Tíminn - 03.02.1978, Síða 9

Tíminn - 03.02.1978, Síða 9
Föstudagur 3. febrúar 1978 9 á víðavangi Hyrningarsteinninn t forystugrein Austra skömmu fyrir mánaöamótin ritar Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra um skólamálin t upphafi greinar sinnar segir Vilhjálmur: „Almennar umræöur um skólamál fara um þessar mundir vaxandi. Er þaö vel. Aö visu geta þær oröiö ein- strengingslegar. Einn segir hér rikja kyrrstööu meöan annar býsnast yfir nýjungargirni og hinn þriöji fullyröir aö islenzk skólamái séu ,,í rúst” eins og skólastjóri nokkur komst aö oröi nýlega. En sem betur fer ræöa aörir um af hógværö og með rökum. Og óhaggaö stendur aö viö eigum i okkar rööum fjölda ágætiega mennt- aöra manna f mörgum grein- um og margir islenzkir náms- menn standast meö prýöi samanburð viö jafnaldra ann- arra þjóöa. Nú er unnið aö framkvæmd nýrra laga um grunnskóla- stigiö. Þau lög voru sett af þörf og jafnframt stórhug. Ýmsir þættir þeirra laga varða dreifbýlið miklu, svo sem ákvæöin um fræðsluhéruð og fræöslustjóra, um sér- kennslu og verkmennt og um skólabókasöfn svo dæmi séu nefnd. En fjölmennustu byggðarlögin hafa nokkurt forskot um þessa þjónustu m.m. —Samkvæmt ákvæöum laganna veröur Alþingi gefin skýrsla um framkvæmdina fyrstu f jögur árin nú i vetur. Og lenging skólaskyldu um eitt ár kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en Alþingi hefur á ný fjallaö um þaö atriöi”. i forystugreininni fer menntamálaráöherra nokkr- um orðum um þau lagafrum- vörp á sviöi skólamála og önn- ur viöfangsefni sem núer unn- iö aö undir forystu hans. Hann segir: ,,Ný heildarlöggjöf um framhaldsskólastigiö er f und- irbúningi. Samfléttun bók- náms og verknáms samræmd meginskipan meö miklum sveigjanleika og fjölbreyttu námsframboöi veröa áberandi þættir f hinni nýju löggjöf. Veruleg þróun á sér staö á Vilhjálmur Hjálmarsson þessu skólastigi samhliöa lagasetningunni. Má sem dæmi nefna nýja fjölbrautar- skóla, skipulegt samstarf sérskóla og framhaldsdeilda á nokkrum stööum og nýskipan mála f einstökum skólum eöa skólageröum. t Háskóla tslands hefur ver- iö tekin upp kennsla i nýjum greinum og sffeUt er unniö aö endurskipulagningu ýmissa þátta innan hans vébanda. Lög um Kennaraháskóla ts- lands eru i endurskoðun. Aö- sókn aö þeim skóla vex nú ört. Þrengsli eru mikil en fram- kvæmdir viö nýbyggingar hefjast á þessu ári. t nýjum lögum um Kenn- araháskólann og um ,,em- bættisgengi kennara” veröa væntanlega ákvæöi sem auö- velda kennurum án kennslu- réttinda aö afla sér viöbótar- menntunar og réttinda. Þaö er stööugt byggt mikið af skólahúsum. Á þriöja hundraö skólaby ggingar fá fjárveitinguá fjárlögum þessa árs. Um þaö bil þrir fjóröu þeirrar tölu er i smiöum hitt á teikniborði. Hér er boginn nokkuö spenntur enda þarfir brýnar. Fjárveitingavaldið sýnir þessum málum I heild mikinn skilning — og þykir þó engum ofgert viö sig.” Meðal þess sem einkum skortir að mati Vilhjálms Hjálmarssonar er skilningur almennings á þvi aö þarfir skólanna og skólastarfsins breytast eftir þvi sem allar aöstæöur isamfélaginu breyt- ast og þekking manna vex á sviöi uppeldismála almennt. Um þetta segir mennta- málaráöh erra: „Aftur á móti skortir frem- ur á skilning almennings og jafnframt valdhafa á ýmsum innri þörfum skólanna: endur- skoöun námsskrár og náms- efnis og námsefnisgerð á þörf- um fyrir áérkennslu og sér- fræöiþjónustu og ráögjöf og fyrir rannsóknir og áætlana- gerö um tiltekna starfshætti. Ber þó aö geta þess sem gert er, til dæmis tvöföldunar framlaga til rekstrar stofnana fyrir afbrigöileg börn.” Lokaorö Vilhjálms Hjálmarssonar eru timabær ábending i þeim miklu um- ræöum, sem fram fara um þessar mundir um skóla- og menntamál i landinu. Vilhjálmur segir: „Skólakerfiö er I fram- kvæmd einn fyrirferöarmest- ur þáttur opinberrar þjónustu og eftir þvl kostnaöarsamt. Jákvæö, einörö og gagnrýnin umræöa um þau mál er meg- innauðsyn. Einnig má full- yröa aö flas er ekki til fagnaö- ar i svo viökvæmu og um- fangsmiklu máli. En sú hætta vofir stööugtyfir áö menn eins og kastist öfganna á milli og aö þaö sem sagt var ágætt i gær sé talið fráleitt I dag, aö maðurnú ekki tali um á morg- un. Vel búinn skóli meö hæfu kennaraliði er mikilsverð hjálparstofnun fyrir þjóöfé- lagiö og einstaklingnum hauk- ur I horni I viðleitni hans til aö veröa aö manni. —-Hitt má þó sizt gleymazt: Heimiliö er hyrningarsteinn þroska og velfarnaöar. — Þaö er raunar margföld ástæöa til aö minna á þá óhagganlegu staöreynd nú þegar dansinn dunar um- hverfis gulikálfinn rétt einu sinni.” JS Setning Kvikmyndahátiðar: Agúst Guðmundsson hlaut kvikmyndastyrk ’78 <#%> — frumvarp til laga um kvik'S+V' myndasjóð og kvikmyndasafn lagt fram af menntamálaráð- herra i gær Þaö mátti sjá margt kunnra manna á setningu Kvikmyndahátiðar I gær. GV — Fyrsta alþjóðlega Kvik- myndahátiðin á íslandi var sett i Háskólabiói i gær kl. 15.30 að viðstöddum fjölmörgum gest- um þ. á.m. forseta íslands og forsetafrú . Kvikmyndahátiðin er atburður sem áhugamenn um kvikmyndir hafa beðið með ó- þreyju, þvi á næstu tiu dögum býðst Islendingum einstakt tækifæri til að njóta samtima- kvikmyndalistar á heimsmæli- kvarða. Davið Oddsson, for- maður framkvæmdastjórnar Listahátiðar 1978, bauð gesti velkomna og gat þess m.a. i máli sinu að það væri vel, að Kvikmyndahátiðin væri haldin i skammdeginu, þvi engin önnur list nýtur sin eins vel i myrkri og kvikmyndalistin. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri og formaður full- trúaráðs Listahátiðar ávarpaði næstur gestina og gat þess að oft hefði verið um það rætt að halda slika hátið, en ekki heföi þaö komið til framkvæmda fyrr en nú. — Þegar rætt er um þá list, sem mest áhrif hefur á daglegt lif manna og sem nýtur mestrar almennra hylli, þá kemur manni óneitanlega kvikmynda- listin i hug, sagði borgarstjóri i ræðu sinni og bætti þvi við, að margt af þvi sem birzt hefur á hvita tjaldinu, væri skrum, og þvi riði á miklu aö greina hismið frá kjarnanum. Þá óskaði hann þess að kvikmyndahátiðin mætti ná þeim tilgangi sinum að sýna margt af þvi bezta sem völ er á i alþjóðlegri