Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 72
36 28. júní 2006 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Vanda er margfaldur
Íslandsmeistari með KR og
Breiðablik, auk þess sem hún
þjálfaði íslenska kvennalandsliðið
á sínum tíma. Hún er nú formaður
knattspyrnudeildar Tindastóls en
hún hefur búið á Sauðarkróki
síðustu ár.
Valur á sæti efst í deildinni og
hefur þá ótrúlegu markatölu 51-3
eftir aðeins sjö leiki. Deildin er
mjög ójöfn og sárafáir spennandi
leikir sjást. Ekkert jafntefli hefur
verið gert í deildinni sem segir
sitt.
„Skiptingin á deildinni hefur
verið vandamál lengi, í tíu ár í það
minnsta frá því hugmyndir komu
fyrst upp til að auka skemmtana-
gildið. Eftir að ÍBV datt út er þetta
orðið einu liði færra, sem er
samkeppnishæft á meðal þeirra
bestu,“ sagði Vanda við Frétta-
blaðið í gær.
„Þetta bitnar að mínu mati á
landsliðinu okkar af því það eru
einfaldlega of fáir hörkuleikir á
sumrin. Þar af leiðandi verður of
mikill munur á landsleikjunum
hjá stelpunum enda viðbrigðin
gríðarleg eftir að hafa kannski
unnið 10-0 fimm dögum fyrir
landsleik gegn ógnarsterku lands-
liði á borð við Þýskaland til að
mynda. Ísland er í 18. sæti styrk-
leikalistans og er ekki langt frá
því að komast í úrslitakeppni á
stórmóti en þessi þróun seinkar
því. Það vantar aðeins herslumun-
inn til að komast alla leið en með
þessu áframhaldi sér maður ekki
að það gangi eftir,“ sagði Vanda
ákveðin en ljóst er að hún er ekki
ein á þessari skoðun.
„Auðvitað vildi maður helst
hafa stóra deild en ég held að það
verði að skoða þetta fyrirkomu-
lag. Það græðir enginn á þessu og
gerir engum gott, hvorki þessum
stelpum sem eru að tapa svona
stórt og ekki heldur þeim sem
vinna með þessum markamun,“
sagði Vanda sem vonast eftir
breytingum hið snarasta.
„Mér finnst að menn ættu að
vera óhræddir við að breyta og
þrátt fyrir að eitthvað fyrirkomu-
lag sé prófað þarf ekki að vera að
það sé endanlegt. Við höfum séð
handboltahreyfinguna gera mikið
af breytingum á fyrirkomulaginu,
það hafa ekki alltaf allir verið
ánægðir, en þeir eru í það minnsta
að reyna að koma sér niður á eitt-
hvað gott fyrirkomulag,“ sagði
Vanda sem hefur sínar eigin hug-
myndir um nýtt fyrirkomulag.
„Það væri kannski hægt að
spila einfalda umferð á hverju ári
með átta eða tíu lið, sem skiptust
síðan í tvær deildir þar sem spil-
aðar væru tvær umferðir. Ég er
kannski ekki með réttu lausnina
en það er undir KSÍ komið að finna
réttan flöt á þetta. Það er fyrir
löngu kominn tími á að breyta til,
ég held að það væri til hagsbóta
fyrir alla, ekki síst landsliðið
okkar,“ sagði Vanda.
Áhuginn á kvennaboltanum
bíður líka hnekki miðað við þróun-
ina. „Það er hætt á því að áhuginn
fari minnkandi. Maður myndi halda
að fjölmiðlar missi áhugann, eitt af
því sem fjölmiðlar gera væntan-
lega kröfu til er að leikir séu spenn-
andi. Það er ekki gott þegar þetta
er svona óspennandi og stelpurnar
hafa kvartað yfir því í gegnum tíð-
ina að umfjöllunin sé ekki næg um
kvennaboltann. Þetta er ekki lík-
legt til að auka hana,“ sagði Vanda
Sigurgeirsdóttir. hjalti@frettabladid.is
Þróunin bitnar á kvennalandsliðinu
Það fer lítið fyrir spennu í Landsbankadeild kvenna og margir velta fyrir sér stöðu kvennaknattspyrnu á
Íslandi. Vanda Sigurgeirsdóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í kvennaboltanum, líkt og margir fleiri.
