sem beðið hefur verið um, til að skýra sinn hlut í málinu. Það eru dæmi um það að mönnum var rænt um hábjart- an dag af útsend- urum Bandaríkjastjórnar og það er auðvitað ekki líðandi að slíkt sé gert í lögsögu Evrópuríkja,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, sem var annar tveggja íslenskra þingmanna sem sóttu fund Evrópuráðsþingsins að þessu sinni. Hinn var Birgir Ármanns- son. Báðir sögðu þeir að af því að dæma sem fram er komið sé engin ástæða til að ætla að Ísland hafi tengst þessum málum á nokkurn hátt. Birgir lét þess jafnframt getið að hafa bæri í huga að engar óyggjandi sannanir væru bornar fram í skýrslu Dick Marty, aðeins rök færð fyrir missterkum vís- bendingum um að umrædd brot hefðu átt sér stað. audunn@frettabladid.is FRANCO FRATTINI OG DICK MARTY Á blaða- mannafundi í Strassborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Meint fangaflug CIA rannsakað áfram Evrópuráðsþingið samþykkti í gær að halda skyldi áfram rannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Evrópuríkjum hafi liðsinnt bandarísku leyniþjónustunni við að brjóta mannréttindi á föngum, grunuðum um að tengjast hryðjuverkum. KRISTINN H. GUNNARSSON BIRGIR ÁRMANNS- SON HEIMSÓKN Zhang Meiying, vara- forseti kínverska ráðgjafarþings- ins, hitti í gær Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Íslands, á Bessastöðum þar sem viðskiptasambönd land- anna voru meðal annars rædd. Einnig hitti hún Sólveigu Péturs- dóttur, forseta Alþingis, og Magn- ús Stefánsson félagsmálaráðherra en einkum var rætt um viðskipti og mannréttindi á þeim fundum. Zhang Meiying fer af landi brott í dag en hún hefur dvalið hér ásamt sjö manna sendinefnd síðan á sunnudag. - gþg Zhang Meiying í heimsókn: Þingforsetar ræddu viðskipti ZHANG MEIYING OG SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Sátu klukkustundar langan fund saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sami herafli áfram George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á mánudag að orðrómur um að fækka ætti í liði Bandaríkjahers í Írak um 7.000 hermenn væri byggður á einni hugmynd af mörgum sem yfirmaður heraflans í Írak hefði sett fram. Hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um þetta. BANDARÍKIN DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfum Péturs Þórs Gunnarssonar. Pétur krafðist þess að honum yrðu greiddar tæpar 4 milljónir í skaða- og miskabætur vegna synj- unar Fangelsismálastofnunar um reynslulausn úr fangelsi í júlí árið 2000. Þá hafði hann afplánað helm- ing af sex mánaða fangelsisdómi vegna fjársvika og skjalafals. Synjunin var gerð á þeim for- sendum að á sama tíma stóð yfir rannsókn hjá embætti Ríkislög- reglustjóra á meintum málverka- fölsunum Péturs. Á grundvelli þeirrar rannsóknar var Pétur kærður árið 2003 og sýknaður í Hæstarétti rúmu ári síðar. Fram kemur í dómi héraðsdóms að heimilt sé að veita föngum reynslulausn, en það sé undantekn- ing. Þá er einnig ákvæði sem segir að mönnum sé ekki veitt slík reynslulausn, sé ólokið öðru máli þar sem viðkomandi er grunaður eða sakaður um refsiverða hátt- semi. Taldi Pétur að það ákvæði stangaðist á við stjórnarskrá sem og mannréttindasáttmála Evrópu þar sem fram kemur að hver sá sem borinn er sökum, skuli talinn saklaus, uns sekt er sönnuð. Dómurinn fellst ekki á að í ákvæðinu felist, að fangelsisyfir- völdum sé gert að meta sekt við- komandi eða sýknu í málum þeim sem kunni að vera ólokið. Þá segir að ekki verði séð að slíku mati hafi verið beitt við afgreiðslu umsóknar Péturs um reynslulausn. Því var ríkið sýknað af öllum kröfum en málskostnaður fellur niður. Ekki náðist í Pétur vegna dómsins í gær. - öhö Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af skaðabótakröfum: Kröfum Péturs Þórs hafnað PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Ákært vegna húshruns Þrír menn sem áttu þátt í að hanna fjölnotahús sem hrundi í Suðvestur-Póllandi í janúar í vetur, með þeim afleiðingum að 65 manns létu lífið, hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa vísvitandi stefnt lífi og limum fólks í hættu með því að brjóta gildandi byggingareglugerðir. Þeir gætu átt allt að átta til tólf ára dóma yfir höfði sér, verði þeir sakfelldir. PÓLLAND KAUPMANNAHÖFN, AP Dómar voru kveðnir upp yfir níu manns í Kaupmannahöfn í gær vegna morðs á nítján ára stúlku, Ghazala Khan, í september síðastliðnum. Það var eldri bróðir hennar sem skaut hana tveimur dögum eftir brúðkaup hennar vegna þess að fjölskylda hennar, sem er frá Pakistan, gat ekki sætt sig við val hennar á brúðguma. Hinir dæmdu eru allir úr fjöl- skyldu hinnar myrtu, eða vina- hópi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar var skot- inn tvisvar í magann, en hann lifði af árásina. - gb Stúlka myrt í Danmörku: Níu sekir um heiðursmorð SAMKOMULAG Í gær var undirritað aðildarsamkomulag Íslands og Noregs að Evrópska lögreglu- skólasamstarfinu í Þjóðmenning- arhúsinu. Með samkomulaginu er opnað fyrir nánara samstarf á milli Lögregluskóla ríkisins og evrópskra lögregluskóla um upp- lýsingaskipti og þjálfun. Viðfangsefni Evrópska lög- regluskólasamstarfsins tengjast meðal annars ólöglegum innflytj- endum og baráttunni gegn afbrot- um. Þetta er í fyrsta skipti sem lögregluskólum utan Evrópusam- bandslanda er veitt aðild að þessu samstarfi. - gþg Tímamót fyrir Lögregluskólann: Í samstarf við evrópska skóla FRÁ UNDIRRITUN Björn Bjarnason staðfestir samkomulagið. UNDIRSKRIFTASÖFNUN Rúmlega 20 þúsund manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrot- um gegn börnum. Það eru samtökin Blátt áfram sem standa fyrir undirskriftasöfn- uninni og munu þau í haust, þegar þing kemur saman að nýju, afhenda þær sex þúsund undir- skriftir sem bæst hafa við frá síð- ustu afhendingu. - öhö Afnám fyrningarfrests: Tuttugu þúsund skrifa undir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.