Fréttablaðið - 09.07.2006, Page 2

Fréttablaðið - 09.07.2006, Page 2
2 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR LÖGREGLA Lögreglan á Akranesi hafði nóg fyrir stafni aðfaranótt laugardags. Ein líkamsárás var kærð, brotist var inn á tveimur stöðum, eitt fíkniefnamál kom upp og mikið var um ölvun. Mikið var um ölvaða unglinga á tjaldsvæði bæjarins í tengslum við hátíðina Írska daga sem þar stendur yfir. Ein alvarleg líkams- árás var tilkynnt til lögreglu en nokkrir menn höfðu ráðist á einn og sparkað í hann liggjandi með þeim afleiðingum að flytja þurfti hann með sjúkrabíl á spítala. Meiðsl hans voru þó minni en fyrst var talið. Árásarmennirnir hafa ekki verið handteknir. Ölvaður maður var handtek- inn um nóttina grunaður um tvö innbrot, annað í vélsmiðju og hitt í golfskála. Hann játaði brotin við yfirheyrslur í gær og hefur verið sleppt úr haldi. Þá kom upp eitt smávægilegt fíkniefnamál og þrír voru stöðvaðir fyrir ölv- unarakstur. Lögreglan hafði mikinn viðbún- að í gærkvöldi þar sem halda átti rúmlega þúsund manna ball og búist var við enn verra ástandi en nóttina áður. Allt tiltækt lið var í viðbragðsstöðu og lögreglan beindi þeim tilmælum til foreldra að leyfa unglingum ekki að fara eftirlits- lausum út að skemmta sér. - sh Lögreglan á Akranesi hefur þurft að hafa mikinn viðbúnað vegna óláta á Írskum dögum í bænum: Líkamsárás, innbrot og ólæti unglinga ÍRSKIR DAGAR Það var líf og fjör á Írskum dögum á Akranesi fyrir þremur árum. Svo virðist sem ólæti ungmenna í ár ætli að skyggja á gleðina í ár. MYNDIN ER ÚR SAFNI. LANDBÚNAÐUR Að sögn Fanneyjar Ólafar Lárusdóttur, ráðunauts hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, hefur fyrsti sláttur gengið misvel hjá kúabændum á svæðinu, en er sums staðar lokið. Vætutíð hefur truflað heyskap en grasspretta hefur verið mikil og sömu sögu er að segja á Vesturlandi. Þórarinn Lárusson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur- lands, segir marga hafa vonast eftir betri sprettu miðað við tíðar- far. Á Héraði hafi minna verið um úrkomu en annars staðar, en allur gangur sé á því hvort bændur hafa lokið fyrri slætti. -sgj Mikil vætutíð truflandi: Sláttur gengur víða mjög hægt STOKKHÓLMUR, AP Lögreglan í Suður-Svíþjóð skaut á 76 ára gamlan mann á föstudagsnótt. Maðurinn hafði skotið handa- hófskennt út í loftið með riffli sínum en miðaði að lögreglu eftir að hún mætti á staðinn, þar til hann var skotinn í kviðinn nokkru síðar. Maðurinn missti ekki meðvit- und og lauk umsátri lögreglu ekki fyrr en fjórum tímum síðar þegar hún kastaði táragasi inn í hús mannsins og handtók manninn. Maðurinn var kunnur veiði- maður og hafði ekki komist í kast við lögin áður. Lögreglan taldi ástæðu skotárásarinnar vera taugaáfall, en nágrannar sögðu manninn hafa verið æstan vegna byggingu nýs orkuvers í nágrenni við hús hans. Skotárás aldraðrar veiðiskyttu: Skaut út í loft- ið með riffli LÖGREGLA Þrettán fíkniefnamál komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafn- arfirði aðfaranótt laugardags. Í einu málanna var lagt hald á tölu- vert magn af maríjúana, amfet- amíni og kókaíni, sem grunur leik- ur á að hafi verið ætlað til sölu. Tveir voru handteknir vegna málsins en sleppt að loknum yfir- heyrslum. Í hinum málunum var um neysluskammta af kannabis- efnum að ræða. Lögreglan í Kópavogi og Hafn- arfirði hefur á þremur dögum haft afskipti af fjölda einstaklinga vegna