Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 11
10
Þri&judagur 3. janúar 1978
ÞriOjudagur 3. janiiar 1978
11
Nýársávarp forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjáms:
Góöir áheyrendur.
Vér stöndum nú i dyrum nýs árs. 1 dag er fyrsti
dagur hins fyrsta mánaðar í nýju ári, fyrsti janúar.
Mörgum er kunnugt aö þetta mánaöarnafn er úr
latinumáli og dregið af orði sem merkir bogi eöa hliö
og einnig er það nafn hinna fornu Rómverja á
goðmagni dyra og hliða, sem sýnt var á myndum i llki
mannveru meö andlit i tvær öndverðar áttir, aftan og
framan á höfði. Eins og guðinn horfa dyr bæði út og
inn, aftur og fram i senn. Það gera áramótin einnig,
mánaðarnafnið minnir oss á það, dyramánuður.
Að skyggnast um, horfa til átta, er rikur þáttur I
mannlegu eðli, en hitt er misjafnt i hvaða átt er fastast
horft. Til eru eða hafa verið þjóðir, sem eiga þann þátt
einna sterkastan i menningu sinni að sjálfsskynjun
einstaklingsins er rammlega tengd forfeðrum hans,
bæði lifs og liðnum. Horft er fast um þær dyr sem aö
fortið ættstofnsins vita. Kunnugt er einnig um
menningarsamfélög þar sem hver athöfn manns i
þessari jarðvist miðast við það takmark að eiga að
lokum fyrir góðri kistu og útför svo sæmilegri, aö
sáljnni sé vel borgið i nýrri tilveru. Þar er horft um
langvegu til hins ókomna og ókunna.
Þetta eru tvennar öfgar i sjálfsskynjun og lifs-
viðhorfi, og ef til vill eiga þær nú orðið helst heima i
menningarsögunni. Raunverulegra og flestum
kunnara er það viðhorf, sem hefur verið og enn er til,
að helga lif sitt hverri liðandi stund, kappkosta öðru
fremur aö njóta hennar i sem fyllstum mæli og láta
hvorki fortið né framtið skyggja á hana. Griptu dag-
inn, njóttu stundarinnar, eru gömul kjörorð, sem
margir góðir menn hafa ritað á skjöld sinn og reynt að
lifa eftir. Sagt er að i sumum löndum,sem kennd eru
við vestræna menningu.beri á vorum dögum talsvert
mikið á þeirri lifsstefnu, sem hvorki'tekur mið langt
aftur né langt fram, heldur yerður réttilegast kennd
við einskonar timalaust nú. Slíkt og þvilikt munu sumir
kalla léttúð og andvaraleysi, en aðrir munu kenna það
frjóa lífsnautn, gleðina yfir þvi að vera til, fá að vera
lifandi einmitt nú, óvþingaðir af byrði sögunnar eða
áhyggju hins ókomna. En flestum mönnum mun
reyndar vera eðlilegt að skyggnast bæði aftur og fram
frá hverjum áfanga á lifsleiðinni. Slik igrundan og
fyrirhygggja hefur löngum einkennt oss Islendinga,
enda hefur land vort með kostum sinum og ókostum
hvatt til þess mörgum öðrum fremur. A þessum
hátiðum vona ég að sem flestir landsmenn hafi mátt
njóta sannrar jóla- og nýársgleði, þótt vér hvorki
viljum né getum annað en séð fyrir oss dyrnar tvennar,
til hins liðna og til hins komanda. Um leið og vér
höldum hátið viljum vér reyna að gera oss grein fyrir
hvar vér erum á vegi stödd, hvernig oss farnaðist á leið
vorri i þennan áfanga og hvað blasir við þaðan.
