Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.02.1978, Blaðsíða 12
BStiÍUl Föstudagur 3. febrúar 1978 12 A sama tima og varnarliöiö bandariska og dvöl þess hér er sigilt þrætuepli manna á meöal og tilefni sifelldra umþenkinga um, hvort krefjast eigi leigu- gjalds fyrir aöstööuna á Miö- nesheiöi, eraösama skapi hljótt um varnir i þágu almennings. Varnir, sem miöa aö þvi aö tryggja öryggi hins almenna borgara, ef hættuástand skap- ast af völdum náttúruhamfara eöa styrjaldar. Enginn neitar þvi, aö ýmislegt hefur veriö gert til aö koma hér upp almanna- varnakerfi, þótthitt sé jafnljóst, aö andvaraleysi almennings og þá ekki siöur ráöamanna um þessi mál hefur oröiö þess vald- andi, aö öll uppbygging al- mannavarnakerfis hér hefur veriö heldur skrykkjótt. Þar með er þó ekki veriö aö segja, að þaö eigi að koma hér upp ein- hverju almannavarnabákni meðameriskum hraöa, eöa búa sig undir aö fara meö þjóöina oni jörðina eins og Rússar eru að gera. — Margt rennir stoöum undir þessar fullyröingar um and- varaleysi um þokkalegar al- mannavarnir i þágu fólksins. Framlag rikisins i ár til al- mannavarna i öllum sveitarfé- lögum er 1425 þús. krónur samanlagt. Sú tala hefur verið óbreytt frá 1968 og er oröin ein- hvers konar grintala, sem kunn- ugir hlæja að. Fjárframlag rikisins til Almannavarna rikis- ins i ár er 27 milljónir. Arið 1964 var þetta framlag 4 milljónir og ef miðað er við þá upphæö óbreytta samkvæmt núverandi verðlagi, ætti framlag rikisins til stofnunarinnar aö vera um 240 milljónir. Þessar 27 milljón- ir, sem Almannavarnir fá i ár, duga aöeins til daglegs rekstr- ar, eftirlits- og skipulagsstarfa, en nægir ekki til neinna fram- kvæmda eða umbóta á fremur frumstæöualmannavarnakerfi i landinu. Timinn ræddi lauslega við Guöjón Petersen, fram- kvæmdastjóra Almannavarna rikisins, um almannavarnir hérlendis og sitthvað, sem teng- ist þeim og fer viðtaliö viö Guö- jón hér á eftir: Höfum húsnæði handa fólki, ef hættuástand skapast, en ekki æski- legan búnað Sp. Nú þykir mörgum nokkuö fjarlægt aö minnast á styrjöld og hættur af hennar völdum hérlendis, en hvernig erum viö sett aö þessu leyti? Guðjón: Yfirleitter nú talið, aö þaö sé svo til óframkvæmanlegt að vernda fólk gegn kjarnorku- sprengingu á staðnum. Það, sem við höfum lagt áherzlu á hér i Almannavörnum er aö út- búa skýli, sem verndi fólk gegn geislunaráhrifum i formi geislavirks úrfalls. Til þess þarf ekki svo sterkt húsnæöi, þaö þyrfti ekki að þola mikil högg eöa þrýsting, ekki meira en góö- ir kjaUarar gera aö öUu jöfnu, heldur veita a.m.k. hundrað- falda skýlingu gegn þeirri geisl- un, sem yrði úti. Staðreyndin er sú, að við byggjum þannig hús i landinu, að viö höfum yfirdrifiö rými handa ibúum i kjöUurum þeirra, eöa bilgeymslum í nýjustu hverfum Reykjavikur t.d. Breiðholtinu. Slikt hentar vel sem loftvarnabyrgi. Þaö sem hins vegar vantar til aö þetta húsnæði sé nothæft gegn geisla- virku úrfalli, er eiginlega allt sem viö þarf aö éta. Þaö þarf þannig loftræstingu, aö geisla- virka úrfallið sogist ekki við innsog lofts. Þaö er aðeins eitt tæki tíl af þeirri gerö hér á landi og þaö er hérna hjá okkur I Al- mannavarnastööinni viö Hverfisgötu. Einnig þyrfti ein- hvern viðlegubúnaö, ef svo má segja, þannig aö fólki geti liöiö sæmilega vel, einhver hrein- lætisaðstaða þarf aö vera, hiti, neyðarlýsing og útvarp, svo að hægt sé aö koma boöum til fólksins isvona tilfellum. Þaö er