Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 12
30. júlí 2006 SUNNUDAGUR12
Magnús Kristinsson er eins og gefur að skilja með annan fótinn í Reykjavík
og segist fara um 120-130 sinnum
milli lands og Eyja á ári, auk tuga
ferða til útlanda. Heldur hann
heimili bæði í Vestmannaeyjum og
í Reykjavík. Þessi 55 ára gamli
útvegsbóndi frá Vestmannaeyjum
hefur verið giftur Lóu Skarphéðins-
dóttur hjúkrunarfræðingi um
árabil og eiga þau saman fjögur
börn.
Landcruiser, pítsur og slor
Magnús er ekki einungis umsvifa-
mikill fjárfestir í FL Group og KB
banka, bréf sem hann og Kristinn
Björnsson fengu í skiptum fyrir
fjórðungshlut í Straumi-Burðarási.
Í gegnum eignarhaldsfélög á
Magnús hluti í félögum sem teygja
sig frá útgerð og bílasölu, til fót-
bolta, líftækni og pítsusölu. Meðal
félaga sem eru í eigu hans eru
Bergur Huginn ehf., Domino´s,
Hertz, Sólning og Stoke Holding.
Eftir að hann festi kaup á Toyota á
síðasta ári velta félög í einkaeign
hans 24 milljörðum króna á ári og
nema heildareignir þeirra átján til
tuttugu milljörðum.
Grunnurinn að fjárfestingum
Magnúsar liggur í útgerðarfélagi
hans Bergur-Huginn ehf. sem
gerir út tvö skip. Brátt bætist
þriðja skipið við en það verður sjó-
sett í næsta mánuði. Hefur það
fengið nafnið Vestmannaey VE-
444. Útgerðin heldur utan um 5.100
þorskígildistonn, sem samsvarar
um 1,2 prósentum af heildarkvóta.
„Það var mjög sorglegt að sjá
öll sjávarútvegsfyrirtækin fara út
af markaði og heim til föðurhús-
anna,“ segir hann aðspurður um
stöðu útgerðarinnar. „Almennir
fjárfestar höfðu ekki trú á þessari
grein og þorðu ekki að eiga sitt
undir henni, kannski af því hvernig
pólitíkusarnir höguðu sér. Það er
alltaf þannig að þegar korter er í
kosningar þá er það lausnarorð
alþingismanna af landsbyggðinni,
að taka frá einum og færa til
annars.“
Kvótinn í Eyjum
Magnús er þeirrar skoðunar að
rekstur útvegsins gangi nokkuð
vel þessa dagana þótt erfitt sé í
rækjunni og skelinni. Hagræðing í
greininni hefur skapað stór og
öflug fyrirtæki og er Magnús sáttur
með hvernig til hefur tekist á
heimahögunum. „Í Vestmannaeyj-
um hefur okkur alltaf tekist að
halda tíu til ellefu prósenta hlut-
deild í kvóta landsmanna, sama
hversu mikið hefur verið selt af
bátum frá Eyjum. Þegar bátarnir
hafa farið þá höfum við keypt eitt-
hvað annað í staðinn. En menn eru
ekki lengur að gera út fimmtíu til
sextíu skip heldur komnir niður í
25-30 skip í það heila. Við erum
farnir að nota þetta stál miklu
betur.“
Hagræðingin hefur hins vegar
haft þau áhrif að störfum hefur
fækkað og fólki þar með í Eyjum.
Magnús er þó þeirrar skoðunar að
gengi ÍBV hafi meiri áhrif á and-
lega líðan Eyjamanna en sjávar-
útvegurinn nokkru sinni. „Það var
alveg skelfilegt að tapa þessari
vítaspyrnukeppni gegn KR um
daginn.“
Spennandi framtíðarkostur
Berst þá talið að Straumi. Magnús
keypti stærstan hlut af þeim bréf-
um sem hann átti í bankanum árið
2003 á genginu 4,55. Þegar hann
seldi bréfin í sumar höfðu þau fjór-
faldast að virði og þar að auki
bættust við myndarlegar arð-
greiðslur á hverju ári. „Ég keypti
þennan stóra hlut á sínum tíma af
því að ég hafði mikla trú á þeirri
stefnu sem Þórður Már [Jóhannes-
son fyrrv. forstjóri Straums-
Burðaráss] var að byggja upp, og
var tilbúinn að hella mér út í það
að taka þátt í þessu verkefni með
honum. Á þessum stutta tíma
höfum við, ásamt vini okkar
Kristni Björnssyni, byggt upp
félag þar sem eigið fé fór úr
nokkrum milljörðum í 130 millj-
arða króna.“
Burðarási, gamla Eimskipa-
félaginu, var skipt upp milli Lands-
bankans og Straums fyrir ári síðan.
Magnús minnist þess að hafa eytt
allri síðustu verslunarmannahelgi
í að vinna að samruna Straums og
Burðaráss en hann starfaði þá sem
stjórnarformaður Straums. „Ég
var austur í bústað og keyrði alla
morgna til Reykjavíkur, frá
fimmtudegi til mánudags. Á þriðju-
dag flögguðum við stærsta fjár-
festingarbanka Íslands.“ Að sögn
Magnúsar var blekið varla þornað
fyrr en bera fór á erfiðleikum í
samskiptum innan stjórnar hins
nýja félags.
