Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 19

Fréttablaðið - 28.06.2006, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 2006 19 Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar FERÐAÞJÓNUSTA Selasetur Íslands á Hvammstanga var opnað við hátíðlega athöfn á sunnudag. „Hér verður hægt að fræðast um seli, selaveiðar og selaafurðir með máli og myndum,“ segir Hrafn- hildur Ýr Víglundsdóttir fram- kvæmdastjóri setursins. Hún segir að stofn kostnaður sé um 25 milljónir en 75 hluthafar eru að setrinu en einnig hafa styrkir fengist til þess frá sam- gönguráðuneytinu, framleiðni- sjóði, Sparisjóði Húnaþings og Stranda, Nýsköpunarmiðstöð og fleirum. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ávörpuðu aðstandendur setursins við opn- unina og kom fram í máli Einars að Hafrannsóknarstofnun hefði áhuga á því að hafa samstarf við Selasetursmenn um selarann- sóknir. Á setrinu, sem er í sögufrægu verslunarhúsi á Hvammstanga, verður hægt að kaupa miða í sela- skoðunarferðir með bátnum Áka sem mun vera eini selaskoðunar- báturinn á landinu. Mikil hátíðarhöld voru í bænum vegna opnunarinnar. „Það var heilmikil grillveisla hér fyrir utan setrið þar veitingar voru á boð- stólum frá Kaupfélagi Skagfirð- inga og Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga sláturhúsi, Vífilfelli, Emmess ís og kökugerðinni hér á Hvammstanga,“ segir fram- kvæmdastjórinn. Verið er að vinna að því að koma upp selaskoðunarstöðum á Vatnsnesinu en þar á ekki að væsa um menn sem horfa til sjávar. - jse Selasetur Íslands opnað á Hvammstanga um síðustu helgi við mikil hátíðarhöld íbúa og aðkomumanna: Stofnkostnaður um 25 milljónir króna STURLA BÖÐVARSSON SAMGÖNGURÁÐ- HERRA KLIPPIR Á BORÐANN Tveir ráðherrar voru viðstaddir þegar Selasetur Íslands var opnað á Hvammstanga á sunnudaginn. Á þriðja hundrað manns tók þátt í hátíðar- höldunum af tilefni opnunarinnar. SAMKEPPNI Utanríkisráðuneyti Japans efnir til ritgerðarsam- keppni þar sem verðlaunin eru tveggja vikna kynnisferð til Jap- ans næstkomandi haust. Þátttak- endur verða að vera á aldrinum 18 til 35 ára, vera með íslenskan ríkis- borgararétt og mega ekki hafa komið til Japans áður. Efni ritgerðarinnar er eftirfar- andi: „Í ár fagna Japan og Ísland 50 ára afmæli stjórnmálasam- bands landanna. Hvað er hægt að gera til að efla samskipti ríkjanna enn frekar?“ en ritgerðin á að vera á ensku. Ritgerðum þarf að skila 14. júlí næstkomandi í Sendiráð Japans. Ritgerðarsamkeppni: Ferð til Japans í verðlaun FRIÐARMÁL Amnesty International ásamt fleiri mannréttindasamtök- um afhentu Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, myndabanka á mánudag með myndum af einni milljón manna. Þetta gera samtökin til að krefjast þess að eftirlit með vopna- sölu verði hert og að alþjóðasamn- ingi um vopnaviðskipti verði komið á. „Með því að senda mynd af sér er fólk að krefjast þess að böndum verði komið á vopnin og fyrsta skrefið í þá átt er gerð þessa alþjóðlega samnings. Nú þegar eru 1300 Íslendingar komnir inn í myndabankann og fjöldi til viðbót- ar búinn að skrá sig,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. „Nú þegar hafa 45 ríkisstjórnir lýst stuðningi við gerð svona samnings auk Evrópusambandsins svo við erum bjartsýn á að hann verði að veru- leika,“ segir Jóhanna. - öhö Amnesty International: Aukið eftirlit með vopnasölu JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR framkvæmda- stjóri Íslandsdeildar Amnesty International. ÞÝSKALAND, AP Brúnó, björninn ítalskættaði sem hefur reikað um skóga Bæjaralands undanfarinn mánuð, var skotinn í gær og drapst í kjölfarið, tveggja ára að aldri. Dýraverndunarsinnar eru reiðir vegna málsins og hefur umhverfis- ráðherra Bæjaralands, sem fyrir- skipaði drápið, fengið morðhótan- ir í kjölfarið. Áður höfðu yfirvöld ákveðið að drepa Brúnó ekki, en skiptu um skoðun. Yfirvöld segja það einungis hafa verið tímaspursmál hvenær björninn hefði ráðist á fólk, en fram að því hafði hann bara drep- ið kindur og kanínur. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það voru sem skutu hann, af ótta við hefndar- aðgerðir. - sgj Brúnó bangsi allur: Bjarndýrið fellt í Bæjaralandi FLÓTTABJÖRNINN BRÚNÓ Bjarndýrið komst á síður blaðanna og skyggði jafnvel á HM í knattspyrnu sem stærsta frétt Bæjaralands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.