Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 3. febrúar 1978 Kynning á ungum framsóknarmönnum c Þróttmikið starf fram- sóknarmanna í Norður- landskj ördæmi eystra — rætt við Odd Helgason, starfsmann félaganna Oddur Helgason hefur veriö ráöinn starfsmaöur fram- sóknarfélags Akureyrar og Kjördæmissambands fram- sóknarmanna i Noröurlands- kjördæmi eystra. Akveöiö er aö hann starfi á skrifstofunni á Akureyri, a.m.k. fram yfir kosningar i vor. Oddur er Reyk- vikingur og hefur búiö þar þangaö til hann fluttist noröur nú eftir áramótin og tók viö þessu starfi. Hann hefur starfaö mikið aö feröamálum, m.a. var hann við gestamóttöku á Hótel Sögu i fimm ár, og einnig hefur hann ferðazt um landiö meö feröamönnum og veitt þeim margháttaöa aöstoö. Hann lauk stúdentspróf i frá Mennta- skólanum i Reykjavik og stund- aöi siðan nám i viöskiptafræöi i tvö ár. Á ferð um Akureyri ný- lega tók SUF slöan Odd tali og spurði fyrstaö hverju hann væri aöailega aö vinna? — Það fer mikið af minum tima i að undirbúa fjölmarga fundi og samkomur, sem eru á dagskrá hjá okkur i vetur. Jafn- framt vinn ég við að fara yfir spjaldskrá félaganna og bæta inn á eftir þvi sem fleiri bætast i félögin. Auk þessa er markvisst unnið að undirbdningi þeirra tveggja kosninga, þ.e. alþingis- kosninga og bæjarstjórnarkosn- inga, sem framundan eru. Hafið þiö skipuiagt ákveðna fundaáætlun? — Já, það má segja, og við höfum lagt áherzlu á að halda fundi um sem fjölbreyttust mál- efni, þar sem við fáum sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum til þess að mæta. Þannig vonumst viðtil þessaðgeta lagt veruleg- an skerf i hina almennu bæjar- og þjóðmálaumræðu hér á Akureyri. Eru þessir fundir vel sóttir? — Hingað til hafa þeir verið mjög vel sóttir, og ekki er nokk- ur ástæða til að ætla að svo verði ekki einnig hér eftir. Til dæmis héldum viö nýlega fjölmennan fundum skipulagsmál bæjarins. Var hann mjög vel sóttur og þótti takast hið bezta. Þá er ákveðið að Sigurður Óli Brynjólfsson bæjarfulltrúi skýri fjárhagsáætlun bæjarins á fundi nú eftir helgina, og má þar einn- ig búast við fjölmenni. (Viðtalið var tekið i siðustu viku, þannig að þessi fundur hefur nú verið haldinn). Eru þessir fundir ykkar öllum opnir eöa eru þeir aöeins fyrir framsóknarmenn? — Okkar auglýstu fundir eru öllum opnir og viljum við hvetja sem flesta til að mæta og kynna sér málin af eigin raun. Hvernig veröur staöiö aö röö- un frambjóöenda á lista fram- sóknarmanna til kjörs I bæjar- stjórn Akureyrar? — Það hefur verið ákveðið að það fari fram skoðanakönnun um röðun manna á listann. Þessi skoðanakönnun fer fram þriöja til fimmta marz, að báð- um dögum meðtöldum, og mega allir stuðningsmenn flokksins taka þátt i henni. Það verður kosið um sex efstu sæti listans og frestur til að skila framboð- um er til sjöunda febrúar. Væntanlegir frambjóðendur þurfa að hafa meðmæli 20 flokksbundinna framsóknar- manna á Akureyri til þess að gefa kost á sér i þessa skoðana- könnun. Hvernig lízt þér á aö hlutur framsóknarm anna verö'i i bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri i vor? — Ég er bjartsýnn og tel að hlutur okkar manna eigi að verða góður. Hér hafa verið miklar framkvæmdir og mikill vöxtur i bæjarfélaginu og hafa framsóknarmenn staðið i fylkingarbrjósti fyrir þessari miklu uppbyggingu. Þvi vænti ég að Akureyringar vilji veita þeim umboð til að fara áfram með stjórn mála i bæjarfélag- inu. Nú eru þrir framsóknarmenn i bæjarstjórninni. Við stefnum ákveðið að þvi að vinna á i næstu kosningum