Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 10
10 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR GJÓÐUR MERKTUR Ungur gjóður, sem er smávaxinn flökkuörn sem kvað oft rang- lega vera nefndur fiskiörn, er hér merktur í Lasko í Póllandi áður en honum var sleppt aftur út í frelsið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Föstudaginn 30. júní kl. 21 og laugardaginn 1. júlí kl. 15 og kl. 21 rgátuna“„Það var gaman að glíma við Flateyja Úlfhildur Dagsdóttir, Kastljós „Það er svo gaman að láta koma sér á óvart...“ Hrund Ólafsdóttir, Mbl. „Einstakt andrúmsloft“ Katrín Jakobsdóttir, DV Tilnefnd til Glerlykilsins 2004 VIKTOR ARNAR SEGIR FRÁ FLATEYJARGÁTU ÍFLATEY edda.is mun Viktor Arnar Ingólfsson rithöfundur halda fyrirlestra um skáldsögu sína Flateyjargátu og sýna myndir með skjávarpa í Hótel Flatey. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ferðaáætlun Breiðafjarðarferjunnar Baldurs er birt á www.saeferdir.is. EITRUN „Ég hélt að þetta gæti einungis gerst í bandarískum kvikmyndum,“ sagði Magnús Guðnason, faðir níu ára gamals drengs, Arons Gauta, sem veiktist vegna eitrunarinnar í sundlauginni á Eskifirði í gær. Aron Gauti var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupstað en slapp við alvarleg meiðsli. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu fram eftir degi. Magnús sagðist hafa orðið skelkaður er hann gerði sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum. „Það greip um sig mikil skelfing þegar fólk gerði sér grein fyrir því að það hefði myndast mikil hætta í sundlauginni. Það reyndu allir að hjálpa. Ég hjálpaði til við að stjórna umferð á svæðinu, á meðan mesti hamagangurinn var við sundlaugina á Eskifirði. Björgunaraðgerðum var virkilega vel stjórnað og það er gott til þess vita, að það séu fagmenn hér á þessu sviði sem geta stýrt aðgerðum á vettvangi þegar svona kemur upp.“ Magnús, sem þjálfar unga drengi í fótbolta á Eskifirði, bannaði hópi drengja að fara í sund í gær, þrátt fyrir mikla veðurblíðu, þar sem drengirnir áttu að etja kappi við jafnaldra sína frá Egilsstöðum seinna um daginn. Hann segist þakka guði fyrir að hafa ekki leyft þeim að fara. „Ég sé ekki eftir því að hafa bannað þeim að fara í sund, enda hefðu þeir líklega veikst eins og aðrir sem voru í sundi á þeim tíma sem eitrunin kom upp. Þetta voru á milli tíu og tuttugu drengir, sem eflaust hefðu farið í sund enda veðrið gott.“ sagði Magnús. Aðstandendur þeirra sem urðu fyrir eitruninni hjálpuðust að við að koma fólki sem fyrst undir læknishendur og gengu þeir að sögn Magnúsar vel. „Fólk sýndi mikla samstöðu á vettvangi og reyndi að hjálpast að eftir fremsta megni. Atburðir eins og þessir sýna vel hversu fólk stendur vel saman þegar svona kemur upp.“ magnush@frettabladid.is Skelfingin í sundlauginni Faðir drengs sem veiktist vegna eitrunarinnar í sundlauginni á Eskifirði, segir ástandið sem skapaðist hafa verið óraunverulegt. EITRUN Í kjölfar atburðanna í gær var ákveðið að rýma leikskólann Dalborg á Eskifirði, sem er stað- settur um tvö hundruð metra frá sundlauginni þar sem slysið átti sér stað. Sóley Valdimarsdóttir, leik- skólastýra á Dalborg, segist hafa hringt í heilsugæsluna um leið og henni bárust fregnir af slysinu og var henni þá ráðlagt að rýma leik- skólann í flýti. Hún segir enga hættu hafa skapast í leikskólanum og börnin hafi verið róleg yfir þessu öllu saman. Í gærkvöldi var mælt hvort eitt- hvað af eiturefninu hefði borist inn í leikskólann og segir Sóley að sér hafi verið tilkynnt síðar um kvöld- ið að svo væri ekki. Um þrjátíu börn og átta starfs- menn voru í leikskólanum þegar atburðir gærdagsins dundu yfir. - æþe Leikskólinn Dalborg á Eskifirði rýmdur: Börnin voru róleg FRÁ VETTVANGI Á ESKIFIRÐI Mikill fjöldi fólks var á vettvangi þegar björgunaraðgerðir stóðu sem hæst á Eskifirði. Eskfirðingar og aðrir hjálpuðust að við björgunina. EITRUN Í sundlauginni á Eskifirði var blandað saman röngum hlut- föllum efna með þeim afleiðingum að það myndaðist eiturgas. Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun og efnafræð- ingur, útskýrir að hýpóklórít, sem er efnasamband með klór og notað til að leysa úr læðingi klórgas til að sótthreinsa vatn, hafi lent saman við sýru í röngum hlutföllum. „Það sem hefur gerst er að það er blandað saman sýrum við hýpó- klórít sem lækkar sýrustigið svo mikið að það losnar mikið klórgas. Klórgas er mjög eitrað og þegar einstaklingur andar því að sér þá binst það vatni og myndar salt- sýru í slímhúð. Þegar það gerist í lungum er það afar hættulegt.“ Elín segir að þegar um bráðhrif slíkrar eitrunar sé að ræða skipti ekki máli hver aldur einstaklings- ins sé. „Hins vegar við langvar- andi áhrif eru börn meira í hættu því frumuskiptingar þeirra eru miklu hraðari. Viðkvæmir ein- staklingar sem eiga við öndunar- færasjúkdóma að stríða eru einn- ig í aukinni hættu vegna þess að þetta herjar á slímhúð þeirra sem eru veikir fyrir.“ Elín segir að umrædd efni eigi að vera í umbúðum sem séu mjög vel merktar og allir sem flytja slíkan varning eigi að hafa farið á námskeið og lært um meðferð efn- anna. „Ég veit ekki hvað gerðist þarna nákvæmlega en ef einstakl- ingur þekkir ekki munin á lyktinni af ediksýru og hýpóklórít þá getur farið svona.“ - shá Elín G. Guðmundsdóttir, fagstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir klórgas mjög eitraða lofttegund: Gasið myndar saltsýru í slímhúð FRÁ ESKIFIRÐI Í GÆR Þegar sýru er blandað í röngu hlutfalli við hýpóklórít myndast eitur- gas. Það er afar hættulegt þegar það berst í lungu. MYND/HELGI GARÐARSSON EITRUN Það var í nógu að snúast á Fjórðungssjúkrahúsinu á Nes- kaupstað í gær, en þangað leituðu tuttugu og fimm sjúklingar vegna mengunarslyssins í sundlauginni á Eskifirði. Björn Magnússon yfir- læknir var í sumarleyfi þegar hann var kallaður til vinnu ásamt fjölda annarra starfsmanna á sjúkrahúsinu. „Við fengum alla sjúklingana inn í einu þannig að það var mikið öngþveiti til að byrja með, en við lögðum áherslu á að flokka sjúk- linga eftir því hverja við þyrftum að flytja og hverjum við gætum sinnt. Þeir sem við fluttum voru með súrefnisskort í blóði og við vildum flytja þá á stað sem hefur öndunarvél ef á þyrfti að halda. Sjúkrahúsið í Neskaupstað er því miður vanbúið hvað varðar slík tæki.“ Á sjúkra- húsinu liggja nú inni nítján sjúklingar sem verða þar yfir nótt, en enginn er í mikilli hættu. Björn segir eitrun af völdum klór- gass geta haft alvarleg áhrif á öndunarfæri, húð og augu. „Fjórir eða fimm voru með augnskaða en hann var sem betur fer ekki var- anlegur. Starfsfólkið stóð sig ótrú- lega vel og sinnti sínu starfi af miklum sóma.“ - sþs Yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað: Allir sjúklingarnir komu inn í einu BJÖRN MAGNÚSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EL G I G A R Ð A R SS O N EITRUN Rauði kross Íslands opnaði söfnunarstað aðstandenda í grunn- skólanum á Eskifirði og á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þar sem aðstandendur fórnar- lamba slyssins fengu sálrænan stuðning og upplýsingar um gang mála. Nokkrir leituðu sér aðstoðar hjá Rauða krossinum og héldu sjálfboðaliðar aðstöðunni opinni til hálf sjö að sögn Ástu Tryggvadótt- ur, formanns Rauða krossins á Eskifirði. „Fulltrúar Rauða kross- ins í Reykjavík höfðu samband við okkur og við fórum í viðbragðs- stöðu.“ - sdg Aðstaða Rauða krossins: Stuðningur og upplýsingar FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Í NESKAUPSTAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.