aftur á móti ekki taliö réttlætan- legt að geyma matvæli I stórum stil i sUkum skýlum, en reiknað meö þvi aö fólk taki slikt með sér, þarsem ekki þurfiað dvelja lengi i skýlunum, þó fer það eft- ir tiöni sprenginga og magni. Sp. Hefur veriö athugaö hvaö væri hægt aö hýsa mikinn hluta af ibúum Stór-Reykjavíkur- svæöisins i þessu húsnæöi, ef hættuástand skapaöist? Guöjón: Þaö er taliö, aö hérna i Reykjavik og á suðvestur horn- inusé rými i svona skýlum fýrir um 80% ibúanna, þó aö einstaka staöir á þessu svæöi hafi litiö eða ekkert rými, eins og t.d. Garöabær vegna byggingar- máta þar. Hér á ég auðvitaö viö húsnæöiö, sem fyrir hendi er. En aUri aöstööu er ábótavant eins og ég minntist á áöan. Sp. Hefur veriö kannaö, hvaö kostaði aö koma þessum nauö- synlega búnaöi upp, eins ogloft- ræstingu, I hentugu húsnæði? Guðjón: Nei, þaö hefur ekki veriö tekið saman, hvaö slikt kostaöi i heild og fullbúiö. Viö teljum mjög æskilegt aö þaö væri unniö skipulega og mark- visst að uppbyggingu þessara hluta eins og annarra varnar- ■ þátta. Aftur á móti væri fásinna að rjúka tU að byggja upp slikt kerfi á skömmum tima. Þaö þarf ákveðinn árafjölda tU aö koma þessum málum i viöun- andi horf. Viö teljum sem sé hentugast að vinna jafnt aö sem flestum þáttum almannavarna. En það hefur þvi miöur ekki verið hljómgrunnur fyrir her- vörnum á neinn hátt. Ég vil i þessu tilfelli ekki ein- göngu kenna stjórnvöldum þetta, þó aö þaö sé alltaf til- hneiging tU þess að skella skuld- inni á þau. Þarna kemur lfka til ábyrgð sveitarfélaga, sam- kvæmt lögum um almanna- varnir. Þau eru ábyrg fyrir ákveönum þætti almannavarna innan sinna héraöa. Þau eru hins vegar i raun og veru mátt- laus og gera litiö sem ekkert i sinum’málum. Eirmig má benda á þaö, aö al- menningsálitið hefur veriö nei- kvætt fyrir þessari tegund varna og það hefur svo aftur haft áhrif á stjórnvöld. Sjónar- miðið hjá almenningi hefur ein- kennzt af þvi, að ef t.d. kjarn- orkustyrjöld brytist út, þýddi ekkertað verjast, en það er allt annað sjónarmiö rikjandi hjá öðrum þjóðum. Sviss með sterkustu al- mannavarnir i V-Evrópu. Sp. Geturöu nefnt einhver dæmi um lönd, sem hafa fullkomnar almannavarnir? Guöjón: Sterkustu almanna- varnir, sem vitaö er um hér i V-Evrópu, eru tvímælalaust i Sviss, en bæði Sviar, Norömenn og Finnar hafa gert mikið átak'i þessum efnum. Þeir hafa sprengt gifurlega stór loft- varnabyrgi inn i fjöll, og þeir hugsa þetta ekki eingöngu sem loftvarnabyrgi eða svæöi, sem biður eftir því aö veröa notaö, ef hættuástand skapast, heldur hafa þeir þarna sundhallir, iþróttahallir, verzlunarmiö- stöövar, bilageymslur undir borgum o.sv.frv.. Danir standa skiljanlega miklu verr aö vigi, þvi þeir hafa engin fjöll aö sprengja inn i og veröa þvi hreinlega aö steypa niöur I jörö- ina og hafa gert þó nokkuð af þvi. Rússar leggja mjög mikla áherzlu á almannavarnir. Við höfum fengið upplýsingar um viðbúnað þeirra, og þeir eru hreinlega aö búa sig undir aö fara m eö þj óöina niöur i jörðina, ef á þarf að halda, meira aö segja þannig, aö verksmiöjur geti haldiö áfram aö starfa. Fjárveitingar til al- mannavarna nægja til rekstrar-.skipulags- og eftirlitsstarfa Sp. Hvaö fá Almannavarnir rikisins mikiö fé til starfsemi sinnar á þessu ári? Guöjón: Almannavarnir ríkis- ins fá á fjárlögum þessa árs 27 milljónir. Af þeirri upphæö er ætlað til aögerða eða fram- kvæmda i sveitarfélögum landsins kr. 1425 þús. saman- lagt. Og