„BTB [Björgólfur Thor
Björgólfsson, stjórnarformaður
Straums-Burðaráss] fer að ásæl-
ast peninga Straums inn í sína
sjóði. Ég var ekki alveg sáttur við
það sem hann er að gera og segi
nei. Þá uppgötvar hann að hann á
við mann að etja sem er ekki tilbú-
inn til að þóknast honum,“ segir
Magnús ósáttur. Þetta sé aðal-
ástæða þeirrar óvildar sem varð í
samskiptum hans og Björgólfs
Thors. Hann sjálfur hafi ekki verið
tilbúinn að segja já við öllu.
Á átta til níu mánuðum stig-
magnaðist spennan þar til allt
sprakk í loft upp þegar meirihluti
stjórnar, undir forystu Björgólfs
Thors, vék Þórði Má úr forstjóra-
stóli Straums eins og frægt er
orðið, fyrr í sumar. Meirihlutinn
hafði látið sverfa til stáls eftir
aðalfund félagsins í mars þegar
Magnús var felldur úr stóli vara-
formanns Straums en síðar settist
hann þar á ný, þegar reynt var að
bera klæði á vopnin. Magnús á
ekki orð til að lýsa undrun sinni á
þessum vinnubrögðum. „Ég spurði
Þórð Má, klukkutíma seinna, hvort
hann hafi vitað af þessari áætlun
og hann kom alveg af fjöllum.“
Þegar að þessu kom hélt Magnús
að Sundsmenn, sem áttu oddamann
í stjórn, hefðu ákveðið að ganga til
liðs við minnihlutann til þess að
vinna að því að endurheimta
Straum en það reyndist tálvon.
Fimm ára starf í súginn
Magnús furðar sig á ákvörðun
meirihluta stjórnar að hafa vikið
Þórði Má frá völdum, sem hafi
verið algjör prímus mótor og
hugmyndasmiður í fyrirtækinu.
„Þegar BTB kemur með þá tillögu
að segja Þórði upp þá grátbað ég
hann að dragi tillöguna til baka. Á
sama tíma hafði þegar verið sam-
þykkt að boða til nýs hluthafafund-
ar. Það var því nærtækast að láta
nýja stjórn taka það upp hvort láta
ætti manninn fara eða ekki.“
Magnús segir að eflaust hefði það
engu skipt, Björgólfur náði aftur
meirihluta í núverandi stjórn og
Þórði hefði ekki verið á vetur setj-
andi. „Það voru engin rök fyrir
ákvörðun BTB að reka Þórð Má.
Afkoman sýndi að bankinn var á
réttri leið undir hans stjórn og
eftir því var tekið hérlendis og
erlendis.“ Þórður Már var búinn
að starfa við Straum frá árinu 2001
og byggja þennan banka upp frá
grunni. Magnús spyr hvort það
hafi verið Björgólfi ofviða að horfa
upp á dugnaðinn í Þórði Má.
Hann leggur á það áherslu að
stefna hans, Þórðar og Kristins
hafi ávallt verið sú að bera hags-
muni allra hluthafanna í Straumi-
Burðarási fyrir brjósti, ekki ein-
stakra eigenda. Menn hafi viljað
byggja upp fyrirtækið með það að
leiðarljósi að allir 22 þúsund hlut-
hafarnir nytu góðs af því en hafi
hins vegar orðið varir við að
þannig áttu hlutirnir ekki að verka.
Það starf sem hann og fleiri hafi
byggt upp á fimm árum var eyði-
lagt á fimm dögum í júní. „Það eitt
gerði það að verkum að verðgildi
félagsins hefur fallið um þrjátíu
milljarða. Þeir sem eru að tapa
þessum peningum erum við og
fólkið í landinu.“
Eyjamaðurinn hefur miklar
áhyggjur að núverandi stjórnunar-
teymi Straums-Burðaráss ráði ekki
við verkefnið. Veltir hann því fyrir
sér hvernig núverandi stjórnendur
ætli sér að að fara að þegar þeir
fara til lánardrottna og viðskipta-
vina í Skandinavíu og Englandi til
að kynna nýjan mann til leiks og
gefa þá skýringu að gamli forstjór-
inn hafi ekki verið nógu duglegur
og verið látinn fara af því hann
hlýddi ekki og skilaði ekki árangri.
„Sjálfur hef ég fengið símtöl
erlendis frá þar sem menn hafa
hneykslast á þessu auk óteljandi
símtala hér heima í sömu átt.“
Afkoman Þórði að þakka
Það kemur varaformanninum
fyrrverandi spánskt fyrir sjónir
að hlusta á þær þversagnir sem
komi frá núverandi stjórnendum
Straums. Annars vegar hafi sú
skýring verið gefin fyrir brott-
rekstri Þórðar Más að hann hafi
ekki unnið eftir stefnu félagsins.