ÓJAFNT Fjórir varnarmenn FH sést hér reyna að stöðva Margréti Láru Viðarsdóttur, leik-
mann Vals, í leik liðanna á mánudaginn. Margrét skoraði fjögur mörk í 15-0 sigri og hefur
þar með skorað nítján mörk í sjö leikjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI
VALUR 7 7 0 0 51-3 48 21
BREIÐABLIK 7 6 0 1 33-7 26 18
STJARNAN 7 5 0 2 16-10 6 15
KR 7 4 0 3 39-13 26 12
KEFLAVÍK 7 3 0 4 20-22 -2 9
FYLKIR 7 2 0 5 7-34 -27 6
ÞÓR/KA 7 1 0 6 9-38 -29 3
FH 7 0 0 7 2-50 -48 0
FÓTBOLTI Fjórir leikir verða í
níundu umferð Landsbankadeildar
karla í kvöld en umferðinni lýkur
síðan annað kvöld með viðureign
KR og Vals, eftir þann leik verður
mótið nákvæmlega hálfnað. FH
er með sjö stiga forskot í deild-
inni og getur aukið það með því
að sigra Grindavík, sem er í öðru
sæti, á heimavelli í kvöld. Grind-
víkingar eiga ekki góðar minn-
ingar frá Kaplakrikavelli en þeir
töpuðu 8-0 gegn FH á vellinum í
fyrra. Þeir mæta þó fullir sjálfs-
trausts í leikinn í kvöld eftir að
hafa burstað lið KR 5-0 í síðustu
umferð og þá geta þeir glaðst yfir
því að Allan Borgvardt sé ekki
lengur hjá FH en hann skoraði
fjögur af mörkunum átta í fyrra.
Sigurður Jónsson, þjálfari
Grindavíkur, er þarna að heim-
sækja gamlar slóðir, en hann
þjálfaði FH fyrir nokkrum árum
síðan.
Á Akranesvelli koma Víkingar
í heimsókn en leikurinn er sérlega
mikilvægur fyrir heimamenn. ÍA
er í neðsta sæti deildarinnar með
sex stig og er fjórum stigum frá
öruggu sæti í deildinni, takist
liðinu ekki að sigra í kvöld gæti
það verið komið enn lengra niður
á botninn. Víkingum hefur ekki
tekist að landa sigri í þremur
síðustu leikjum sínum en þeir eru
um miðja deild.
Keflvíkingar hafa ollið von-
brigðum það sem af er móti og
spilamennska liðsins verið ansi
sveiflukennd. Í kvöld taka þeir á
móti nýliðum Breiðabliks en
leikurinn átti upphaflega að fara
fram á morgun en var færður
vegna þátttöku Keflavíkur í
Intertoto keppninni. Þrír af leikj-
unum fjórum í kvöld hefjast
klukkan 19:15, en klukkan átta
verður leikur Fylkis og ÍBV í
Árbænum í beinni útsendingu á
Sýn. Þessi lið mættust í loka-
umferðinni í fyrra og vann þá
Fylkir 1-0 en Vestmannaeyjingar
fögnuðu þó vel í leikslok enda var
þá ljóst að liðið náði að halda sæti
sínu í deildinni.
- egm
Fjórir athyglisverðir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í kvöld:
Eykst forysta FH enn frekar í kvöld?
HJÓLREIÐAR Hafsteinn Ægir Geirs-
son sigraði í hinni árlegu keppni
Hjólað um Ísland en hann gerði
sér lítið fyrir og vann allar fimm
dagleiðir keppninnar. Fór hann
kílómetrana 256, sem hjólaðir
voru í keppninni, á tímanum 7 klst
3 mín og 35 sek, sem gerir 36, 2 km
að meðalhraða.
Íslandshjólreiðarnar eru að
fyrirmynd stærstu reiðhjóla-
keppni heims, Frakklandshjólreið-
anna (Tour De France), og er
stærsti viðburður á götuhjólum
sem haldinn er hérlendis og ein af
fáum keppnum sem standa yfir í
fleiri en einn dag. Að sjálfsögðu
var forystumaður í gulri treyju í
keppninni og hélt Hafsteinn þeirri
treyju alla dagana. - hþh
Íslandshjólreiðunum er lokið eftir æsispennandi fimm daga keppni:
Hafsteinn Ægir fór með sigur af hólmi
Á FLEYGIFERÐ Hópurinn við Vatnsfelli á
fjórða degi. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐNI DAGUR
Enska utandeildarliðið Aldershot Town
FC gerði sér lítið fyrir um síðast-
liðna helgi og sendi útsendara á leik
Dungannon Swifts og
Keflavíkur í Intertoto-keppn-
inni. Terry Brown, knatt-
spyrnustjóri liðsins, segir að
þetta hafi verið í fyrsta sinn
sem félagið sendir menn
erlendis til að fylgjast með
leikmönnum.
