Tíminn - 03.01.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 3. janúar 1978
9
9M$m
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn f'innbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda-
stjórn og augiýsingar Siðumúla 15. Simi 86300.
Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00:
86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjal^ kr. lJíOO^á
mánuði. ■ ’ - Blaðaprent h.f. ,
Viðnámsaðgerðir
fyrir kosningar
I- áramótagrein Ólafs Jóhannessonar, formanns
Framsóknarflokksins, sem birtist i siðasta blaði
Timans, er rætt um efnahagsmálin og segir þar
m.a. á þessa leið.
,,Já, satt er það, sitthvað er að i okkar efnahags-
málum. Samt er siður en svo ástæða til nokkurrar
skelfingar. Þauumskipti til hins verra, sem átt hafa
sér stað i sumum greinum á seinni hluta þessa árs,
eru að visu ill tiðindi. Við vorum á réttri leið, þótt of
seint sæktist. Siðastliðið vor voru batamerki i efna-
hagslífinu sérlega greinileg. En nú hefur okkur aft-
ur hrakið nokkuð af leið. En stefnuna verður aftur
að rétta, og að þvi ber markvisst að vinna. Það er
sjálfsagt að viðurkenna vandamálin og játa, að þau
eru alvarlegs eðlis. En hitt er jafn fráleitt að mikla
þaufyrir sér um of,gefastupp og teljaþau óleysanleg.
Þau úrræði, sem veitt geta viðnám og bjargað, er
á valdi okkar Islendinga, ef viljann ekki vantar og
skilningur er fyrir hendi. Ef marka má mál manna
um skaðsemi óðaverðbólgu og samþykktir, sem þar
um eru gerðar á hverjum fundinum eftir annan,
ætti ekki að þurfa að óttast skilningsskort eða vilja-
leysi, þegar gripið verður i taumana. Við lestur ým-
issa þeirra einarðlegu samþykkta, sem gerðar eru
hér og þar, hvarflar að manni, að ekki sé alltaf
gerður greinarmunur á orsök og afleiðingum, sem
reyndar vefst nú fyrir mörgum, svo og hitt, að menn
hafi frekar litið á flisina i auga bróður sins en bjálk-
ann i eigin augum, það er eins og mörgum hætti til
að kenna öllum öðrum en sjálfum sér um óðaverð-
bólguna, sem svo er kölluð, þó að sannleikurinn sé
náttúrlega sá, að hver og einn á þar sina sök. En
hvað um það, ætla verður, að menn almennt hafi
vaknað til vitundar um nauðsyn viðnámsaðgerða.”
Þá segir i grein Ólafs Jóhannessonar á þessa leið:
„Ég tel rétt, að rikisstjórnin beiti sér fyrir viðeig-
andi viðnámsaðgerðum fyrir kosningar, enda verð-
ur þeim ekki með góðu móti skotið á frest. Þá geta
kjósendur kosið um þær, fellt sinn dóm um þær. Það
er miklu eðlilegra, að slikar ráðstafanir liggi á
borðinu fyrir kosningar. Kjósendur vita þá að
hverju þeir ganga og geta vottað mönnum traust
sitt eða vantraust miðað við verkin. Það má segja,
að nú þegar hafi nokkrar ákvarðanir verið teknar,.
sem miða að þvi að koma málum i lag. Má þar til
nefna, að ákveðið hefur verið að stöðva frekari
skuldasöfnun erlendis. Ennfremur má nefna
skyldusparnað og ákvörðun um, að lausafjármagni
lifeyrissjóða skuli veitt i ákveðna farvegi. Þvilikar
ákvarðanir eru stundum óvinsælar, a.m.k. fyrst i
stað og sæta andmælum úr þessari eða hinni áttinni.
Það þýðir ekki að kippa sér upp við það. Það verður
aðgera þær ráðstafanir, sem þjóðarhagur krefst að
mati þeirra, sem ábyrgð bera, og án þess að menn
séu sifellt með augun á óábyggilegri kosningaloft-
vog eða með einlægar bollaleggingar um það, að
þessi eða hin ráðstöfunin hafi i för með sér, að ein-
hver atkvæði tapist.
Þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar,
eru auðvitað hvergi nærri fullnægjandi, hvorki til að
veita viðnám gegn verðbólgu né til að leysa rekstr-
arvandamál atvinnuveganna. Það er þörf frekari
og skilvirkari aðgerða. Þó að það sé að minu mati
hlutverk rikisstjórnar að beita sér fyrir nauðsyn-
legum ráðstöfunum er hitt jafn sjálfsagt að leita
eftir sem viðtækustu samstarfi um þær, t.d. við að-
ila vinnumarkaðarins og aðra þá, sem sérstaklega
eiga hlut að máli. En vitaskuld verður vald og
ábyrgð að vera endanlega i höndum Alþingis og
þingræðislegrar stjómar. Dómsorði kosninga verða
menn svo að hlita.” Þ-Þ-
rnccmmW.
■GAftcrA
ERLENT YFIRLIT
Maldiveyjar bjóða
flugvöll til leigu
Tilboði frá Rússiun hefur verið hafnað
ÞAÐ þykir vist,að meðal
þeirra mála.sem þeir Carter
og Desai hafa rætt um, þegar
Carter heimsótti New Delhi
um áramótin, hafi verið viö-
búnaöur Bandarikjanna á eyj-
unni Diego Garcia/Sem liggur
langt suður af Indlandi eða
talsvert sunnan við miöbaug.
Bandarikin hafa unnið að þvi
aö koma þar upp aðstöðu fyrir
bæði flotastöö og herflugstöð.
Bandarikjamenn segjast gera
þetta i öryggisskyni,en þvi að-
eins muni þeir nota þessa að-
stöðu, að Rússar færi út
kviarnar við Indlandshaf. Við-
ræður standa nú yfir um það
milli Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna,að þessi riki lýsi yfir
þvi,að þau muni ekki hafa
neinar herbækistöðvar við
Indlandshaf. Fyrir forgöngu
Indverja og fleiri þjóöa, sem
búa við Indlandshaf, hafa
Sameinuðu þjóöirnar lýst yfir
þvi,aö Indlandshaf skuli vera
friðarhaf og engir aðkomu-
menn megi þvi hafa þar
hernaðarlegar bækistöðvar.
Viðræöur Bandarikjamanna
og Rússa eru sprottnar af þvi
að þeir gruna hvorir aðra um
græsku i þessum efnum. Það
gera þjóöirnar við Indlands-
haf einnig og þá ekki sizt Ind-
verjar. Það þótti samt hæpin
kurteisi af Indlandsstjórn aö
lýsa yfir þvi örfáum dögum
áður en Carter kom til New
Delhi, að hún væri mótfallin
viðbúnaði Bandarikjanna á
Diego Garcia. Þetta þótti hlið-
hollt Rússum. Af þvi var svo
einnig dregin sú ályktun að
Desai ætláði að ræða þetta
mál sérstaklega við Carter.
UMTALIÐ um Diego Garcia,
sem hefur komið til sögu 1
sambandi við Indlandsför
Carters.hefur vakið athygli á
annarri eyju,sem er á þessum
slóðum þvi að þar er fyrir
hendi yfirgefinn herflugvöllur
með tilheyrandi mannvirkjum
fyrir flugher,sem hafði þar að-
setur. Þetta er eyjan Gan, sem
tilheyrir Maldiv-eyjum. Bret-
ar höfðu þarna herbækistöö á
siöari heimsstyrjaldarárun-
um en lögöu hana svo niður
um hrið.en hófust svo handa
um að endurbæta hana, þegar
striöshættan magnaðist að
nýju. Arið 1956 sömdu þeir við
stjórn Maldiveyjanna um
Amir Ibrahim Nasir
leigu til tuttugu ára fyrir her-
flugstöð á Gan. Stjórn Maldiv-
eyjanna gekk eftir þvi að
Bretar héldu þennan samning
og yfirgáfu þeir Gan á siöastl.
ári. Bretar vildu gjarnan
losna við þann kostnað,sem
fylgdi rekstri þessarar her-
stöðvar enda fengu vestur-
veldin ekki lakari aðstöðu ef
Bandarikin kæmu upp flota-
stöð á Diego Garcia. Siðan
þetta gerðist hefur stjórn
Maldiv-eyja auglýst Ganflug-
völlinn til leigu.en með þvi
skilyrði, að hann yröi ekki
notaður til hernaðarþarfa.
