Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 14
Sunnudagur 5. febrúar 1978 14 Ein eldflaugin tilbúin til þess að koma gervihnetti á loft. 17. mai í vor skaut vesturþýzka geimrannsóknarstofnunin OTRAG á loft fyrstu eldflaug sinni I Shabahéraði i Zaire. Fáir vissu áður, að vesturþýzka ríkisstjórnin hafði komið sér fyrir inni i miðri Afriku á þann hátt, sem hún hefur gert. Hún hefur fengið til umráða griðar- legt landsvæði, sem aö flatar- máli er hvorki meira né minna en hálft Vestur-Þýzkaland og lagt tugi milljarða i þetta fyrir- tæki og markmiöið er þátttaka i kapphlaupinu um geiminn. . Sagan af þvi, hvernig '.Vestur-Þjóðverjar hafa tekið á leigu tiunda hluta af Zaire likist mest æsilegri sögu hugmynda- riks höfundar. OTRAG er að nafni til hlutafélag, sem tekur að sér að skjóta á loft gervi- hnöttum i friðsamlegum til- gangi. Arið 1974 fékk það i hend- ur stórmikið fé úr visindasjóð- um, sem þýzkarikið ræður yfir. Stjórnarformaöur hlutafélags- ins heitir dr. Kurt H. Debus, og var á sinum hægri hönd hins fræga manns, Werner von Braun. Forstjóri er Lutz Kayser, þrjátiu og átta ára, og hefur lengi helgaö sig rannsókn- um á eldflaugum. Hin nánu tengsl hlutafe'lags- ins og þýzka rikisins birtast einnig i þvi, að sama dag og fyrstu eldflauginni var skotið á loft i Zaire, var utanrfkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, Hans Dietrich Genscher, staddur i Shabahéraði, sagður á leið til fundar við Móbútú forseta, er fékk við það tækifæri sem svar- ar einum milljarði islenskra króna til styrktar landi sinu. Aður höfðu þeir Lutz Kayser og Móbútú samið sin á milli, og var samningurinn undirritaöur I marzmánuði 1977. Þar er kveðiö á um það, að OTRAG fengi á leigu hundraö þúsund ferkiló- metra lands i austurhluta Zaire og greiddi eitthvaö um fimmtán milljarða islenzkra króna i leigu. Allt starfslið félagsins skyldi undanþegið sköttum og skyldum i Zaire og njóta að auki sömu friðhelgi og réttinda og starfsfólk sendiráða. OTRAG má ákveða á eigin spýtur, hverjir koma inn á þetta svæði, sem er nokkurn veginn jafnstórt Islandi, og Zairestjórn skuld- batt sig til þess aö hlutast ekki til um neitt, er þar færi fram. Auk peninganna hefur það auðsjáanlega blindað Móbútú, að land hans yrði frægt af þvi, að þar skyldi eiga að reisa fyrstu skotpalla eldflauga i Afriku. En hann er einn þeirra afrisku þjóðhöfðingja, sem stjórnar landi og lýð eins og allt sé einkaeign hans. Hirð sú, sem hann : hefur um sig, lifir i mikl- um munaði og er frek til fjár, en mikill hluti þjóðarinnar er van- nærður og sums staðar er fólkið á hungurmörkum. Einmitt i Shabahéraði kom til uppreisnar siðast liðið vor, og þá lýsti Carter Bandarikjafor- seti Móbútú sem nánum vini Vesturlanda, er ekki mætti verða fyrir skakkaföllum. En Nathanael Mbúmba, sem stjórnaði uppreisninni, kallaði stöðvar Þjóðverja bækistöð til liðveizlu við Suður-Afrikustjórn og þátt i viðleitni vestrænna rikja til aö umkringja þau lönd i sunnanverðri Afriku er viidu fara sinar götur. Fullyrt er, að stöðvarnar i Shaba hafi þegar verið notaðar af vestur-þýzka varnarmála- ráðuneytinu til þess að prófa ýmsar gerðir eldflauga. Slik vopn má ekki smiða eða fara með i Vestur-Þýzkalandi sjálfu samkvæmt sáttmála þeim