Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 64
 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Kl. 20.00 Hljómsveitin Narodna Musika leikur á Café Cultura í Alþjóða- húsinu við Hverfisgötu. Eldfjör- ug tyrknesk, búlgörsk og grísk tónlist sem fær fólk á fætur. > Ekki missa af... hljómsveitinni Ham á Nasa annað kvöld. Hin geðþekku prúðmenni í ísfirska slagarabandinu 9/11‘s verða sérstakir gestir kvöldsins. ljósmyndasýningu Andrésar Kolbeins- sonar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Svart/hvítar mannlífs- og borgarmyndir frá litríkum tíma. sumartónleikum í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Eitthvað fyrir alla á mið- vikudagskvöldum í sumar, fleygið fjarstýringunni og opnið eyrun. Félagarnir Björn Thooddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson í Guitar Islancio munu leika á þrennum tónleikum í Japan í þessari viku. Útgáfufyrirtækið Aljjos Music í Yokohama hefur milligöngu um tónleikana í samvinnu við Japan Iceland Society en fyrirtækið samdi nýlega um útgáfu þriggja hljóm- platna með Guitar Islancio í Japan. Fyrsta platan, Scandinavian Songs, er þegar komin í verslanir og eru tónleikarnir nú hugsaðir til þess að styrkja útgáfu Guitar Islancio enn frekar í Japan og verður virtum tónlistarblaðamönnum ásamt fulltrúum útvarps- og sjónvarpsstöðva boðið á hljómleika Guitar Islancio og á fund listamanna og útgefenda. Tónlist tríósins er nú í útvarpsspilun í þremur heimsálfum og er þess getið í fréttatilkynningu frá útgefanda þeirra, Zonet útgáfunni, að tríóið sé verðugur fulltrúi íslensks tónlistarlífs á erlendum vettvangi og að framganga þeirra á erlendri grund hafi opnað dyr fyrir öðrum íslenskum listamönnum, til dæmis hafi íslenskir tónlistarmenn átt fulltrúa á hverju hausti á hinni árlegu kínversku alþjóðlegu listahátíð í Shanghai, síðan Guitar Islancio riðu þar fyrstir á vaðið. TRÍÓIÐ GUITAR ISLANCIO Stórir í Japan? Leika fyrir japanska aðdáendur Sumarsýning Listasafns Reykja- víkur á Kjarvalsstöðum er saman- sett úr verkum í eigu safnsins og veitir hún innsýn í íslenska lista- sögu allt frá því um aldamótin 1900 til dagsins í dag. Fagurfræðin var höfð til hliðsjónar við val á verkunum og kemur fram í frétta- tilkynningu að hefðbundin lista- söguleg viðmið hafi verið látin víkja fyrir samhljómi verkanna í sölum safnsins. Á sýningunni birtast helstu við- fangsefni íslenskra myndlistar- manna, en sérstök áhersla er lögð á málverk. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýningunni, þar á meðal Helgi Þorgils Friðjónsson, Jón Stefáns- son, Hringur Jóhannesson og Georg Guðni, auk þess sem nokkur verk eru eftir listamenn sem vinna með aðra miðla, til dæmis eftir Sigurð Guðmundsson. Um þessar mundir er einnig sýningaröð í norðursal Kjarvals- staða sem sérstaklega er ætluð börnum. Verkin á þeim sýningum má finna í bókinni Skoðum myndlist sem kom út í vor en nú geta áhuga- samir gestir á öllum aldri séð verk Errós, Gunnlaugs Scheving, Katrínar Sigurðardóttur og Krist- ínar Jónsdóttur í safinu. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga frá kl. 10-17 en sumarsýning- in stendur til 17. september. -khh Sögulegur þverskurður SJÁLFSMYND EFTIR HELGA ÞORGILS FRIÐJÓNSSON Fróðleg og margbrotin sumarsýning á Kjarvalsstöðum. Íslendingar hafa löngum verið viðkvæmir fyrir sjálf- um sér og líkar ekki alltaf það sem misglöggir erlendir gestir láta út úr sér og frá sér um menningu og stað- hætti hérlendis. Sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifs- son þekkir þessa viðkvæmni býsna vel, enda hefur hann um árabil rannsakað skrif erlendra manna um Ísland og í fyrirlestri