Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 26
26
IMiilíÍÍ
Sunnudagur 5. febrúar 1978
Á esperantista-
þingi á íslandi
62. heimsmót esperantista var
haldið hér i Reykjavík á næst-
liðnu sumri. Mótsgestir munu
hafa verið um eitt þúsund.
Nokkrir þeirra voru frá svo
fjarlægum löndum sem Japan,
Ástraliu og Nýja Sjálandi. Frá
Suður-Afriku kom pennavinur
minn, munu bréfaskipti okkar
hafa hafizt fyrir um 10 árum.
Ekki höfðum viö fyrr sézt,aðeins
skipzt á skoðunum bréflega, per
esperanto. Heimkominn hefur
hann nú sent mér bréf og lætur
hann þar i ljós álit sitt á þvi er
hann sá og reyndi hér á iandi. Ef
til vill hefur einhver áhuga á að
sjá hvað hann hefur aö segja.
Og ekki veröur annað sagt en að
hann geti tjáð sig að viid á þessu
auöiærða máli:
K.S.
„Postbus 828 Phalaborova
SudAfrik.”
Heiðaraði skoðanabróðir,
fyrir skömmu fékk ég bréf þitt.
Nú eru liðnir rúmir þrir
mánuðir frá þvi að ég kom
heim, en þó snýst hugur minn
enn um Island. Meira en 200
póstkort og myndir hef ég limt
inn i albúm ásamtskýringum og
talsvert af myndskreyttum
bæklingum eru i öðru albúmi.
Greinar um feröina hef ég sam-
ið á þremur tungumálum
afríkönsku, ensku og esperantó.
Þú spyrð um áhrifin af ts-
landsferðinni og af Islandi.
Svarið er, mikilfenglegt, hrif-
andi og furðulegt land. 1
Suður-Afriku er mikið af ýms-
um náttúrufyrirbærum og til aö
skoða þau öll til hlitar þyrfti
maður allt lifið og að auki tvær
endurholdganir, samkvæmt
kenningum Búddatrúarmanna.
En af því sem tsland getur sýnt
gesti sinum, höfum viö ekkert.
Hér I Suður-Afriku eru stórar
skóglausar eyðimerkur en eng-
ar hrauneyðimerkur. Laugar
eru hér.en ekki goshverir. Gigar
eru hér ekki en jaröfræðingar
segja aömjögfornar gosstöðvar
séuánokkrum stöðum og meðal
annars hér, þar sem ég bý, og
nú eru grafin úr jörðu verðmæt
steinefni.
Margt er merkilegt i
Suður-Afriku en ekkert af þvi
sem Island býðursinum gesti að
sjá. Hér er ekki sjóðandi neðan-
jarðarvatn eða borholur, sem
gefa frá sér gufu og knýja gufu-
vélar. Hér er ekki tungllandslag
og hér er ekki til borg,ekki einu
sinni þorpsem hitað er upp með
heitu gjöfulu jarðvatni. Hér i
landi eru enn notuð kol þar sem
veörátta er slik aö þörf er á
húsahitun eða þá að notaö er
rafmagn sem framleitt er með
kolum.
Island er einstakt land og ég
iðrast þess ekki að ég fór þessa
ferð. Aðalmarkmið mitt með
ferðinni var að sjá landið, en
ekki að sitja þingið. Það að
þingið var haldiö á Islandi gerði
mér kleift að ferðast ódýrar en
ella einkum milli Islands og
Bretlands og að búa ódýrt i
fjöldagistingunni.
Vissulega heppnaðist þingiö
afbragösvel en hefði það verið i
London eða Paris, þá heföi ég
ekki komið.
Ef til vill hafa einhverjir þátt-
takendur orðið fyrir vonbrigð-
um vegna þess að landið leit
öðru visi út en þeir ætluöu. Ég
varö ekki fyrir vonbrigðum.þvi
að ég hafði nokkra almenna
þekkingu á landinu og vegna
póstkorta þeirra sem þú hafðir
sent mér. Islandsferðin jók
þessa þekkingu mina og varð að
eigin reynslu. Að sjá mynd af
Geysisgosi er venjulegt, en aö
standa hjá honum og stinga
hendinni niöur i heitt vatnið,að
sjá háa súlu af sjóðandi vatni
þeytast upp i loftið, og að taka
mynd af gosi er tilfinning sem
ekki fæst meö þvi að horfa á
mynd.
Sama má segja um Hvera-
gerði og holuna þar sem leið-
sögumaðurinn lét sápulög i svo
aðhún gysi og þarsem i;æktaðir
eru suðrænir ávextir rétt við
heimskautsbauginn. A sama
hátt var það mér óvenjuleg
reynsla að standa hjá opinber-
um bústað forseta landsins og
þar var hvorki gaddavir,
grimmir hundar eða vopnaðir
verðir,eins og erí næstum öllum
öðrum löndum.
