Fréttablaðið - 30.07.2006, Side 54
Best: „Sunnudagur er fyrsti í fríi hjá
okkur leikurunum, sunnudagar og
mánudagar eru eiginlega mínar helg-
ar. Sunnudagar þýða því fjölskylda og
frí, sófi, sæng og sjónvarp.“
Verst: „Gallinn er sá að maður er
stundum of þreyttur til að njóta
dagsins eftir vinnutörnina. Allt á að
vera svo æðislegt að það getur orðið
of mikil pressa á slökun.“
Hreindýrin spretta úr spori.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VISSIR ÞÚ ...
...að fyrsti fjöldaframleiddi geisla-
diskurinn í Bandaríkjunum var
geislaplata Bruce Springsteen,
Born in the USA?
...að í hvert skipti sem þú sleikir frí-
merki innbyrðir þú 1/10 úr kaloríu?
...að konur blikka augunum helm-
ingi oftar en karlmenn?
...að eldingum lýstur niður um
6.000 sinnum á mínútu á jörðinni?
...að þefskyn okkar er næmast um
tíu ára aldurinn? Þess vegna er
prump svo fyndið þegar maður er
barn.
...að í Bandaríkjunum eru fleiri
plast-flamengófuglar en raunveru-
legir? Skrítið þangað til að hugsað
er til þess að á Íslandi eru fleiri
plast-uglur en raunverulegar.
...að þú átt afmæli sama dag og
alla vega níu milljón aðrir?
...að hver maður drekkur um
75.000 lítra af vatni yfir ævina?
...að á nafnspjaldi Al Capone stóð
að hann væri húsgagnasali?
...að aðeins ein fuglategund getur
flogið afturábak? Það er kólibrífugl.
Ef þú sérð aðrar fuglategundir
fljúga afturábak er það ekki viljandi
gert.
...að verðmætustu vörumerki
heims eru Marlboro, Coca-Cola, og
Budweiser, í þessari röð?
...að 63.000 tré fara í sunnudags-
útgáfu Sunday Times?
...að maður ársins í Time magazine
árið 1938 var Hitler?
...að Fanta var búið til í heimsstyrj-
öldinni síðari fyrir Þýskalandsmark-
að? Coca-Cola Company þótti ekki
sniðugt að selja óvinunum kók svo
búinn var til annar drykkur.
...að í Rússlandi eru helmingi
fleiri dómarar og dómstólar en
í Bandaríkjunum. Dómstólar í
Bandaríkjunum taka á átta sinnum
fleiri málum. Hvort sem það er
vegna meiri glæpahneigðar skal
ósagt látið.
30. júlí 2006 SUNNUDAGUR36
BEST OG VERST VIÐ
SUNNUDAGA
Of mikil pressa á slökun
Á SUNNUDÖGUM HEFST HELGIN HJÁ BJÖRKU JAKOBSDÓTTUR LEIKKONU.
STUNDUM KVEÐST HÚN VERA OF ÞREYTT TIL AÐ NJÓTA DAGSINS.
„Á sunnudagskvöldum er sófi, sæng
og sjónvarp,“ segir Björk Jakobsdóttir.
SJÓNARHORN
1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA
Söngkonurnar Nana og Dísa
„Okkur dreymir um að eignast þrjú börn“
María Pétursdóttir
Lætur MS-sjúkdóminn ekki hindra sig
Bryndís Ásmundsdóttir
Eiginmaðurinn besti pabbi í heimi
NÝTT&FERSKARA
HÉR&NÚ