samtals 25 fíkniefnamála. Langflest þeirra eru minniháttar neyslumál. - sh Átak í Kópavogi og Hafnarfirði: 13 fíkniefna- mál í fyrrinótt SLYS Ástand annarrar stúlkunnar sem flutt var á sjúkrahús eftir bíl- slysið við Varmahlíð um síðustu helgi er stöðugt að sögn sérfræð- ings á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi og er henni enn haldið sofandi í öndunarvél. Ein stúlka lést í slysinu og önnur var útskrifuð af gjörgæsludeild á fimmtudag. Ungi maðurinn sem missti stjórn á vélhjóli sínu á Kirkju- braut á Akranesi á mánudag er kominn úr öndunarvél en er enn á gjörgæsludeild. - sh Fórnarlömb umferðarslysa: Ástand stúlk- unnar stöðugt SLYS Tveir ökumenn í Shellsport rallaksturskeppninni hrygg- brotnuðu í gær á lokaðri sérleið í Mælifellsdal í Skagafirði. Aðstoð- arökumenn beggja meiddust einnig. Annar ökumaðurinn slasaðist þegar hann missti stjórn á bíl sínum og ók út af veginum um fjörutíu kílómetra frá aðalvegin- um. Að sögn vaktstjóra lögregl- unnar á Sauðárkróki voru aðstæð- ur ekki góðar, mikil bleyta og drulla var á brautinni sem senni- lega varð þess valdandi að mað- urinn missti stjórn á bílnum. Hinn ökumaðurinn var í miðj- um dalnum og slasaðist þegar bíll hans fór yfir eina hæðina á braut- inni á of mikilli ferð, tók flugið yfir hana og lenti harkalega á framendanum. Allir fjórir mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Sauðár- króki til skoðunar. Að sögn vakt- hafandi læknis kom í ljós við skoðunina að hryggir beggja höfðu brotnað og því var ákveðið að senda þá með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Aðstoðarökumenn- irnir tognuðu báðir á hálsi en sluppu án alvarlegra meiðsla. Báðir mennirnir óku Mitsubishi Lancer bifreiðum sem skemmdust töluvert. - sh Tveir rallökumenn og aðstoðarmenn þeirra slösuðust við rallakstur í Skagafirði: Tveir hryggbrotnuðu í rallslysi Á FLUGI Annar ökumaðurinn slasaðist þegar hann fór of geyst yfir eina hæðina á brautinni þannig að bíllinn tókst á loft og skall harkalega til jarðar. Myndin er úr safni og tengist ekki slysinu. HEYSKAPUR Bændur á Suðurlandi notuðu þurrkinn í gær til þess að snúa heyi á túnum sínum. SPURNING DAGSINS Ólafur, er írafár á Akranesi? „Nei, ég held að það sé ekkert meira en vanalega.“ Ólæti, ofbeldi og ölvun settu svip sinn á Írska daga á Akranesi í fyrrinótt. Ólafur Þór Hauksson er sýslumaður á Akranesi. VARNARMÁL Þriðji fundur Íslend- inga og Bandaríkjamanna um varnarsamstarf ríkjanna fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í fyrradag. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hvernig vörn- um landsins verður háttað eftir að varnarliðið fer og hvernig farið verður með mannvirki Bandaríkjamanna og Atlants- hafsbandalagsins á varnarsvæð- inu. Að sögn fundarmanna gengu viðræðurnar vel og þurfti ekki að kalla til fundar á ný í gær eins og jafnvel var búist við. Fyrir íslensku samninganefndinni fór Albert Jónsson, verðandi sendi- herra í Washington, en fyrir hinni bandarísku fór Thomas Hall, einn aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sinnti áður störfum yfirmanns herstöðvar- innar í Keflavík. Ekki náðist í Geir H. Haarde forsætisráðherra vegna málsins, en í samtali við fjölmiðla í gær sagðist hann ánægður með fund- inn og að fullur vilji væri af beggja hálfu til að ná viðunandi niðurstöðu. Hann vildi ekki fara út í hvað hafi verið rætt á fundin- um en sagði næsta fund vera áætlaðan í lok ágúst. Ögmund- ur Jónasson, þingflokks- formaður vinstri grænna segir að stjórn- völd hefðu betur farið að þeim til- lögum sem vinstri grænir hafi sett fram fyrir nokkrum árum. „Við sögð- um þá, og höfum árlega ítrekað, að hefja ætti viðræður um nákvæmlega þá þætti sem nú eru á borðinu og snúa að réttindum Íslendinga og viðskilnaði Banda- ríkjamanna sem var fyrirsjáan- legur fyrir löngu,“ segir hann. „Nú er þetta allt óljóst og ófrá- gengið og það eina sem við fáum að heyra er nánast í véfrétta- stíl.