Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 22

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 22
22 Sunnudagur 5. febrúar 1978 BERLÍNAR- PISTILL .Trcibcir topcn Pcf Hjörtur Jónasson: Áramót, ísbirnir og fleira Nú eru áramót um garö geng- in. Einnig hér i Berlin, hinni gömlu höfuðborg Þýzkalands. Ljósadýröin prýddi borgina og um miðnætti svifu flugeldar og ljósleiftur i öllum regnbogans litum yfir henni. Það var skotið á báða bóga og stirndur himinn- inn leiftraði. Berlin var eitt ljós- haf ofar mennskum múrum. Vestur-Þjóðverjar skutu lika fyrir rúmar 80 milljónir þýzkra marka og Austur-Þjóðverjar fyrir 30 milljónir. Já, það eru álitlegar summur og mætti margt fyrir gera, en hvers vegna ekki að fagna nýju ári og vænta friðar, góðs gengis og atvinnu fyrir alla, eins og Schmidt kanslarikomstað orði f áramótaræðu sinni? Þar býr hæverskt og vingjarnlegt fólk Við sjáum hér 5 þýzkar sjón- varpsstöðvar, þrjár i vestri og tvær í austri. Þær vestur-þýzku senda út i litum en hjá Aust- ur-Þjóðverjum er enn aðeins svart og hvitt. Ein stöðiner hér i Vestur-Berlin og er mikið horft á hana. Það er sendir „frjálsa Berlin”, eins og hér er sagt. A gamlárskvöld var samtal við ibúa borgarinnar, sem búa viðmúrinnillræmda. Éger einn þeirra, sem búa i nágrenni hans i úthverfi borgarinnar, og hafði þvi gaman af að heyra skoðanir manna. Allir voru á einu máli: Múrinn var eins og hvert annað hundsbit ekki gróið, en tók þvi vart að tala um. Það voru allir búnir að venjast honum fyrir löngu. Sumir höfðu af honum nokkur not. Það mátti festa i hann þvottasnúrur, loftnet eða annað slikt. Enginn kvartaði. Mér er sagt hér að þessi þátt- ur hafi alls ekki gefið rétta mynd af skoðunum fólks. Það hafi verið valin úr einlit hjörð og þátturinn settur á svið til að bera vopn á klæðin og draga úr spennu. Auðvitað vill enginn hafa múrinn hér fyrir vestan, en ég erekki viss um, að Austur-Þjóð- verjar streymi svo vestur sem hér er haldið ef allt væri gefið frjálst og öll hlið opnuð. Þeir hafa byggt upp sitt og byggja upp. Hverjir byggja traustar, læt ég ósvaraö. Hitt veit ég af eigin reynslu að haldan við múrinn býr hæverskt fóLk og vingjarnlegt og hvergi hef ég fýrirhitt elskulegri lög- regluþjóna en einmitt þar. „Þannig eru þeir við útlend- inga,” segja menn hér fyrir vestan. „Það er önnur fram- koma við okkur. Þetta eru skepnur. Þeir eru bara að sýn- ast við údendinga.” Jæja, ekki vil ég þar um dæma, en ég hef hugsað mér að taka menn betur tali beggjá megin múrsins, en það biöur betri tima. Það sem þeir vita— og við A gamlársdag og sérstaklega um kvöldið uröu hér i Vest- ur-Þýzkalandi 63 banaslys i um- ferðinni og margir lentu á sjúkrahúsum. Aðallega voru þetta börn, sem hlupu fyrir bila. Veðrið var gott, heiður himinn og vægt frost. Hér vita menn lit- ið um Island. Sumir halda að þar búi Eskimóar, aðrir ljós- hærðir og bláeygir niðjar vikinganna. Helzt vita menn eitthvað um þorskastriðin. Einn, sem ég átti við erindi, sagðist að visu mundu greiða götu mina, þó að ég ætti það ekki skilið sem Islendingur vegna þorskastriðsins, en hann glotti þó tvirætt. Islenzkir rithöfundar eru þó hér nokkuð þekktir, eins og Gunnar Gunnarsson, Nonni, Laxnessog Kamban,svo að þeir helztu séu nefndir. Þekktust er þó Edda og sumar íslendinga- sögurnar, sérstaklega