Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 30.07.2006, Síða 27
ATVINNA SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 9 Rótgróið fyrirtæki á sviði sölu og framleiðslu gluggatjalda óskar eftir dugmiklum og skapandi starfsmönnum. Um er að ræða spennandi tækifæri þar sem sköpunargleði og hugmyndaauðgi er virt, en jafnframt er um krefjandi störf að ræða. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. FRAMLEIÐSLUSTJÓRI Helstu verksvið: • Dagleg stjórn á verksmiðju og uppsetningateymi. • Birgðastjórnun og innlendar/erlendar pantanir. • Viðkomandi sér til þess að framleiðslutækjum sé vel við haldið og hefur áhrif á fjárfestingu nýrra tækja. • Samskipti við söludeildir fyrirtækisins, endursöluaðila og aðra viðskiptavini. • Reglubundin samantekt upplýsinga er varða mælikvarða framleiðslu og birgða. • Áætlanagerð Hæfnis- og menntunarkröfur: • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi verkfræði eða tæknimenntun, iðnaðarmaður með reynslu af starfsmannastjórnun kæmi einnig til greina. • Umsækjandi þarf að vera lipur og ákveðinn stjórnandi og góður í mannlegum samskiptum. • Tölvukunnátta og þá sérstaklega á Office hugbúnaðinum. • Góð enskukunnátta. • Heiðarleiki, stundvísi og helgun að starfi. SÖLUFULLTRÚI Helstu verksvið: • Sölumennska • Ýmis tölvu- og skrifstofuvinna. • Að halda verslun snyrtilegri m.a. með framsetningu vara. • Heimsóknir til viðskiptavina, ráðgjöf og tilboðsgerð. Hæfniskröfur: • Góðir söluhæfileikar og útgeislun. • Tölvuþekking og þá sæmileg kunnátta í Office-hugbúnaði. • Nákvæmni í vinnubrögðum. • Áhugi á innanhússhönnun. • Heiðarleiki, stundvísi og helgun að starfi. Um er að ræða annarsvegar starf frá 09-18 og hinsvegar frá 13-18. UPPSETNING GLUGGATJALDA Helstu verksvið: • Uppsetning gluggatjalda á heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. • Ráðgjör til viðskiptavina og máltökur. Hæfniskröfur: • Verklagni, útsjónarsemi og smekkvísi. • Vandvirkni og snyrtimennska. • Heiðarleiki, stundvísi og helgun að starfi. STARFSMAÐUR Í FRAMLEIÐSLU Helstu verksvið: • Framleiðsla gluggatjalda • Hráefnatalningar • Halda vinnuumhverfi sínu snyrtilegu Hæfniskröfur: • Verklagni og nákvæmni í vinnubrögðum • Heiðarleiki, stundvísi og helgun að starfi. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir, fyrir 8. ágúst n.k., til Sólargluggatjalda – C/o Jón Einarsson – Skeifunni 11 – 108 Reykjavík eða á netfangið: jon@solar.is. Járnabindingar Kraftafl ehf. auglýsir. Vant járnabindingateymi getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í 866-8744. Framtíðarstarf fyrir gott fólk Umsókn og mynd sendist á mabil@geysircenter.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.