Fréttablaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 29
ATVINNA
SUNNUDAGUR 30. júlí 2006 11
Óskum eftir járniðnaðarmönnum
við vinnu úr svörtu og ryðfríu stáli
á virkjanasvæði Orkuveitu Reykjavíkur
og í smiðju. Uppl. í síma 693-5454.
Radisson SAS Hótel Saga óskar að ráða
Starfsfólk í gestamóttöku
Við leitum að þjónustuliprum einstaklingum sem eru
reiðubúnir að tileinka sér ný vinnubrögð hjá leiðandi
hótelkeðju í Evrópu.
Starfsmaður á næturvaktir
Starf á næturvöktum í gestamóttöku felur í sér innritun og
ýmsa þjónustu við gesti hótelsins. Einnig reikningagerð og
uppgjör og aðstoð við aðrar deildir hótelsins. Unnið er á 12
tíma vöktum frá 20.00-08.00 og er unnið í 7 daga og frí í
aðra 7 daga. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
• Þjónustulipurð og góð samskiptahæfni
• Geta til að vinna undir álagi og hæfni til að vinna í hópi
• Góð kunnátta í ensku ásamt einu Norðurlandamáli
• Þýsku- eða frönskukunnátta er kostur
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun
• Góð tölvukunnátta
Senda skal inn umsóknir og ferilskrá (CV) fyrir 8. ágúst til
Forstöðumanns gistisviðs -
k.steingrimsdottir@radissonsas.com eða:
Radisson SAS Hótel Saga b.t. Kristjönu Steingrímsdóttur
Við Hagatorg, 107 Reykjavík
Heilsugæslan í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir lausar stöður
yfirlæknis og heilsugæslulæknis við Heilsugæslu
Fjarðabyggðar. Í stöðurnar verður ráðið frá og með
1. október n.k.
Heilsugæsla Fjarðabyggðar hefur starfsstöðvar á Eskifirði,
Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, en þessi heilsu-
gæsluumdæmi sameinast 1. október 2006.
Á starfssvæðinu búa um 3.500 manns auk fjölda starfs-
manna við byggingu álvers. Á næstu árum mun íbúum
fjölga verulega. Gert er ráð fyrir að 4 læknar starfi við
heilsugæsluna og mun einn þeirra gegna stöðu yfirlæk-
nis. Góð starfsaðstaða er á heilsugæslustöðvunum og í
sveitarfélaginu er boðið upp á margháttaða þjónustu.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Umsóknir skulu berast til Einars Rafns Haraldssonar,
framkvæmdastjóra (einarrafn@hsa.is) /861-1999, eða
Emils Sigurjónssonar, rekstrarstjóra, (emils@hsa.is) /895-
2488, en einnig veita upplýsingar um störfin þau Lilja
Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarforstjóri, ( lilja@hsa.is) /860-
1920 og Stefán Þórarinsson, lækningaforstjóri,
(stefanth@hsa.is) /892-3095
Viltu vinna á glæsilegasta veitingastað Reykjavíkur?
Silfur óskar eftir fólki með góða útgeislun, bæði lærðum þjónum og fólki sem er vant að
vinna í veitingasal.
Silfur er nýr veitingastaður á Hótel Borg sem býður upp á svokallað „New French
Cuisine“. Við afgreiðum alla rétti í forréttastíl sem býður upp á skemmtilega og
fjölbreytta upplifun fyrir matargesti. Hönnun og innréttingar staðarins eru einstakar
og gera Silfur að eftirsóknarverðum vinnustað.
Nánari upplýsingar veitir Jón Páll Haraldsson, framkvæmdastjóri, í síma 822 3313.
Umsóknum skal skilað í tölvupósti á jonpall@silfur.is fyrir 4. ágúst.
pi
pa
r
/
S
ÍA