Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 10
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR10 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Elskulegi faðir minn, afi og langafi , Björn Lárusson fyrrverandi bóndi að Auðunnarstöðum, Sléttuvegi 15, Reykjavík, verður jarðsunginn mánudaginn 31. júlí kl. 13 í Bústaðakirkju. Blóm og krans afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Kristín Björnsdóttir, Jón V. Ottason, Hulda Magnúsdóttir, Björn Jakob Magnússon, Kristín Guðlaug Guðfinnsdóttir og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og stuðning vegna andláts og útfarar ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Hermaníu Kristínar Þórarinsdóttur Skálagerði 11, Reykjavík. Andrea Danielssen Páll Ragnarsson Sigurþór Charles Guðmundsson Málfríður Sjöfn Hilmarsdóttir Bjarni Ólafur Guðmundsson Martina Guðmundsson Þórarinn Guðmundsson Guðbjörg Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. MERKISATBURÐIR 1797 Geir Vídalín er vígður biskup í Skálholtsbiskupsdæmi og var þetta í fyrsta sinn í 120 ár sem biskup var vígður hérlendis. 1874 Ríkjandi konungur kemur í fyrsta sinn til Íslands þegar Kristján níundi Danakon- ungur kom til þess að vera viðstaddur þjóðhátíð í byrjun ágúst. 1932 Sumarólympíuleikarnir hefjast í Los Angeles í Kaliforníu. 1961 Brúin yfir Hornarfjarðarfljót er vígð en hún er alls 255 metrar að lengd. 1975 Verkalýðsforinginn Jimmy Hoffa hverfur og sést aldrei aftur. 1998 Hús Nýja bíós við Lækj- argötu brann til kaldra kola en þar voru til húsa skemmtistaðir, skrifstofur og verslanir. HENRY FORD (1863-1947) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Fyrirtæki sem helgar sig algjörlega góðri þjónustu hefur aðeins eitt að óttast þegar hagnaður er annars vegar, að hann verði svo hár að það verði vandræðalegt. Henry Ford var bandarískur iðnrekandi og frumkvöðull. „Ég er búinn að vera í námsleyfi síðastliðið ár og ákvað svona í fram- haldinu að breyta til,“ segir Friðrik Vignir Stefánsson, organisti og kennari í Grundarfirði til sautján ára. Friðrik er Akurnesingur í húð og hár og lærði list sína þar en þekkti vel til í Grundarfirði. „Þegar ég var að læra á orgel á Akranesi þá var stund- um leitað til mín til þess að leysa af, það var organistahallæri í Grundar- firði og ég spilaði þarna mína fyrstu messu árið 1981. Ég var síðan frá átta- tíu og tvö til fjögur alltaf þarna öðru hvoru að leysa af og hjálpa til,“ segir Friðrik. Friðrik flutti suður til Reykjavíkur árið 1985 og bjó þar í þrjú ár en fór svo vestur þegar honum bauðst staða tónlistarskólastjóra og organista. „Ég ætlaði bara að vera þarna í eitt ár því að ég var á leiðinni út til Þýskalands í framhaldsnám en það breyttist þannig að ég er búinn að vera þarna í sautján ár,“ segir Friðrik. Friðrik segir að nemendur tónlistar- skólans hafi verið um fjörutíu þegar hann tók til starfa þar en rúmlega hundrað þegar yfir lauk. Í Grundar- firði sinnti Friðrik ýmsum störfum, hann var skólastjóri, kennari, kór- stjóri, organisti, söngstjóri og lék í rokkhljómsveit með þáverandi sveitar- stjóra og núverandi félagsmála- ráðherra, Magnúsi Stefánssyni. Friðrik segir að orgelið í Grundar- firði sé alveg sérstaklega gott og tónlistarlífið í blóma en tæplega þúsund manns búa þar. Hann segir orgelið góða vera aðal ástæðu þess að hann dreif sig vestur fyrir átján árum. „Söfnuðurinn var stórhuga á sínum tíma og það var safnað fyrir orgelinu með því að vinna hörpuskel og rækju og ég veit ekki til þess að það hafi áður verið afgangur í sjóði eins og var þegar orgelið var komið upp,“ segir Friðrik en hann spilar í Grundarfjarðarkirkju í síðasta sinn sem