Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 3. janúar 1978 5 á víðavangi Varað við öfugþróun Pétur Pétursson, sem þjóö- kunnur er sem útvarpsmaður, skrifar grein i Dagblaðið i gær, og er ástæða til að staldra við efni hennar. 1 grein sinni rifjar Pétur upp boðskap jól- anna annars vegar og hins vegar þá refsigleöi sem viröist hafa náð tökum á alltof mörg- um á siðastliðnu ári og náði hámarki með viðtökum al- mennings við dómunum I hin- um svonefndu Geirfinns- og Guömundarmálum. Pétur Pétursson mælir eng- um afbrotum eða glæpum bót I grein sinni. En hann vekur at- hygli á þvi, sem er ennþá meira virði en allir dómar og réttvisi, en það er viljinn til fyrirgefningar og liknar i mannlegu lifi. Sá mun og verða þyngsti dómurinn yfir hinum brotlega, að þurfa um siðir að standa andspænis likn og náð utan þessarar veraldar og finna minnkun sina. Og þá verður sem endranær spurt, hver vilji kasta fyrsta steinin- um.... Við hinir Pétur Pétursson segir I grein sinni m.a.: „Mörg ungmenni höfum vér dæmt til ævarandi útskúfunar úr mannlegu samfélagi á jóla- föstu liðinnar hátiðar. Vist er sekt þeirra stór ef sönn reyn- ist, svo sem likur hafa veriö færðar að. Harmur aðstand- enda þeirra er eiga á bak ást- vinum að sjá er þyngri en tár- um taki. Enn sárari sökum þrúgandi óvissu um örlög þeirra. Mannorðshnekkir og varðhaldsvist þeirra er sak- lausir voru bornir sakargift- um fyrnist seint. Nafnfrægir dómarar sveip- uðu sig skikkjum réttvisinnar og iásu dómsorð sin I viðurvist fréttamanna og lögfróðra sækjenda og verjenda. Loks var bundinn hnútur á eitt flóknasta sakamál er fslenzk réttarfarssaga geymir. Ljós- glampar myndavéia sendu blossa sina og uppljómuð and- lit sekra og saklausra er þeir gengu reyrðir stálfjötrum handjárna af fundi réttlætis- ins. Afvegaleidd ungmenni *rð af auglýsingaglamri, gróða- hyggju og ofbeldishneigð sam- tiöar sinnar gengu svipugöng réttvisinnar og almennings- álitsins ,,á mjóum fótum meö fjöll á herðum sér”. Og við, litiu löghlýönu borg- ararnir, gátum I friði og spekt snúið okkur að jóla- gjafakaupum, hangikjötslær- um og hamborgarhryggjum, I trausti þess að réttlátir dóm- arar og göfugmenni hefðu tryggt öryggi okkar og sigur laga og réttvisi yfir ofbeldi og taumlausum fýsnum af ætt undirheima. Dómsorð ungmennanna hljóðaði: Ævinleg sveitfesti I Köidukinn á Helgrindahjarni Makleg málagjöld kann margur að segja. Þau áttu ei betra skilið. Unnin voðaverk eru þvi tii staðfestu. Þrjózka og þvermóðska viö yfirheyrsl- ur. Margvislegar tafir og vill- andi vitnisburðir. Slbrot og hrottamennska. Ailt er það til dómsáfellis. En það má einnig iita á málin frá annarri hlið I almennum umræöum. Mála- tilbúnaður aliur og rannsókn hefir vakiö furöu. Má aö ýmsu leyti llta á dóminn sem endur- speglun úrræðaleysis og gremju. Nú skyldi ofstækis- fullum og harðsnúnum lltil- mögnum sýnt aö dómsvald og réttarfar var I þeirri vlgstöðu að reiöa hátt til höggs og kveða upp kórréttan dóm án miskunnar”. Auðvitað er alltof mikið sagt I þessum orðum Péturs, þótt það sé sagt af