Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. janúar 1978 13 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 „Hjá fræðslunni verður ekki komizt” Þáttur um alþýðumenntun, sem Tryggvi Þór Aðalsteinsson sér um. Lesari :Ingi Karl Jóhannesson. 15.00 Miðdegistónleikar Juill- iard kvartettinn leikur Strengjakvartett nr. 6 i F- dúr Ameriska kvartettinn op. 96 eftir Antonin Dvorák. Félagar i Vinar-oktettinum leika Kvintett i B-dúr eftir Rismký-Korsakoff. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Litli barnatiminn Guðrún Guðlaugsdóttir sér um timann. 17.50 Að tafliJón Þ. Þór flytur skákþátt. Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Rannsóknir i verkfræði- og raunvisindadeild Iláskóla Islands Helgi Björnsson jöklafræðingur talar um könnun á jöklum með rafsegulbylgjum. 20.00 Kvintett i c-moll op. 52 eftir Louis Spohr.John Wion leikur á flautu, Arthur Bloom á klarinettu. Howard Howard á horn, Donald MacCourt á fagott og Marie Lousie Boehm á pianó. 20.30 Útvarpssagan: „Silas Marner” eftir George Eliot Þórunn Jónsdóttir þýddi. Dagný Kristjánsdóttir les (15) 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur islenzk lög. Valborg Einarsson leikur á pianó. b. Bændahvöt áður fyrr — og aftur nú. Steinþór Þórðar- son bóndi á Hala i Suður- sveit endurflytur ræðu, sem hann hélt á menningarfél- algsmóti i Austur-Skafta- fellssýslu 27. okt. 1933. c. Alþýðuskáld á Héraði Sigurður ó. Pálsson skóla- stjóri les kvæði og segir frá höfundum þeirra, — annar þáttur d. Haldið til haga Grimur M. Helgason for- stöðumaður handrita- deildar Landsbókasafnsins flytur þáttinn. e. Kórsöng- ur: Karlakórinn Visir á Siglufirði syngur Söng- stjóri: Þormóður Eyjólfs- son. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Harmonikulög Arvid Fl?en og Rolf Nylend leika gamla dansa frá Odal. 23.00 A hljóðbergi „Vélmenn- ín'", smásaga eftir Ray Bradbury. Leonard Nimoy les. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Þriöjudagur 3. janúar 20.00 Fréttirog veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skailaörninn i skjaldar- merkinu Þáttur úr dýra- myndaflokknum Survival um norður-ameriska örn- inn. Fyrir tveimur öldum var ákveöiö, aö hann skyldi vera I skjaldarmerki Bandarikjanna til tákns um þær vonir, sem bundnar voru við nýfengiö sjálfstæði. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 21.20 Sjónhending Erlendar myndir og málefni. Um- sjónarmaður Sonja Diego. 21.40 Sautján svipmyndir að vori Sovéskur njósna- myndaflokkur. 7. þáttur. Þýöandi Hallveig Thorlacius. 22.55 Dagskrárlok IWiííWíii X r i David Graham Phillips: j 104 SUSANNA LENOX v Það var auðséð á að hún skildi hann en var honum ekki sammála. „Ég verð að vinna sjálf fyrir mér Roder- ick," sagði hún. ,,Mér er sama, hvað ég vinn. Ég vil hreinskilnislega sagt gera það til þess að vera ekki baggi á þér". ,,Baggi á mér, Sanna! Þú, sem átt að gefa mér væng- ina til þess að f Ijúga á! Það er kannski sjálfselska, en ég vil eiga þig algerlega. Það er þýðingarlaust að tala um þetta", sagði hún „á meðan við vitum ekkert, hvernig allt kann að :snúast — algerlega þýðingarlaust. „Það er