Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 24
Föstudagur 3. febrúar 1978 18-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFILL Sfmi 8 55 22 Sýrö éik er sigild eign I tlU TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Verfta Egilsstaftir kaupstabur á næsta ári? Verða Egilsstaðir kaupstaður? — skoðanakönnun innan hreppsins um málið ESE — Nýlega var samþykkt tillaga á fundi hreppsnefndar Egilsstaöahrepps, þess efnis, aö fariö yrði þess á leit við Alþingi, að Egilsstaðahreppi yrðu veitt kaupstaðarréttindi, frá og með sveitarstjórnarkosningum 1978. Tillaga þessi verður borin undir almenna skoðanakönnun meðal ibúa hreppsins eigi siðar en 20. marz á þessu ári. Atkvæðisrétt I skoðanakönnun þessari hafa allir ibúar Egilsstaðahrepps, 18 ára og eldri. Verði tillagan samþykkt, mun hreppsnefnd fara þess á leit við alþingismenn Austurlands, að þeir flytji frumvarp til laga um að Egilsstaðir verði kaupstaður, frá og með næstu sveitarstjórn- arkosningum. En verði tillaga þessi felld, samþykkir hrepps- nefnd að óska eftir þvi við sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu, að hreppsnefndarmönnum verði fjölgað úr fimm i sjö frá og með sveitarstjórnarkosningum 1978. Vegna þessarar samþykktar, hafði Timinn samband við odd- vita hreppsnefndar Egilsstaöa- hrepps, Erling G. Jónasson, og innti hann eftir þvi,hvaða ástæð- ur lægju að baki þessari tillögu og hverjar breytingar það myndi hafa i för með sér fyrir hreppinn, ef Egilsstaðir yrðu kaupstaður. Erling svaraði þvi til að aðal- ástæðurnar fyrir þvi að hrepps- nefndin vildi fara út i að gera Egflsstaði að kaupstað, væru þæi; að i fyrsta lagi, hefði ibúa- fjöldi hreppsins aukizt mjög á siðustu árum. Nú væri svo kom- ið, að ibúar Egilsstaðahrepps væru orðnir rúmlega þúsund talsins, og til samanburðar mætti geta þess að ibúar á Hér- aði væru alls um 2300 talsins. I öðru lagi benti Erling á, að á siðustu árum, hefði Egilsstaða- hreppur haft frumkvæði um flesta stjórnsýslu og þjónustu á Héraði, án þess að njóta jafn mikilla réttinda og aðrir viðlika þéttbýliskjarnar hér á landi. Til marks um þá þjónustu á Hér- aði, án þess að njóta jafn mikilla réttinda og aðrir viðlika þétt- býliskjarnar hér á landi. Til marks um þá þjónustu, sem Eg- ilsstaðahreppur veitti aðstöðu, mætti nefna að þar væru aðal- stöðvar bruna- og heilsugæzlu og menningarmála i tveim sýsl- um, en sveitarfélög væru 10 talsins. Með þvi að gera Egilsstaði að kaupstað myndi öll hagræðing aukast til muna, en eins og mál- in stæðu nú, væri ekki hægt að setja upp t.d. sýsluráð, heldur þyrfti að vinna alla undirbún- ingsvinnu, fyrir sveitar- stjórnarfundi i nefndum og undirnefndum. F j ár málar áðuney tið: Hafa lista yfir eigendur dönsku bankareikninganna hluti af samningsaðild SKJ-Ti'minn snéri sér til Höskuld- ar Jónssonar ráðuneytisstjóra i fjármálaráöuneytinu vegna þeirrar staöreyndar að starfs- menn ráðuneytisins hafa undir höndum lista yfir nöfn eigenda innistæða í dönskum bönkum. „Þetta er hluti af okkar samn- ingsaðild”, sagði Höskuldur, „fjármálaráðuneytið gerði samn- ing við dönsk skattayfirvöld, sem er forsenda þess að islenzku skattayfirvöldin fengu upplýs- ingarnar frá Danmörku.” Samkvæmt upplýsingum, sem Timinn aflaði sér i fjármálaráöu- neytinu, er ráðuneytið þvi nokk- urs konar milligönguaðili, I lykil- aðstöðu, milU hérlendra skatta- yfirvalda og danska skattstjóra embættisins. Að öðru leyti hefur fjármálaráöuneytið upplýsingar um inneignir Islendinga i erlend- um bönkum ekki til umfjöllunar. Hæstiréttur staöfesti úr- skurð Sakadóms SSt — Hæstiréttur staftfesti i gær úrskurft Sakadóms um framleng- ingu á gæzluvarfthaldsvist Asgeirs Sigurðssonar, innflytj- andans i bQainnflutningsmálinu svonefnda. Fyrir rúmri viku úr- skurftaði Sakadómur aft framlengja bæri gæzluvarfthald hans um fjórar vikur, en Ásgeir kærði úrskurðinn þá þegar i stað tU Hæstaréttar. S töðvarfj örður: Nóg að gera frá því að tog arinn kom B.K. / SSt — Hér hefur verið næg atvinna i vetur og betra ástand i þeim efnum en um langt árabil, sagði Björn Kristjánsson, frétta- ritari Timans á Stöftvarfirði i samtali i gær. Ekkert bréf — segir borgarstjóri JG — I upphafi borgarstjórnar- fundar siðdegis i gær kvaddi borgarstjóri Birgir ísleifur Gunn- arsson sér hljóös utan dagskrár og vék að blaðaskrifum nú að undanförnu bæði um bilastæðis- mál kvikmyndahússins Regnbog- ans,sem nýlega var opnaö i borg- inni, og enn fremur um skrif Páls Lindals þar sem Páll heldur þvi fram aö borgarstjóri hafi fengið bréf frá nokkrum einstaklingum um mál sem varðaö geti borgar- sjóð jafnvel hundruð milljóna króna. Borgarstjóri fullyrti aö ekkert slikt bréf sé i fórum sinum eða annarra þeirra sem undirbúa dagskrá borgarráðs- og borgar- stjórnarfunda. Hefur þetta bréf, ef til er, ekki fundizt þrátt fyrir eftirgrennslan i borgarkerfinu. Frekari umræöur urðu um þessi mál á fundi borgarstjórnar i gær, og verður þeirra getið i Tim- anum á morgun eða á sunnudag. Nýi togarinn, Kambaröst, sem kom í haust, hefur veitt ágætlega þann tima, sem hann hefur verið aðveiðum og séð fiskvinnslustöð- um hér fyrir nægu hráefni. Það má segja að meö komu hans hing- aö hafi orðið mikil breyting til hins betra i atvinnumálum, og er því gotthljóö i mönnum hér, sagði Björn. Siðan i sumar hefur Orkustofn- un verið að leita eftir heitu vatni hér um slóðir, sagði Björn. Borað hefur verið á Seyðisfirði, og i Breiðdal og sem stendur er verið að bora hér i Stöðvarfirði.og ekki útséð enn hver árangur veröur af þvi. Þá fórú Stöðfirðingar fram á það fyrir skömmu, að Landsbanki ís- lands opnaði hér umboðsskrif- stofu frá útibúinu á Fáskrúös- firði, og rituðu bankaráði bréf um þaö efni. Þetta er gert með hliö- sjón af þvi fiskvinnslustöövar hér og þó nokkrir einstaklingar eru i viðskiptum viö Landsbankann og það yrði þvi ótvirætt til hagræðis ef umboðsskrifstofa yrði opnuð hér, sagði Björn að lokum. Kristján Benediktsson um bréf til borgarráðs: Kannast ekki við umrætt bréf FI — I dagblöðunum i gær segist Páll Lindal fyrrverandi borgar- lögmaöur hafa haft spurnir af bréfi frá kunnum Reykvikingum tíl borgarráðs, þar sem æösta stjórnborgarinnarogvissir menn séu bornir þungum sökum. Þetta bréf hafi ekki komið til umræöu i borgarráöi og hafi því sennilega verið stungið undir stól. Timinn hafði samband við Kristján Benediktsson borgar- fulltrúa og spurði hann álits á þessari fullyrðingu Páls. Kristján kvaðst ekki kannast við umrætt bréf og ekki hafa heyrt á það minnzt i borgarráöi. — „Um þetta bréf las ég fyrst i blöðunum”. „Málið úr min- um höndum” — segir Bergur Tómasson borgarendurskoðandi FI — Ég vil ekkert úttala mig um efni þessa bréfs Páls Lin- dals og ásakanir hans I minn garft. Ég hef svaraft bréfinu og sent svar mitt borgarráfti, og þar meft er málið úr minum hönduin, sagfti Bergur Tómas- son borgarendurskoftandi i samtali vift Timinn i gær, en bréf Páls, sem birtist I dagblöft- um I gær, og svarbréf Bergs verfta til umræftu I borgarráfti I dag. Bergur var að þvi spurður, hvort Páll hefði dregiö sér fé og svaraði hann því til aðslik væru ekki sin orö, heldur hefðu blaða- menn komið þeim orðrómi af staö. „Hvort um fjárdrátt er aö ræöa eða vanskil, á eftir að sannast”, sagði Bergur. „Ég er ekki dómsaðili i þessu máli. Það er annarra að dæma.” Þess er að vænta, að skýrari linur verði komnar i mál þetta eftir fund borgarráðs í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.