Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 1
t þessari byggingu eru hóteliö og félagsheimiliö I Stykkishólmi til húsa. Skákdeilan til Þeir eru komnir Hér sjást fjórir af þeim erlendu skákmeisturum, sem taka þátt i Reykjavikurskákmótinu. Fremstur og fyrirferöarmestur á myndinni er góökunningi ts- iendinga um langt árabU, sá oröhvati Bent Larsen, en aö baki honum eru Lev Poluga- jevsky og Kuzmin, allir stór- meistarar. Til vinstri viö þá er norski alþjóölegi skákmeistar- inn Leif ögaard, sem viröir stórmeistarana fyrir sér af gaumgæfni. Myndina tók Rób- ert á Hótel Loftleiöum þegar f jórmenningarnir komu til landsins i gærkveldi. Skýrsla dóms- og viðskiptamálaráðherra: Haukur hefur játað 50 millj. kr. fjár- drátt á átta árum Landsbankinn gerir ráðstafanir til að hindra áframhald misferlis KEJ— Á fundi sameinaðs alþing- is í gær flutti Ólafur Jóhannesson dóms- og viðskiptamálaráðherra Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráöherra þingmönnum skýrslu, utan dag- skrár um gang Landsbankamáls- ins svokallaða. Kom þar fram m.a. að fjárdráttur Hauks Heið- ars mun nema nálega 50 milljón- um króna á tfmabilinu 1970-1977, að báðum árum meðtöldum. 1 bréfi frá rannsóknarlögreglu rikisins sem ráðherra las upp, segir ennfremur: . „Hef- ir kærði Haukur Heiöar, játað að hafa um árabil stað- ið að stórfelldum fjártökum við viðskiptí bankans og tilgreind fyrirtæki. Þykir i meginatriðum upplýst með hvaða hætti kærði hefir staðið að þessum fjártökum að þvi marki sem kæruefni og rannsóknargögn liggja þegar fyr- ir. Jafnframt beinist rannsókn að þvi að ganga úr skugga um hvort um aðrar fjártökur eða önnur brot hafi verið að ræða en þegar þykir i ljós leitt”. 1 ræðu ólafs kom einnig fram að fyrir dyrum standa i Lanas- bankanum aðgerðir til að koma i veg fyrir að svona misferli geti endurtekið sig. 1 bréfi frá banka- stjórn Landsbankans segir um þetta: „1 fyrsta lagi verða teknar til endurmats og endurnýjunar allar vinnuaðferðir endurskoöun- ardeildar bankans. Þörfin á slikri endurnýjun hefur komið til um- ræðu i bankanum áður. Nú hafa hins vegar verið gerðar ráöstaf- anir til að fá utanaðkomandi sér- fræðiaðstoð til að annast þetta endurmat án tafar. 1 öðru lagi verður tekinn upp sá siður sem allsherjarregla, að flytja menn til i störfum innan bankans á hæfilegu árabili. Þessi siður tiðkast i mörgum erlendum bönkum, og þykir hafa marga kosti, en hefur ekki tiðkazt hér- lendis fyrr en Landsbankinn tók hann upp i nokkrum mæli fyrir 6-7 árum.” A þingsiðu i dag, bls. 6, er nánar gerð grein fyrir ræðu dóms- og viðskiptamálaráðherra og um- ræðum er urðu á þingi i framhaldi af henni. Stykkishólmur: Hótelið, félags- og elliheimilið rekið sameiginlega SSt — Nú standa fyrir dyrum breytingar á rekstri á þremur opinberum byggingum I Stykkis- hólmi, en þær eru elliheimilið. sem ekki er enn komið I gagnið, og hótelið og félagsheimiliö, sem eru undir sama þaki. Að sögn Sturlu Böðvarssonar, Baldvin Tryggvason afhendir Agást Guömundssyni kvik- myndastyrk Menntamálaráös. Setning Kvik- myndahátíðar í Reykjavík 1978 GV — Kvikmyndahátiðin i Reykjavik 1978 var sett I gær i Háskólabiói að viðstöddum fjöl- mörgum gestum, þ. á. m. for- seta Islands og forsetafrú. Birg- ir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri setti hátiðina, og þvi næst flutti menntamálaráöherra ræðu, þar sem hann gat frum- varps um Kvikmyndasafns Is- lands og Kvikmyndasjóð sem lagt var fram á alþingi í gær. Meginhlutverk frumvarpsins væri að styrkja islenzka kvik- myndagerð og tryggja varð- veizlu islenzkra kvikmynda. Baldvin Tryggvason, varafor- maöur Menntamálaráös, af- henti þá Agústi Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni kvik- myndastyrk ársins 1978 aö upp- hæð 2 milljónir króna, til aö ljúka kvikmyndun handrits sem hann nefnir „Litil þúfa! Gestur hátiðarinnar, þýzki leikstjórinn Wim Wenders, ávarpaöi siðan gesti og lýsti yfir ánægju sinni með aö kvikmyndagerðarmenn islenzkir mættu brátteiga von á opinberri aðstoö. Að ræöu hans lokinni var kvikmynd Wenders, Ameriski vinurinn, sýnd. sveit ar stjóra i Stykkishólmi, eru þessar breytingar á rekstri fyrst og fremst gerðar af hagkvæmnis- ástæöum og þá sérstaklega tfl aö minnka þann halla sem hefur verið á rekstri Hótelsins i Stykkishólmi undanfariö. Sturla sagði, aö þessar breytingar hefðu um nokkurtskeið verið á dagskrá og yröu að veruleika i vor, þegar elliheimiliö fengi eigiö húsnæði, en nú er unniö að lagfæringum á þvi. Þar verður rúm fyrir 16 manns. Afgreiðsla erlends gjaldeyris háð sér- stökum takmörkunum SJ — 1 gær voru settar tak- markanir á gjaldeyrisafgreiöslu I bönkum,en undanfarna daga hef- ur verið altalað i borginni að gengisfelling væri i aðsigi. Aðeins voru afgreiddar gjaldeyrisyfir- Framhald á bls. 23 lykta leidd — engir dagpeningar greiddir ESE —Nú er loks til lykta leidd, sú deila, sem staðiö hefur á milli Friöriks ólafssonar og Guðmund- ar Sigurjónssonar annars vegar og Skáksambands Islands hins vegar. Lyktir urðu þær, að engir dag- peningar verða greiddiramótinu, en keppendurmunu boröa á Hótel Loftleiðum og greiðir Skáksam- band Islands fæöiskostnað þeirra. Þetta þýðir, aö allir keppendur sitja viö sama borð, hvað fyrir- greiðslu varöar, og hlýtur það að vera bezta lausnin, eins og málin standa i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.