Grettis- saga. Egilssögu var ég að ljúka við að lesa i þýzkri þýðingu, ágætri, myndskeyttri, ætlaðri skólum. Nú, hvað vita svo Islendingar um Berlin? Flestir vita, að hún var höfuðborg hins sameinaða þýzka rikis og þar var barizt hart við lok siðari heims- styrjaldar, enda stóð og féll Þýzkaland með höfuðborg sinni og foringja. Margir vita sjálfsagt lika að Austur-Berlin er höfuðborg Al- þýðulýðveldisins þýzka. Hvað svo meira? Jú, Berlin er stærsta borg Þýzkalands með rúmlega 3.160.000 ibúa. Þar af búa rúmlega 2.060.000 i Vestur-Berlin hinni frjálsu Ber- lin eins og menn segja hér og 1.090.000 i Austur-Berlin. Berlin er þvi ennþá langstærsta borg Þýzkalands og meira að segja Vestur-Berlin ein og sér stærsta borg Vestur-Þýzka- lands. I hugum flestra Þjóð- verja mun hún einnig vera hin eina sanna höfuðborg. Menn bera ekki virðingu fyrir Bonn eins og Berlin. Hún liggur lika i hjarta Evrópu, á sömu breiddargráðu og London, 52 gr. 31 min. norðlægrar breiddar og sömu iengdargráðu og Napóli eða 13 gr. 25 min. austlægrar lengdar. Borgin er umkringd skóglendi og vötnum og vitan- lega Alþýðulýðveldinu þýzka. Er landamæralinan 232 km og koma 115 km þar i hlut Vest- ur-Berlinar og 117 km i hlut Austur-Berlinar. Múrinn sjálfur frá 13. ágúst 1961 er 46 km langur. Oll Berlin er 883 ferkm eða gæti hæglega rúmað Stór-Hamborg (753 fkm) innan múra sinna eða borgirnar Miinchen (311 fkm) Stuttgart (207 fkm) og Frankfurt/Mainz (222 fkm) allar. Margt merkilegt að sjá Loftslag i Berlin er þægilegt fyrir Islendinga, ársmeðalhiti 9 stig á Celsius og veður breyti- legt, þar sem borgin liggur á mörkum úthafsloftslags og meginlandsloftslags. Landbúnaður er þó nokkur i útjörðum borgarinnar og eru notaðir um 2100 ha lands til þeirra hluta. Af húsdýrum eiga Vestur-Berlinarbúar 2000 hesta, 1500 nautgripi, 9000 svin, 800 kindur, 134 geitur, 25.600 hænsni, gæsir og endur, 4400 bý- flugnabú og 75000 hunda sem alls staðarspóka sig á götunum. Auk þess er hér i Vestur-Ber- lin tegundaflesti dýragarður i Evrópu. Hann lá upphaflega ut- an borgarinnar, en það er orðið langt siðan enda var honum komið á fót árið 1841 og var þá fyrsti dýragarður Þýzkalands, upphaflega sérstaklega frægur fyrirhin suðlægu dýr sin. Nú eru þar yfir 1000 spendýr af 220 mis- munandi tegundum og um 3000 fuglar af meir en 700 tegundum. Skipar dýragarðurinn hér þvi annað sæti á eftir garðinum i San Diego i USA sem er stærstur i heimi. Sérstaka at- hygli vekur apahúsið með um 150 öpum, þar af 6 górillum, 13 órangútum og 7 simpönsum. Þar næst mætti telja filahúsið með 11 afriskum og indverskum filum og nashyrningahúsið með belúsnashyrningum, sem ann- ars mega heita nær útdauðir I heiminum, ásamt snjáldurnas- hyrningum og breiðkjöftum. Þá er fuglahúsið stærst sinnar tegundar i Evrópu. Það er eins og frumskógur og að stærð 360 rúmmetrar. Þar er aragrúi alls konar fugla. Ekki má gleyma nýjasta stór- hýsi dýragarðsins en það var byggt fyrir isbirnina og er 1400 ferm og skútar og hellar gerðir úr 2100 tonnum af graniti. Einnig er útivistarsvæði fyrir hýenur, úlfa, birni og fleiri slik dýr ásamt sérstöku húsi fyrir stærstu rándýrin eins og ljón tigrisdýr og hlébarða. Nú liggur dýragarðurinn I hjarta Berlinarborgar og nær þar yfir nálægt 30 ha lands. Hér i Vestur-Berlin er lika stærsta lagardýrasafn heimsins