Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 30.07.2006, Qupperneq 18
 30. júlí 2006 SUNNUDAGUR18 „Þetta er fullkomið tækifæri til að sjá Sigur Rós. Við ætluðum að fara í sumarfrí í frönsku alpana en breytt- um planinu þegar við fréttum af tón- leikunum,” segir Christian DeFrancia, Bandaríkjamaður búsettur í Hollandi, sem er á leið til landsins ásamt kær- ustu sinni til að berja land og þjóð augum en þá ekki síst hljómsveitina Sigur Rós. Christian er einn af fjöl- mörgum aðdáendum sveitarinnar. Christian hefur tvisvar millilent á Íslandi á leið sinni milli Norður- Ameríku og Evrópu og þá í þrjá til fjóra daga í senn. „Ég hef bara komið til Reykja- víkur en mig langar til að ferðast meira um landið,” segir Banda- ríkjamaðurinn, sem ætlar að koma hingað með unn- ustu sinni og dvelja í eina níu daga. Saman ætla þau að ferðast um landið og reyna að sjá sem flesta tónleika sveitarinnar. Christian heyrði fyrst í Sigur Rós í útvarpi þegar hann var staddur í Seattle. Hann er mikill aðdáandi sveitarinnar, á allar plötur hennar og flest það sem tengist henni. Hann hefur hins vegar aldrei séð sveitina á tónleikum. „Þetta er eitthvað sem ég hef beðið lengi eftir. Ísland er dularfullt land og minnir um margt á tónlist Sigur Rósar. Maður skilur ekki alltaf hvað þeir eru að syngja en það virðist sem þeir nái að fanga and- rúmsloftið sem ríkir á landinu, sem er svo dularfullt,” segir Christian. „Að geta séð sveitina spila í heimalandi sínu er ein- stakt tækifæri.” Einstakt tækifæri CHRISTIAN OG CHARLOTTE Skötuhjúin eru á leið til landsins til að fylgjast með tónleikum Sigur Rósar. „Ég hlakka mjög til að koma til Íslands. Sigur Rós er helsta afsökun- in til að koma til landsins,” segir Dan- inn Bastian Stephensen sem kom til landsins á fimmtudaginn var. Bastian heyrði fyrst í Sigur Rós hjá vini sínum árið 2002 en sjálfur byrj- aði hann ekki að hlusta af viti fyrr en ári seinna. „Ég hef séð tvenna tónleika með sveitinni, fyrst á Hróarskeldu og svo á Vega í Kaupmannahöfn í fyrra. Ég ætlaði líka að elta hana til London þar sem hún var með tónleika en þurfti því miður að hætta við,” segir Bastian, sem kemur einn síns liðs til landsins. “„Ég ætla að hitta nokkra Íslendinga sem ég kannast við og svo aðra aðdáendur sem ég hef rætt við á heimasíðu sveitarinnar. Þetta verður nokkurs konar Sigur Rósar ráðstefna hjá okkur.” Ráðstefna um Sigur Rós BASTIAN STEPHENSEN Aðdáandi Sigur Rósar. Mikill áhugi er fyrir tón-leikunum og búast má við að þúsundir manna leggi leið sína á þá. Þá er búist við því að erlendir aðdáendur sveitarinnar muni koma hingað til lands til að berja sveitina augum. Mikil vinna liggur að baki tón- leikunum og þar á meðal hjá starfsmönnum verkbækistöðvar- innar á Miklatúni. „Það verða tveir kranar inni á túninu, sem vega 48 tonn hvor um sig, og þeir verða notaðir til að halda uppi hljóðkerfinu,“ segir Gunnar Ágústsson, yfirmaður verkbækistöðvarinnar á Klambra- túni. „Við setum drendúk og smá grús og bögglaberg undir þá til að þeir sökkvi ekki niður í túnið. Svo höfum við sett upp einhverja steina til að afmarka sviðið.“ Gunnar telur að þetta sé í fyrsta sinn sem svo stórir tónleikar eru haldnir á Klambratúni. Sjálfur er hann þó ekki viss um að mæta á tón- leikana. „Það er ekki gott að segja hvort ég mæti. Þegar hljóðkerfið verður komið upp á tónlistin eftir að heyrast út um alla borg og væntan- lega upp á Akranes. Það verða allir í sæluvímu á svæðinu og í kring.