Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 3. febrúar 1978 Áletrun á útflutningsflöskunum er yfirleitt á ensku. ME3STA GROÐAFYRIRTÆKIÐ í SVÍÞJÓÐ SELUR VATN — Við erum liæstánægðir segir Artur Petersson forstjóri þess fyrir- tækis i Sviþjóð er skilar hlutfallslega mestum hagnaði. Mesta gróðafyrirtæki i Svi- þjóð selur vatn á flöskum. Það er að visu ekki venjulegt drykkjarvatn, heldur heilsu- drykkur sem fenginn er úr jörðu við Ramlösa i Sviþjóð. Velta þessa- fyrirtækis er innan við 1.900 milljónir islenzkra króna en gróðinn um 570 milljónir. Það er hátt i 30% af veltunni. Drykkur þessi Ramlösa-vatn- ið er bæði seldur heima fyrir i Sviþjóð og til útlanda. Neyzlan hefur aukizt heima fyrir og er um 15% af framleiðslunni notað i veitingahúsum, matsölum fyrirtækja og á ráðstefnum. En miklu meira hefur útflutningur- inn aukizt. Sáhét Johan Jakob Döbelius sem hóf að sdja þetta vatn fyrir 270 árum. Það var yfirstéttin sænska sem tók þá trú að þetta væri hinn mesti heilsudrykkur. Nú er þessu vatni tappað á sex- tiu og fimm milljónir flaskna á ári með ofurlitilli iblöndun af kolsýru og nú er þessi drykkur að vinnasér veruleganmarkað i Bandarikjunum og Kanada. Vegna aukinnar sölu hefur veriðreistný verkstöð miklu af- kastameiri en hin eldri og mönnum telst svo til að dæla megi upp fjórum sinnum meira vatni en nú er gert. Af þvi má ráða hversugróðavænlega horf- ir fyrir Ramlösa heilsubrunni, eins og fyrirtækið heitir. Enginn ber brigður á gæði vatnsins. En hvort það er svo einstakt i sinni röð sem eig- endur lindanna vilja vera láta skal aftur á móti ósagt. En það nægði á sinum tima til þess að gera Johan Jakob Döbelius að aðalsmanni er hét eftir það Johann Jakob von Döbeln og var afi Döbelns þess sem frægur er i bókmenntunum. Það á þátt i velgengni fyrir-' tækisins og aukinni sölu heilsu- bótardrykkjarins að fólk hneig- ist nú að léttara fæöi en verið hefur. Þótt heilsubótardrykkur- inn frá Ramlösa sé ekki lengur auglýstursem undrameðal,fell- ur hann velað þessum nýjuhug- myndum. 1 honum eru ekki nein tortryggileg efni og engu er i hann bættnema litlu einu af kol- sýru. En nú er þar komið i veröld- inni að hreint og gott drykkjar- vatn er að verða munaðarvara. veröldin er stór en við erum smáir segja forráðamenn fyrir- tækisins og það er óumræðilega mikill markaður i öllum áttum ef einu sinni tekst að ná þar fót- festu. Sala Rarúlösa-vatnsins hefúr fjórfaldazt á fimm árum og það segir sina sögu. Sérstæð bók ,, Sj ónleikur þúsund ára mannlífs” Það þótti merkur atburður, þegar fyrri útgáfa Hornstend- ingabókarÞórleifs Bjarnasonar kom út árið 1943. Hún vakti mikla athygli og um hana var skrifað meira en aðrar bækur þá. Allir luku á hana lofsorði. Slik var hún að efni og anda. Gamansöm og ærslafull köpur- yrði meistara Þórbergs varð- andi sum nýstárleg tilbrigði i stil höfundar, breyta þar engu um, enda meira en hæpið, að sá snjalli maður — Þórbergur — hefði sjálfur náð betri tökum á efni sinu en Þórleifur, þótt Hornstrendingur hefði veriö, hvað hann ekki var! Nýlega var i útvarpserindi vikið að „jólabókaflóðinu” svo- nefnda. Ekki kvaðst ræðumaður gefa sig i aö tíunda þá fram- leiðslu, en þó ekki geta stillt sig um að nefna eitt ritverk, Skútu- öldina eftir Gils Guðmundsson. En i' umsögn um þá ágætu bók, sem hann ekki taldi mega vanta á neitt menningarheimili, komst hann einhvern veginn ekki hjá þvi að nefna annað rit i sömu andrá: Hornstrendmga- bók Þórleifs. Þetta var vitur- lega mælt og manninum likt, þvi vart rnunu önnur tvö ritverk standa styrkari fótum i þjóðleg- um bókmenntum landsmanna, hvort á sinn hátt. Bókaútgáfan ÖRN & ÖRLYGUR á þvi miklar þakkir skilið fyrir myndarlega endurútgáfu beggja þessara bóka, sem verið hafa ófáanlegar með öllu um margra ára skeið. Ég sem Aðalvikingur fagnaði mjög útkomu Hornstrendinga- bókará sinum tima, en nú vekur hin siðari útgáfa mér á ný engu minni ánægju, svo vel sem hún er úr garði gerð, bæði að inni- haldi og ytra útliti. Kemur þar fyrst til greina hreinn bókarauki höfundarins sjálfs, sem felst i fjórum nýjum köflum, er bera þessi heiti: Hvalveiðar, Mótor- bátaútgerð i Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvikinga, og hinn skemmtilegi sagnaþáttur Rauð- ur logi i Rekavik.í annan stað er yfirferð og endurskoðun Þór- leifs, sem hnikað hefur ýmsu annars góðu til hins betra, auk beinna leiðréttinga, sem ekki breyta þó i heild yfirbragði og sannferðugheitum frumgerðar bókarinnar. Þá má ekki gleyma hinum mörgu og góðu myndum Hjálmars R. Bárðarsonar, sem nú prýða ritið, auk þess sem hann hefur endurunnið og bætt sumar myndir Finns Jónssonar úr frumútgáfu. Eins og alkunna er, hefur Hornstrendingabók að geyma óhemjumikinn og sérstæðan fróðleik, sem út af fyrir sig er dýrmætt að varðveita, og var varla seinna vænna. t þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér orð Halldórs Laxness, sem hann viðhaföi þegar árið 1950 — eftir honum minnisstætt ferðalag um sögu- svið Þórleifs. Hann segir: „Sjónleikur þúsund ára mann- lifs er allur, og bráðum enginn eftir á staðnum til að muna neitt sem hefur gerst: þraut og gnótt, gleði og harmar þrjátiu,f jörutíu kynslóða öld frammaf öld síöan árið 900 eða 950 eða þarikring, vonir, ástir, jól, lifsháskar, móðir og barn þúsund sinnum og kanski oftar, og jafnvel svo- litil likfylgd, ýmist á fuglglööum sumardegi eða i hriöarágaung- um um vetur, — allt búið, „og loks er eins og ekkert hafi gerst,” segir hið vitra skáld.” — Ennfremur: „.... hér þarf að segja sögu hvers býlis, hvers ör- nefnis, alt sem vitað er um vinnubrögð, venjur og hætti, öll atvik og atburði sem eru sérstök fyrir þessa eyddu byggð, innan- sveitartrú og átthagaminningar sem hér geingu, allt sem lýtur að persónusögu, þó ekki sé nema nafn, tilsvar, visa, aðeins ef i þvi felst svipleiftur manns.” Engin ein bók né heldur nokk- ur einn maður getur gert öllu þessu fullnaðarskil. En Horn- strendingabók Þórleifs Bjarna- sonar bjargar miklu og er þess vegna sérstaklega dýrmæt frá þvi sjónarmiði — auk annars, sem vel er um bókina. Það er andleg hvild og endurnæring stressuðum þéttbýlismönnum að láta hugann reika með höf- undi um furðustrendur byggðar og fólks á þessum afvikna stað á hjara lands og heims. Að lesa bókina er eins og að svala þorsta — upplifa annan heim i þessum heimi. Hér á vissulega við aö segja „enginn veit, hvaö átt hefur fyrr en misst hefur” — og lika minnast spekiorða gamla Grims: „Rótarslitinn visnar visir, þótt vökvist hlýrri morgundögg”, hvað þá ef hann gerir það ekki! Baldvin Þ. Kristjánsson. Sýning á kennslu- tækjum í Hafnarfirði Kennarafélag Hafnarfjarðar gengst fyrir sýningu á kennslu- tækjum i Viðistaðaskóla nú um helgina. Verður sýningin opin laugardag og sunnudag kl. 14 til 18 báöa dagana. Við opnun sýningarinnar flytur Guðbjartur Gunnarsson, for- stöðumaður kennslugagnastöðv- ar F'ræðsluskrifstofu Reykjavik- ur, erindi um nýsitækni. Mörg fyrirtæki sýna það sem þau hafa á boðstólum og kynna nýjungar. Leiðbeinendur verða á sýningunni og kynna notkun tækj- anna. Aðgangur er öllum heimill. Nýlegar geréir af myndvörpum eru m.a. á sýningunni. Portúgalsstjórn: Fást við verkfall í fyrstu vikunni eftir valdatökuna Lissabon/Reuter. Nýmynduð stjórn vinstri og miðflokkamanna i Portúgal mun þegar þurfa að fást við fyrsta verkfallið i stjórn- artið sinni á firmmtudag. Það eru kennarar og starfsmenn við járn- brautir sem boðað hafa til verk- fallsins, sama dag og stjórnin leggur fyrir þingið frumvarp um mjög hertar aðgerðin sem ætlað er að koma fjárhag Portúgals á réttan kjöl. 27 þúsund járnbraut- arstarfsmenn og 30 þúsund kenn- arar munu taka þátt i verkfallinu og mótmæla þar með aðhalds- stefnu stjórnarinnar i efnahags- málum. Talið er að verkfallið spegli andstöðu kommúnista við hina nýju stjórn Soaresar, en i henni eru ráðherrar úr ihaldsflokknum. Járnbrautarverkamenn fara fram á bætt launakjör en aðalum- kvörtunarefni kennara er, að þeim finnist sem of litið samráð sé haft við þá varðandi stefnuna i menntamálum. Menntamálaráð- herrann, Mario Sottomayor Cardian, gegndi sama embætti i fyrri stjórn Soaresar. Verkalýðsfélögin, en þar eru kommúnistar i miklum meiri- hluta, hafa boðað til fjöldafunda næstkomandi laugardag, þar sem viðhorfið til nýju stjórnarinnar venður til umræðu. Verkalýðsfé- lögin hafa þegar lýst yfir þvi að hin nýju stjórnvöld séu ógnun við kjör verkamanna. Timinner • peningar i Auglýsíd : íTtmanum:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.