Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 28. JÚNÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R I R T Æ K I
Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem
fjárfestar eru áhugasamir um HoF en fjár-
festingafélagið Apax Partners dró sig út úr
yfirtökuviðræðum snemma á árinu.
DEILDARSKIPTAR VERSLANIR
House of Fraser rekur 60 vöruhús um
Bretlandseyjar og eitt í Dyflinni á Írlandi en
verslanirnar eru staðsettar við helstu versl-
unargötur borga og í verslunarmiðstöðvum.
Sumar eru starfræktar undir merkjum Army
& Navy, Binns, Dickins & Jones, Dingles og
Rackhams. Verslunarkeðjan selur fatnað á
alla aldurshópa, fylgihluti, snyrtivörur, heim-
ilisvörur og matvörur auk þess að reka veit-
ingastaði. Stefna HoF er í fyrsta lagi að vaxa
með innri vexti, það er að auka sölu og hækka
framlegð, halda kostnaði niðri og endurbæta
þær verslanir sem fyrir eru; í öðru lagi að
þróa fjármálatengda þjónustu og í þriðja lagi
að vaxa út á við með nýjum, arðsömum versl-
unum á helstu verslunarsvæðum og minnka
hlutdeild óarðbærra verslana og jafnframt
að taka yfir rekstur sem fellur að stefnu
félagsins.
Hagnaður HoF fyrir skatta og óreglulega
liði nam nærri 3,7 milljörðum króna á síð-
asta reikningsári, sem lauk í lok janúar, og
jókst um 4,6 prósent milli ára. Veltan fór í
95 milljarða króna og jókst um 11,2 prósent
en þegar horft var fram hjá nýjum versl-
unum, sem bættust í hópinn, varð fjögurra
prósenta samdráttur. Á fyrstu sjö vikum
yfirstandandi rekstrarárs dróst salan lít-
illega saman miðað við sama verslunar-
fjölda árið áður. Framlegð hélst hins vegar
óbreytt.
ÞRIÐJI AFKOMANDINN
House of Fraser hefur verið flaggskipið á
bresku verslunargötunni Oxford Street um
langa hríð. Félagið rekur sögu sína aftur til
ársins 1849 þegar viðskiptafélagarnir Hugh
Fraser og James Arthur opnuðu tvær, litlar
vefnaðarvöruverslanir í Glasgow, aðra við
Argyle Street og hina við Buchanan Street.
Reksturinn vatt upp á sig og brátt voru þeir
félagar komnir út í heildsölu. Þeim lenti
saman og Hugh tók yfir heildsölureksturinn
sem hélst í höndum afkomenda hans. Það
var einkum þriðji ættliðurinn, Hugh Fraser
lávarður, sem hóf fyrirtækið til vegs og virð-
ingar; undantekning frá reglunni að þriðja
kynslóðin fari með ættarveldi í bál og brand.
Hann tók við stjórnartaumunum árið 1924
og stýrði fyrirtækinu þéttingsfast í gegnum
kreppuna og stríðsárin. Árið 1948 var félagið
gert að almenningshlutafélagi og fékk nafnið
House of Fraser.
Á næstu áratugum óx fyrirtækið hratt
með yfirtökum og beitti lávarðurinn nýstár-
legri tækni. Hann sá að verðmæti í versl-
unargeiranum hvíldu einkum í birgðum
og viðskiptavild og seldi því fasteignir til
tryggingafélaga, leigði fasteignirnar til langs
tíma og losaði um mikla fjármuni sem voru
bundnir í steinsteypu. Þetta gaf honum færi
á frekari landvinningum, fyrst og fremst í
Englandi, og uppbyggingu nútímalegra versl-
ana. Gengu 50 verslanir til liðs við HOF á 8.
áratugnum en höfuðstöðvarnar voru ávallt í
Glasgow.
Fraser þriðji sat sem stjórnarformaður til
ársins 1981.
SÉRSTAÐA MÖRKUÐ
Árið 1985 keypti Al Fayed-fjölskyldan HoF
fyrir 615 milljónir punda eða 85 milljarða
króna en til samanburðar er markaðsvirði HoF
í dag um 42 milljarðar króna. Viðskiptaveldi
fjölskyldunnar, sem spannaði yfir skipa- og
olíuiðnað, banka- og fasteignageirann, efldi
á margan hátt vöruhúsakeðjuna en þegar
komið var á 10. áratug síðasta aldar tók að
harðna á dalnum og var fjölda verslana lokað
og nærri eitt þúsund starfsmönnum sagt upp.