Stjórn Maldiveyja hefur lýst
sig eindregið fylgjandi þeirri
stefnu, að Indlandshaf veröi
friðarhaf og engar herbæki-
stöðvar frá risaveldunum
verði þvi leyfðar þar. Þessu til
áréttingar gerði stjórn
Maldiv-eyja nýlega vináttu-
sáttmála við Indverja,þar sem
hún lofaði að framfylgja þess-
ari stefnu og munu Indverjar
ganga fast eftir þvi.að það lof-
orð verði haldið. Stjórn
Maldiv-eyja mun helzt gera
sér vonir um, að flugfélög eða
ferðaskrifstofur vilji leigja
Gan-flugvöllinn og þá aðstööu
sem þar er,en ekkert slíkt til-
boð hefur enn borizt,enda er
eyjan afskekkt og hefur ekki
eftirsóknarveröar baöstrend-
Uppdráttur, sem sýnlr legu Maldiveyja.
ur. Eitt tilboö hefur stjórninni
þó borizt. Rússneskir sér-
fræðingar voru þar á ferð i
sumar og kynntu sér vel allar
aðstæður, einkum með tilliti
til fiskveiða. Að þessari athug-
un lokinni buðu þeir eina
milljón dollara i ársleigu fyrir
afnot flugvallarins og bæki-
stöðvanna á Ganeyju,en af-
notin yrðu eingöngu fólgin I
þvi,að rússnesk fiskiskip gætu
haft- þar birgöageymslur og
viðgerðarstöð. Stjórn Maldiv-
eyjanna hafnaði þessu tilboöi.
MALDIVEYJAR er eitt
minnsta og afskekktasta smá-
riki veraldar. Maldiveyjar eru
kóraleyjar. sem eru taldar frá
1200-7090 talsins, liggja á stóru
svæöi um 600 km suður af
Indlandsskaga og eru um 885
km milli nyrztu og syðstu
eyjanna en um 160 km milli
þeirra vestustu og austustu.
Aöeins 215 eru byggöar og er
flatarmál þeirra samanlagt
um 300 ferkm. Engin eyjanna
erstærri en 15 ferkm. Ibúarnir
eru um 130-150 þús., taldir
sömu ættar og Sinhalar á Sri
Lanka (Ceylon) en þaðan
munu eyjarnar hafa byggzt á
sínum tima. Evrópumenn
munu hafa komiö þangað
fyrstá 14. öld. 1 byrjun 16. ald-
ar lögðu Portúgalir þær undir
sig en Hollendingar rúmri öld
siðar,en á 19. öld hófust Bretar
til yfirráða þar. Raunar voru
þessi yfirráð aldrei meiri en
að nafni til, sökum fjarlægðar
eyjanna og skorts á eftirsókn-
arverðum auðæfum. Eyja-
skeggjar fóru þvi að lang-'
mestu leyti með stjórnina
undir forustu soldáns. Ariö
1948 veittu Bretar þeim sjálf-
stæði/að undanskildu þvi,að
þeir fóru áfram meö utan-
rikismál og varnarmál. Arið
1965 fengu þær svo fullt sjálf-
stæði og urðu meölimur Sam-
einuöu þjóðanna. Aöalat-
vinnuvegur eyjaskeggja hefur
verið fiskveiöar, sem
stundaöar hafa veriö á smá-
bátum. A allra siðustu árum
hefur komum ferðamanna
fjölgað þangað og er móttaka
þeirra vaxandi atvinnugrein.
Ariö 1968 ákvað þingiö aö gera
Maldiveyjar aö lýðveldi og
hefur Amir Ibrahim Nasir
verið forseti þar sfðan. Hann
er kennari að menntun. For-
setinn hefur mikil völd og er
Nasir sagður beita þeim til
fulls, þótt hann komi litið fram
opinberlega. Hann hefur sýnt
ferðamálum mikinn áhuga og
á lika sjálfur eyjuna þar sem
flest hótel hafa veriö byggð.
Hann hefur lýst sig eindregið
fylgjandi óháðri utanrikis-
stefnu að dæmi Indverja.
Þ.Þ.