sínum í bókasal Þjóðmenningarhússins í dag mun hann fjalla um þær ímyndir og hugmyndir. Fyrirlest- urinn markar opnun sýningar í Þjóðmenningarhúsinu sem nefnist „Í spegli Íslands,“ en þar er fjallað um slík skrif og saga þeirra rakin allt til 16. aldar. Sumarliði kallar erindið „Carta Marina og ímyndir Íslands,“ og mun hann fjalla um kort eitt sem Svíinn Olaus Magnus teiknaði á fyrri hluta 16. aldar en þar dregur hann ekki aðeins upp myndir af löndunum heldur greinir einnig frá ýmsu sem hann telur sig vita um þau. „Ég velti því fyrir mér hversu góð heimild kortið er um Ísland, um staðhætti hér, örnefni og náttúrufyrirbæri og annað slíkt. Einnig er forvitnilegt að kanna þær hugmyndir sem koma fram á kortinu um land og þjóð - uppruna þeirra hugmynda, hversu lengi þær hafa enst og hvort þær séu ljóslifandi enn þann dag í dag,“ segir Sumarliði. Sumarliði útskýrir að teiknar- inn hafi aldrei stigið fæti hér á land, en ásamt því að gera kortið skrifaði hann líka þúsund síðna bók sem fjallar um sögu Norður- landanna og þar á meðal Íslands. „Sennilega er hvatinn að baki þessu framtaki hans að Magnus var síðasti sænski katólski biskup- inn og var landflótta í Róm á þess- um tíma og þar suður frá voru menn að spyrjast fyrir um Norðurlöndin.“ Hann verður var við ranghugmyndir um Norður- löndin og tekur á vissan hátt að sér að leiðrétta misskilning um sína heimahaga og þar með um Ísland. „Hann aflar sér upplýs- inga hér og þar og hefur greini- lega haft aðgang að öðrum ritum um Ísland en hann hefur tæplega, þótt það sé ekki vitað, haft neinn íslenskan heimildamann.“ Sumarliði segir að kortið sé merkilegt fyrir margra hluta sakir, til dæmis sé það mjög fallegt. „Út frá mínum rannsóknum er það líka forvitnilegt vegna þeirra ímynda sem þar birtast. Það sýnir tvenns konar öfgar - annars vegar furðu- eyjuna Ísland, þar sem paradísar- eyjan birtist, og hins vegar hin slæma eyja. Frá sjónarhóli nútíma- manna er sérkennilegt að birta þær á sama kortinu.“ Sumarliði telur að kortið hafi haft mikil áhrif á hugmyndir útlendinga um Ísland og þar af leiðandi áhrif á sjálfsskilning Íslendinga en áréttar jafnframt að slíkur skilningur verði til í víxl- verkun og eigi sér flóknar en forvitnilegar hugmyndasögulegar rætur. Erindið flytur Sumarliði í hádeginu í dag en sýningin sjálf stendur til 13. ágúst. kristrun@frettabladid.is ER GESTS AUGAÐ GLÖGGT? Teikning af Brúará sem birtist í bókinni Travels in the Island of Iceland eftir George Steuart Mackenzie er kom út árið 1811. SUMARLIÐI ÍSLEIFSSON SAGNFRÆÐINGUR Ræðir um ímyndir og hugmyndir erlendra manna um Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Uppruni ímyndar Íslands Fyrr á dögum tíðkaðist að flytja þjóðlögin við strengjaundirleik en annað kvöld verða sérstakir tón- leikar í Stykkishólmskirkju þar sem Gerður Bolladóttir sópran- söngkona, Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari munu flytja þjóðlög í nýjum útsetningum fyrir rödd og strengi. Yfirskrift tónleikanna er „Fagurt er á Fjörðum“ og samanstendur efnisskráin af veraldlegum og trúarlegum þjóðlögum. Veraldlegu lögin voru útsett af Ferdinand Rauter fyrir píanó en verða flutt af hörpu. Trúarlegu lögin eru útsett af Önnu Þorvaldsdóttur í tilefni þessara tónleika en á næstu vikum er væntanlegur diskur frá þeim stöllum með sama nafni. Tónleikarnir í Stykkishólms- kirkju hefjast kl. 20.30, en á föstu- dagskvöldið munu þær halda aðra tónleika á Hólum í Hjaltadal. -khh GERÐUR BOLLADÓTTIR, HLÍN ERLENDSDÓTTIR OG SOPHIE SCHOONJANS Þjóðlög í nýstár- legum en gamaldags útsetningum. Víst er fagurt á fjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.