Vér sjáum fyrir oss þær dyrnar sem að baki oss
liggja, þær sem vér höfum gengiö út um fyrir
skemmstu og aldrei verður gengið um framar, heldur
aðeins horft, horft yfir siðasta spölinn, árið sem leið, og
svo lengra aftur eftir þvi sem hver hefur skyggni og
minni til. Þess má vænta að hugur hvers og eins hvarfli
þá fyrst að einkahag, persónulegum farnaði, hversu
verið hefur á liðnu ári. Gleði og sorg, höppum og
slysum, mun hafa verið misskipt milli mannsins barna
nú sem endranær, og þarflaust að setja á ræður um þá
gamalkunnu mannlegu reynslu. En ekki skyldum vér,
sem eigum þvi láni aö fagna að aka heilum vagni heim
um þessi áramót, láta undir höfuð leggjast að leiöa oss
Úrkostir vorir til
sj álf sbj argar eru
margir og miklir
það i hug með auðmýkt og þökk, en umfram aílt ineð
samhug með þeim sem ekki hafa notið sömu náðar. Að
gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum eru
orð sem ætið munu standa I góðu gildi, og hollt er
einnig að láta sér ekki gleymast hið fornkveðna, að guð
mun ráða hvar við dönsum næstu jól.
En hvernig hefur oss vegnað sem þjóð á liðnu ári,
þegar alls er gáð? Margir gerast til að svara þeirri
spurningu, og sýnist sitt hverjum i sumum greinum
eins og oft ber við. Þó verður ekki um það deilt, að
árferði hefur verið gott, atvinnuvegir landsmanna
gjöfulir og markaðir yfirleitt hægstæðir. Og þetta er
fyrsta heila árið sem vér höfum búið við hina óraviðu
islenzku landhelgi. Höfum vér i raun og veru gert oss,
svo sem vert væri, grein fyrir hvilik stórmerki og
timamót þetta eru i íslandssögunni? Þetta er eins og
nýtt landnámsár.
Vist er margs að minnast sem gott er og gleðilegt.
Það er trú min og von að sæmileg afkoma sé nú manna
á meðal, enda hefði oss annars hrakið meira en litiö af
þeirri leið sem vér höfum einsett oss að halda. En
skugga ber á, þar sem eru efnahagsvandkvæði þjóðfél-
agsins i heild. Stjórnmálamennirnir, þeír sem fyrir
svörum sitja um landsins gagn og nauðsynjar, fara
ekki dult með þetta, enda finnur hver maðurá sjálfum
sér að ekki er allt sem skyldi. Það er orðin heldur
ófrumleg samliking að kalla samfélagið þjóðarskútu,
en hún er nærtæk fyrir farmanna- og fiskimannaþjóð
eins og oss íslendinga, og vel má hún enn duga. Sigling
þessarar skútu hefur löngum gengið upp og ofan og er
það ekki nema að vonum. Veður og vindur eru mis-
lyndar höfuðskepnur, vér höfum lært að búa við þær og
sjóast á langri leið, það er íslandssagan, og skútan
flýtur enn og siglir. En á vorri tið hefur ein skepna
enn komið til sögu. Það er hákarl i kjölfarinu og heitir
verðbólga: ljótt nafn og hæfir ljótri skepnu.
Ég spyr sjálfan mig, og ef til vill spyrja þess margir,
hvort ekki sé grálega gert að trufla nýjársdagshelg-
ina með einni verðbólguræðunni enn. Von er að menn
spyrji, en hver getur látið eins og ekkert sé, þegar
vábeiðan blasir við allra augum? Vér tslendingar
erum að visu siður en svo einir um að glima viö verð-
Dr. Kristján Eldjárn
bólguvanda, en þvi miður fáum vér ekki leyst oss und-
an þvi ámæli að hafa alið þennan ófögnuð árum og ára-
tugum saman i meira óhófi en flestir aðrir, uns svo er
komið sem komið er. Mikil er sú fyrirmunun að skepn-
an skuli verða þvilikur ofjarl skapara sinum, og er litil
bót I máli þótt þess séu fleiri hrikaleg dæmi i mann-
heimi, eins og þegar þjóðirnar segjast viija takmarka
hergagnaframleiðslu um leið og þær vigbúast geipileg-
ar en nokkru sinni fyrr. Það er engu likara en vopnin
æxluðust af sjálfsdáðun, þvert ofan i vilja mannanna.
