Fréttablaðið - 09.07.2006, Page 21

Fréttablaðið - 09.07.2006, Page 21
ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS Á SAMA VINNU- STAÐ Í HÁLFA ÖLD Guðbjörg Guðnadóttir var heiðruð í vikunni sem leið fyrir fimmtíu ára störf í málningarverksmiðjunni sem lengi vel hét Harpa. ATVINNA 10 Skrifstofustarf Industria ehf. óskar eftir starfsmanni í fullt starf á skrifstofu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði, geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu af skrifstofustörfum. Þekking á bókhaldi er kostur, en ekki nauðsyn. Um framtíðarstarf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafi ð störf sem fyrst . Nánari upplýsingar veitir Esther Jóhannsdóttir í síma 559-2000 eða tölvupósti: esther@industria.com. Húsnæði óskast. Húsnæði í Miðbænum Industria ehf. óskar eftir að taka á leigu húsnæði í miðbæ Reykjavíkur. Ákjósanleg stærð er 4ra - 6 herbergja íbúð/hús. Leiga á húsnæði með húsgögnum er æskileg en alls ekki skilyrði. Leigutími er samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Esther Jóhannsdóttir í síma 559-2000 eða tölvupósti: esther@industria.com. Gólfl ausnir Malland ehf. óskar eftir starfsmönnum í gólfl agningarstörf. Um er að ræða framtíðarstörf. Boðið er upp á góða tekjumöguleika. Leitað er eftir hraustum einstaklingum eldri en 18 ára og hafa áhuga á mikilli vinnu. Umsækjendur skili inn umsóknum á kristinn@malland.is Íbúðir óskast til leigu á Álftanesi Sveitarfélagið Álftanes óskar að taka á leigu tvær til þrjár íbúðir á Álftanesi fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Tilboð sendist Sveitarfélaginu Álftanes, Bjarnastöðum 225 Álftanes. Eða með tölvupósti á soffia@alftanes.is Nánari upplýsingar veitir Soffía Ólafsdóttir, félagsráðgjafi í síma 550 2300. Sigurður Magnússon, bæjarstjóri. Tæknifræðingar – Verkfræðingar Traust Þekking ehf. er verkfræði- framleiðslu- og verslunarfyrirtæki sem hannar, framleiðir og afhendir einstakar vélar og sérsniðnar lausnir, vélar og heilar verksmiðjur í matvælageiranum. Nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins eru á heimasíðu fyrirtækisins www.traust.is Við leitum að starfskrafti til að aðstoða við rekstur fyrirtækisins. Sjálfstætt og krefjandi starf þar sem reynir á frumkvæði og fagleg vinnubrögð. Starfssvið: • Tilboðsgerð og sölumennska á tækjabúnaði • Eftirlit með framleiðslu, innkaupum og birgðahaldi • Tæknileg gerð vinnslulína og ráðgjöf • Erlend og innlend samskipti við birga Hæfnis- og menntunarkröfur: • Tækni- eða verkfræðimenntun er skilyrði. • Þekking á fiskiðnaði og matvælavinnslu er æskileg. • Góð enskukunnátta og mikil samskiptahæfni er nauðsynleg. Umsóknir óskast fyrir 25. júlí nk. og sendist á e-mail til traust@traust.is. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.