Fréttablaðið - 30.07.2006, Side 8
30. júlí 2006 SUNNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Við höldum með þér!
Komdu v
ið á næs
tu Olís-s
töð
og fáðu
stimpil í
Ævintýr
akortið
– og æv
intýragl
aðning í
leiðinni
.
Vertu m
eð í allt
sumar!
Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Ýmsir forystumenn Samfylkingarinnar hafa upp á síðkastið ritað og rætt um leiðir til að ná gripi um stjórnartauma. Ólík sjónarmið sýnast hins vegar vera innan flokksins um
þá kjarnaspurningu að hvers kyns ríkisstjórnarsamstarfi eigi að
stefna í næstu kosningum.
Umræða af þessu tagi er um margt áhugaverð, meðal annars
fyrir þær sakir að kjósendur eiga nokkurn rétt á að stjórnmála-
flokkar geri hreint fyrir sínum dyrum um þetta álitaefni.
Tilgangurinn með samruna Alþýðubandalagsins og Alþýðu-
flokksins á sínum tíma var fyrst og fremst sá að mynda pólitískt
mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Nokkuð stór hluti alþýðu-
bandalagsmanna átti þó ekki málefnalega samleið með samein-
uðum flokki og úr varð vinstri grænt.
Segja má að Samfylkingin hafi í síðustu þingkosningum náð
því að vera raunverulegt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Hún
var þá aðeins litlu minni og náði í fyrsta sinn í sögunni að taka
fyrsta þingsætið í Reykjavík af Sjálfstæðisflokknum.
Upp á síðkastið virðist heldur hafa hallað undan fæti. Í sveitar-
stjórnarkosningunum var Samfylkingin til að mynda nokkuð
fjarri því að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Hún varð
eiginlega nokkurs konar pólitísk millistærð.
Vera má að þessi vígstaða hafi opnað þá umræðu sem nú er
hafin innan flokksins. Í raun réttri snýst hún um að hverfa frá
því upphaflega markmiði með stofnun hans að kjósendur eigi að
geta valið um að hafa stjórnartaumana í höndum sjálfstæðis-
manna eða samfylkingarmanna.
Ræða sem formaður Samfylkingarinnar hélt á fundi
trúnaðarmanna, skömmu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor, var almennt túlkuð sem skýr skilaboð um að flokkurinn
stefndi að því að ná stjórnartaumunum með vinstri grænu.
Á hinn bóginn sagði formaðurinn einnig að næstu þingkosn-
ingar myndu snúast um annað tveggja, að brjóta bandalag
núverandi stjórnarflokka upp eða á bak aftur. Með þessum
ummælum opnaði formaðurinn í reynd fyrir þá umræðu sem nú
er hafin um breyttan tilgang flokksins.
Á því er reginmunur hvort stjórnmálaflokkur keppir að því
að koma í stað annars í forystu fyrir ríkisstjórn eða vera bestur
til að vinna með honum. Hvor kosturinn er líklegri til að vinna
fleiri til fylgis skal ósagt látið.
Á hinn bóginn skiptir það kjósendur nokkru máli að hafa sem
skýrasta kosti þegar þeir ganga að kjörborðinu. Það þjónar þeim
tilgangi að auka pólitíska ábyrgð að þeir geti með atkvæði sínu
haft bein ráð um það hvers kyns ríkisstjórn situr við völd.
Í því ljósi væri það skref til baka fyrir lýðræðisþróun í land-
inu ef Samfylkingin hyrfi frá því markmiði að láta kosningar
snúast um það hvort hún verður í ríkisstjórn eða Sjálfstæðis-
flokkurinn.
Á hinum Norðurlöndunum hafa hefðir í stjórnmálum tryggt
að kjósendur eiga að öllu jöfnu skýrt val af þessu tagi í kosning-
um. Svo virtist sem mál gætu verið að skipast á þann veg. En nú
sýnast vera meiri áhöld þar um.
Vel má vera að Samfylkingin þróist einfaldlega inn í það
gamla hlutverk Framsóknarflokksins að tryggja til skiptis setu
ríkisstjórna til hægri og vinstri og verða þannig að meðaltali á
miðjunni. Hugsanlegt er að með slíkri stöðu verði hægara um
vik en með upphaflegu markmiði að ná einhverju gripi um
stjórnartaumana.
