Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 19 Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar FERÐAÞJÓNUSTA Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. „Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum,“ segir Hrafn- hildur Ýr Víglundsdóttir fram- kvæmdastjóri setursins. Hún segir að stofn kostnaður sé um 25 milljónir en 75 hluthafar eru að setrinu en einnig hafa styrkir fengist til þess frá sam- gönguráðuneytinu, framleiðni- sjóði, Sparisjóði Húnaþings og Stranda, Nýsköpunarmiðstöð og fleirum. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ávörpuðu aðstandendur setursins við opn- unina og kom fram í máli Einars að Hafrannsóknarstofnun hefði áhuga á því að hafa samstarf við Selasetursmenn um selarann- sóknir. Á setrinu, sem er í sögufrægu verslunarhúsi á Hvammstanga, verður hægt að kaupa miða í sela- skoðunarferðir með bátnum Áka sem mun vera eini selaskoðunar- báturinn á landinu. Mikil hátíðarhöld voru í bænum vegna opnunarinnar. „Það var heilmikil grillveisla hér fyrir utan setrið þar veitingar voru á boð- stólum frá Kaupfélagi Skagfirð- inga og Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga sláturhúsi, Vífilfelli, Emmess ís og kökugerðinni hér á Hvammstanga,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Verið er að vinna að því að koma upp selaskoðunarstöðum á Vatnsnesinu en þar á ekki að væsa um menn sem horfa til sjávar. - jse Selasetur Íslands opnað á Hvammstanga um síðustu helgi við mikil hátíðarhöld íbúa og aðkomumanna: Stofnkostnaður um 25 milljónir króna STURLA BÖÐVARSSON SAMGÖNGURÁÐ- HERRA KLIPPIR Á BORÐANN Tveir ráðherrar voru viðstaddir þegar Selasetur Íslands var opnað á Hvammstanga á sunnudaginn. Á þriðja hundrað manns tók þátt í hátíðar- höldunum af tilefni opnunarinnar. SAMKEPPNI Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsam- keppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Jap- ans næstkomandi haust. Þátttak- endur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkis- borgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður. Efni ritgerðarinnar er eftirfar- andi: „Í ár fagna Japan og Ísland 50 ára afmæli stjórnmálasam- bands landanna. Hvað er hægt að gera til að efla samskipti ríkjanna enn frekar?“ en ritgerðin á að vera á ensku. Ritgerðum þarf að skila 14. júlí næstkomandi í Sendiráð Japans. Ritgerðarsamkeppni: Ferð til Japans í verðlaun FRIÐARMÁL Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtök- um afhentu Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopna- sölu verði hert og að alþjóðasamn- ingi um vopnaviðskipti verði komið á. „Með því að senda mynd af sér er fólk að krefjast þess að böndum verði komið á vopnin og fyrsta skrefið í þá átt er gerð þessa alþjóðlega samnings. Nú þegar eru 1300 Íslendingar komnir inn í myndabankann og fjöldi til viðbót- ar búinn að skrá sig,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Nú þegar hafa 45 ríkisstjórnir lýst stuðningi við gerð svona samnings auk Evrópusambandsins svo við erum bjartsýn á að hann verði að veru- leika,“ segir Jóhanna. - öhö Amnesty International: Aukið eftirlit með vopnasölu JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR framkvæmda- stjóri Íslandsdeildar Amnesty International. ÞÝSKALAND, AP Brúnó, björninn ítalskættaði sem hefur reikað um skóga Bæjaralands undanfarinn mánuð, var skotinn í gær og drapst í kjölfarið, tveggja ára að aldri. Dýraverndunarsinnar eru reiðir vegna málsins og hefur umhverfis- ráðherra Bæjaralands, sem fyrir- skipaði drápið, fengið morðhótan- ir í kjölfarið. Áður höfðu yfirvöld ákveðið að drepa Brúnó ekki, en skiptu um skoðun. Yfirvöld segja það einungis hafa verið tímaspursmál hvenær björninn hefði ráðist á fólk, en fram að því hafði hann bara drep- ið kindur og kanínur. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það voru sem skutu hann, af ótta við hefndar- aðgerðir. - sgj Brúnó bangsi allur: Bjarndýrið fellt í Bæjaralandi FLÓTTABJÖRNINN BRÚNÓ Bjarndýrið komst á síður blaðanna og skyggði jafnvel á HM í knattspyrnu sem stærsta frétt Bæjaralands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.