Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 11
Föstudagur 3. febrúar 1978 11 BÆNDUR Flugfélag Austurlands Áætlunarflug hafið Mó — Egilsstöðum — í gær fór flugvél frá Flugfélagi Austur- lands í fyrsta áætlunarflug sitt til Seyðisfjarðar, en félagið hefur ákveðið reglubundið áætlunarflug tvisvar i viku milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Binda Seyðfirðing- ar miklar vonir við þessa sam- göngubót. Sem kunnugt er hefur oft verið erfitt fyrir þá að brjótast i illviðri og ófærð yfir Fjarðar- heiði. Flugfélag Austurlands flýgur nú til sjö staða á Austurlandi og á næstunni er áætlað að hefja áætlunarflug til Breiðdalsvikur og Fáskrúðsfjarðar. Flugið er i tengslum við Flugfélags Islands til Egilsstaða svo menn eiga að komast samdægurs milli hinna ýmsu áætlunarstaða Flugfélags Austurlands og Reykjavikur. Félagið á nú tvær flugvélar og tekur önnur niu farþega en hin fimm. Tveir flugmenn starfa hjá félaginu en formaður stjórnar Flugfélags Austurlands er Guð- mundur Sigurðsson héraðslæknir. íslenzki fiskiskipa- stóllinn 893 skip -11 skip bættust við fiskiskipastólinn árið 1977 GV — „Islenzk þilfarsfiskiskip eru nú 893 að fjölda til og samtals 101.239 brl. að stærð. Allur is- lenzki fiskiskipastóllinn var 1. janúar 1977 882 skip samtals 97.156 brl. Þilfarsfiskiskipum hefur þvi fjölgað um 11 skip á ár- inu og fiskiskipastóllinn stækkað um 4.083 brl.” Þetta kemur fram i formála Hjálmars R. Bárðarson- ar siglingamálastjóra að ,,Skrá yfir islenzk skip 1978” sem Siglingamálastofnun rikisins hefur nú nýlega gefið út. Skráin er sem áður miðuð við 1. janúar. I eigu Islendinga voru 73 skut- togarar 1. jan. 1978, samtals 35.445 brl. Siðutogarar voru 5 samtals 2.997 brl. Alls eru is- lenzkir togarar nú 78 talsins sam- tals 38.442 brl. A árinu 1977 fjölgaði islenzkum skuttogurum um 12 og er þvi islenzki togara- flotinn niu skipum og 1.579 brl. stærri en fyrir ári siðan. I for- málanum er þess getið að i þess- ari skipaskrá séu aðeins fimm siðutogarar eftir sem slikir eins og áður segir en i reynd verða aðeins tveir eiginlegir siðutogar- ar á skrá yfir islenzk skip en þeir eru: Ársæll Sigurðsson II Hf-12 og Rán Gk-42. Tveimur á að breyta i nótaskip, Þormóði Goða RE og Júpiter RE og sá þriðji hefur iegið lengi ónotaður i höfn, Harð- bakur EA. Elzta skip á skrá er smiðað ár.ið 1905. Það er 3 brl. þilfarsbátur sem áður var opinn en sett var á þilfar 1976 og komst þannig á skrá yfir islenzk fiskiskip. Skip smiðuð 1945 og fyrr eru nú aðeins 90 skip samtals 3.182 brl. af alls 1001 skipum samtals 188.544 brl. Af þessum skipum eru 668 skip alls 160.670 brl. smiðuð árið 1960 og siðar og 319 skip samtals 75.646 brl eru smíðuð árið 1970 og siðar. Ekki er þó kunnugt um smiðaár 11 litilla fiskiskipa sem eru 82 brl samtals að stærð og eins annars skips 11 brl. að stærð. Skip i smiðum 1. ianúar 1978 Erlendis voru i smiðum um siðustu áramót 5 skip samtals áætluð um 3.220 brl. Þetta voru 2 skuttogarar innan við 500 brl. i smiðum i Noregi og 3 nótaveiði- skip (tvö 550brl. og eitt 1.200brl) i Sviþjóð. Innanlands voru um áramótin umsamin og i smiðum 15 skip alls áætlað samtals um 2.418 brl. að stærð. Af þessum skipum eru 7 stálfiskiskip (minni en 500 brl) 5 tréskip (50 brl og minni) og 3 fiskiskipúrtrefjaplastefni um 15 brl að stærð (i smiðum á Skaga- strönd). dráttarvé/ar ti/ afgreiðslu strax 40 hestafla á kr. 880.000 65 hestafla á kr. 1.170.000 85 hestafla á kr. 2.370.000 Nú er rétti tíminn til að kaupa VE14BCI3G Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 óí 8-66-80 Gerið reyfarakaup V ÚTSÖLU- MARKAÐUR o í Iðnaðarhúsinu við Hallveigarstíg Iðnaðarhúsinu Utsölu- markaðinum lýkur á morgun Opið til ki. 7 í dag og hádegis á morgun í Iðnaðarhusinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.