sú tala er búin að vera óbreytt allar götur frá 1968, aö ég held. Þetta er sem sagt ein- hver „gamnitala”, sem alltaf stendur, þrátt fyrir aö tillögur okkar til fjárveitinganefndar séu alltaf um ákveönar upphæð- ir til sveitarfélaga. Hins vegar hefur ekki staöiö á fjármagni til Almannavarna rikisins til rekstrar- skipulags- og eftirlitsstarfa, vel aö merkja, þó að þær hafi ekki fengið fjár- magn svo neinu nemi til aö byggja upp hinn efnislega við- búnaö, koma sérupptækjum og þess háttar eins og kemur fram i grein, sem ég skrifaöi i Dag- blaðiö skömmu eftir áramót. Viö erum núna aö brjóta heil- ann um hvernig viö eigum aö geta nýtt þessar 3 milljónir til aökoma upp frumstæðustu gerö viövörunartækja viö Kötlusvæö- iö. Viö óskuðum einnig eftir fjármagni til að koma upp viö- vörunarkerfi á Mývatnssvæö- inu, en ég held, aö þaö fjár- magn, sem við fengum, muni ekki duga fyrir búnaöi nema á öðru svæöinu. Lögin um al- mannavarnir eru þannig upp- byggö, að sveitarfélög eiga aö leggja fram ákveöið fjármagn, en þau eru þannig I fram- kvæmd, aðþaö erekki hægt, þvi að lögin segja, aö rikissjóður skuli greiöa allan kostnaö vegna almannavarna, en siöan skuli sveitarfélögin endurgreiöa rikissjóöi helming þess kostnaö- ar i sumum tilfellum en einn þriðja í öörum. Þegar rikiö læt- ur svo ekki nema 1524 þús. til sveitarfélaga i heild, þá sýnir þaö sig náttúrlega sjálft, aö rik- iö stendur ekki í stykkinu gagn- vart sveitarfélögunum um aö hafa frumkvæði aö uppbygg- ingu og á þarafleiðandi enga endurkröfu á sveitarfélögin, af þvi aö þaö er svo til ekkert fé lagt fram. Það er sem sé gert ráð fyrir að rikið hafi frum- kvæði með fjármagnen sveitar- félögin svari meö endur- greiðslu. Sp. Þetta sýnir kannski betur en margt annaö takmarkaöan skilning stjórnvalda á mikil- vægi góðra almannavarna? Guöjón: Þegar um er aö ræöa aimannavarnir er þaö fyrst og fremst stjórnmálalegt mat, sem ræöur þvi hvort vel eöa illa er á málum haldiö, eins og raunar i flestum tílvikum. Viö gerum i rauninniaöeins þaö, sem stjórn- málamennirnir leggja upp i hendurnar á okkur. Og þvi er ekki að neita, aö manni hefur fundizt þeir heföu mátt vera betur vakandi um varnir fólks- ins og að við gætum þá verið beturstödd en raun er á. Þvi er hins vegar ekki aö neita, aö augu allra og þá ekki sizt stjórn- málamanna hafa opnazt fyrir nauösyn á fullkomnum al- mannavörnum eftir undanfarn- ar náttúruhamfarasyrpur. Viö erum ekkert óánægö með skilninginn á starfsemi Al- mannavarna, og stjórnunarlega séö og hvaö skipulag snertir. Það sem viö erum óánægö meö og teljum aö vanti til aö stofnun- ingeti unnið, er þaö, að hún hafi þaösem þarf af grunntækjum til að geta unnið af fullu öryggi. Viö erum ekki að fara fram á, að Almannavarnir verði byggt upp sem eitthvert gifurlegt bákn, sem kosti marga millj- aröa aö reka. Þaö er einnig ljóst, aö þaö er hægt aö gera mikið átak i almannavörnum i landinu meö þvi að gera eins og hefur veriö gert fram aö þessu, aö nýta þaö afl, sem fyrir hendi er, vegagerð, landhelgisgæzlu, lögreglu, björgunarsveitir o.s. frv.. En eins og ég sagði, til þess að þaö sé hægt i svona verkefni veröa einstakir grunnþættir aö vera fyrir hendi, lágmarks- búnaöur, sem þvi miður er ekki eins og skyldi. Áherzla lögð á viðvör- unar- og fjarskiptatæki eftir þvi sem fjármagn leyfir. Sp. Nú liggja fyrir áætlanir um almannavarnir I flestum sveitarfélögum landsins, þó aö hægt gangi að koma