Hins vegar segja þeir að afkoma
Straums á öðrum ársfjórðungi beri
að þakka uppbyggingu á tekju-
grunni félagsins, þóknunartekjum
og vaxtatekjum þegar hlutabréfa-
safnið hafi á sama tíma verið að
minnka. „Þetta er einmitt sú stefna
sem Þórður vann eftir. Þeir tala
þvert um það sem þeir eru alltaf
að segja, þvert á móti sínum eigin
orðum. Segja eitt en meina
annað.“
Í hans huga er engum vafa und-
irorpið að það sé Þórður Már og
hans fólk sem hafi skilað þessum
hagnaði sem Straumur sýndi á
öðrum ársfjórðungi og allt þetta
ár. Fyrirfram höfðu markaðsaðilar
spáð því að félagið myndi skila
tapi á öðrum ársfjórðungi, allt að
þremur milljörðum króna, en raun-
in varð 307 milljónir í plús. „Þetta
eru vaxta- og þóknunartekjur sem
eru að bjarga klúbbnum,“ segir
Magnús hvasst. Þegar harðna
myndi á dalnum, eins og síðar kom
í ljós, þá myndu eitt til tvö svið
dala en önnur halda bankanum
uppi. „Þannig sáum við þetta fyrir
okkur og vorum reiðubúnir að taka
dýfur.“
Magnús bendir á að á sama tíma
hafi Novator-sjóður 1 skilað tapi,
öfugt við það sem væntingar stóðu
til. Sjóðnum er stýrt af Björgólfi
Thor en er í eigu Straums. „Þegar
sameiningin átti sér stað hafði því
verið lofað að minnka þennan hlut
Straums. Við það loforð var aldrei
staðið.“
Magnús telur að Akkilesarhæll
Straums-Burðaráss um þessar
mundir sé sá hvað félagið á mikið í
sjóðum tengdum Björgólfi Thor
Björgólfssyni, stjórnarformanni
en Novator-sjóðurinn hefur fjár-
fest í símafélögum meðal annars í
Póllandi, Tékklandi og Búlgaríu.
„Þegar Friðrik Jóhannsson [for-
stjóri Straums] kemur til starfa,
eftir að okkur hafði verið ýtt út,
boðaði hann á starfsmannafundi
að Straumur myndi fara meira inn
í fjárfestingar tengdum fyrirtækj-
um stjórnarformannsins. Hvurs
lags yfirlýsing er þetta? Hafa þær
verið að gefa svo mikið?“
Skuldar Straumi ekkert
En þú sjálfur? Hver voru þín við-
skipti við Sraum? „Ég skulda
ekkert í Straumi, fyrir utan
sameiginlega skuld nokkurra
eigenda félags upp á einn milljarð
vegna kaupa á Domino´s. Straumur
sá um söluna á Toyota á Íslandi hf.
á sínum tíma en kaupin voru fjár-
mögnuð annars staðar.“
Fram hefur komið að Björgólfur
Thor var reiðubúinn fyrr á árinu
að selja fimmtungshlut Samsonar í
Straumi-Burðarási fyrir peninga.
Þegar á reyndi var þessi hlutur
aldrei til sölu segir Magnús. „Þórður
mátti ekki koma að því og ég mátti
alls ekki koma að því.“ Meira að
segja kom til tals að FL Group
keypti hlut Björgólfs Thors en
ekkert varð af því. „Meira að segja
FL Group var ekki þóknanlegt
honum á þeim tíma.“ En kom til
greina að Magnús seldi Björgólfi
bréf sín? „Hann reyndi oft að kaupa
mig út en ég var aldrei til sölu.“
Magnús dregur ekki dul á það
að vinnubrögð Björgólfs Thors séu
honum ekki að skapi. „Sjáið þið allt
þetta þóknunarfólk í kringum
Siglir frá Straumnum
HELSTU ÞÁTTTAKENDUR Í STRAUMI Björgólfur Thor, Þórður Már og Magnús á aðalfundi
félagsins 2006. Á fyrsta fundi stjórnar var varaformaðurinn var felldur úr sæti.
VESTMANNAEY VE 54 Bergur Huginn ehf. ræður um 1,2 prósentum af heildarkvótanum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR ALFREÐSSON
Útvegsbóndinn Magnús Kristinsson hefur verið í sviðsljósinu vegna hinna
hörðu átaka sem hafa átt sér stað í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf.
síðustu mánuði. Í opinskáu samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson greinir hann
frá atburðarrásinni í Straumi, stormasömum samskiptum sínum við Björgólf
Thor og fjárfestingum í Toyota og Stoke.
MAGNÚS KRISTINSSON, FJÁRFESTIR OG ÚTVEGSBÓNDI FRÁ EYJUM
Vildi ekki þóknast Björgólfi Thor Björgólfssyni og telur Magnús það vera
ástæðuna fyrir óvild í hans garð. Straumskaflanum er lokið hjá Magnúsi.
Ætlar hann að einhenda sér í næstu verkefni, eins og rekstur Toyota.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA