Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 5. febrúar 1978 Esra S. Pétursson læknir: Sálar 11 f ið 1 siðasta þætti lýsti ég nokkuð iðn-, félags- og uppeldissálfræði sem dæmi um helztu greinar sálfræðinnar. bö allmargir sál- fræðingar stundi nú þessar greinar sálfræðinnar og aðrar sjaldgæfari eru þeir miklu fleiri sem valiö hafa kliniska sál- fræði. Samkvæmt nýlegri at- hugun eru það um sextiu af hundraði sem sérhæfa sig i henni. 1- Hvað er nú klinisk sálfræði? Prófessor Sigurjón Björnsson, 2- telur aö „klinisk sálfræöi sé hagnýting þeirrar þekkingar, sem fengizt hefur um andlega vanheila og afbrigðilega ein- staklinga (afbrigðileg sálfræöi) ... klinisk verkefni eru aðallega i þvi fólgin að rannsaka sjúklinga meðsálfræðilegum aðferðum og vera með þvi móti geðlæknum til aðstoðar við greiningu sjúk- dóma og undirbúning lækninga. Ennfremur er nokkuð algengt að kliniskir sálfræðingar annist lækningar sjúklinga (psychotherapy) einir sins liðs eða i samvinnu við lækna. t þriðja lagi sjá kliniskir sál- fræðingar oft um rannsóknir i afbrigöiiegri sálfræði.” t Bandarikjunum, til dæmis, hafa sálfræðingar yfirleitt rétt til þess að stunda sállækningar einir sér ef þeir hafa lokið doktorsprófi i sálfræði og auk þess sérhæft sig i sállækningum, svo sem i sálgreiningu en það hefur Sigurjón Björnsson ein- mitt gert. Sálgreiningarnámið er langt og strangt framhalds- nám sem varir i fjögur og upp i sjö ár. Til sliks náms við sál- greiningarstofnanir eru valdir úr þeir geðlæknar.sálfræðingar og félagsráðgjafar sem hæfastir þykja. Mest eru það þó læknar og þá einkum geðlæknar sem leggja stund á sállækningar og sálkönnun. Sállækningar og sál- könnun En hvað eru nú sállækningar og sálkönnun? Ekki eru menn á eitt sáttir um þau atriði fremur en önnur né heldur um það hvernig skilgreina beri sál- lækningar. Er hér um margt að velja bæöi hvað varðar skil- greininguna og lika aðferðirnar sem of langt yrði upp að telia. í pappirskilju lýsir Harper 3 i stuttu máli 36 mismunandi að- ferðum. Onnur mun læsilegri bók a ð minu mati er eftir Bry 4 sem sjálf stundar sállækningar. t bókinni segir hún frá viðtölum við aðalfrömuði hinna helztu niu aðferða á fjörlegan, skýran og skilningsrikan hátt. Velja verður á milli þeirra eftir eigin mati og reynsluþekkingu. Fer það oft eftir þvi sem maður lað- ast mest að og hefur lagt mesta stund á. Bezta skilgreiningin á sál- lækningu finnst mér þvi eðlilega vera eftir Wolberg yfirlækni á Postgraduate Center for Mental Health i New York borg en þar starfaði égum árabil W olberg 5 segir: „Sállækning er lækninga- aðferð með sálrænum hætti á tilfinninga og lundarfarslegum vandamálum þar sem sérhæfð persóna stofnar af ásettu ráði til mjög náins samstarfs við sjúk- linga með þvi markmiði að (1) fjarlægja, milda eða draga úr sjúkdómseinkennum, (2) lag- færa hegðunarvandkvæði og (3) örva jákvæðan vöxt ogþroska persónuleikans.” Til viðbótar þessari ýtarlegu skilgreiningu lýsir hann þvi yfir að hvað sem segja megi um sál- lækningu getum við ekki komizt hjá þvi að álita hana lækninga- aðferð. bó að tala megi um „enduruppeldi” „leiðbeiningu” eða „innsæislækningu” og aðra „meðferð”, þá eru þetta ein- ungis lýsingar á þvi sem skeður i „meðferðinni” og dylur ekki lækningaeðli aðferðanna. Sállækning er almennt hugtak sem spannar allar sálrænar visindalegar lækningaaðferðir. Nefna mætti helzt sálgreiningu (Freud Jung, Horney) hóp- lækningar, fjölskyldu-, hjúskapar- og barnasállækning- ar, heildarsálfræði (Gestalt) og hegðunarmeðferð (behaviour therapy) Stefna allar aðferðir þessar að þvi að draga úr til- finninalegri vanliðan og hegðunarvandkvæðum. Eru þau bæði andlegs og likamlegs eðlis og kom fram i samskiptum ein- Esra S. Pétursson læknir staklinga gagnvart sjálfum sér og öðrum einstaklingum. hópum og félögum. Byggir þetta allt á þvi að lækni og sjúklingi takist að koma á nákomnu og góðu samstarfi. Gæti það stuðlað að þvi að þeim tækist i sameiningu að finna þær úrlausnir á vanda- málum og efla og næra til- finningalegan- og skapferils- þroska, sem sjúklingum einum hefur ekki tekizt til þessa. Menn geta yfirleitt ekki einir gert vel við sinar eigin tannskemmdir og likt er þessu farið með sál- flækjurnar. Getan til þess að stofna til og halda við lýöi sliku sambandi er mjög listræn gáfa og það má auka hana mikið með langvar- andi þjálfun og sérmenntun á sállækningum. Auk þess eru sumir gæddir sérstökum hæfi- leikum á þvi sviði sem á öðrum. betta er ekki áhlaupaverk en tekur alliangan tima allt frá nokkrum mánuðum og upp i tvö til þrjú ár og stundum töluvert lengur. bú kannt nú að spyrja: barf það að taka svo langan tima? Til skilningsauka skal á það bent að sjúkdómar þessir eiga sér oft langan þróunar-og fram- vindu feril. Hlýtur það þvi að taka alllangan tima að vinda of- an af þeim og leysa þær sálar- flækjur sem þeir hafa valdib svo unnt sé að lifa fyllra og betra lifi. En listin að lifa er æðst allra lista og lærist sjaldan á einá^ stuttu námskeiði. bað væri þá helzt þeir sem eru listamenn af guðs náð i þeim efnum. Hjá mönnum almennt er framvinda til likamsþroska og sálræns kynlifs-, félags og and- legs þroska bæði langvinn og hægfara. Hefst hún áður en barnið fæðist með þeim þáttum lyndiseinkunnar sem það tekur að erfðum. Erfðaþættir i skapi og tilfinningalifi eru stundum allgreinilegir og getur jafnvel borið nokkuð á þeim strax i móðurlifi. Erfitt er stundum að greina á milli þess sem barnið hefur erft frá formæðrum og forfeðrum sinum og hins sem þau hafa fyrir börnunum haft; þannig að börnin hafi lært það af þeim. Fjórðungi bregður til fósturs,sagði Njáll á Bergsþórs- hvoli. Ekki má heldur gleyma þvi að barnið likist engum eins mikið og sér sjálfu: það leggur sitthvað af mörkum sjálft til sins eigin lifs. betta atriði vill einmitt oft gleymast. Gegn hinum meinvænu þátt- um, sem valda sálarflækjum og stöðnun i skapgerð vinna þau mikilvægu öfl sem þroska mannlegt lif og lundarfar. Mikilvægust þeirra eru einlæg- ar og góðar, hlýjar og alúðlegar tilfinningar til barnsins. Segja má að þau séu miðlæg. Eru þau skilyrði þess að barnið geti öðlazt þann þrozka sem ein- ungis fæst með þvi að komast klakklitið i gegnum hin mis- munandi þroskastig barns- aldursins. Slik jákvæð öfl leyfa barninu að vera barnslegt á meðan þess er þörf. Góð fram- koma þess fólks sem mest á saman við barnið að sælda, en það eru foreldrar systkini og aðrir nánir ættingjar og heimilisfólk, er barninu fyrir- mynd um viðmót, fas og alla hegðun. Lundarfar barnsins er oft komið i nokkuð fastan farveg um sex ára aldur eða fyrr, bæði vegna eigin eðlis og hins, sem aðrir hafa lagt þvi til. Haggast