HoF var sett aftur á hlutabréfamarkað árið
1994 en Al Fayed-fjölskyldan hélt eftir hinu
fræga verslunarhúsi Harrods.
Þegar líða tók á tíunda áratuginn hófu
stjórnendur HoF tilraunir til þess að marka
keðjunni sérstöðu með því að framleiða
eigin hátískuvarning sem gaf af
sér betri framlegð í stað
merkjavöru frá öðrum
smásölum. Árið 2000
hófst sala á kvenfatn-
aði, karlmannafatnaði
og heimilsvöru undir
merkjum HoF. Eitt af því
sem Baugur sér við það að taka
HoF yfir er að taka inn vinsæl tískumerki
sem eru í eigu Baugs og dóttur- og hlutdeild-
arfélaga eins og Mosaic Fashions. Horfa þá
menn sérstaklega til Karen Millen og Oasis.
ÞRIÐJA YFIRTAKAN
Það er ljóst að síðustu misseri munu marka
djúp spor í sögu þessarar þekktu verslunar-
keðju. Í byrjun árs var tilkynnt um lokun á
þremur sögufrægum verslunum við helstu
verslunargötur í Birmingham og Lundúnum
en örfáum mánuðum áður opnaði fyrsta
verslun HoF fyrir utan Bretlandseyjar, á
Írlandi. Í febrúar greindu stjórnendur frá
því að þeir hefðu fengið óformlegt tilboð
frá Apax Partners eins og áður sagði. Áhugi
Apax náði þó ekki lengra en þetta.
Í maí kom svo Baugur til skjalanna þegar
félagið tilkynnti um að það væri komið með
9,5 prósenta hlut. Þetta var ekki í fyrsta
skipti sem Baugur kom við sögu í hluthafa-
hópi HOF. Haustið 2002 gerði skoski fjárfest-
irinn Tom Hunter tilboð með stuðningi Baugs
í breska félagið og hljóðaði það upp á 85 pens
á hlut sem stjórn félagsins hafnaði. Baugur,
sem átti ellefu prósenta hlut sem keyptur var
á bilinu 62-70 pens, hagnaðist þó ágætlega á
þessari stöðu þegar bréfin voru seld haustið
2004. Talið er að hagnaður Baugs hafi numið
einum milljarði króna.
Þann 9. júní síðastliðinn staðfesti
stjórn HoF og Baugur að
félögin ættu í viðræðum
eins og áður kom fram.
Samkvæmt heimildum
Markaðarins mun FL
Group einnig koma að
yfirtökunni og jafnvel KB
banki og Tom Hunter þegar end-
anlegur fjárfestahópur liggur fyrir. Reiknað
er með að formlegt tilboð verði lagt fram í
ágúst.
Þótt ekkert óvænt hafi komið í ljós við
könnun Baugsmanna á bókhaldi HoF hafa
ýmsir efast um að yfirtakan gangi eftir.
Forsvarsmaður Baugs missti af viðtali við
Reuters-fréttastofuna í síðustu viku sem
var túlkað svo að Baugur væri hættur við
allt saman. Þá hafa breskir fjölmiðlar velt
því fyrir sér að lífeyrissjóðmál kunni að
gera áhuga Baugs að engu en mikill halli
hefur verið á lífeyrissjóði starfsmanna.
Einnig hafa verið vangaveltur um að ein-
hverjir hluthafar sætti sig ekki við tilboð
undir 150 pensum en núverandi markaðs-
verð, sem er nokkuð undir þessu verði, ætti
þó að gera viðfangsefni Baugs auðveldara
ef eitthvað er.
HOUSE OF FRASER REKUR 60 VERSLANIR VÍTT OG BREITT UM BRETLAND VIÐ HELSTU VERSLUNARGÖTUR
Velta HoF á síðasta rekstrarári nam yfir einum milljarði punda og jókst um ellefu prósent milli ára. Þrátt fyrir að heildarsala
hafi aukist er lítils háttar samdráttur þegar nýjar verslanir eru undanskildar. Líklegt er talið að Baugur leggi fram 48 milljarða
yfirtökutilboð í ágúst.