Islandsferðin var öll ein röð
óvenjulegra og skemmtilegra
atburða. Mér mun ekki alltaf
verða trúað þegar ég segi frá
þvi að sólin hafi setzt klukkan
22.30 en samt hafi maður séð á
úrið sitt rétt fyrir miðnætti, þá
staddur úti á götu! Þvi siöur
verður mér trúaö ef ég segi frá
þvi að á björtum degi geisli sólin
frá sér svipuðum hita og tunglið
þegarþaðerfullt og að sólskins-
dagar séu stundum kaldari en
þokudagar.
011 þessi reynsla var einstök
og slæmt var að hafa ekki meiri
tima og tækifæri til að kynnast
landinu enn betur.
Helzt kvarta ég undan þvi
hvað peningaskipti urðu mér og
öðrum þinggestum óhagkvæm.
Til dæmis kostuðu filmur i
myndavélar helmingi meira á
Islandi en hér heima. Heföi ég
fyrr vitað það og einnig það að
tollþjönar skipta sér litið af
myndavelum og tilheyrandi þá
hefði ég haft filmurnar með
mér.
Ég óska skipuleggjendum
mótsins til hamingju með góða
skipulagningu. Fjöldagistingin
var vel heppnuö og hefði hún
ekki veriö þá hefði ég og
margir aðrir ekki komið. Dag-
gjöld voru 3 1/2 dollari. Ein-
hver kona sagði mér, að á hóteli
hennar hefðu daggjöld verið 27
dollarar. Morgunmatur var,
innifalinn.
Vegna verðlagsins á veitinga-
stöðum keyptu margir þeirra
sem dvöldu á fjöldagistingunni
sér snarl i næstu búð. Ég át að-
eins brauð og smjörliki. Tvær
vikur við þennan kost drepur
engan og ég kvarta ekki. Vegna
litils dvalarkostnaðar gat ég
skoðað fleira en annars hefði
verið kostur. Ég naut hverrar
stundar af veru minni á Islandi
en þvi miður gat ég ekki séð
fjarlægari staöi eða fariö á fisk-
veiðar.
Eftir heimkomuna hef ég
samið þvilikt hól um Island, aö
ef forsetinn sæi framleiðsluna
mundi hann bjóða mér til Is-
lands á eigin kostnað og sæma
mig heiðursmerki! En kannski
hafið þið afnumið slikt eins og
við.
Þú spyrð hvort ég geti ekki
gagnrýnt eitthvað. — Jú, það
get ég, og i fyrsta lagi að þið
skuluö mótmælalaust leyfa
Bandarikjamönnum að gera Is-
land að menningarlegri hjá-
lendu sinni.
Verzlunarfólk og venjulegt
fólk ávarpar útlendinga á ensku
eða ensku hrognamáli rétt eins
og allur heimurinn væri ensku-
mælandi. íslenzkan er dýrmæt-
ur menningararfúr og hún hefur
haldizt óbreytt i meir en þúsund
ár, nokkuð sem ekkert nútima-
mál getnr státaö af. En ef svona
heldur áfram verður hún á
skömmum tima fyrir óbætan-
legu tjóni.verður að bjánalegri
málleysu. Eftir aðeins skamma
dvöl bandarisks og brezks setu-
liðs i Þýzkalandi hefur þýzka
tekið i sig svo mörg
brezk-bandarisk orð að jafnvel
mér, sem aðeins hef lært málið
verður að orði ,,das ist kein
deutsch” — þetta er ekki þýzka.
Þegar svona fer hjá milljóna-
þjóð, hlýtur hættan aö vera
miklu meiri hjá smáþjóð. Jafn-
vel i Bretlandi kvarta ensku-
kennarar undan spillandi áhrif-
um frá Bandarikjamönnum. Ef
Islendingar og gestir þeirra
töluðu saman á esperanto væri
vandinn leysur.
Á meðan minningin um Is-
landsferöina er fersk i minni
þeirra, sem landið heimsóttu
legg ég til að islenzkir
esperantistar noti hinn hag-
stæða byr. Til mun vera mikið
af verkum fyrri tima höfunda
sem aðeins er til á islenzku
Meðal þess eru sjálfsagt ferða-
sögur, sem óþekktar eru er-
lendis. Væru þær þýddar gætu
þær þýðingar orðið söguskýr-
endum að gagni, jafnvel orðið
hinn týndi hlekkur sögulegra
staðreynda. Óþekkt islenzk rit
gætu ef til vill leyst sögulegar
ráðgátur. Sama má segja um
sögur af köppum og guðum þvi
fleiri en einn af fyrri tiðar köpp-
um varð seinna i minningum
manna að guði.
Þegar Spánverjar komu til
Mexikóvar einnaf guðumþessa
gulbrúna næstum skegglausa
fólks meðljósrautteða rautt hár
og skegg. Sigldi ef til vili ein-
hver Hrólfur eða Knútur þangað
til að stofna konungsriki. Geta
islenzk rit leyst þessa gátu. Ein-
hverjir vikingar reyndu að
stofna nýlendu i Kanada en
hurfu á braut. Sennilega vegna
þess að hinir frumstæðu
Indiánar höfðu ekkert til að
selja og að engu var af þeim að
ræna.
Þegar ég var á tslandi gafst
þú mér rifna orðabók. Sem
„amatör” i bókbandsiðninni þá
batt ég hana inn og nú er hún
sterk og vel viðgerð. Þegar ég
blaöa i henni finn ég á ýmsum
stöðum islenzk orð sem að staf-
setningu eru lik afrikönskum
orðum þó aö hin sameiginleg rót
sé trúiega tvö þúsund ára
gömul. Islenzka er elzta
teutona-málið sem enn er talað
en afrikanska hið yngsta.
Karl Sig. vélstjóri.
Forkastanlegt frá dýravemdunar-
sjónarmiði að hafa hænur í búmm
Þær verða sjúkar og geta ekki breytt
samkvæmt eðli sínu
mörkum háð.
Politiken telur að timi sé
kominn til að Dýraheilbrigðis-
ráðið endurskoði afstöðu sina til
þessa alvarlega vandamáls i
ljósi nýrra rannsókna og taki
ekki sizt tillit til rannsókna i
dýrasálarfræði sem Rann-
sóknarráð landbúnaðarins og
dýralækninga hefur tekið þátt i
frá 1973.
Hvenær tekur Dýra-
verndunarfélagið islenzka þessi
mál til meðferðar hér?
Hænur i búrum geta
ekki fylgt eftir eðlilegu
atferli sínu. Búrin veita
þeim ekki tækifæri til að
fullnægja hvöt sinni til
hreiðurgerðar, sem er
tengd hormónastarfsemi
þeirra og þar sem þær
hafa lítið svigrúm til að
tina fræog úrgang verður
vart hjá þeim óæskilegr-
ar hneigðar til að tína af
sér fiðrið og eta hver
aðra.
Viðtækar rannsóknir hafa
verið gerðar á þvi hvernig at-
ferli varphæna breytist þegar
þær eru látnar vera i búrum i
hænsnabúum. Þessar rann-
sóknir hafa leitt i ljós að atferli
þeirra breytist frá þvi sem eðli-
legt er talið hvað snertir bar-
áttuhneigð, hreiöurgerð, varp,
fæöuöflun og hvild. Afleiðingar
af þessu verða aukin ótta- og
árásarhneigð, og þarmeð alvar-
legir áverkar á veikburða hæn-
um. Ennfremur hefur verið bent
á að samhengi sé milli þess að
hænur séu hafðar i búrum og
stökkra beina og fitulifrar.
Þessir sjúkdómar stafa af þvi
að hænurnar fá ekki nóga
hreyfingu, en orsakast ekki af
ófullnægjandi fóðri. Stökk bein
stafa af þvi að beinagrindin
kalkar og sjúkdómurinn getur
verið bráðafár eða langvarandi.
I fyrra tilfellinu deyja hænurn-
ar án þess að vart verði viö
sjúkdóminn. Þegar sjúkdómur-
inn er langvarandi eiga dýrin
erfitt með að hreyfa sig, jafnvel
svo að þau geta ekki risiö á
fætur. Beinbrot eru algeng,
einkum brotna bringubein, rif-
bein og vængjabein fuglanna.
Fitulifrin stafar af þvi að búr-
hænurnar eta meira en likami
þeirra getur unnið úr og hefur
hreyfingarleysiö þar einnig
áhrif. Aukin fita i lifrinni eykur
hættu á blæðingu i lifrinni og
þar með hættu á dauða vegna
blæðingar i kviöarholi.
Kaupmannahafnarblaðið
Politiken hefur undanfarið
ásakað dómsmálaráðuneytið
fyrir að hafa stuðlað að þvi að
búr væru tekin i notkun á
hænsnabúum og þannig lögleitt
stórkostlegar pyndingar á dýr-
um.
1 raun er það þó ekki danska
dómsmálaráðuneytið sem er
ábyrgt heldur Dýraheilbrigðis-
ráöiðsem 1975 gaf þann úrskurð
aðekki væri ástæða til þess frá
dýraverndunar sjónarmiði að
halda fast við bann, sem þangað
til hafði verið i gildi um notkun
búra fyrir varphænur. Ráðinu
var á jíessum tima kunnugt um
að notkun búranna var ann-
Hænur i búrum á islenzku hænsnabúi Þaö er þröngt um búrhænurnar
hér ekki siöur en I Danmörku. Timamyndir Gunnar