Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 5. febrúar 1978 í spegli tímans Friðarvin i miðri stórborginni Ariö 1924 lét læknir i Berlin byggja hof fyrir Buddha-söfnuð, sem hann var búinn að stofna. Þessi söfnuöur er enn til og tel- ur nokkur hundruð sóknarbörn. Að hofinu liggja 73 tröppur gegnum garö i japönsk- um stil. Þetta musteri er hiö eina sinnar tegundar á meginlandi Evrópu. Arið 1958 yfirtók þýzka Dharmaduta félagiö klaustriö, en þvi fylgir bókasafn meö nokkrum þúsundum bóka um Buddisma á ýmsum málum, sanskrit, kinversku, iapönsku, thai og auðvitað lika þýzkar pýöingar Munkar frá Shri Lanka (áöur Ceylon) koma alltaf meö vissu millibili til aö iðka Buddhatrú. Gestir eru alltaf vel- komnir, alveg sama hverrar trúar þeir eru, og geta tekiö þátt i hugleiöslu i hof- inu. Snúið við blaði Ameriski leikarinn Tony Curtis, 51 árs, segist vera sannfærður um, að hann heföi endaö sitt auma lif sem auralaus fylli- bytta, ef hann heföi ekki kynnzt Leslie Allen, glæsilegri sýningarstúlku 20 árum yngri en hann sjálfur. Hann var kominn á fremstu nöf drykkjuskapar og örvænting- ar þegar þau Leslie hittust og allt breytt- ist til betri vegar. Hann hafði tvo hjóna- skilnaði að baki, fyrsta kona hans var Janet Leigh leikkona. Þau áttu tvær dæt- ur, þegar þau skildu, kona nr. 2 var Christine Kaufman og þau áttu lika tvær dætur þegar þau skildu 1965. Börnin fylgdu mæðrum sinum i báðum tilfellum. — 1 nokkurs konar sjálfseyðingarlöngun reyndi ég að græða sárin með pillum og drykkjuskap. En liðanin batnaði ekkert. Hann eyddi risaupphæðum i fjárhættuspil og siðan i sálfræðinga, og sifellt hallaöi undan fæti. Hann sagðist hafa verið farinn aö hugleiða sjálfsmorð. Fyrir 9 árum hitti hann svo Leslie Allen, sem nú er 3. kona hans. Þá var snúið við blaði. Hann segir: — Leslie veitti mér óveröskuldaða ástúð. Hún kenndi mér að vera faðir og eiginmaður. Ég er ekki hús- bóndi á heimilinu, ég er bara einn af fjöl- skyldunni. En það bezta við Leslie er að hún er ekki leikkona! Þau eiga nú tvo syni, Nicholas sex ára og Benjamin fjög- urra ára. Leslie fékk Tony til að hætta að reykja og drekka, hann getur drukkið eitt og eitt glas, en það nær ekki lengra. Hann hefur sömuleiðis losnað undan þeirri löngun að eiga stóra og flotta bila, mið- lungsfjölskyldubilar eru nógu góðir fyrir þau. Tony stundar aðallega útreiðar i tómstundum sinum, hvort sem hann er i Hollywood eða London. En nú er Tony Curtis farinn að skrifa bækur. Ctgáfu- fyrirtækið Doubleday hefur keypt útgáfu- réttinn og borgað háa upphæð i fyrirfram- greiðslu. Þegar hann vissi hve vel hann fékk borgað sá hann mest eftir þvi að hafa ekki byrjaö löngu fyrr að skrifa. — Ég skil ekki hvers vegna ég þurfti svo langan tima til að koma mér af stað viö ritstörfin, segir Tony. Tony Curtis og Janet Leigh Tony Curtis með konu sinni nr. 2 Tony Curtis með 3. konu sinni, Leslie Allen ásamt tveim sonum þeirra og tveim dætrum af fyrra hjónabandi hans * ss með morgunkaffinu — Frú Jósefina er i simanum og segist vera búin að taka umbúðirnar af og að þetta sé ekki eigin- maður hennar. — Við höfum loks fengið meðvind. HVELL-GEIRl ' Hann sökkti sér I drauma og sá þa6 sem við hin sjáum ekki Krakki týndur í Hvernig vissirðu \j»/ Veit ekki! hvar hann var Villi? Vi5 leituöum I tvo daga! DREKI KUBBUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.