Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 5. febrúar 1978 menn og málefni Þarf betri efnahagur að spilla manninum? t Reykjavfk skiptist nú á frost og snjór ellegar hálka og þiðviðri.Þessir piltar eru hrifnari af þvl fyrrnefnda. Fyrir hundrað árum var ekki neinn straumur útlendra ferða- manna til jafnafskekkts staðar og tsland var. En þeir, sem hingað komu og sögðu tiðindi af landinu, höfðu margir orö á þeirri furðu, hversuafbrot væru hér fátið. Um- mæli, sem hniga i þá átt, má lesa 1 mörgum ferðabókum frá þessum tima og lengi þar á eftir. Gestirn- ir ráku upp stór augu, að i svo strjálbýlu landi, þar sem ekki voru aðrir til löggæzlu en sýslu- menn, með bændur meö hrepp- stjóranafni sér við hlið, og örfáar krákur, sem látnir voru heita lög- regluþjónar, i höfuðstað landsins, skyldi lögum vera fylgt jafn- dyggilega og raun bar vitni, þrátt fyrir mikla fátækt, sem stundum nálgaðist neyð, jafnvel á mæli- kvaröa þess tima. Þessir ferðabókahöfundar, sem margir hverjir sáu mörg lýti á þjóðinni, og mikluðu þau sumir til þess að gera bækur sinar krass- andi, eða lögðu sökum misskiln- ings með margvislegum hætti út af þvi, erþeir höfðuséð eða heyrt, vegsömuðu einna helzt þrennt: Fornbókmenntirnar, þolgæði litlu, islenzku hestanna og lög- hlýðni vaðmálsþjóðarinnar, er þeir hittu fyrir. Hugarfarið hinn strangi vörður Þessi ályktun var i meginatrið- um rétt. Um margra áratuga bil, fyrir og eftir siðustu aldamót, voru ekki nema þrir menn ráðnir af dögum i landinu, svo að kunn- ugt sé, og meginglæpurinn var sá, ef endrum og sinnum komst upp um sauðaþjófnað, sem var voða- verknaður i landi sauðfjárbú- skapar og lausagöngu f jár á heið- um og afréttum.Annað.semhelzt kom til greina, var smáskitlegt hnupl, er þó var veður út af, þeg- ar það bar við. Og svo misbeiting valds, sem var arfur frá gamalli tið. Það hefur eflaust verið hugar- farið i landinu, sem var hinn mikli og strangi vörður laganna. Ótaliö er það alþýðufólk i sveitum og sjávarbyggðum, er var svo grandvart, aö það mátti varla til þesshugsa aö vera öðrum skuld- ugt um örfáarkrónur degi lengur, nema þá kaupmanninum i beinni neyð. Einn auöugasti bóndi i Skagafirði tók til handargagns pappirssnifsin, sem vafið var ut- an um meðalaglösin, sem hann fékk, og kom þeim til skila með fyrstu ferð, sem féll, af þvi hann taldi þau eign læknisins. Gömul, borgfirzk kona, sem al- in var upp við hræðilegt atlæti á harðhnjóskuheimili og var alla ævisnauð vinnukona,dáin i okkar tið, snerti ekki viö mat, er hún kom heim þreytt frá verkum, ef húsbændurnir voru ekki viðlátnir til þess að fá henni hann i hendur eða vísa henni á hann eða höföu gert ráðstafanir til þess, að aðrir gerðu það. Þaö var ekki i sam- ræmi við hugmyndir hennar um heiðarleika að ganga i eða taka viö mat úr hendi annarra en þeirra, er áttu hann eða höfðu ótvirætt umboð til þess aö fara meö hann. Fyrir daga sauðfjárpestanna og girðinga þeirra, sem gerðar voru vegna þeirra og vörnuðu sauðfé að rása sveita og héraða á milli, hvarflaði ekki annað að fólki, þar sem fé úr öðrum byggðarlögum kom til réttar á vorin, en rýja það, merkja hvert reyfi vandlega, þvo ullina og leggja hvaðeina inn sér og koma loks verðinu til skila i hendur hvers eiganda, þótt i öðrum sýsl- um væri —senda þessum fimmtiu aura, hinum krónu, enn öörum tvær krónur, eða hvað það nú var, sem fyrir ullina fékkst. Og auð- vitaðekki litið til þess, hvað fyrir þessu öllu var haft. Þetta var þegnskylda við náungann, þótt hann væri ókunnugur maður i mikilli fjarlægð. Fram að heimsstyrjöldinni sið- ari, ef ekki lengur, mun það hafa verið alveg sjálfsagt mál, að þeir, sem tóku sér ferð á hendur i erindum sveitarfélags sins, gerðu það á eigin kostnað. Slikar ferðir voru þá að visu stórum fágætari en nú, þegar engu viröist verða fram komið, án þess að standa i eigin persónu við dyr hinna háu ráöamanna i Reykjavik, þótt sjálfvirkur simi sé um landið þvert og endilangt, og opinberir starfemenn séu orðnir ein lið- flesta f jölskyldan og liklega verk- drjúg að sama skapi. En sem sagt: Fyrrum voru þessar ferðir aðeins fullnusta þess trúnaðar, sem mönnum hafði verið veittur, og þeirrar skyldu, er þeir höfðu tekið sér á herðar. ...þrátt fyrir ranglæti og stéttaskipt- ingu Þetta er að sjálfsögðu aðeins einn flöturinn á hinu gamla þjóð- félagi. Þau lifsgæði, hin áþreifan- legu, er féllu þjóðinni I skaut, voruaf skornum skammti,og þvi, sem hún hreppti, var hræðilega misskipt. A sama tima og auðugir menn gátu reist sér hús eins og Héðinshöfða, danska sendiráðs- húsið,Jenssenshúsið við Reykja- vikurtjörn.bjuggu aörir f aumum og niðurniddum hreysum, sem varla voru tilþess aö hýsa i gadd- hesta, jafnt i Reykjavik sem ann- ars staðar á landinu. Þeir, sem neyddust til þess aö þiggja sveitarhjálp, voru ekki aðeins ofúrseldir þeirri niðurlægingu, er þvi fylgdi að vera bónbjargafólk, heldur einnig sviptir almennum mannréttindum og máttu ekki greiða atkvæði i opinberum kosn- ingum.Hérog þarum landiðvoru þóttafullir smákóngar, sem áttu heil þorp — jörðina, sem kofarnir stóðu á, atvinnutækin og bryggj- urnar. Þeir gátu sagt öörum að sitja og standa eins og þeir vildu og hlaupið siðan brott frá öllu saman, ef þeim fannst sér betur borgið með þvi heldur en sitja á sinum gamla tróni. Þeir, sem reyndu að stofna kaupfélög sér til hagsbóta urðu að ganga i gegnum gerningahrið, sem kaupmenn mögnuðu á þá, eins og frægast er úr Þingeyjarsýslu, og aðrir, sem reyndu að stofna verkalýðsfélög eöa koma á einhvers konar sam- tökum verkafólks, voru ofsóttir og reynt að svelta þá og þeirra til undirgefni. Úti um allar sveitir var fólk, sem gránað hafði i stéfet vinnuhjúsins og litið eða ekkert borið annaö úr býtum en fæði og klæöi. En þar var sú bót i máli að minnsta kosti allviða, að gegnir húsbændur töldu sér skylt að veita þessum ævihjúum sinum og sinna uppihald og hjúkrun i ell- inni, þegar starfsþrdiið var að mestu eða öllu þrotið. Þannig mætti lengi halda áfram aö lýsa þessu horfna sam- félagi, bæði þvi sem vel var um það, og ekki siður hinu, sem ömurlegt var og ranglátt. En það væri of langt mál að fara frekar út i þá saima. Hin vonglaða mannbótatrú Samvinnufélögin og verklýðs- félögin voru stofnuð til þess að réttahlutþeirra, sem mergsognir voru, og framfarasinnaðir stjórn- málaflokkar, sem höfðu það hlut- verk að fýlgja sigrum slikra al- mannasamtaka eftir á viðara velli við sjálfa stjórn landsins, voru myndaðir, þegar baráttan um sjálfstæðismálin fjaraði út. 1 öllum fylkingum hins vinn- andi fólks i landinu mun sú trú hafa staðið djúpum rótum, að með betri lifskjörum og meira réttlæti myndi fólkið sjálft verða betra. Ekki aðeins gervilegra og hraustara eins og jurt, sem fær nægan áburð, eöa gripur, sem fær gott fóður, heldur lika betra, rétt- sýnna og tillitssamara hvað við annað. Þeir, sem þessu trúðu, höfðu meðal annars við það að styðjast, að á mestu eymdaröld- um fsiandssögunnar, þegar mið- aldafordómar héldust i hendur viö bág lifskjör, höfðu hinir hörð- ustu refsidómar ekki megnaö að hindra eða kæfa niður tið afbrot, sem ævinlega kvað þó mest að i hallærum, þegar hungurmorðið beið við næsta fótmál. Likt og si- skánandi lífskjör á mtjándu öld, þegar hinni grimmu einokun kaupmanna hafði verið hnekkt og Napóleonsstyrjaldirnar voru um garð gengnar, aukin menntun og meiri -nildi i kjölfar upplýsinga- stefnunnar og vonin um frjálst Is- land, sem bæði var kveikja sjálf- stæðisbaráttunnar og næring, hafði gert þjóðina aöra og betri en húnvar, virtist það rökrétt fram- hald, að góö kjör og viðtæk menntun myndi þoka henni drjúgum lengra á mannbóta- veginum. Þess konar hugsun var i alda- mótakvæði Hannesar Hafsteins, þegar hann talaði um I sömu and- ránni um „knörr og vagna knúða” og „stritandi vélar, starfemenn glaða og prúða.” Það hefur verið honum sjálfgefið, að lifsgleði og mannprýði fýlgdi með i umskiptunum, þegar vélar léttu mesta erfiðinu af fólkinu. Bættur efnahagur ekki einhlitur Þvi miður skjátlaðist þessum mönnum. Lifshamingju er torvelt að mæla eða vega, og verður að nægja að segja, að hæpið sé, að hún sé hótinu meiri en áður var, enda þótt við öllum blasi tækifæri til þess að sjá sér vel farborða i vélvæddu þjóðfélagi, öllum standi menntun til boða, svo til allir hafi góð húsakynni með rikulegum búnaði og margir hættulegir s júk- dómar hafi verið kveðnir niður. Miklu augljósara er þó hitt, að framvindanhefur ekkifærtokkur mannbætur. Hvers konar of- nautnir vaða uppi, en i þvi spegl- ast vanhæfni manna til þess að hafa stjórn á sjálfum sér. Drykkjuskapur keyrir um þver- bak i öllum stéttum mannfélags- ins og allt upp á efstu rimar met- orðastigans. önnur mynd lifs- flóttans er það, sem að jafnaði er sér i lagi kallað eiturlyfjaneyzla. Afbrot gerast svo óhugnanlega tið, að það minnir á það, sem sagt var frá Chicago i eina tið, og þá gekk fram af öllum, og auðgunar- glæpir vaða uppi, ekki aðeins eða fyrstogfremst meðal þeirra, sem lenthafa á svokaliaðri galeiðu og eru hættir að skeyta um skömm og heiður, heldur einnig innan þess hrings, þar sem fólk hefur allt til alls, og græðgin ein er hvati þess að ásælast meira. Það er einmitt græðgin, sem er eitt versta sjúkdómseinkenni þjóðfélagsins — græðgin til létt- fengins fjár, sem ekki er unnið fyrir, án tillits til þarfar, án tillits til lifsöryggis, án tillits tíl ann- arra, án tillits til þess, hvað er sómasamlegt og heiðarlegt. Hin blinda sérdrægni, sem ekki sést fyrir i neinu, hefur þannig náð að krystallast i fari allt of margra. Hvað hefur farið úrskeiðis? Er þvi endilega þannig farið, að betri kjör og meiri fjárráð þurfi að draga slikan dilk á eftir sér? Þvi er erfitt að kyngja. Það er hart að trúa þvi, að þægilegra lif, fleiri afkomutækifæri og meiri af- rakstur leiði óhjákvæmilega til siðspillingar og mengunar mannshugans. Þá væri til lltils barizt. Það væri þungur dómur yfir allri framfaraviðleitni okkar, ef þá væri farið úr öskunni i eld- inn, er hún ber (gyiilega ávöxt. Við getum ekki játazt undir slikar hugmyndir. Hins er ekki að dyljast, að eitt- hvað meira en litíð hefur farið úr- skeiðis, jafnvel þótt við kunnum aö mikla nokkuð fyrir okkar dyggðir fyrri tiðar eftir þvi lög- máii, að fjarlægðin gerir fjöllin blá. Ef til vill er ekki fjarri lagi, að okkur hafi gleymzt á seinni ár- um að leggja sömu áherzlu og áð- ur á mannbætur samhliða skóla- menntun, ræktun hugans orðið að vikja óviðurkvæmilega fyrir ein- hliða miðlun þekkingar, sem vissulega er gott veganestí, en verður þó að haldast i hendur við skapgerð, viðhorf og stefnumið i lifi einstaklinga og þjóðar. Losarabrag i lifsviðhorfum og ónógri siðferðilegri kjölfestu fylg- ir meðal annars, að fólk liggur óhæfilega flatt fyrir erlendum áhrifum, sem að visu geta sum verið góð, en önnur ekki annað heitið en sýking, sem leiðir beint til ófarnaðar, ef þeirra nær að gæta. Slikrar sýkingar sjáum við mörg og dapurleg dæmi alit i kring um okkur á þessum árum. Eitt af þvi, sem mjög hefur ver- ið haldið að fólki á seinni árum, og það af þeim, sem af mestum myndugleika tala i veröldinni, er trúin á endalausan hagvöxt, sem raunar er ekki aðeins vafasamt markmið, heldur einnig óhugs- andi sökum þess, að ekki er af óþrjótandi auði að ausa. Þessi boðskapur er eitt af þvi, sem ýtt hefur undir græðgina. I kjölfar þessarar kenningar siglir svo við- skiptaveldi, sem sifellt er að leita uppi hvers kyns gerviþarfir og halda þeim aö fólki. Samhliða er það trúaratriði ekki svo fárra, að hvers konar sérhagsmunastefna sé lykilorð allrar hamingju, sam- keppni, sem ekki lýtur annarri stjórnen geðþótta einstaklingsins vegur farsældarinnar og er gjarnan nefnd „frjálst framtak”, þegar hugsunin skal klædd falleg- um búningi. Frelsi er gott, en ekkert frelsi fær samt staðizt án takmarkana, og þau eru lika rök þess, að lög eru i löndum. I miskunnarlausri samkeppni hljóta margir að troð- ast undir, og driffjöður hennar hlýtur samkvæmt eðli máls að vera fikn og græðgi, sem engin hollusta fylgir, ef ekki er svo að segja innbyggður i þjóðarsálina hemill gegn viðþolslausri gróða- fikn. Vel rekin fyrirtæki eru nauð- syn, en ekki eru öll fyrirtæki jafn- nauðsvnleg. Og hvar sem græðgi verður mesta driffjöörin, er háski á ferðum. Dýrkun á gróða og gróðabrögöum er hættuleg og leiðir á villugötur, einhliða brýn- ingar um gróðaleiðir eru ekki hollar, þegar til lengdar lætur. Lifið er nefnilega ekki bara pen- ingar, heldur þau samskipti manna á milli, og raunar einnig manns og náttúru, er verða aö lúta reglum og siðaboöum, sem miðast við, að sem flestir lifi far- sælu lifi. Hinar gömlu dyggðir voru sprottnar úr þeim ^rðvegi, er löng og oft bitur reynsla hafði erj- að. Við þráum ekki hið horfna samfélag eins og það var, með öllu þess striti og örbirgö og rang- læti. En við getum margt sótt til þess, er hefur ævarandi gildi sem kjölfesta i mannlegum skiptum, frjóvgað nýjum viðhorfum um skylduga samhjálp, sem ekki tengistneinni lægingu ogléttlætí i skiptingu þess, sem viö höfum handaá milli. Viðþurfum að leiða heiðarleikann til sætis talsvert of- ar peningatrúnni, og þegnskap við landið, þjóðina og framtiðina háu þrepi ofar einstaklings- bundnum gróðasjónarmiðum. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.