Eitthvað svipað gæti sýnst um verðbólguna á Islandi.
En þvi tek ég þannig til orða að enginn á landi voru
lætur á sannast að hann fordæmi ekki verðbólguna og
allt hennar athæfi. Segja má að það sé litill vandi bæði
fyrir mig og aðra að velja henni hæðileg orð, litill vandi
að tala, litill vandi að skrifa, en hitt sé þrautin þyngri
að finna ráð sem duga. Þó veit ég ekki nema telja megi
með gleðitíðindum liðins árs að aldrei hafa ménn i
ræðu og riti verið jafn sammála og einmitt nú undir
árslokin um þá þjóðarnauðsyn að koma einhverju tauti
við ofvöxt verðbólgunnar. Ég tek mark á þessu og efast
ekki um að af einlægni er talað, og hvi skyldum vér þá
ekki vona að gott megi eftir fylgja? Aftur á móti tek ég
ekki mark á brigslum og hnippingum um það hverju
eða hverjum sé um að kenna vændkvæði vor. Þetta er
orðinn langur slóði og margt og margir koma þar við
sögu. Þegar verðbólgualdarfar hefur náð að festa ræt-
ur er álika fánýtt og það er vandasamt að eltast við
einstaka sökudólga. Vissulega nýttum vér krafta vora
betur með þvi að beita þeim sameiginlega að sameig-
inlegum vanda. Þvi að hætt er við hvað sem sagt kann
að vera i umræðum dagsins, að enginn sem einhvers er
megnugur fái að lokum undan þvi skotist að eiga ein-
hvern hlut að þeim varnaraðgerðum, sem vér hljótum
að eiga fyrirhöndum. Bólu-Hjálmar var tæpitungulaus
maður. Einu sinni kvað hann þessa fleygu visu:
Fari mammon flár úr skut
fyrr en sjór er rokinn,
annars stelur hann öllum hlut
i vertiðarlokin.
Hver veit nema hann hefði verið til með að snúa
þessu upp á verðbólauna ef hann væri enn á dögum.
Hann heföi þá hitt vel I mark enda liggja margir þræöir
milli verðbólgu og mammons sem visan er um.
Þegar vér nú snúum við blaði og horfum út og fram
um dyr áramótanna er ekki eins bjart yfir og vér
mundum óska, þvi að skuggi efnahagsvandans fylgir
oss inn i nýja árið. Spár eru ekki hagstæðar og raska
hugarró margra. Þó ekki svo að nein örvænting riki
eða menn efist I alvöru um að úr muni rætast nú eins og
jafnan áður þvi að þröng i þjóðarbúi er engin nýjung.
Langt yrði syndaregistur verðbólgunnar ef allt væri
upp talið en þó væri hörmulegust afleiðing allrar
þeirrar upp lausnar ef hún skerti trú vora á landið og
möguleika vora til að lifa þar hamingjuriku lifi af
sjálfra vor efnum og úrræðum. Það er ógeðfelldur bar-
lómur fólginn i að klifa á að vér séum fáir, fátækir
smáir. Og það er búið að hamra of mikið á þeim hálf-
sannleik að tsland sé á mörkum hins byggilega heims
og fundinn upp af útlendingum. Gests augað er ekki
alltaf glöggt. Enskur maður ágætur sern ferðaðist hér
á landi 1772, sagði að svo gæti virst sem ísland hefði
alls ekki verið skapað handa mannlegum verum,
heldur minnti það á eftirskilið bersvæði,ætlað náttúr-
unni einni til að hamast þar með alls konar afganga
sem hún gæti hvergi notað til gagns og til að ærslast
með skyndisýningum á heljarafli sjálfrar sin. .