“ Eitt þeirra mála sem væntan- lega hafa verið rædd á fundinum eru örlög slökkviliðsbíla varnar- liðsins, en þeir hafa oft verið not- aðir til að slökkva elda utan stöðv- arinnar. Mikill missir yrði að þeim ef ekki verður samið um að Bandaríkjamenn gefi eða selji þá Íslendingum þar sem þeir eru mikilvægur hluti af slökkvistarfi á Suðurnesjum. „Svona bílar eru ekkert hristir fram úr erminni,“ segir Stefán Björnsson, aðstoðarslökkvistjóri á Keflavíkurflugvelli. „Það getur tekið um það bil ár eða meira að fá svona bíla, þetta er sérsmíðað eftir pöntunum. Frá mínum bæj- ardyrum séð er þessi flugvöllur ekki starfhæfur ef bílarnir hverfa héðan, það er ekki flókn- ara en það.“ salvar@frettabladid.is Maraþonfundur um varnarmál Íslands Fundað var um varnarmál Íslendinga í Þjóðmenningarhúsinu í fyrradag. For- sætisráðherra segist ánægður með fundinn en gefur ekkert upp um efni hans. Vinstri grænir segja að umræður um viðskilnað hefðu átt að hefjast mun fyrr. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA FJÖLMENNT Á VARNARMÁLAFUNDI Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segist ánægður með fundinn, en ekki hafi verið lagt upp með að ná neinum sérstökum niðurstöðum. FERÐALÖG Ágætt veður hefur verið á landinu um helgina og hefur ann- ríki á ferðamannastöðum verið eftir því. Í Landmannalaugum var fullt í skálum og töluvert af gest- um á tjaldstæðinu enda ágætis- veður. Soffía Sigurðardóttir skála- vörður segir að einnig hafi verið troðið í svefnpokaplássunum enda sé nú búið að opna leiðina yfir Sprengisand. Í Básum voru um 250 gestir á tjaldsvæðinu og þar af margir í skipulögðum gönguhópum. Ágústa Ragnarsdóttir skálavörður segir að fjöldinn sé þó heldur minni en undanfarið enda sé svo mikið í boði fyrir ferðamenn á öðrum stöðum, auk þess sem gestir þurfi að keyra yfir árnar. Þorsteinn Sigurðsson á Húsa- felli segir að um þrjúhundruð manns hafi verið á svæðinu um helgina enda veðrið verið ágætt. Víðast ágæt ferðahelgi: Fjöldi fólks var á tjaldstæðum ÁLVER Þyngsta eining sem komið hefur til landsins verður hífð á land við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í dag. Um er að ræða hafnarkrana álversins á Reyðarfirði sem vegur 650 tonn og er 50 metrar á hæð. Skipið Happy River lagði að bryggju á fimmtudagsmorgunn með kranann en tvo daga hefur tekið að losa festingar kranans að sögn Garðars Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Nesskipa sem er umboðsaðili skipafélagsins Big Lift. „Kraninn er uppi á dekki og það eru yfir 100 metrar af suðu sem þarf að brenna í burtu og fjar- lægja stór og sver járnstykki áður en hægt er að færa hann.“ - sdg Hafnarkrani á Reyðarfirði: 650 tonn hífð í land í dag KRANINN UM BORÐ Í HAPPY RIVER Kraninn verður staðsettur við Mjóeyrarhöfn og mun losa skip sem flytja súrál. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI GARÐARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.