SJÓNARMIÐ
ÞORSTEINN PÁLSSON
Samfylkingin og stjórnartaumarnir:
Í leit að góðu gripi
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem
er formaður Samfylkingarinnar,
var í viðtali við Helga Seljan á
NFS á sunnudaginn var. Þetta var
fróðlegt viðtal og upplýsandi. Að
sjálfsögðu spurði Helgi formann-
inn hvernig stæði á því að frá því
að hún tók við flokknum skyldi
fylgi hans hafa minnkað jafnt og
þétt. Mér fannst Ingibjörg svara
því heiðarlega til að auðvitað
þyrfti hún að líta í eigin barm og
að mannlegi þátturinn hefði vissu-
lega sitt að segja. En hún viður-
kenndi einnig að það væri nokkuð
til í því sem menn segja að stefna
Samfylkingarinnar væri ekki nógu
skýr og erfitt að keppa við til
dæmis Vinstri hreyfinguna-grænt
framboð, sem hefði alveg frá-
munalega skýra stefnu. En til þess
að verða stór flokkur sem gæti
keppt við Sjálfstæðisflokkinn gæti
Samfylkingin ekki leyft sér svona
skýra stefnu eins og VG hefur, því
Samfylkingin þyrfti að láta
útfærslu fylgja sinni stefnu til að
halda í trúverðugleika sinn.
Mér hefur reyndar ekki þótt
neitt vanta upp á að VG geri grein
fyrir hvernig þeir hyggist koma
stefnu sinni í framkvæmd, en það
er annað mál. Samfylkingin vill
skilgreina sig sem valkost við
Sjálfstæðisflokkinn og telur að
það sé best gert með fremur
óljósri stefnu – gott og vel. En
vandinn er ekki bara sá að kúrsinn
sé óljós, því jafnvel þar sem tala
má um stefnu er útfærslan illskilj-
anleg, mótsagnakennd og tilvilj-
anakennd frá degi til dags. Í við-
talinu við Ingibjörgu var meðal
annars rætt um sjávarútveginn og
varnarmálin. Það var áhugavert
sem þar kom fram.
Sjávarútvegsmál
Í síðustu kosningum lagði Sam-
fylkingin mikla áherslu á svokall-
aða fyrningarleið í kvótamálun-
um. Þá átti að afskrifa allan kvóta
á ákveðnum árafjölda og gilti þá
einu hvort menn höfðu keypt
kvóta eða áunnið sér hann í árdaga
kvótakerfisins. Í kosningabarátt-
unni kom í ljós að gengi þessi
stefna Samfylkingarinnar fram
væri það rothögg fyrir sjávarút-
veginn og tilræði við landsbyggð-
ina. Kosningameistarar Samfylk-
ingarinnar espuðust svo upp í
þessu öllu saman að flokkurinn lét
sig hafa það að birta ógeðfellda
mynd af glottandi kalli sem lá á
vindsæng (sennilega í útlöndum,
veðrið virtist vera gott á mynd-
inni) og skilaboðin voru að
íslenskir útgerðarmenn væru arð-
ræningjar og afætur á íslensku
þjóðinni. Eftir kosningar varð
þessi sérkennilega útfærsla Sam-
fylkingarinnar á sjávarútvegs-
stefnu sinni flokksforystunni vita-
skuld hið mesta feimnismál.
Ingibjörg Sólrún mætti síðan á
fund með LÍÚ og lofaði bót og
betrun gegn gagnkvæmu þagnar-
bindindi.
Mesta óréttlæti sögunnar.
Helgi Seljan spurði Ingibjörgu
hver stefnan væri þessa dagana,
hvort Samfylkingin væri enn
sömu skoðunar og hún var fyrir
þremur árum. Svarið var alveg
makalaust. Samfylkingin ætlar að
verða stór flokkur sem keppir við
Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna
segir Ingibjörg Sólrún að stefna
Samfylkingarinnar í sjávarút-
vegsmálum verði útfærð í sam-
vinnu við hagsmunaaðila í grein-
inni.
Það er innan við ár í næstu
þingkosningar og Samfylkingin
hefur ekki enn mótað og útfært
stefnu sína í einu veigamesta við-
fangsefni íslenskra stjórnmála.
Máli sem Samfylkingin hefur
reyndar ítrekað haldið fram að sé
dæmi um eitthvert mesta órétt-
læti sögunnar. Og í þessu mikla
óréttlætismáli ætlar flokkur jafn-
aðarmanna að móta útfærslu sína
í samráði við LÍÚ! Ætli samninga-
menn Samfylkingarinnar panti þá
viðtal við kallinn á vindsænginni?