organisti í dag klukkan hálf tvö. Í fyrra fór Friðrik til Danmerkur og hóf framhaldsnámið sem hafði setið á hakanum í hartnær tuttugu ár. „Ég fór til Kaupmannahafnar og komst þarna inn í orgeleinleikaradeild og líkaði bara mjög vel, mér fannst bara kominn tími til þess að gera eitthvað fyrir sjálfan mig eftir að hafa verið í sautján ár að kenna öðrum að leika á hljóð- færi,“ segir Friðrik en hann sótti líka tíma í kórstjórn í skólanum. Friðrik segir að það sé nokkur kúnst að spila á orgel því það þurfi að spila bæði með höndum og fótum en agi, vilji og smá þrjóska sé allt sem þurfi til. Hann segir framhaldið óráðið en að honum langi mest til þess að spila og vinna með kirkjukórum. gudrun@frettabladid.is FRIÐRIK VIGNIR STEFÁNSSON: RÆR Á NÝ MIÐ Langaði til að gera eitthvað fyrir sjálfan sig FRIÐRIK VIGNIR VIÐ PÍANÓIÐ Friðrik dreif sig í framhaldsnám á síðasta ári en hann hætti nýlega sem organisti í Grundarfjarðarkirkju eftir sautján ára starf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. Á þessum degi fyrir fimmtíu og tveim árum kom goðsögnin Elvis Presley í fyrsta sinn fram opinberlega í Memphis, tæpum mánuði eftir að hafa tekið upp sitt fyrsta lag. Elvis fæddist þann áttunda janúar árið 1935 í Tupelo í Mississippi en flutti sem táningur til Memphis með foreldrum sínum. Elvis var feiminn sem barn og unglingur og var eina barn foreldra sinna en tvíburabróðir hans fæddist andvana. Um sumarið árið 1953 fór Elvis í Sun Studios hljóðverið og tók upp tvö lög sem afmælisgjöf handa móður sinni. Hljóðverið hafði síðar samband við Elvis og bað hann um að taka upp fleiri lög. Þegar Elvis tróð fyrst upp var hann svo stressaður að hann hreyfði fætur sínar ótt og títt og hnykkti mjöðm- unum. Þessar hreyfingar hans féllu í kramið hjá kvenþjóðinni og frægðarsól hans reis hratt. Á árunum 1956 til 1958 var Elvis skærasta stjarnan í rokkheiminum í Bandaríkjunum og gnæfði yfir aðra á vinsældarlistum. Allir höfðu skoðun á Elvis, ungar stúlkur dýrkuðu hann en foreldrar og máttar- stólpar þjóðfélagsins voru ekki eins hrifnir. Þegar ferill hans stóð sem hæst var Elvis kallaður til herþjónustu en sneri til baka tveimur árum síðar og flestum að óvörum hélt hann vinsældum sínum. Þrátt fyrir að plötusalan hafi minnkað nokkuð á síðari hluta sjöunda áratugarins þá hélt hann áfram að senda frá sér lög sem lentu í efstu sætum vinsældarlistanna. Hann giftist árið 1968 og eignaðist eina dóttur en skildi fimm árum síðar og með árunum fóru lífsvenjur hans versnandi. Hann var að mestu heima hjá sér í Graceland þar sem hann var háður lyfjum og óhollum mat og vinsældir hans fóru þverr- andi. Hann lést aðeins 42 ára gamall úr hjartaáfalli. ÞETTA GERÐIST 30. JÚLÍ 1954 Elvis kemur fram opinberlega Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað tekur í notkun nýtt rými til þjálfunar og endurhæfingar í janúar 2007. Það verður staðsett í endurbyggðum hluta gamla sjúkrahússins og verður fimmtíu ára afmæli sjúkrahússins fagnað á sama tíma. Til undirbúnings er nauðsynlegt að endurnýja búnað þjálfunardeildarinnar og hollvinasamtök sjúkrahússins standa því fyrir átaki til að fjármagna kaup á nýjum tækjum. Því er efnt til áheita nú um mánaðamótin með því að standa fyrir gönguferð yfir hálendi Íslands. Það er gert til að minna á heilsufarslegan ávinning þjálfunar og hreyfingar. Safnað fyrir hálendisferð AFMÆLI AUÐUR LAXNESS ER 88 ÁRA. SIGURÐUR PÁLSSON SKÁLD ER 58 ÁRA. ÁRNI SIGFÚSSON BÆJARSTJÓRI ER FIMMTUGUR. ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON ER 46 ÁRA. ARNÓR GUÐJOHNSEN ER 45 ÁRA. SÉRA ÞÓRHALL- UR HEIMISSON ER 45 ÁRA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.