Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.06.2006, Blaðsíða 26
[ ] Farsæll rallakstur er samstarf tveggja aðila sem verða að treysta hvor öðrum án umhugs- unar og skilyrðislaust. „Tuttugu, hægri þrír löng, í vinstri tvo, varúð yfir hæð sem kreppist í hægri tvo.“ Svona lýsingu þurfa rallökumenn að geta meðtekið í einni bunu og notað til að keyra nánast blindandi. Það er því ljóst að mikil ábyrgð hvílir á aðstoðar- ökumanninum sem les lýsingarn- ar upp á hárréttum tíma. Borgar Ólafsson er aðstoðarökumaður Jóns Bjarna Hrólfsson en saman hafa þeir verið að gera góða hluti á Ford Focus-bifreið sinni í sumar, unnið allar keppnir í sínum flokki. „Þetta þýðir að eftir tuttugu metra kemur löng hægri beygja sem við ætlum að keyra í þriðja gír. Strax á eftir förum við í vinstri beygju í öðrum gír sem liggur yfir varasama blindhæð sem endar í hægri beygju, áfram í öðrum gír,“ segir Borgar. „Hlutverk aðstoðarökumannsins er að lesa nákvæmlega það sem er framund- an. Við keyrum leiðina rólega fyrir keppni og skrifum allt niður, allar beygjur, gírana sem við ætlum að keyra í, holótta kafla sem við köll- um „kinký“, blindhæðir og stökk.“ Þegar í keppni er komið skiptir svo höfuðatriði að lesa rétt, á rétt- um tíma og að vera ekki að hafa áhyggjur af því hvort bílstjórinn ráði við bílinn. „Ég spái ekkert í honum, treysti honum í blindni eins og hann treystir mér. Það er lykilatriði að ökumennirnir þekki hvor annan og treysti. Í síðustu keppni var svarta þoka og alveg niður í fimm metra skyggni. Þá er gott að hafa góðar leiðarnótur til að geta haldið hámarkshraða. Það verður allt að vera í botni, annars töpum við tíma,“ segir Borgar. Bíll þeirra félaga er 2000 árgerð en var fluttur hingað til lands í nóvember 2005 í samvinnu við Brimborg. Vélin er um 180 hestöfl og er með framdrifi, Dog Box-gírkassa, Cosworth-brems- um, Speedline-felgum og Pirelli- dekkjum. Manni dettur í hug að eftir að hafa keppt á svona tæki sé erfitt að halda sig á löglegum hraða á þjóðvegum úti. „Alls ekki, ég er alveg slakur eftir keppni. Þá er ég búinn að fá útrás fyrir hraðann. Maður er stundum bara fyrir öðrum öku- mönnum á leiðinni heim,“ segir Borgar hlæjandi. „Um daginn vorum við á Akureyri að prófa Ford GT-bílinn hjá Brimborg. Við settum hann í 300 km hraða á flug- brautinni og keyrðum svo heim seinna um daginn. Eftir hálftíma föttuðum við að hvorugur okkar hafði sagt orð, við vorum svo slak- ir og rólegir eftir þessa útrás,“ segir Borgar að lokum. Næsta umferð í Esso rallinu fer fram 8. júlí. einareli@frettabladid.is Treysta blint hvor á annan Borgar og Jón Bjarni klárir í slaginn. Eins og sést er lítið eftir af innréttingu bílsins en þess í stað kemur öflugt veltibúr, körfustólar og vandað öryggisbelti. LJÓSMYND/JÓHANN KRISTJÁNSSON Borgar og Jón Bjarni á fleygiferð í einni af keppnum sumarsins. Þeim hefur gengið mjög vel og hafa unnið allar keppnir í sínum flokki. LJÓSMYND/RAGGI M HYUNDAI ER EINN AF STÆRSTU STYRKTARAÐILUM HM Í ÞÝSKALANDI OG LEGGUR TIL RÚMLEGA 1.000 BIFREIÐAR FYRIR BÆÐI LEIKMENN OG STARFSMENN MÓTSINS. Auk þess að leggja til rútur og bíla stendur Hyundai fyrir ýmsum leikjum kringum mótið. Meðal annars er hægt að kjósa stuðningsmann leiks- ins á netinu á heimasíðu FIFA eða Hyundai. Áður en mótið hófst stóð Huyndai einnig fyrir leik þar sem valin voru bestu slagorðin fyrir hvert lið. Hyundai framlengdi á síðasta ári samning sinn sem einn megin styrktaraðili FIFA fram til ársins 2014 og mun því áfram sjá sambandinu fyrir nauðsynlegum farartækjum eða a.m.k. næstu átta árin. Hyundai má því kalla fótboltabílinn í ár. - tg Hyundai á HM Hyundai er einn aðal styrktaraðlili FIFA. Þó það sé oft erfitt að fá bílastæði í miðbæ Reykjavíkur á það ekki að stoppa bæjar- og kaffihúsaferðir. Það er alltaf hægt að fá stæði í bílastæðahús- unum og fyrir lægra gjald. 10”, 12”, 15”, einföld 10”, 12”, 15”, tvöföld Verð frá Kr. 5.995,- Verð frá Kr. 8.995,- Bassabox AGMótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.