Varnarmál
Í viðtalinu innti Helgi Ingibjörgu
líka eftir stefnu Samfylkingar-
innar í þessu erfiða og viðkvæma
máli. Svar Ingibjargar var að hún
hefði farið með málið til Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) um
leið og það lá fyrir að Bandaríkja-
menn hygðust hætta fastri við-
veru hér. Þar með hefði tvíhliða
viðræðum verið hætt á milli þjóð-
anna og málið rætt á vettvangi
NATO. Það er áhugavert að bera
þetta saman við þá leið sem
ríkisstjórnin hefur valið. Þegar
Bandaríkjamenn lýstu því yfir í
mars að þeir vildu ræða hvernig
þeir gætu uppfyllt samnings-
bundnar skyldur sínar um varnir
Íslands án þess að hér væri her-
stöð var ákveðið að ganga til
þeirra viðræðna. Jafnframt var
tekið fram hjá íslenskum stjórn-
völdum að ef niðurstaða viðræð-
anna yrði ekki viðunandi myndu
Íslendingar fara með málið til
NATO. Í þessu máli er vandséð
hvaða valkost Samfylkingin
býður þjóðinni upp á.
Framtíðarhópurinn
Það er áhugavert að kynna sér
hvað framtíðarhópur Ingibjargar
Sólrúnar um utanríkismál hafði að
segja um varnarmálin:
„Um afstöðu til herbúnaðar
Bandaríkjastjórnar á Íslandi eru
skiptar skoðanir innan hópsins.
Sumir vilja helst slíta öllu hernað-
arsamstarfi við Bandaríkin, en
aðrir vilja viðhalda því eins og
kostur er. Ráðlegt er að viður-
kenna þennan ágreining hiklaust
en sameinast jafnframt um stefnu
sem flestir flokksmenn telja horfa
til hins betra og næstum allir geta
sætt sig við.“ Það var og!
Kannski örvæntingarfull leit
að fylgi sé að bera allt málefna-
starf í Samfylkingunni ofurliði.
En ef Ingibjörg Sólrún áttar sig
ekki betur á stefnu eigin flokks en
raun ber vitni, hvernig í ósköpun-
um getur hún ætlast til þess að
kjósendur geti það?
Leiðtoginn leitar að stefnu
Í DAG
SAMFYLKINGIN
ILLUGI
GUNNARSSON
Samfylkingin vill skilgreina
sig sem valkost við Sjálfstæð-
isflokkinn og telur að það sé
best gert með fremur óljósri
stefnu – gott og vel. En vandinn
er ekki bara sá að kúrsinn sé
óljós, því jafnvel þar sem tala
má um stefnu er útfærslan
illskiljanleg ...
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Misheppnuð raddstýring
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft kynnti
á dögunum raddstýringartækni sem
á að fylgja með næsta stýrikerfi þess,
Windows Vista. Tæknin á að gera fólki
kleift að skrifa texta með því einu að
lesa hann fyrir tölvuna, en eftir kynn-
inguna í gær lítur út fyrir að tæknin eigi
enn langt í land. Kynnirinn ætlaði að
sýna gestum hversu auðvelt það væri
að skrifa texta í Word með því að lesa
hann upp, en hugbúnaðurinn skildi
engan veginn hvað hann var að segja.
„Dear mom“ varð að „Dear
aunt“, „fix aunt“
skildi tölvan sem
„let’s set“ og „delete
that“ varð
að „so“.
Að lokum
ætlaði
kynnirinn
að velja allan textann með skipuninni
„select all“ en á tölvuskjánum birtist
„double the killer select all“.
Bara rétt að kíkja
Félagar í Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna reyndu í fyrradag að hindra
aðgengi almennings að skattskrám í
Reykjavík. Í ályktun sem félagið sendi
frá sér sama dag er skorað á fjármála-
ráðherra og Alþingi að „gera þegar í
stað breytingar á lögum til að koma í
veg fyrir þennan ósóma“. Félagið vill
meina að fjárhagsmálefni séu einkamál
hvers og eins, og meðal viðkvæmustu
persónuupplýsinga í nútímasamfélagi.
Þessar skoðanir eru góðar og gildar, en
athygli vakti að margur SUS-arinn tók
þátt í mótmælunum með því að lesa
skattskrárnar og spjalla við aðra um
innihald þeirra. „Sjáðu hvað fyrrverandi
kærastinn minn var að borga í skatt,“
var meðal orða sem heyrðust hjá skatt-
stjóra í fyrradag.
Laddi að telja?
Samtök herstöðvaandstæðinga héldu
mótmælafund fyrir utan bandaríska
sendiráðið við Laufásveg í gær. Tilefnið var
stríðið í Líbanon, og fluttu Stefán Pálsson,
formaður samtakanna, og Ögmundur Jón-
asson, þingflokksformaður Vinstri grænna,
ávörp. Furðu vekur að samkvæmt lögreglu
voru milli fimm og sex hundruð manns á
staðnum þegar mest var, en
í beinni útsendingu NFS
frá fundinum leit ekki út
fyrir að nema eitt til tvö
hundruð manns hefðu
mætt. Ætli Laddi hafi séð
um mannfjöldatalningu
lögreglunnar líkt og hann
gerði í áramótaskaupinu?
salvar@frettabladid.is