frá 1954, er kenndur er við Lundúni og Paris. En þarna er leið fund- in til þess að fara kring um hann. Fréttaritari Reuters i Brússel, JamesFollys, staðhæf- ir, að Vestur-Þjóðverjar hafi i smiðum kjarnorkuvopn, sem komizt af með litla hleöslu. Þetta er samstæða margra litilla flauga, sem hver um sig getur gerbreytt um það bil eins ferkilómetra svæði. Þess háttar vopn segir hann, að reyna eigi i Zaire. En friðarrannsóknar- stofnunin i Stokkhólmi, SIRPI, Kenningin: Að hætta að framleiða Hjá einu dagblaðanna íslenzku er sú kenning í hávegum höfð að hætta að framieiða hér uppi á isaköldu landi, að minnsta kosti að hætta framleiðslu á land- búnaðarvörum. Blaðið hefur að sjálf- sögðu margsannað kenn- inguna vísindalega og þá eðlilega gengið út frá al- þjóðlegu framleiðslu- ástandi jafnt sem is- lenzku. T.d. hefur komið fram að verðlækkanir á korni og soyabaunum stuðlaði á sínum tíma að offramleiðslu í heimin- um, einkum á mjólkur- afurðum, og ennfremur að aukinni búfjárfram- leiðslu. Þar á ofan hefur það sýnt sig að aðeins 460 milljónir manns búa vió alvarlegan matarskort ,,í þessum bezta heimi allra heima". Árlega blindast auk þess um 100 þúsund börn vegna A-vítamín- skorts. Það er því Ijóst, eins og blaðið réttilega segir, að heiminum verður ekki betur bjargað af Islands hálfu en þannig að ís lendingar hætti allri framleiðslu landbúnað- arvara. y Ekki skal því þó neitað að alltaf öðru hverju heyrast hjáróma raddir sem ekki eru á hinni einu réttu skoðun. Þessar raddir eru algengastar í dagblaðinu Tímanum, segja menn, en heyrast þó víðar og nú siðast í riti Landverndar: ,,Fæðubú- skapur". Segir þar á ein- um stað: ,,Hér á íslandi var uppi mikill hávaði fyrir 1-2 árum um að jafnvel leggja niður mat- vælaframleiðslu hér, en flytja inn kjöt, mjólk o.fl. i skiptum fyrir málma. Eins og ástandið er í heiminum núna, lætur þetta nærri sjáífsmorðs- hugleiðingum. Vonandi bíða mannkyns betri tím- ar, svo að við getum veitt okkur að flytja út dýra málma fyrir ódýr mat- væli." Þrátt fyrir slík mót- mæli stendur hinn sanni málstaður óhaggaður eft- ir. Því má heldur ekki gleyma að ótal margt fleira en hér hefur verið nefnt skýtur stoðum und- ir nauðsyn þess að hætta að framleiða á íslandi. T.d. má nefna að grund- völlur mundi þannig skapast fyrir verulega fjölgun i stétt heildsala, þ.e.a.s. með auknum inn- flutningi. Fjölgun heild- sala og aukinn innflutn- ingur er enda líf snauðsyn essari þjóð. Ekkertannað mundi fremur stuðla að eyðslu umframgjaldeyr- is, en við höf um nú ekkert betra við hann að gera en geyma hann á reikning- um i erlendum bönkum. Að lokum skal á það bent að þegar bændur yrðu all- ir atvinnulausir mundi spenna og samkeppni á vinnumarkaði vera úr sögunni. Slíkt mundi aft- ur stuðla að lægri launum hjá verkafólki, og um nauðsyn þess geta allir verið sammála. Hér með telst kenning dagblaðsins íslenzka vera sönnuð þ.e. að bændur verða að hætta að fram- leiða, Aðeins með því móti verður öllum lang- tímamarkmiðum náð. Þannig verður stuðlað að atvinnuleysi, kauplækk- unum auknum innflutn- ingi, minni útflutningi og pinulitið minni fram- leiðslu og meira hungri ,,í þessum bezta heimi allra heima". KUBBUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.