Og minnast má hinna fornu orða sem Ketill flatnefur
forfaðir vor allra viðhafði um ísland I árdaga: ,,I þá
veiðistöð kem ég aldregi i gamals aldri”. I hans munni
var veiðistöð harkapláss i úteyjum til þess eins nýtilegt
að liggja þar við fiskveiðar á vertið. Hann áleit að Is-
land væri helst ekki byggilegt mönnum rétt eins og
Bryce hinn enski þúsund árum siðar.
Báðir höfðu nokkuð til si'ns máls. Vist er ísland leik-
vangur aðsópsmikilla náttúruafla, einn hinn mesti i
viðri veröld. Það höfum vér fengið að reyna bæði fyrr
og nú og vist er Island veiðistöð ein hin mesta I heimi.
En þó höfðu báðir rangt fyrir sér og það svo geypilega
að það sem þeir fundu landinu til foráttu má að veru-
legu leyti teljast meðal þess sem gerir Island að góðum
og lifvænlegum mannabústað. Það sönnuðu börn Ketils
flatnefns sjálfs og aðrir landnámsmenn,það hafa allar
kynslóðir siðan sannað og þó engin eins og sú sem nú
lifir I landinu. Þeir gættu þess ekki góðu menn,að
vist eru lönd misjöfn frá náttúrunnar hendi og eru sum
kölluð mild og sum hörð en um leið gæddi hinn hæsti
höfuðsmiður manninn viti og þreki til að laga sig að
ólikum kostum nær allra landa. Og það hefur þjóð vor
gert I þessu norðlæga landi, sem kennt er við is, það er-
um vér enn i óða önn að gera og raunar aldrei sem nú.
Gleymum þvi ekki að i aðlögun að eðlisfari þessa
lands, i viðnámi gegn þvi, i sigurvinningu yfir þvi og
sáttargjörð við það, hefur islenzk menning skapazt. Að
bera sig upp undan landinu, sem vér byggjum, á skylt
við að óska þess að Islensk þjóð hefði aldrei oröið til
eins og hún er og það afbrigði mannlifs sem vér köllum
islenzka þjóðmenningu.
1 rauninni er það ónýtisiðja að reyna að gefa Islandi
einkunn i hópi landa. Það nægir að það er ættland is-
lensku þjóðarinnar og hér eru oss örlög sköpuð. Vér
megum treysta þviað þetta er land mikilla möguleika.
Og vér megum vera stolt af þeirri menningararfleifð,
sem er arðurinn af lifi og starfi kynslóðanna i þessu
landi. Og þrátt fyrir ýmsan ófullkomleika, sem synd
væri að segja.að ekki væri haldið á loft, megum vér vel
vera upp með oss af þvi sem komið hefur verið til leið-
ar á siðustu áratugum. Vér sjáum það.hvert sem vér
litum og tökum það með oss fram á veg. Þjóðfélag vort
er meðal þeirra sem mesta farsæld bjóöa. Vera má að
vér þurfum að leggja harðar að oss en sumir aörir til
að halda i horfi, en ekki er þaö svo að þjóöarmein megi
kalla. Vér erum ekki þrælar, nema þá vegna ofkröfu-
gerðar um svonefnd lifsgæði, en þar eiga siður en svo
allir óskilið mál. Ef til vill er slikt fylgikvilli I velferð-
arsamfélögum, sem svo eru nefnd.
