Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 16

Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 16
 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR16 Það er ofsögum sagt að Lay hafi verið með silfurskeið í munni frá fyrsta degi. Hann fæddist 15. apríl árið 1942 í Missouri-ríki í Banda- ríkjunum og var fjölskylda hans með fátækara fólki. Faðir hans rak matvöruverslun en starfaði einnig sem predikari og blés börn- um sínum þeirri trú í brjóst að sama hverju á gengi þá væru þau ávallt undir verndarvæng almætt- isins. Þetta ku hafa verið ágætt fararnesti úr föðurgarði sem Ken- neth tók með sér í lífsbaráttuna og mótaði viðhorf hans til lífsins, reyndar með nokkrum fyrirvara. Kenneth Lay átti sér um margt hefðbundna æsku. Meðfram námi bar hann út dagblöð og sló garða fólks en að loknu grunnskóla- og framhaldsnámi innritaðist hann í hagfræði við ríkisháskólann í Missouri og lýstu samnemendur hans honum sem vinnusömum og skarpgreindum manni. Lay útskrifaðist með MA gráðu í hag- fræði frá Missouri háskóla á sjöunda áratug síðustu aldar. Með gráðuna í vasanum hóf Lay störf hjá aldagömlu banda- rísku olíufélagi, Humble Oil & Refining, árið 1965 en það var um sama leyti að breytast í olíurisann Exxon Mobil. Meðfram vinnu var hann í doktorsnámi í hagfræði við háskólann í Houston í Texas og útskrifaðist árið 1970. Í vist hjá orkurisum Samhliða störfum sínum hjá olíu- félaginu gerðist hinn vinnusami Lay aðstoðarmaður í innanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna og var um hríð aðstoðarkennari við George Washington háskólann í Washingtonborg þar sem hann kenndi háskólanemum hagfræði og opinbera stjórnsýslu. Í fyrstu var Kenneth Lay aðal- hagfræðingur hjá Exxon Mobil og reis hann fljótt til metorða. Eftir fimmtán ár sagði hann skilið við fyrirtækið til að taka við forstjóra- stöðu hjá gasfyrirtækinu Houston Natural Gas í Flórídaríki í Banda- ríkjunum, við upphaf níunda ára- tugarins. Þegar regluverk varðandi orku- iðnað í Bandaríkjunum var ein- faldað í stjórnartíð Ronalds Reag- an við upphaf níunda áratugarins, sá Lay sér leik á borði og samein- aði Houston Natural Gas og fyrir- tækið Inter-North, sem sérhæfði sig í framleiðslu og lagningu á gasleiðslum árið 1985. Starfsemi fyrirtækjanna var við þetta sameinuð undir einu nafni, Enron. Orkurisinn stígur fram Með sameiningu fyrirtækjanna varð til gríðarstórt bákn með rúm- lega tuttugu þúsund manna starfs- liði og festi Enron sig tryggilega í sessi sem eitt stærsta orkufyrir- tæki í heimi með jarðgas og einn umsvifamesti raforkusali í Banda- ríkjunum. En auk þessa sinnti Enron einnig viðskiptum með kol, trjákvoðu, pappír, plast, málma og ljósleiðara. Þrátt fyrir að stjórna einu af stærstu fyrirtækjum Bandaríkj- anna er engu líkara en hinn vinnu- sami Lay hafi haft næga umframorku sjálfur því hann sat í stjórnum fjölda fyrirtækja og nefnda á vegum bandaríska ríkis- ins, svo sem hjá tölvu- risanum Compaq, í bandaríska viðskipta- ráðinu og í nefnd á vegum ríkisins sem fjallaði um sjálfbæra nýtingu náttúru- auðlinda svo eitthvað sé nefnt. Tengdur Hvíta húsinu Kenneth Lay hélt alla sína stjórnartíð góðum tengslum við Repúblíkana- flokkinn í Banda- ríkjunum, ekki síst við George Bush yngri. Samband Lays við Bush yngri hófst þegar hann barðist fyrir kjöri til ríkisstjóra í Texas og þegar staðan var í höfn leitaði Lay oftsinnis til hans vegna mála sem tengdust rekstri orku- fyrirtækisins. Ágætur vinskapur varð þeirra á milli og er Bush yngri sagður hafa kallað forstjóra Enron „Kenny boy“ eða strákling- urinn Kenny upp á íslensku. Þegar stjórnarskipti urðu í Hvíta húsinu með tilkomu Bills Clintons í embætti forseta Banda- ríkjanna réð Enron þá James Baker, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George Bush