Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 80

Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ��������������������� ���������� Iceland Express, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 Fullorðinsverð frá: 7.995 kr. *Aðra leið með sköttum. www.icelandexpress.is FERÐAVETURINN MIKLI Forsjálustu ferðalangarnir fá ódýrustu sætin. Bókaðu strax! Fyrstir bóka, fyrstir fá! Bókaðu á www.icelandexpress.is **Aðra leið með sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum VETRARÁÆTLUN Gildir frá 16. sept. 2006 – 31. mars 2007 Iceland Express Áfangasta ðir Iceland Express veturinn 2 006–2007 London, K aupmann ahöfn, Frankfurt Hahn, Be rlín, Friedrichs hafen og Alicante Flugáætlun Iceland Express fyrir næsta vetur, allt til 31. mars 2007, er komin í sölu. Ekki bíða með að tryggja þér lægsta fargjald til London, Kaupmannahafnar, Frankfurt Hahn, Berlínar, Friedrichshafen og Alicante næsta vetur. Að hika er sama og tapa. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� � Einn kunningi minn er að drep-ast úr ástarsorg. Bókstaflega. Ég veit að ástarsorg er ekki ban- væn í sjálfri sér, en skorpulifur er það. MIG langar ekki að gera lítið úr fallegum og göfugum tilfinningum eins og sorg eftir ástvinamissi. Auðvitað er djöfullega erfitt að þurfa að endurmeta öll framtíðar- áform sín á einu bretti eftir að manneskjan sem var órjúfanlegur hluti af þeim öllum ákveður að hún vilji ekki lengur taka þátt í þeim heldur vilji hún eitthvað annað, eitthvað þar sem ekki er pláss fyrir mann sjálfan. Það er eðlilegt að syrgja allt það fagra sem átti að verða og hefði getað orðið. Það er eðlilegt að vera hnugginn á meðan maður gengur í gegn um slíkt. EN ÞAR stendur einmitt hnífur- inn í kúnni. Það er eðlilegt að ganga í gegn um slíkt. Það er ekki eðlilegt að grafa sig í því, gefast upp og neita að halda áfram með líf sitt. Og að gera sorgina að blóraböggli fyrir eigin aumingja- skap, að nota hana sem afsökun fyrir því að hætta að bera ábyrgð á lífi sínu og drekka sig í hel er beinlínis ljótt. ÞAÐ sem einkum gerir það ljótt er hrokinn sem það lýsir. Mér finnst það hreinlega móðgandi að þessi kunningi minn virðist vera þeirrar skoðunar að þótt aðrir hafi jafnað sig eftir skilnað geti það ómögu- lega gerst í hans tilfelli, nánast eins og hann sé fær um að elska á einhvern dýpri hátt en allir aðrir, að aldrei hafi maður elskað konu eins heitt og hann sína fyrrverandi og því sé sorg hans sárari en nokk- ur fær megnað að skilja. Hann virðist trúa því að sem tilfinninga- vera sé hann á einhverju æðra plani en restin af mannkyninu. EN HVAÐ er svo á bak við þessa ástarsorg? Jú, hann vill að þessi kona sé frekar með honum en manninum sem hún er með núna. Auðvitað kjósa konan, nýi maður- inn hennar og allir vinir þeirra frekar núverandi ástand. Sú stað- reynd að hann er eina manneskjan í heiminum sem er á bömmer yfir því hvernig málum er háttað gefur honum enga ástæðu til að reyna að breyta því sem hann vill. ÞAÐ sem í raun fyllir þennan kunningja minn sorg er sem sagt að annað fólk skuli voga sér að láta tilfinningar sínar og ástalíf snúast um annað en að gera honum til hæfis. Hann þjáist í raun aðeins af banvænni frekju og eigingirni undir þunnu lagi af bleikri máln- ingu. Að drepast úr ástarsorg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.