„Intertoto-keppnin veitir okkur það tæki-
færi að skoða hæfileikaríka knattspyrnu-
menn frá öðrum löndum sem eru ekki
of dýrir. Félagið býr nú yfir þeirri getu
að fylgjast með hvaða leikmenn standa
okkur til boða og við skulum vona að
eitthvað komi úr förinni til Belfast.”
Hvorki Kristján Guðmundsson þjálfari
Keflavíkur né Guðmundur
Steinarsson fyrirliði höfðu
heyrt af áhuga Aldershot
þegar Fréttablaðið hafði
samband við þá. „Ég
veit að það voru
einhverjir að fylgjast
með leiknum frá
erlendum félögum
en það er ekki
óvenjulegt í leikjum í
Evrópukeppninni,
sérstaklega á
Bretlandseyjum,”
sagði Kristján.
Guðmundur
tók í svipaðan
streng.
„Það hefur verið að
fylgjast með einhverjum leikmönnum
okkar, enda erum við með ungt og
efnilegt lið. 4-1 sigurinn hér heima vakti
líka talsverða athygli.”
En skyldi Guðmundur hafa áhuga á að
spila í ensku utandeildinni? „Nei, það
held ég ekki,” sagði hann í léttum dúr.
„Ég efast um að það heilli nokkurn leik-
mann efstu deildar hér á landi að spila í
þeirri deild.”
Paul Fairclough, knattspyrnustjóri
enska 2. deildarliðsins Barnet,
ætlaði einnig að fylgjast með
leiknum í Belfast en hætti
við þar sem þeir leikmenn
Keflavíkur sem hann hafði
áhuga á voru hvíldir í
leiknum.
ENSKA UTANDEILDARLIÐIÐ ALDERSHOT TOWN: FYLGIST MEÐ KEFLVÍKINGUM
Aldershot Town á eftir Keflvíkingum
> Heiðar í 20.-25. sæti
Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili
í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti
í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti
en mótið er liður í dönsku keppnis-
mótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja
og síðasta hringinn
á þremur
höggum
yfir pari og
samtals á átta
höggum yfir
parinu. Hann
átti frábæran
fyrsta hring
á mótinu er
hann spilaði
á einu
höggi undir
pari en
náði ekki
að leika
það eftir.
FÓTBOLTI Sigur Vals á FH í Lands-
bankadeild kvenna á mánudags-
kvöld var metjöfnun hjá félaginu
yfir stærsta sigur í deildarleik frá
upphafi. Kvennalið Vals vann leik-
inn 15-0, eða með sömu markatölu
og gegn Leikni árið 1981. Þá var
þetta stærsti ósigur kvennaliðs
FH frá upphafi í deildarleik en
fyrir leikinn var það leikur gegn
KR fyrir sex árum sem Hafnar-
fjarðarliðið tapaði 12-0.
Valur hefur skorað 7,3 mörk að
meðaltali í leik í sumar en FH
fengið á sig 7,1 að meðaltali,
ótrúlegt en satt. - egm
Stórsigur Valsstúlkna á FH:
Metjöfnun Vals
Lessa til Fylkis
Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í
kvennaboltanum hefur borist góður
liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane
Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá
Haukum. Lessa er 24 ára gömul.
Ármúla 11 - sími 568-1500
Lónsbakka - sími 461-1070
Rafm.sláttuvélar
Vandaðar vélar
og öflugir
mótorar
Sendu SMS BT HMF á 1900 og þú
gætir unnið!
Við sendum þér spurningu. Þú sva
rar með því að senda SMS
skeytið BT A, B eða C á númerið 19
00.
Auðvitað
er BT með
HM leik!
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r í
B
T
Sm
ár
al
in
d,
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rtu
k
om
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
*Aðalvinningurinn verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum!
ATH!5. HVER VINNUR!. I !
Frumsýnd
5. júlí!
Frumsýnd
5. júlí!
Taktu
þátt!