kvikmyndalist og að hún mætti verða skref i átt til þess að efla islenzka kvik- myndagerð, sem vart hefur slit- ið barnsskónum. Að ræðu sinni lokinni lýsti borgarstjóri hátið- ina setta. Frumvarp til laga um kvikmyndasafn og kvikmyndasjóð — A hátið kvikmyndanna, þar sem sýndar eru úrvalskvik- myndir, er gott tilefni til að vega og meta hvað hægt er að gera og hvað þarf að gera til að efla Islenzka kvikmyndagerð, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og vara- formaður fulltrúaráðs Listahá- tiðar i upphafi ávarps sins. Þá gat hann þess, að kvikmynda- gerð væri kostnaðarsöm og hefðu islenzkir kvikmyndagerð- armenn ekki haft greiðan að- gang að fjármagni. Þvi væri nauðsynlegt að sett yrðu lög sem tryggðu aðgang að fjár- munum. — A alþingi i dag var Vilhjálmur Daviö Oddsson Iljálmarsson bauö gesti vel- menntamála- komna. ráðherra greindi i ræöu sinni frá frum- varpi til laga u m K v i k - myndasafn og Kvikmynda- sjóö. frumvarpi til laga um Kvik- myndasafn tslands og Kvik- myndasjóð útbýtt, og er það von min að það nái fram að ganga á þingi þvi sem nú situr, sagði ráðherrann. Þá gat ráöherrann þess að meginefni frumvarpsins væri tvenns konar, annars veg- Birgir tsleifur Wim Wenders, Gunnarsson annar af tveim- setti hátiöina. ur gestum há- tíðarinnar, i ræðustól. ar varðveizla islenzkra kvik- mynda og einnig að afla til safnsins erlendra kvikmynda sem hefðu listrænt gildi. Það má geta þess i þvi sambandi aö Listahátið hefur fest kaup á mynd italska leikstjórans fræga Rosselini sem nefnist Róm, ó- varin borg, á islenzku og verður sýnd nú á hátiðinni til minning- ar um Rosselini sem lézt á sið- astliðnu ári og myndi hún væntanlega geymast i þessu safni. I ræöu sinni gat ráðherr- ann þess aö veittar yrðu til safnsins 5 milljónir á næstu fjárlögum og árlegt framlag eftir það eftir þvi sem ákveöið verður i fjárlögum. Hins vegar væri i frumvarp- inu lagt til að stofnaður veröi kvikmyndasjóður með 30 milljón króna framlagi sem greiðist áriö 1979, til að styrkja islenzka kvikmyndagerð. Fyrsta islenzka tal- og tónakvikmyndin af- hendist væntanlegu kvikmyndasafni I lok ræðu sinnar sagði ráð- herrann, að það væri sér sér- stakt ánægjuefni að tilkynna það, að börn Lofts heitins Guð- mundssonar ljósmyndara heföu tjáð sér að myndir Lofts, Milli fjalls og fjöru og Niðursetning- urinn, yrðu afhentar væntan- legu kvikmyndasafni til varð- veizlu. Milli fjalls og fjöru var frum- sýnd 13. janúar 1949 og er fyrsta islenzka kvikmyndin meðtali og tónum sem framleidd var á Is- landi. Þrem árum siðar gerði Loftur myndina Niðursetning- urinn. Frummyndirnar hafa verið varðveittar og sagði ráð- herrann að þetta spái góðu um framtið kvikmyndasafnsins. Að lokum óskaði ráöherrann þess að þvi marki verði náð sem að er keppt með Kvikmyndahátíð- inni. Ágúst Guðmundsson hlaut styrk Mennta- málaráðs Baldvin Tryggvason,varafor- maður Menntamálaráðs afhenti siðan Ágústi Guðmundssyni kvikmyndagerðarmanni kvik- myndastyrk ársins 1978, að upp- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.