og fá fjóra fulltrúa kjörna i komandi kosn- ingum. Málefnastaðan er mjög sterk eins og ég sagði áðan, og þvi vinnum við hiklaust að þessu takmarki. En hvernig lizt þér þá á stöö- una i komandi alþingiskosning- um ? — Framsóknarflokkurinn hef- ur mjög sterka málefnastöðu i komandi kosningum. Minna má á að allar götur siðan fram- sóknarmenn komust I rikis- stjórn 1971 hefurverið stöðug uppbygging um allt land, at- vinnuástand orðið tryggara en áður var og allur fólksflótti heyrir sögunni til. Norðurlandskjördæmi Q'stra hefur ekki orðið útundan i þess- ari þróun. Hér hefur fólki fjölg- að mikið og jafnvel meir en viöa annars staðar. Byggðin hér er þvi þróttmeiri en hún hefur nokkru sinni áður verið. Jafnframt má minna á harða og einarða afstöðu framsóknar- manna i landhelgismálinu, og það get ég fullyrt að það voru framsóknarmenn, sem áttu stærstan þátt i að við höfum nú unnið fullnaðarsigur I þvi máli. Þessi sigur kemur til með að gera okkur Islendingum marg- falt auðveldara að lifa i okkar fagra og góöa landi. Þvi vona ég að sem flestir landsmenn styðji Framsóknar- flokkinn i komandi kosningum og stuðli með þvi að áframhald- andi eflingu landsbyggðarinnar og framsókn þjóðarinnar allrar. Er starfsemi framsóknarfé- laganna mikil hér i kjördæm- inu? — Starf allra framsóknarfé- laga hér er i örum vexti. Sér- staklega á þetta við um stærri staðinaeins og Akureyri, Dalvik og Húsavik. A öllum þessum stöðum hefur verið unnið mikið starf, og er nú verið að efla það enn meir. Kemur þú til meö aö feröast milli féiaganna eöa veröur þú eingöngu hér á skrifstofunni? — Það er nú ekki fullákveðið enn hvort það verður ég eða ein- hver annar, sem ferðast um kjördæmið til að aðstoöa við margs konar kosningaundir- búning. En það verður gert eftir þvi sem unnt er að koma því við, en ákveðið er að skrifstofan verði stööugt opin, þannig að ef ég verð eitthvað i ferðalögum, verður annar maður að vera á skrifstofunni. Hver telur þú brýnustu verk- efnin i islenzkum stjórnmálum um þessar mundir? — Efnahagsmálin eru mál málanna nú eins og svo oft áður. Ég tel að nú verði að leggja fram ákveðnar tillögur um það á hvern hátt leysa megi þau og fylgja þessum tillögum fast eft- ir. Ég vil minna á, að árið 1974 lagði Framsóknarflokkurinn fram itarlegartillögur um lausn efnahagsvandans. Þessar til- lögur voru mjög góðar, en þvl miður náöist ekki samstaða um þær,hvorki i vinstri stjórninni né i þeirri stjórn, sem mynduð var með stjálfstæðisflokknum að loknum kosningum. Ég er hins vegar sannfærður um að ef þessar tillögur hefðu verið sam- þykktar strax vorið 1974 hefðum við aldrei lént i jafn miklum efnahagsvanda og við höfum verið i að undanförnu. Er pólitiskur áhugi ungs fólks mikill hér um slóðir? — Vissulega mætti hann vera meiri, og fleira ungt fólk þyrfti að starfa innan framsóknarfé- laganna hér. Ástæðan fyrir þessu er jafnvel sú að hér á Akureyri er ekki starfandi sér- stakt félag fyrir ungt fram- sóknarfólk. Hins vegar munum við leggja áherzlu á að fá ungt fólk til þess að gefa kost á sér i þeirri skoðanakönnun, sem nú á að fara fram fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar, og einnig má benda á að i fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins hér i kjördæminu fyrir alþingiskosn- ingarnar er aðeins 23 ára gam- all maður. MÓ. swhsst llliilllliiiiiillilllliiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiillflllli nliiiiiiiiii lllhiii Umsjónarmenn: Magnús Ólafseon Ómar Kristjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.