Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 17
Föstudagur 3. febrúar 1978 Árnað heilla Laugardaginn 10. desember voru gefin saraan i hjónaband Erna G. Jóhannsdóttir og Birgir Tómas- son. Þau voru gefin saman af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni i Langholtskirkju. Heimili ungu hjónanna er að Rjúpufelli 35, Reykjavik. Laugardaginn 17. desember voru gefin saman i hjónaband Kristin Magnúsdóttir og Guðmundur Al- freðsson. Þau voru gefin saman af séra Jóni Þorvarðarsyni i Há- teigskirkju. Heimili ungu hjón- anna er að Bergþórugötu 51, Reykjavik. Meistaraskyldan í Mosfellssveit: Málið verði til lykta leitt strax Junior Chamber i Mosfells- sveit gekkst nýlega fyrir borg- arafundi, þar sem rætt var um meistaraskylduna, varðandi hús- byggingar. Fundurinn var fjölsóttur, enda hefur málefnið verið nokkurt hitamál þar i sveit undanfarið, og nýverið samþykkti hreppsnefnd frávik frá gildandi byggingarsamþykkt um framkvæmd meistaraskyld- unnar. Á fundinum var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: Fundurinn beinir þeim tilmælum til hreppsnefndar að hraðað verði endanlegri afgreiðslu mála varð- andi meistaraskylduna i Mosfellssveit til að greiða úr þeim hnút sem mál þetta virðist komið i. Leiðrétting 1 blaðinu i gær er greint frá hækk- un á gjaldskrá leigubifreiða og hún sögð vera 20% en það er ekki rétt, heldur nam hækkunin 22%. Leiðréttist þetta hér með. Alþingi uppi væru I þjóðfélaginu af mis- ferli sem þessu oghvatti ráðherra til að fylgjast vel með rannsókn málsins með það I huga að grfpa þyrftitil einhverra aðgerða gegn fjármálaspillingunni'. Albert Guðmundsson (S) hvatti þingmenn til þess að kynna sér aðstæður Hauks Heiðars, sem væri kunningi sinn frá æsku, og kvaðst álita óþarft að framlengja gæzluvarðhald hans þar sem hann hefði játað brot sitt. Hann minnti á að rikisvaldinu bæri að virða rétt hins ákærða, einstakl- ingsins, ekki siður en halda uppi iögum og rétti. Ólafur Jóhannesson (F) gerði þá athugasemd við ræðu Alberts að ekki væri heppilegt að fara að ræða málið á þingi meðsvoper- sónulegum hætti. Hverjum og einum væri frjálst að kenna i brjósti um ógæfumenn en rann- sókn og réttvísi þyrfti að hafa sinn gang. Gæzluvarðhaldsúr- skurðurinn væri kominn til af- greiðslu hjá Hæstarétti og það væri hin rétta leið slfkra mála. Vegna ummæla Benedikts Gröndals og Lúðviks Jósepssonar sagði ráðherra að hann fylgdist með rannsókn málsins f höfuðatr- iðum. Misferli af þessu tagi væri ekki nýtt undir sólinni og það, að fjárdráttarmál einkenndu nútfð meira en fortið, héldi hann ekki verarétt og benti i þvf sambandi á að þetta umrædda mál ætti ræt- ur að rekja a.m.k. átta ár aftur i timann. Skrif fjölmiðla gerðu það hins vegar að verkum að mál sem þessi væru nú meira uppi á yfir- borðinu en áður. Innheimtumaður óskast Timann vantar karl eða konu til inn- heimtustarfa strax. Viðkomandi þarf að eiga bil. Upplýsingar hjá Kristni Finnbogasyni eða Gunnlaugi Sigvaldasyni i sima 8-63-00. Siðumúla 15. + Jón Jónsson Frá Vestri-Loftstöðum, Austurveg 30, Selfossi verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju 4. febrúar kl. 2. Húskveðja frá Vestri-Loftstöðum hefst sama dag kl. 13,15. Systkini og vandamenn. bragðmikið og ljúffengt heildsölubirgðir $ Reykhiis Sambandsins S.14241 J ímeira en 20 ár hefur ein afstærstu og þekktustu verksmiðjum heims á sviði véla, HFM í Danmörku, sérhœft sig í krönum og pallbúnaði hverskonar. Þrátt fyrir harða samkeppni hafa cetíð farið fremstir þegar um er að rœða gæði og tœkninýjungar. Reynsla þeirra og þekking er trygging sem má treysta. Hér sérðu hvers vegna Svörun: Til aðgeta unnið hratt ogörugglega verður kraninn að láta vel að stjórn. Góð svörun er eitt af aðalsmerkjum HMF krananna. Burðarþol: HMF kranarnir hafa geysilegt burðarþol. Og lyftingamöguleikunum lítil takmörk sett. Stuðningsfœtur i rananna frá HMF eru hannaðir sérstaklega til að standa af sér miklar sveiflur og átök. Ending: Ending HMF krananna er viðbrugðið, því flestir eru þeir langlífir og þjóna fleiri en einum bíl um ævina. Eigin þyngd: HMF kranarnir hafa verið léttir að mun með tilkomu nýrra efna, samfara því hefur lyftigeta þeirra aukist. Úthald HMF krananna er því frábœrt - enda í góðri þjálfun. EHkranar SALA-VIÐHALD • ÞJÓNUSTA LANDVÉLAR HF. Smiðjuvegi 66. Sími: 76600. --h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.