góðum hug og ásetningi. Hitt er aftur á móti rétt að rannsóknarstarfsmenn munu hafa veriö illa undir það búnir að fást við svo viöur- hlutamikið mál og svo harð- snúna sakborninga sem hér varð illu heilli raun á. Pung ákæra Síðar I grein sinni vlkur Pét- ur Pétursson að hlið þessara mála sem of Htill gaumur hef- ur verið gefinn. Þar segir Pét- ur: „Lifskjör og ferill sumra þessara ungmenna eru þung ákæra á hendur þvl þjóðfé- lagsformi er forsmáir heil- brigt uppeldi og nytsöm störf æskulýðs. Ilampar Hallæris- plani ómenningar, en reisir ó- sannindum, tildri og sýndar- mennsku háar hallir. Starfs- kynningu eru helgaöar fáar klukkustundir á ári. Hirðu- leysi um hæfileika. Engin leit að hentugum viðfangsefnum. Slfelld spenna og samkeppni um fánýtt glingur. Fljóttekinn gróði. Metsölur og mokstur helzta aðdáunar-og viröingar- efni fólks og fjölmiöla. Engin nærfærni um viðkvæman gróður I næðingum. Kröpp ó- magakjör I harðlyndum heimi. Hvort sem miöað er viö frið- þægingarkenningu þá er kenn- ir, að Kristur hafi með fórnar- dauöa sinum kvittað fyrir syndir mannanna, eða gert er ráð fyrir frjálsum vilja mannsins, veröur að gera ráð fyrir vakningu og siðbót hvers manns, hve djúpt sem hann kann að hafa sokkiö, hver sem glæpur hans kann aö vera”. Þaö sem Pétur Pétursson segir hér siðast orða eru sigild sannindi sem stöðugt standa I fullu gildi. Annað mál er það, að margt virðist benda til þess um þess- ar mundir að siðferðilegar undirstöður séu tekna aögliðna undir þjóðlffi tslend- inga. Er heizt svo að skilja að óðaveröbólgan sé farin að hafa Iskyggileg áhrif á hugar- far margra þeirra sem ekki voru fastir fyrir. Hlýtur þessi öfugþróun að veröa öllum hugsandi mönnum mikiö áhyggjuefni. Undir það má hiklaust taka með Pétri Péturssyni að refsi- gleði, hefndarhugur og heift verða aldrei farsæl til þess að ráöa bót á þeim meinum sem hann vlkur aö I grein sinni. Þau verða allra slzt til þess að bæta raun þeirra sem oröiö hafa fórnarlömb illvirkja. JS Vísitala byggingarkostnaðar: Hækkaði um 10,8% á þrem mánuðum GV —Miðað við verðlag 1 septem- ber 1977 hefur vlsitala bygginga- kostnaöar hækkað um 10,8% frá þvi hún var slðast reiknuð út, I september. 1 fréttatilkynningu GV — Fyrstu 11 mánuði ársins 1977 var vöruskiptajöfnuður viö útlönd óhagstæður um 14,151 milljarða.en á sama tíma áriö áður var vöruskiptajöfnuður ó- hagstæður um 6,936 ' milljarða, að þvl er segir I fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands. Verðmæti innflutnings fyrstu 11 mánuði árs- ins 1977 var 103,769 milljarðar og útflutningsverðmætiö var 89,617 milljarðar. Vöruskiptajöfnuöurinn I nóv- ember sl. var óhagstæður um rúma fimm milljarða, en I sama mánuði áriö áður var hann óhag- stæður um 2,420 milljarða. bá segir I fréttatilkynningunni, aö frá Hagstofu Islands segir, að eftir verölagi fyrri hluta desem- ber reyndist vlsitala bygginga- kostnaöar vera 176 stig, og er þá miðað við að í október 1975 hafi við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1976, verði aö hafa I huga, að meöalgengi erlends