satt", sagði hann og andvarpaði. Lestin brunaði inn í Jerseyborg um það bil, er rökkva tók. Súsanna Lenox og Spenser bárust með straumnum eftir brautarpöllunum og gegnum hina geysimiklu brautarstöð og úr í ferju sem var svo stór og glæsileg að bæði setti hljóð. Von og ótti, trú og efi, kjarkur og kvíði toguðust á i brjósti þeirra eins og allra ævintýramanna. Þau fóru upp á efri þiljurnar og báru ferðatöskurnar fram í stafn. Síðan hölluöu þau sér upp að brjóstríðinu og virtu hugfangin fyrir sér þá dásamlegu sýn sem getur á jarðkringlunni. Mjúkblár himininn varð purpura- rauður og að baki þeirra reis skarður máni og steypti fölum geislum yfir rökkvað undraland- ið framundan. Beint á móti þeim, handan við breitt, straumþungt, glitrandi fljótið — breiðasta vatn sem Súsanna hafði séð á ævinni — blasti við firnastór og undratigin borg. Það var eins og hún risiupp úr fljót- inu. Óendalegar raðir þokukenndra halla hófust hærra og hærra eins og fjallgarðar með tindum og turnum og hvelfingum. Milljónir Ijósa tindr- uðu eins og álfablys, eins og skínandi gimsteinar, og vörpuðu yf ir hana geisladýrð, sem var ennþá skærari en glit stjarnanna á himninum um heiða sumarnótt. Þeim varð litið norður eftir. Lengra og lengra, út að yztu sjón- arrönd, teygði sig hið breiða f Ijót og hin mikla borg, sem helzt virtist, að risið hefði upp úr bylgjum vatnsins, lengra og lengra teygðu Ijóshvirf ingarnar sig eins og endalausar laufhvelfingar, eins og stórir, leiftrandi eld- hnettir á turnunrþsem voru miklu hærri, en hæðirnar í heimabyggð Súsönnu og Rodericks. Þeim varð litið suð- ur eftir. Einnig þar hillti borgina uppi röst af röst, og yzt úti opnaðist flóinn. Alls staðar glitruðu Ijósin — fögur, heillandi blikandi Ijós, sem gæddu þessa f urðusýn himir fegurð. Allt var hátignarlegt, voldugt og guðaglæst. „Ég elska þessa borg", hvislaði stúlkan. „Ég elska hana strax". „Mig hefur aldrei órað fyrir því, að hún væri svona", sagði Roderick lotningarfullur. „Borg f rægðarinnar", sagði hún með þeirri ástúð sem unnustan nefnir nafn elskhuga síns. Þau þokuðu sér nær hvort öðru og tókust í hendur og héldu áfram að stara frarh fyrir sig eins og þau væru hrædd um, að þetta allt — fljótið og borgin undursam- lega og þau sjálf — hjaðnaði og yrði að engu. Súsanna þreif til Rodericks í skelfingu þegar hún varð þess allt i einu vör, að sýnin tók að hreyfast færast óðfluga nær henni eins og hverfandi draumsýn. Svo hrópaði hún: „En — en — við hreyfumst!" Ferjan var lögð af stað: hljóðlaust özlaði hún áfram, stöðug eins pg sjálf jörðin. Svalur hressandi andvari lék um þau. Þau sneru andlit- unum í suður upp í þessa golu og teyguðu hana í löngum sogum. Þau sáu styttuna miklu sem helzt virtist vera lif- andi í rökkrinu, í uppréttri hendinni var logandi blys, sem hellti Ijósflóði sínu yfir landið og vatnsflötinn. „Þetta hlýtur að vera Frelsisstyttan", sagði Roderick. Súsanna stakk hendinni undir handlegg hans. Hún titr- aði af æsingu og fögnuði. „Roderick, Roderick!" hvisl- aði hún. „Þetta eru Frelsiseyjarnar. Kysstu mig". Og hann laut niður að henni og kyssti hana, og hann fann að kinn hennar var tárvot. Hann seildist eftir hendi hennartil þessað hughreysta hana. En þegar hann hafði tekið utan um hana var eins og str-umur nýs kjarks hrísl- aðist um hann allan frá þéttu og heitu handtaki hennar. Fám mínútum síðar stóðu þau á þrepum ferjuhússins. Þau höfðu hér um bil hrökklast öf ug inn aftur, svo agn- dofa voru þau og ráðþrota andspænis allri þeirri háreysti sem barst á móti þeim — dunum og dynkjum, buldri og fnæsi. Loftiðtitraði og jörðin nötraði. Fegurðin var horf- in — fegurð sem ekki hafði verið raunveruleiki, heldur sjónhverf ing — til þess eins að ginna þau inn í helgreip borgarinnar. Nú kom það i Ijós að þessi borg var ó- freskja sem var reiðubúin til þess að hremma þau og gleypa. „Ó, guð minn góður!!" Hann hrópaði þetta inn í eyrað á henni. „Er þetta ekki hræðilegt?" Hún var fljótari að átta sig en hann. Andlitin sem brá fyrir, sefuðu hana. Þetta voru mannsandlit. Og þótt æs- ingin og órróleikinn skini út úr þeim, þá voru þau samt skilningsrík og vingjarnleg. Þar sem kynbræður hennar og kynsystur lifðu óttalausu lífi, þar gat hún einnig fest rætur. í þessari furðulegu i þessari órjúfanlegu einveru mannhaf sins gátu þau hann og hún, lifað f rjálsu líf i. Þau gátu gert það sem þau fýsti, lifað og leikið sér, án þess að hugsa um, hvað aðrir segðu. Hér gat hún gleymt ógn- um brúðkaupsdags sins. Hér þyrf ti hún ekki að óttast, að neinn benti á hana með fyrirlitningu, af því að hún var lausaleiksbarn. Þau Roderick gátu verið fátæk, án þess að hljóta af því smán. Þau gátu háð baráttu sína í hinu blessaða myrkri ókunnugleikans. „Hrædd?" spurði hann. „Ekki vitund", svaraði hún. „Ég er ennþá heillaðri en nokkru sinni áður". ,, Jæja, ég er hálf smeykur. Mér f innst ég vera svo ráð- þrota — örvilnaður í öllum þessum hávaða og þys. Hvernig get ég lifað hér?" „Þetta hafa aðrir gert. Þetta gera aðrir". „Já — jú. Það er satt. Við verðum að reyna að spjara okkur. Og hann valdi einn vagnstjóra úr öllum hinum æpandi skara. „Við þurf um að komast í Denis-gistihúsið með tvær töskur", sagði hann. „Ágætt, herra. Gerið svo vel að borga mér trygging- una". Spenser var í þann veginn að rétta honum peningana er Súsanna sagði hálfhátt: „Þú ert ekki búinn að spyrja hann hvað það kosti". Spenser flytti sér að bæta úr þessari yfirsjón. „Tíu dali", sagði ökuþórinn eins hirðuleysislega og tíu dalir væru ekki nema tiu sent. Spenser gat ekki að sér gert að hlæja, þegar hann nú i fyrsta skipti heyrði hinn fræga kæruleysistón sem New Yorkbúum er svotamur, þegar þeir tala um miklar f jár- hæðir — sem aðrir eiga að greiða. „Þarna sparaðirðu okkur laglegan skilding", sagði hann við Súsönnu og kallaði á annan ökumann. Niðurstaðan af löngu og rök- fimusamtali þeirra á milli varð sú, að þau fengu vagn fyrir sex dali. Lögregluþjónn sem blandaði sér i málið hafði fellt þann úrskurð, að það væri sanngjörn borgun. Spenser vissi reyndar að þetta var of mikið. Lögreglu- þjónninn ætlaði sér auðvitað að krækja í einn dal eða svo af hagnaðinum. En hann var orðinn þreyttur þá uppá- stungu Súsönnu að þau létu járnbrautarfélagið um það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.