“ Bein útsending til útlanda Tilgangur tónleikaferðar Sigur Rósar er annars vegar að spila fyrir land og þjóð en hins vegar að taka upp heimildarmynd um hljómsveitina, náttúru landsins og mannlíf. Tónleikaferðalag sveitarinnar hófst á mánudaginn þegar hún spilaði í Ólafsvík, á miðvikudag- inn lék sveitin á Ísafirði, á fimmtu- dag í fiskbræðslunni á Djúpavík og á föstudaginn á Hrauni í Öxna- dal. Fleiri tónleikar hér á landi eru fyrirhugaðir en þeir verða ekki auglýstir fyrr en samdægurs á viðkomandi stöðum. True North framleiðir kvikmyndina með styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Tónleikarnir í kvöld verða sýndir í beinni útsendingu í Sjón- varpinu og útvarpað beint á Rás 2. Þá verða tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu í National Film Theatre í London og á þremur stöðum í Austurríki; Linz, Graz og Vín. Stuttmyndin Síðasti bær- inn verður sýnd á stöðunum áður en tónleikarnir hefjast. Frítt inn Frítt er sem fyrr segir á tónleik- ana í kvöld en þeir eru unnir í samstarfi við Höfuðborgarstofu, Kjarvalsstaði, Garðyrkjustjóra, lögregluna í Reykjavík og Reykjavíkurborg. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.45 með upphitun strengja- kvartettsins Amiinu en Sigur Rós hefur leik upp úr 22.00. Sæluvíma á Klambratúni SIGUR RÓS Lék í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í vikunni við mikinn fögnuð viðstaddra. Leikur á Klambratúni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Þó nokkrir útlendingar eru hing- að komnir til að berja Sigur Rós augum. Á spjallborði á heima- síðu sveitarinnar, www.sigur-ros. co.uk, hafa aðdáendurnir skipu- lagt að hittast á laugardaginn kemur, daginn fyrir tónleikana á Miklatúni. Aðdáendurnir ætla margir hverjir að elta sveitina um allt land, þar á meðal í Ásbyrgi þar sem Sigur Rós spil- ar um verslunarmannahelgina. Fréttablaðið ræddi við tvo af aðdáendunum sem bíða spennt- ir eftir að sjá Sigur Rós spila á heimavelli. Elta Sigur Rós til Íslands Bílastæði við: 1. Kringluna 2. Perluna 3. Austurbæjarskóla 4. Iðnskólann 5. Háteigskirkju 6. Fjöltækniskólann 7. Ísaksskóla 8. Valsheimilið 4 1 2 3 8 5 7 6 Hljómsveitin Sigur Rós heldur tónleika á Klambratúni í kvöld. Aðgangur á tónleikana er ókeypis en þeir eru hluti af tveggja vikna tónleikaferðalagi Sigur Rósar um Ísland. „Við getum sagt að veðurhorfurn- ar séu skaplegar. Dagurinn byrjar að vísu vætu- og vindasamur,“ segir Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur um veðrið í höfuðborginni í kvöld þegar tónleikar Sigur Rósar fara fram á Klambratúni. „Mér sýnist samt á öllu að sveitin hafi hitt í mark hvað veðr- ið varðar því þegar líða fer á kvöldið dregur úr úrkomunni og dregur smám saman úr vindi. Mér sýnist þróunin vera í þá átt.“ Sigurður segir að ef tónlistin yljar fólki þá ætti hitastigið að gera það líka. „Ef allt gengur eftir ætti fólk að geta klappað saman höndum í fimmtán stiga hita. Þetta er að vísu bjartsýnis- hliðin á spánni en ég held að hún ætti að geta gengið eftir,“ segir Siggi stormur. Viðrar vel á Sigur Rós SIGGI STORMUR Segir að ef bjart- sýnisspáin gengur eftir eigi eftir að vera hlýtt í veðri á Klambratúni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.