það oft litið siðan ævilangt. bað verður nokkurs konar skap- gerðarstöðnun, nema til komi alveg sérstök lifsreynsla sem jafnast getur á við vel unnin sál- lækningastörf. Tilfinningar barnsins til sins sjálfs og ann- arra streyma siðan eftir þessum farvegi alla tið. betta verður miðlægur kjarni persónuleikans sem er að mestu ósjálfráður og dulvitaður eða falinn i djúpum undirvitundarinnar. Barnið sem við eitt sinn vorum, lifir eða skrimtir áfram i okkur, án tillits til þess hvernig persónuleikinn þróast að öðru leyti. Vitanlega eiga ekki allar sálarflækjur rætur sinar allar að reltja til bernskunnar, marg- ar eru seinni tima viðbót. Sé hins vegar um verulegar veilur, galla eða bresti að ræða i skap- gerð sem staðnað hefur á þroskaferli sinum má oft rekja frumdrögin nokkuð langt aftur i timann. I næsta þætti væntanlega fyrsta sunnudag marzmánaðar ræði ég áfram um þessi mál og viðhorf til þeirra hér á landi. Heimildir: 1 Psychiatric News, October 21, 1977 bls. 3. 2. Sigurjón Björnsson. Sálarfræði I. Hlaðbúð 1973. bls. 19.3.Robert A. Harper Psychoanalysis and Psychotherapy. 36 systems. Ja- son Aronson, New York. 1974. 4. Adelaide Bry. Inside Psychotherapy. Basic Books, Inc. New York 1972. 5. Lewis R. Wölberg. The Technique of Pscychotherapy Grune and Stratton, New York, 1967. Sunnud. 5. febrúar kl. 15:00 Finnskar kvikmyndir. Sunnud. 5. febrúar kl. 16:00 Fyrirlestur um finnskar bókmenntir:Rauno Velling bókmenntafræðingur frá Finnlandi. „Fattiggubbar” ljósmyndasýning um finnskan tréskurð i bókasafni og anddyri opin daglega til 12. febrúar. NORRÆNA Verið velkomin. HUSIÐ Fuglabændur Tökum að okkur slátrun á hænsnum og kjúklingum. Upplýsingar og pantanir i sima (99)6650, milli kl. 8 og 17. Hænsnasláturhúsið Miðfelli Hrunamannahreppi. fylgjast með Tímanum Nordisk Kulturfond i 1978 Nordisk Kulturfond skal arbejde for at udvikle det kultu- relle samarbejde mellem de nordiske lande. Dette skal ske gennem uddeling af stotte ti| nordiske samarbejds- projekter over hele det kulturelle felt i videste forstand, forskning, undervisning og almenkulturel virksomhed. I 1978 regner fonden med at kunne uddele 8,0 mill. dkr. Af disse midler kan der soges stotte til projekter af én,- gangskarakter med nordisk indhold. Man kan ogsá soge stotte til nordiske projekter af mere permanent natur for en vis forsogsperiode. Ansogninger, der skrives pá fon- dens særlige ansogningsskemaer, kan indsendes áret rundt. Fonden har ingen faste ansogningsfrister, oa indkomne ansogninger vil efter deres karakter blive behandlet pá fondens forstkommende eller efterfolgende styrelsesmode. Fonden har for árene 1976-78 etableret en særlig stotte- ordning for Nordiske Kulturuger. For denne stotteordning gælder særlige regler omkríng udformningen og finansie- ringen af kulturugerne. Der er ogsá særlige ansognings- tidspunkter. Ansogningsskemaer og yderligere information om fondens stottemuligheder vil kunne rekvireres fra Nordisk Kultur- fond, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snare- gade 10, DK-1205 Kobenhavn K. Tlf. 01-1147 11 og fra Undervisningsministeriets internationale kontor, Frederiks- holms Kanal 25 B, 1220 Kobenhavn K, tlf. 01 -13 52 82. Fjárjörð óskast til kaups. Tilboð sendist blaðinu merkt 1272.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.