Þegar vér litum fram á leiö,er vissulega ófátt, sem
vakið getur vongleði og tilhlökkun. Skyldi það ekki
vera tilhlökkunarefni að fá að taka þátt i að láta hina
fornu veiðistöð hefjast til áður óþekkts blóma með til-
komu og viturlegri nýtingu hinnar nýju og vlðu fisk-
veiðilögsögu, fá að sjá sjávarplássin um landið allt
halda áfram á glæsilegri uppleið sinni? Má ekki hlakka
til að sjá mikla og margvislega möguleika þessa
gamla landbúnaðarlands eflda og nýtta, enn sem fyrr,
byggðum landsinsog þjóðinni allri til þroska og bless-
unar? Verður ekki ævintýri að lifa þá stund þegar nær
hvert byggt ból á þessu svala landi verður hitaö upp
með heitu islensku oliunni, sem nú er hægt að sækja
djúpt i iður jarðar? Ellegar að fá að neyta krafta sinna
við beislun fallvatna og gufuhvera þangað til svo er
komið að vér höfum vald á nægri innlendri orku til að
standa undir arðvænlegum iðnaði, bæði stórum og
smáum? Island hefur skilyrði til að verða iðnaðarland
á borð við mörg önnur sem þegar eru það, og reyndar
erum vér komin lengra á þeirri braut en ljóst var öll-
um, það sjá menn nú skýrar eftir iðnkynningarárið
sem leið, og skilja stórum mun betur en áður stöðu
þessarar atvinnugreinar og nauðsynina á fslenskri iðn-
væðingu.
Hér hef ég aðeins nefnt nokkrar meginstoðir þess
bjargræðis, sem er undirstaða alls annars. Ekki hefði
veriðsíður skemmtilegt að geta hins fjölmarga á sviöi
þjóðlifs, menningar og sjálfstæðis i' landi voru, sem vér
höfum fulla ástæðu til að horfa fram til og takast á við
með glöðum huga. Skal nú staðar numið að sinni, en þó
ekki án þess að minnast þess sem mestu máli skiptir. I
öllumstéttum og stöðum er nú i landinu fjölmenn ung
kynslóð, vel menntuð, hraust og dugleg, fær i allan sjó.
Eldri og yngri kynSlóð hafa ævinlega dæmt hvor aðra
með nokkurri svo tortryggni. Reiðilestrar eru ekki nýtt
fyrirbrigði. En það væri á engum rökum reist ef vér
treystum ekki fslenskum æskumönnum til að ávaxta,
auka við og bæta það sem þegar hefur verið gert, til
þess að þjóð vor megi lifa i farsælu, réttlátu og heiöar-
legu samfélagi i þessu landi. Þeim er engin vorkunn að
taka til hendi, þvi að vel hefur verið að þeim búiö, og
það munu þeir lika gera, enda væri annars til litils bar-
ist.
Mál mitt hér er hvorki jólaskraut né fagurgali á há-
tiðisdegi. Úrkostir vorir til sjálfsbjargar eru margir og
miklir og þá einnig skilyrði vor til menningar og ham-
ingju, þess sem skáldið forðum kallaði gróandi þjóðlif.
Þessu má treysta, og hitt hljótum vér aö vona, að oss
auðnist að sigrast á þeim vandræðum, sem oss virðast
á dapurlegri stundu tefla þessu öllu i nokkra tvisýnu,
sigrast á hverju þvi sem situr um að hrifsa aflafeng
vorn i hver vertiðarlok. Þann sigur vinnur enginn fyr-
ir oss, og ekki vinnst hann heldur af neinum einum. En
hann vinnst ef margir leggjast á eitt.
Góðir landsmenn. Vér stöndum i dyrum hins nýja
árs. Ég þakka yður samfylgdina á liðnu ári og óska yð-
ur gleði og sálarfriðar. Megi hamingjan fylgja þjóð
vorri, nú þegar hún stigur yfir þröskuldinn.
Gleðilegt nýjár.