Flaggskipið á Oxford Street
Breska verslunarkeðjan House of Fraser (HoF) hefur verið mikið í umræðunni eftir að stjórn félags-
ins og Baugur, sem á tíu prósenta hlut í félaginu, greindu frá því að Baugur fengi að grúska í bókum
félagsins í því augnamiði að leggja fram tilboð upp á 148 pens í hvern hlut, eða 48 milljarða króna,
sem var meira en fimmtán prósenta yfirverð miðað við síðustu viðskipti.
A U R A S Á L I N
„Stefna HoF er í fyrsta lagi að vaxa með innri vexti, það er að auka
sölu og hækka framlegð, halda kostnaði niðri og endurbæta þær
verslanir sem fyrir eru; í öðru lagi að þróa fjármálatengda þjónustu
og í þriðja lagi að vaxa út á við með nýjum, arðsömum verslunum á
helstu verslunarsvæðum og minnka hlutdeild óarðbærra verslana og
jafnframt að taka yfir rekstur sem fellur að stefnu félagsins.“
House of Fraser
Stofnað: 1849
Fjöldi verslana: 60
Velta á síðasta rekstrarári: 95 millljarðar króna
Forstjóri: John Coleman
Fjöldi starfsmanna: 6.500
Það má varla milli sjá hvort er
meira spennandi þessa dagana;
heimsmeistaramótið í fótbolta eða
valdabaráttan í íslensku viðskipta-
lífi. Aurasálin fylgist vitaskuld með
hvoru tveggja af miklum áhuga
enda er hún sérfræðingur bæði í
herfræði knattspyrnunnar og ref-
skák viðskiptalífsins.
Því miður er uppáhaldslið Aura-
sálarinnar á HM dottið úr keppni.
Svisslendingar féllu úr leik á
afskaplega ósanngjarnan hátt
eftir hetjulega baráttu gegn
Úkraínumönnum og allir sem sáu
leikinn vita að þeir voru sterkari
aðilinn í leiknum. Það sem heillaði
Aurasálina sérstaklega við leik
Sviss var sterk vörnin og varkár
sóknarleikur. Það er örugglega
einsdæmi í sögu HM að lið falli úr
leik án þess að fá á sig eitt einasta
mark.
Þetta er aðdáunarverður árangur.
og það er gleðiefni að agaður og
skipulagður varnarleikur skuli
loks vera farinn að vekja almenna
aðdáun - hinir markagráðugu
monthanar, sem halda að fótbolti
snúist um að skora fleiri mörk
en andstæðingurinn, hafa notið
frægðarljómans nógu lengi. Nú er
röðin komin að þeim sem vita að
fótbolti snýst alls ekki um að skora
meira en andstæðingurinn heldur
að fá á sig færri mörk en hann.
Úr því sem komið er mun Aurasálin
þess vegna halda með Ítalíu í HM
en ef allt gengur að óskum þarf
Ítalía bara að skora þrjú mörk í
viðbót til þess að verða meistari.
Lykilatriðið er að halda hreinu.
En fótboltaæðið hefur kveikt
nýja og snilldarlega hugmynd í
Aurasálinni sem hún vill koma á
framfæri. Hvernig væri að nota
leikinn fallega til að útkljá deilur í
íslensku viðskiptalífi? Liggur það
til dæmis ekki í augum uppi að
hægt er að útkljá valdabaráttuna í
Straumi með vítaspyrnukeppni.
Deilurnar í Straumi hófust þegar
formaður Knattspyrnusambandsins
var kosinn varaformaður stjórnar-
innar á kostnað útgerðarmanns í
Eyjum - sem er bróðir fyrrverandi
landsliðsmarkvarðar í knatttspyrnu.
Og var það ekki einmitt náfrændi
helsta sóknarmannsins í KR sem
hratt þessu öllu af stað? Og afleið-
ing alls þessa er að náfrændi fyrr-
verandi landsliðsþjálfara Íslands er
settur út í kuldann.
Aurasálin leggur til að deilurnar
í Straumi verði útkljáðar í víta-
spyrnukeppni. Frændi stjórnarfor-
mannsins tekur fimm víti á bróður
varaformannsins. Markmaðurinn
nýtur auðvitað leiðsagnar frænda
forstjórans en fyrrverandi varafor-
maður sér um að redda æfingaað-
stöðu fyrir markahrókinn.
Það er ekki síst út af frumleg-
um lausnum sem þessari að
mikilvægt er að auka mjög völd
Aurasálarinnar í íslensku við-
skiptalífi.
Spennandi
tímar