upp búnaöi vegna peningaleysis. Hvaða búnaði leggiö þiö áherzlu á að koma upp fyrst? Guöjón: Já, viö erum búnir að gera áætlanir um almanna- varnir i flestum sveitarfélögum landsins. Þessar áætlanir miöa aðþvi aö segja fyrir um hvernig bregöast skuli viö, miöaö viö þann búnaö, sem fyrir er. Siöan höfum við veriö að prjóna við þetta áætlunum um aukinn bún- sérstaka áherzlu á viðvörunar- og fjarskiptatæki. Eins og ég sagði áöan erum viö núna aö berjast viö að koma upp frum- stæöustu gerö af viövörunar-. kerfi fyrir Suöurland, en þaö er ekkert sanjtengt viövörunar- kerfi til á Islandi i dag. Eina kerfiö I þeim dúr, sem hægt er að kalla viövörunarkerfi al- mannavarna er hér á höfuð- borgarsvæöinu og það er reynd- ar mjög gott. — Nú, ef viö hugsuðum okkur, aö simar bili I jaröskjálfta á Suöurlandi, þá er aðalsimstöð Suöurlands á Sel- fossi og þar liggja allar iinur i gegn. Ef simakerfið færi, erum viö sambandslaus við mest allt Suöuriand nema meö einhvers konar CB-radiódóti, sem er meira og minna truflaö. Þetta stendur nú þó til bóta meö þess- um nýju tækjum, sem viö erum aö koma upp. Viö höfum bert lauslega áætlun um, hvernig við gætum komið sliku kerfi upp um allt land og miöaö viö núverandi verölag ætti þaö aö kosta svona 20-30 milljónir. En þetta kerfi er aö og leggjum i þvf sambandi eingöngu faliö i þvf, aö geta komiö boöum fr$ okkur hvert sem er á landiö ðg til baka. Við rekum okkur á veggi... Sem dæmi um vandamálin má t.d. benda á, aö fyrir löngu var þaö ljóst, aö þaö þarf aö endurskipuleggja öll radfófjar- skipti á landinu, vegna þess, aö þær bilatalstöövar, sem nú eru notaöar, svokallaö FH-kerfi veröur ekki leyfilegt i núverandi myndeftir 1982. Við héldum þvi fund meö öllum þeim, sem hafa meö radiófjarskipti hér að gera- og geröum þeim grein fyrir, aö þaö þyrfti aö samræma endur- nýjun á radióbúnaöi og stungum upp á, aö viö val fjarskipta- kerfis fyrir landiö yröi tekiö mið af notagildi þess i þágu al- mannavarna til neyöarfjar- skipta. Þrátt fyrir marga fundi, japl, jaml og fuöur, varð niöur- staðan sú, að tillögur okkar náðuekki fram að ganga. Vegna gjaldkröfu Landssimans varð radiókerfið að vera byggt upp þannig, að það yrði háö siman- um, stýrt á simalinu og myndi þarafleiðandi takmarkast mikiö ef simakerfiö bilaöi. Þaö sem vantar I raun og veru er oft smáneisti til aö skilja þörf- ina fyrir aö vera frekar tvöfalt eöa þrefalt kerfi, sem hægt er að koma upp fyrir sama eöa minni pening heldur en vera meö ein- falt kerfi, sem er dýrara. Þetta er aöeins eitt dæmi um viöleitni okkar til að samræma og skipu- leggja afl þjóöfélagsins, þann- ig aö þaö nýtist betur á hættu- stund í þágu almannavarna, en viö rekum okkur oft á veggi, eins og þetta dæmi sýnir. En þaö veröur einnig að geta þess jákvæöa. Margar stofnanir og félagasamtök hafa verið mjög jákvæö og unniö ómetanlegt starf á einstökum sviöum al- mannavarna, þannig aö augu manna eru smám saman aö opnast fyrir þeim sannindum, aö almannavarnir veröa aldrei þaö afl, sem unnt veröur aö byggja á, fyrr en við sameinum kraftana i samræmdu almanna- varnaskipulagi, þar sem hver hefur sinu hlutverki aö gegna og vinnur markvisst að þvi að gera sig sterkari til að mæta vandan- um þegar á reynir, sagöi Guöjón Petersen að lokum. SSt- Guöjón Petersen , ,Öf lugar almannavarnir verða ekki að raunveruleika nema með samstilltu átaki” — segir Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.