Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 9. júlí 2006 13
Stór þáttur í manneskjunni er að vilja skipta máli og taka þátt í að skapa
umhverfi sitt og samfélag. Í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans hefur
verið opnuð ný þjónusta í Einkabankanum á landsbanki.is sem auðveldar
fólki að styðja við góð málefni. Á einfaldan hátt getur fólk valið milli tæplega
fimmtíu góðgerðarfélaga og lagt þeim lið með einni greiðslu eða með
reglubundnum hætti. Það er auðvelt að byrja og auðvelt að hætta.
Það er auðvelt að skipta máli
Leggðu góðu málefni lið
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
33
38
3
0
7/
20
06
Mikið gladdi það mig að sjá pistil
Hannesar Hólmsteins í Frétta-
blaðinu í gær sem fjalla átti um
þreytt andlit og slitnar tuggur. Í
einfaldleika mínum bjóst ég við
uppgjöri Hannesar við eigin
greinaskrif því jafnskjótt og ég
leit þreytt andlitið sem fylgdi
greininni bjóst ég við að lesa
slitnar tuggur. Það gekk allt eftir.
En ólíkt hinum stórkostlega
Davíð Oddssyni sem góðu heilli
þekkti sinn vitjunartíma hefur
Hannes Hólmsteinn ekki skynjað
sín endimörk og þó allir hugsandi
menn séu orðnir löngu leiðir á
málæði Hannesar hamast hann
sem aldrei fyrr. Greinilega farið
að hitna undir kjötkötlunum á
þeim bænum.
Í grein sinni setur Hannes
fram sagnfræðiskýringar á skoð-
unarkönnun sem gerð var fyrir
nokkru og samkvæmt náttúrueðli
Hannesar er honum Samfylking-
in hugleiknust. Sagnfræði Hann-
esar er að sjálfsögðu rökstudd
með mikilfengleika Sjálfstæðis-
manna því í greinum hans endur-
speglar sá flokkur jafnan heims-
myndina. Í upphafi
röksemdafærslunnar birtist ein
uppáhalds slitna tugga Hannesar
um að vegna forystu Davíðs Odd-
sonar hafi þjóðinni vegnað vonum
framar. Hannes veit ekki að upp-
gangur síðustu ára hefur fyrst og
fremst verið vegna opnunar
markaða í kjölfar EES-samnings
Samfylkingarinnar enda hefur
Sjálfstæðisflokkurinn sýnt það á
síðustu árum að hann kann lítið
með hagstjórn að fara.
Þrátt fyrir ungan aldur man
ég glögglega inngöngu Davíðs
Oddsonar í landsmálin og þau
átök innan Sjálfstæðisflokksins
þegar Davíð Oddson vann for-
mannssætið af þáverandi for-
manni flokksins, Þorsteini Páls-
syni. Þeim sem á annað borð
nenntu að rökræða við mig á
þessum tíma um formannsskipt-
in lögðu mikla áherslu á hve
skemmtilegur og fyndinn maður
Davíð væri, hve hann væri orð-
heppinn og mikill listamaður.
Hann þótti stjórna af mikilli
röggsemi og í stjórn höfuðborg-
arinnar þótti hann hafa sýnt ótrú-
lega framkvæmdasemi, þó marg-
ir viðurkenndu að hann hefði
kannski ekki alltaf leitað nægjan-
legra sátta við alla hagsmunaað-
ila.
Því miður gat ég ekki samsam-
að mig þessari reynslu því ég
hafði alveg misst af skemmti-
þættinum Matthildi og í endur-
sýningunum á leikritinu um
Bubba kóng féllu leikhæfileikar
formannsins í skuggann af þeirri
skoðun minni að sjónvarpsefni
sem ekki var í lit var hvorki
áhugavert né gott sjónvarpsefni.
Hinn nýi og ungi formaður sem
margir fögnuðu sem talsmanni
léttleikans, nýju tímanna og
skörulegrar framgöngu verkaði
á mig sem hrokafullur, sjálfsá-
nægður og næmilaus togarasjó-
maður. Ef ég hefði haft aldur og
leyfi til að kjósa í þessum slag
hefði ég líkt og amma mín stutt
Þorstein Pálsson sem var orðvar
og bar með sér það traust sem
talsmann hinna nýju og léttlynd-
ari tíma skorti.
En sagan skrifar sig ekki allt-
af eftir okkar skoðunum og í öll
þessi ár hef ég þurft að hlusta á
slitnu tuggur Hannesar Hólm-
steins um Davíð Oddson, oftar en
mér er hollt. Það er því einlæg
von mín að Hannes komist sem
fyrst niður í Seðlabankann til
vinar síns þar sem þeir geta leik-
ið sér saman með stýrivexti og
verðbólguspár.
Þreytt andlit og slitnar tuggur
UMRÆÐAN
HANNESI HÓLM-
STEINI GISSURAR-
SYNI SVARAÐ
INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR
GUÐFRÆÐINGUR
En sagan skrifar sig ekki alltaf
eftir okkar skoðunum og í öll
þessi ár hef ég þurft að hlusta
á slitnu tuggur Hannesar
Hólmsteins um Davíð Oddson,
oftar en mér er hollt.
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
Sögurnar,
tölurnar,
fólki›.
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU
ALLA MI‹VIKUDAGA
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI