Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. febrúar 1978 13 íslendingar á „Grænu vikunni’ ’ í Berlín Mjög ánægður - sagði Halldór E, Sigurðsson landbúnaðarráðherra JS — Ég er mjög ánægður með þátttöku Islendinga i „Grænu vikunni” svo nefndu, en það er mikil vörusýning landbúnaðar- afurða, sem haldin var á dögun- um i Vestur-Berlin, sagði Hall- dór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra i viðtali við Timann i fyrradag. — Ég kom af sýningunni á þriðjudaginn og hef yfirleitt góðar fréttir þaðan að segja. Eins og komið hefur fram i greinum minum hér i Timanum og i ræðu minni við setningu Búnaðarþings 1977, setti ég þar fram þá skoðun mina að nauð- syn bæri til að við legðum meiri vinnu i sölu á landbúnaðaraf- urðum en verið hefur, sérstak- lega erlendis. Búnaðarþing tók þessari málaleitan vel og samþykkti að stofnuð yrði sérstök nefnd, sem færi með þessi mál, svo kölluð „markaðsnefnd”, en hún vinnur nú að þessari starfsemi. Um frekari aðgerðir i þessum málum sagði Halldór E. Sig- urðsson: — Ég lét einnig i ljós þá skoð- un mina við þá forráðamenn Sambandsins, sem fara með markaðsmál landbúnaðarins að nauðsyn bæri til að þeir tækju þátt f „Grænu vikunni” i Berlin. Sambandsmenn gerðu þetta nú og af miklum myndarskap, og er ég mjög ánægður með, hvað þeir hafa undirbúið sýningar- deild sina þar vel. Sýningardeild Islendinga var vel staðsett með tilliti til um- ferðar um sýningarsvæðið og smekklega upp sett með mynd- um af sauðfé og islenzku lands- lagi, og dilkakjöt veittu þeir þeim sýningargestum, sem um svæðið fóru og stöldruðu við i deild þeirra. Þá dreifðu þeir og bæklingum sem voru hvort tveggja i senn, land- og vöru- kynning. Auk þessa bauð sendiherra ís- lands i Bonn, Niels P. Sigurðs- son, f samráði við islenzku sölu- aðilana, mörgum seljendum kjötvöru i Þýzkalandi til veizlu þar sem kjötréttir o.fl. var á boðstólum og fór sú samkoma i alla staði vel fram. 1 framhaldi af þessum að- gerðum hafa þeir ákveðið og þegar samið við nokkur stærstu hótel Berlinar og stærsta kjöt- markað borgarinnar, að vera með kjöt á boðstólum hjá þeim i viku nú á útmánuðum. Um viðtökur islenzku sýn- ingardeildarinnar sagði land- búnaðarráðherra: — Þess má geta að þátttaka Islands i „Grænu vikunni” vakti athygli. Hennar var getið i öll- um helztu blöðum Berlinar- borgar, meira að segja á for- siðu. í sjónvarpi og útvarpi var tekið fram, að islendingar væru nú nýir þátttakendur i „Grænu vikunni” i Berlin, og var sýning íslendinga rómuð mjög. Þeir sem sáu um sýninguna af hálfu Sambandsins voru Agnar Tryggvason framkvæmdastjóri Búvörudeildar, aðstoðarmaður hans Gunnlaugur Björnsson, ástamt Gylfa Sigurjónssyni for- stöðumanni umboðsskrifstofu Sambandsins i Hamborg. Ég er mjög ánægður með frammislöðu þeirra Sambands- manna og vonast til þess, að þátttaka Islendinga i „Grænu vikunni” leiði til sölu á land- búnaðarafurðum okkar i Berlin, sagði Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra að lokum. Vopnafjörður: Lítið um loðnu þar til um síðustu helgina — menn mjög óánægðir með veru Nordglóbals hér MÓ — Vopnafirði — Við erum alls ekki nógu hressir, þótt það glaðni vissulega yfir okkur við að sjá loðnu á nýjan leik, sagði Sæ- mundur Steingrimsson á Vopna- firði er blaðamaður Timans heimsótti hann um siðustu helgi. Það leit vel út með loðnuvertiðina i byrjun, en hingað kom loðnubát- ur I byrjun janúar og annar skömmu siðar. En siðan hefur enginn komið, þar til nú og at- vinnuleysi verið i verksmiðjunni. Bræðsla hófst á ný i verksmiðj- unni um hádegi á sunnudag og vonuðust menn til að framhald yrði á að bátar kæmu með loðnu. En á sama tima i fyrra höfðu 28 bátar landað á Vopnafirði, þannig að mikill munur er á hve miklu minna magn hefur borizt á land nú. Kristján Magnússon sveitar- stjórisagði,að menn á Vopnafirði væru gramir vegna veru bræðslu- skipsins Norglobal hér við land. Sagði hann það alls ekki samrým- ast stefnu rikisstjórnarinnar að skipið væri hér. Rikisstjórnin hafi marglýst þvi yfir að hún vilji stuðla að þvi að halda fullri at- vinnu I landinu og fullnýta þau Framhald á bls. 23 Það lá við stórslysi á Vopnafirði fyrir sfðustu helgi er bóma brotnaði og féll niöur af 50 lesta krana sem notaður hefur verið við hafnargerð* ina á staðnum. Blaöamaður Timans, M.Ó., var á Vopnafirði snemma í vikunni og tók þá þessa mynd. Komdu við í fiskbúðinni og biddu um flak af „línu ýsu”. Smjörsteiktu fiskinn og ...mmm... Eða smálúðan. Soðin og borin fram með bræddu íslensku smjöri ... þú fœrð hvergi betri mat. Grill + kjöt + íslenskt smjör og kokkurinn er öruggur um háa einkunn. aófásér ilmandi brauð og íslenskt smjör f Allir vita að smjör kann sér ekki 1 læti á nýju heitu brauði ( hefurðu | prófað að rista grófa brauðið?) f § I ■ I í lög af smjöri eru 74 hitaeiningar. Það er minna en í flestu feitmeti og jafn mikið og í smjörlíki. að láta frYstikisbuia Jboigasig" Það er sama hvort rœður, bragðlaukarnir eða skynsemin: nú er tækifærið... áaðeins 880.- któnurkílóið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.