með 9500 dýrum af 1400 mis- munandi tegundum. Þar eru 450 ker með fiskum, skriðdýrum, pöddum og skorkvikindum svo og hitabeltisskáli á fleiri hæð- um. Má sjá þar f jölda af krókó- dilum og slöngum eins og á bakka frumskógarfljóts. Jæja ég er nú búinn að fjölyrða nokkuð um dýragarð- inn og lagardýrasafnið enda þau þess virðþen hér gefur fleira að lita. Söfnin, þau stærstu hafa þó einkum fallið i hlut Austur-Ber- linar svo sem Þjóðminjasafnið gamla og Náttúrugripasafn Berlinar, sem hefur að geyma sérstaka tslandsdeild, þó að litil sé. Má þar sjá þverskurð af is- lenzku fuglabjargi. A bjarg- brúninni er tslandsfálkinn að taka til matar sins. Neðar i bjarginu koma svo skegla og fýll ásamt öllum tegundum is- lenzkra svartfugla. Þarna er lika hinn myndarlegasti geir- fugl og siðast en ekki sizt beina- grind stærstu risaeðlu sem fundizt hefur, brachiosaurus, lengd 23 m og hæð 12 m. Lifandi hefur hún vegið um 50 tonn. Der Tagesspiegel eða spegill dagsins, var að berast mér i hendur og að þessu sinni með forsiðufrétt úr Pravda og þar sem éger i Berlin með skjaldar- merki bjarnarins og hefi verið að segja frá dýrum, finnst mér tilhlýðilegt að láta þessa fregn fylgja með: „Umsetin isbjörnum I tvo mánuði." A Tschukotkaskaga „spássera” rándýrin um göturnar. Moskva: Hjá ibúum hins litla þorjjs Billings á Tschukotka- skaga við tshafið var aðeins eitt umræðuefni vikurnar fyrir ára- mótin: ísbirnirnir. „Vissulega, og þeir voru 40, ungir og gamlir. Þeir söfnuðust saman i lok októ- ber. Fyrst komu fjórir, þvi næst sáum við niu, átján...” í bréfi til Pravda lýsir bæjar- stýran i Biilings þvi hverju hún og aðrir fbúar þessarar ný- byggðar fjærst i austri USSR urðu vitni að þegar isbirnirnir sátu um þorpið i nærri tvo mánuði. tsbirnir við íshaf er ekki óalgeng sjón og þeir sem þar búa mæta þeim af og til. Samt var það sem átti sér stað i Billings eins dæmi á Tschu- kotka. „Við vorum eins og um- setin. Hjá okkur dimmir snemma á kvöldin og þá „spásseruðu” isbirnirnir eftir mannlausri aðalgötunni eins og hverri annarri breiðgötu. Þeir mölvuðu upp timburhjall þar sem voru birgðir af kjöti og spiki og hökkuðu allt i sig á svipstundu,” sagði borgarstýr- an i bréfi sinu. Fregnin um umsát isbjarn- anna breiddist út um Tschu- kotkaskaga með leifturhraða. íbúarnir fengu fjöldamargar upphringingar og simskeyti með góðum ráðleggingum um hvernig þeir skyldu reka Isbirn- ina af höndum sér. „Við skutum ljósrakettum, en birnirnir kærðu sig bara kollótta,” segir i bréfinu. Birnirnir höfðu aðeins hrist höfuðið og starað á ljós- rákirnar i loftinu. Þar sem bannað er að skjóta isbirni i USSR gripu veiðimennirnir i Billings ekki til byssunnar. Það voru ekki bara ibúar þorpsins sem voru varir um sig. Einnig hinir gjammandi veiðihundar voru lafhræddir. Allan sólar- hringinn voru varðsveitir á dráttarvélum á ferðinni til þess að koma i veg fyrir það allra versta. ísbjarnainnrásin i Billings átti sér tvær orsakir: dauðan hval sem hafði rekið að landi, og sjóinn milli Tschu- kotka og Wrangeleyjar lagði seinna en venjulega. Þessi eyja i tshafinu er vin- sælt vetraraðsetur isbjarnanna, en þeirvorulenguren venjulega á meginlandinu að þessu sinni þar sem isinn vantaði. Þessi hættulegu rándýr gæddu sér á dauðum hvalnum i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.