eldri, og Robert Mosbacher, viðskiptaráðherra landsins á árunum 1989 til 1992, í sínar raðir. Framsækið fyrirtæki Gengi Enron-risans jókst gríðar- lega og náði hámarki í ágúst á alda- mótaárinu 2000, þegar gengi bréfa í fyrirtækinu fór á 90,56 dali á hlut. Enron var á þessum tíma eitt af fimmtíu stærstu fyrir- tækjum Bandaríkj- anna og markaðs- virði þess nam tæpum sjötíu millj- örðum dala, jafnvirði tæpra átta þúsund millj- arða íslenskra króna á þáver- andi gengi. Slíkur var upp- gangurinn að heimsþekkt stór- fyrirtæki á borð við bandarísku bílaframleiðend- urna General Motors, Ford og Chevron voru langt á eftir Enron á lista yfir stærstu fyrir- tæki landsins. Stjarna Kenneths Lay skein skært. Varð hann launa- hæsti forstjóri landsins og fékk meðal annars jafnvirði rúmra fjög- urra milljarða króna í kaupauka- greiðslur árið 1999. Þá var auður Lays slíkur að hann er sagður hafa gefið eiginkonu sinni lystisnekkju í afmælisgjöf eitt árið. Fjölmiðlar fóru góðum höndum um fyrirtækið á þessum uppgangs- tímum líkt og gjarnan var um marga þá sem risu hátt á sviði við- skiptalífsins. Bandaríska viðskipta- tímaritið Fortune tilnefndi Enron sem eitt af framsæknustu fyrir- tækjum Bandaríkjanna sex ár í röð og sagði það hafa náð að aðlagast breyttum markaðsaðstæðum með framúrskarandi hætti. En annað átti eftir að koma í ljós. Hallar undan fæti Í nóvember árið 2001 bárust fregnir þess efnis að Enron rambaði á barmi gjaldþrots. Rannsókn á bók- haldi fyrirtækisins leiddi í ljós að æðstu stjórnendur þess, þar á meðal Kenneth Lay, hefðu falsað afkomutölur undanfarin fjögur ár og látið sem Enron hefði skilað hagnaði. En reyndin var önnur. Fjölmargir fjárfestar losuðu sig við bréf í fyrirtækinu með þeim afleiðingum að gengi þess hrundi niður í um sextíu sent á hlut, eða um 85 pró- sent, og urðu nánast verðlaus. Lay virðist hins vegar hafa haft grun um í hvað stefndi og losaði sig við bréf sín í fyrirtækinu tveimur mánuðum áður en fréttir um yfir- vofandi gjaldþrot Enron fóru í loftið og hagnaðist um jafnvirði rúmra þrjátíu milljarða króna á þáverandi gengi. Á sama tíma hvatti hann starfsfólk Enron hins vegar til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Dómur fellur Réttarhöld í Enron-málinu hófust í lok janúar á þessu ári og lauk þeim í lok maí í Houston í Texas í Banda- ríkjunum með þeim úrskurði kvið- dóms að þeir Lay og Jeff Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefðu gerst sekir um aðild að samsæri um skjalafals, verðbréfasvik, fjársvik og ýmis bókhaldsbrot. Þegar Kenneth Lay lést í sumar- húsi sínu á afslöppunarstað ríka og fræga fólksins í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum á mánudag átti hann yfir höfði sér margra millj- arða króna sektargreiðslur og lífs- tíðar fangelsisdóm. Lay var 64 ára en hann lætur eftir sig eiginkonu, fimm börn og tólf barnabörn. KENNETH LAY Fallni forstjórinn er hann var handtekinn vegna Enron-málsins árið 2004. MYND/AP KENNETH LAY Forstjórinn fyrrverandi svaraði spurningum fréttamanna eftir að kviðdómur kvað upp úrskurð sinn í Houston í Texas í lok maí. MYND/AFP BRÉF TIL BUSH Lay var dyggur stuðningsmaður og vinur George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna. Hér getur að líta eitt margra bréfa sem hann skrifaði Bush er hann gegndi embætti ríkisstjóra í Texas. MYND/AP Stofnandi Enron setti allt sitt á almættið Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést af völdum hjartaáfalls í sumarhúsi sínu í Aspen í Bandaríkjunum á miðvikudag. Lay átti yfir höfði sér lífstíðardóm fyrir fjársvik og bókhaldsbrot og greiðslu gríðar- legra sekta. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson leit yfir æviferil fyrrum forstjóra orkurisans sem riðaði til falls.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.