F j árhagsmál bænda
þung í skauti
sagöi Halldór Pálsson
búnaðarmálastjóri um
málefni landbúnaðarins
síðastliðið ár
ARIÐ hefur verið bændum fjár-
hagslega þungt i skauti þó að
það hafi verið gott hvað nátt-
úrufar snertir. Má segja, að þar
valdi gifurleg verðbólga og mik-
ill tilkostnaöur á vissum liðum i
búskapnum. Fjárfestingarmál-
in verða sifellt erfiðari, og þeir
bændur sem standa i fjárfest-
ingum eða nýbyggingum, eru 1
vandræðum vegna þess hve
dýrar þær eru, og tekjurnar
hrökkva hvergi nærri fyrir
þörfum. Svo hefur þurft að
leggja nokkurt verðjöfnunar-
gjald á bæði mjólk og kjöt vegna
þess, aö útflutningsbætur voru
ekki nægjanlegar á verðlagsár-
inu ’76-’77. Meira var flutt út
en svo, að lögbundnu útflutn-
ingsbæturnar nægöu, þannig aö
verðjöfnunargjaldið dró nokkuö,
úr tekjum hvers bónda. Þó að
það væri að visu engin ósköp, þá
er þaö samt á sömu hliðina.
Bændur sjá ekki fram á að þeir
nái neinum verulegum hluta af
þeim geysilegu hækkunum i
krónutölu, sem hafa orðiö á
tekjum annarra stétta á árinu
1977, og likur eru á að bændur
nái aðeins litlum hluta af þeim.
Það er mikið deiltum það hvað
sé til ráða, og eru menn ekki á
eitt sáttir um það.
Hvað snertir veðurfar hefur
tietta ár verið heldur gott fyrir
andbúnaðinn. Og þótt árið hafi
verið aðeins kaldara en i meðal-
lagi, var þaö búskaparlega séð
mjög veðragott. Spretta var
frekar hæg framan af sumri og
byrjaði sláttur þvi viðast hvar
ekki fyrr en i júli.. ,
J Veöurvoruó-
stööug fram eftir sumri á Suður-
og Vesturlandi og sérstaklega á
vestanverðu Noröurlandi, og
gerði það allan heyskap erfiðan,
en þó fengust allmikil hey. Hey-
skapur norðan og austan lands
gekk framúrskarandi vel. Og
þegar á heildina er litið er hey-'
fengur mikill, en gæði heysins
eru þó viða i tæpu meðallagi. Þó
mun fóðurgildi heyjanna i heild
vera með mesta móti.
Kýr mjólkuðu mjög vel, og
kom þar til mikil kjarnfóðurgjöf
i fyrra vegna útlits á mjólkur-
skorti og hagstæðs verðs á
kjarnfóðri. Málin æxluðust svo
þannig i þeim efnum, að i haust
hafði smjörfjall myndazt, en
enginn mjólkurskortur gert vart
við sig eins og menn höfðu ótt-
ast.
Sauðfjárafurðir urðu
legar. Fé fjölgaði litif>„ogjWk?
urðu aðeins rýrari en haustiö
1976. Það er þó ekki neitt sem
teljandi er, sagði Halldór að lok-
um.
Nýr prófessor
við
guðfræðideild:
Sr.
Einar
Sigur-
björnsson
dr. theol
A Rikisráðsfundi að Bessastöðum
á gamlársdag var sira Einari
Sigurbjörnssyni dr. theol., sókn-
arpresti aö Reynivöllum i Kjós,
veitt prófessorsembætti við guð-
fræðideild Háskóla Islands. Sira
Einar var áöur sóknarprestur I
Ólafsfirði og aö Hálsi i Fnjóska-
dal. Hann stundaöi framhalds-
nám og lauk doktorsprófi frá há-
skólanum i Lundi I Svfþjóö. Aö
undanförnu hefur hann annazt
kennslu við guðfræöideild Há-
skóla Islands auk prestsþjónustu
aö Reynivöllum.
Jólatrésskemmtanir voru fjölmargar og fjölsóttar um hátfðarnar og hór jást jólasveinar syngja fyrir reykvisk börn á Hótel Sögu. Eitthvaö
viröist höfuöfat eins þeirra koma undarlega fyrir sjónir, en þaö gilda sömu reglur fyrir jólasveina og aðra stjórnendur vélhjóla.
*