gjaldeyris I janúar-nóvember 1977 sé talið vera 10,1% hærra en það var I sömu mánuðum I fyrra. Fyrstu 11 mánuöi ársins 1977 var flutt út ál og álmelmi að verö- mæti rúmlega 12 milljarðar, en árið 1976 var verðmæti sömu út- flutningsvöru rúmlega 11 millj- aröar á sama tlmabili. Þá voru fluttar inn til íslenzka álfélagsins fyrstu 11 mánuði slðastliðins árs vörur að verðmæti rúmlega 7 milljaröar. Innflutningurinn til álfélagsins árið 1976 var að verð- mæti rúmlega fimm milljarðar. hún verið 100. „Gildir þessi vlsi- tala á tlmabilinu janúar-marz 1978”, segir I fréttatilkynning- unni. Þá segir einnig: „Samsvarandi visitala miðuð viö eldri grunn er 3490 stig og gildir hún einnig á tlmabilinu janúar-marz 1978, þ.e. til viömiöunar viö vlsitölur á eldragrunni (1. okt. 1955 = 100)”. Sigurður Gils Björgvinsson. Aðstoðar- framkvæmda- Vöruskiptajöfnuður óhag- stæður um rúma 14 milljarða fyrstu 11 mánuði síðastliðins árs Sjálfvirkur sími í Austur-Ölfus PÞ — Sandhól. Nú fyrir jólin var tengdur sjálfvirkur slmi á býii I Austur-ölfusi. Eftir er aö tengja 15 býli I Vestur-ölfusi, en að sögn starfsmanna landssfmans verða þau býli tengd I vetur. Þráður fyrir slmann var lagöur meö JÓLABLAÐ Þjóðólfs, blaðs fram- sóknarmanna á Suðurlandi, er hið veglegasta I hvívetna og fjöl- breytt að efni. Meðal efnis I blað- inu er grein um verk Halldörs Einarssonar frá Brandshúsum, viðtal við Steingrfm Ingvason, deildarverkfræðing, um vegamáí vatnsveituframkvæmdunum I sumar. Garöar Hannesson slm- stöövarstjóri I Hveragerði hefur unniö ötullega aö framgangi þessa verks og á hann þakkir skilið fyrir það. á Suðurlandi. Greint er frá Land- réttum 1977, heimsókn græn- lenzkra kvenna, ferö Pólífónkórs- ins til Itallu. I blaðinu er grein um Veðurstofu Islands auk fjölda annarra greina og efnis til skemmtunar. Margir hafa lagt blaðinu liö hvað varðar efni. stjóri Inn- flutnings- deildar SÍS FRA og með 15. þ.m. hefur Sig- urður Gils Björgvinsson verið ráðinn sem aðstoöarfram- kvæmdastjóri Innflutniiigsdéild- ar Sambandsins. Sigurður Gils Björgvinsso'n er fæddur I Reykjavík 23. nóvember 1943. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum vorið 1963. Stund- aði slðan nám við Handelhöjskol- en i Kaupmannahöfn 1968-73 og lauk þaöan cand. merc.-prófi. Ráðinn hagfræðingur Skipulags- deildar Sambandsins 1. febrúar. 1974 og starfaði þar til 31. marz 1977 er hann var ráðinn hagfræð- ingur hjá Skipadeild Sambands- ins og hefur starfað þa slðan. Myndarlegt jólablaö BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Mersedez Benz 220D árg. '70 Peugot 404 árg. '67 \ B.M.V. árg. '66 Volkswagen 1300 árg. '70 Saab 96 árg. '65 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Foli í óskilum Rauðblesóttur foli, veturgamall, ómark- aður er i óskilum i Hraungerðishreppi. Verður seldur á almennu uppboði 24. jan. 1978 hafi eigandi ekki vitjað hans. Hreppstjórinn. spara allt nema H/TANN 30% ódýrara að nota runfal runtal OFNAR Síðumúla 27 — Reykjavík — Sími 91-842-44

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.