Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 14
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR14 Hann umgengst tígrisdýr og hlébarða í návígi á hverjum degi og býr aukinheldur á einu mesta átaka- svæði heims þar sem stríðsástand og hryðjuverk hafa verið daglegt brauð undanfarna áratugi. Óttar Egilsson er 44 ára gamall Íslendingur sem hefur búið í Ísrael síðan 1994. Hann er giftur ísrael- skri konu, Anat Egilsson, og eiga þau þrjú börn, 4, 12 og 15 ára. Fjöl- skyldan býr í borginni Modin sem er miðja vegu milli Jerúsalem og Tel Aviv. Óttar og Daníel sonur hans eru í heimsókn á Íslandi þessa dagana. Daníel er í fyrsta sinn á Íslandi síðan hann fór frá landinu sex mánaða gamall. Fólk orðið vant þessu Óttar er brosmildur maður; glaður í bragði og ber það ekki með sér að búa í návígi við vopnuð átök og hryðjuverk og hafa gert það síðast- liðin tólf ár. „Við verðum í sjálfu sér ekki svo mikið vör við átökin núna og svo er fólk þarna bara búið að venjast þessu ástamdi gegnum árin, þetta er búið að vera meira og minna daglegt brauð mörg undan- farin ár og maður verður bara að vera sterkur og taka því sem að höndum ber,“ segir hann. Hann segist vissulega finna fyrir spennu hjá fólki og auknu stressi þegar bardagar geysa eins og nú á landamærum Ísraels og Líbanon. En hvað með börnin, hvernig taka þau þessu? „Það er misjafnt en þau eru auðvitað orðin vön þessu líka. Í mínu tilviki reyn- ir maður að halda fréttaflutningi frá átökunum eins mikið frá þeim og hægt er, sérstaklega litlu krökkunum. Þau þurfa að hugsa um eitthvað annað en þetta og það er mikilvægt að láta þau hafa nóg fyrir stafni.“ Endalaus fréttaflutningur Sjálfur segist Óttar líka forðast að liggja yfir fréttaflutningi af átök- unum. „Málið fyrir mig til að halda einfaldlega sönsum er að hlusta ekki of mikið á fréttir af þessu. Íslendingar hlusta mikið á fréttir, það koma nýjar fréttir á klukku- tíma fresti, en ef ég ætla að lifa eðlilegu lífi er gjörsamlega ómögulegt fyrir mig að hlusta og horfa á endalausar fréttir af þessu.“ Ferðamennirnir farnir Áhrif stríðsins á daglegt líf flestra Ísraela eru enn sem komið er lítil að sögn Óttars en dragist átökin á langinn fer fólk að finna meira fyrir þessu. Þó er þetta þegar farið að hafa áhrif á ýmsum svið- um. „Flestallir ferðamenn eru til dæmis farnir frá landinu. Áður en átökin byrjuðu voru ferðamenn farnir að koma í vaxandi mæli til landsins og meira að segja voru alls kyns rokkhljómsveitir farnar að koma og halda hljómleika, sem hefur ekki gerst í langan tíma. Nú er þetta allt búið aftur, þannig að þetta á eftir að hafa mikil áhrif, ekki síst á efnhag landsins, þó þeirra áhrifa sé ekki fari að gæta ennþá.“ Hlébarðar og tígrisdýr Síðustu sjö árin hefur Óttar unnið í dýragarði skammt utan við Tel Aviv en garðurinn er stærsti dýragarður í Mið-Austurlöndum með alls um 2.500 dýr. Þetta er safarígarður og þar eru bæði opin svæði þar sem hægt er að keyra um og svo dýr í búrum. „Ég vinn í kattadeild dýragarðsins, sé um að sinna hlébörðum og tígrisdýrum. Þetta eru mjög skemmtileg dýr, mjög gaman að umgangast þau, mörg þeirra eru alin upp í dýra- garðinum og þekkja okkur starfs- mennina vel. Sjálfur er ég úr sveit og hef gaman af því að Reynum að halda börnunum frá þessu Daglega berast okkur fréttir af því skelfingarástandi sem nú ríkir á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem ísraelski herinn og skæruliðar Hizbollah-hreyfingarinnar eigast við. Linnulaus- ar sprengjuárásir og stríðsátök eru þar daglegt brauð; hundruð þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín; fjöldinn allur af saklausum borgurum beggja vegna landamæranna liggur í valnum og enn fleiri eiga um sárt að binda um langa framtíð. Blessunarlega eiga flestir Íslendingar erfitt með að setja sig í spor þess fólks sem býr við þetta hörmungástand, fæst okkar hafa upplifað eitthvað þessu líkt. Engu að síður er nokkur hópur Íslendinga sem þekkir það að búa við stöðuga stríðsógn og ótta við hermdarverk. Sigurður Þór Salvarsson ræddi við Íslendinga sem búsettir eru í Ísrael og hafa kynnst því eldfima ástandi sem þar ríkir af eigin raun. Þar sem stríðsátök eru daglegt brauð ÓTTAR EGILSSON OG SONUR HANS DANÍEL Það er létt yfir þeim feðgum þrátt fyrir ótryggt ástand á heimaslóðum þeirra, þar sem hættan á árásum er sífellt yfirvofandi. HÖRMUNGAR STRÍÐSÁTAKA Íslendingar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund þær hörmungar sem átökin milli Ísraela og Hizbollah í Líbanon hafa í för með sér fyrir óbreytta borgara. Hundruð hafa týnt lífi og eignartjón er gífurlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.