Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 17
Sunnudagur S. febrúar 1978 17 fíftMIW Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Áskriftargjald kr. 1700 á mánuði. BSaðaprent h.f. Er byggðastefnan andstæð þéttbýlinu? Af skrifum vissra blaða mætti ætla, að byggða- stefnan, sem fylgt hefur verið siðustu ár, hafi snú- ið fólksstraumnum til höfuðborgarsvæðisins svo við, að háski sé á ferðum. í tilefni af þvi, er ekki úr vegi, að rif ja upp nokkrar tölur um þetta efni. Samkvæmt siðustu ársskýrslu Framkvæmda- stofnunar rikisins, bjuggu á Vesturlandi 6.9% allra landsmanna árið 1960 en sú tala var komin niður i 6.4% árið 1974 og var óbrevtt 1976. Hér hefur þvi tekizt að halda óbreyttu hlutfalli en ekki meira. Á Vestfjörðum bjuggu 1960 5.9% allra landsmanna, en 1971 var þetta hlutfall komið niður i 4.8%, en var 4.6% árið 1976. Hér hefur ekki tekizt að halda óbreyttu hlutfalli. Á Norðurlandi bjuggu 16.9% allra landsmanna árið 1960, en 1971 var þessi tala komin niður i 15.6%, lækkaði i 15.5% árin 1974 og 1975, en komst aftur i 15.6% á árinu 1976.Á Austurlandi bjuggu 1960 5.9% allra lands- manna, en 1971 var þessi tala komin niður i 5.4% en var 1976 komin upp i 5.6%.Hér hefur þvi litillega tekizt að snúa vörn i sókn. Loks er svo Suðurland. Þar bjuggu 9% allra landsmanna 1960 en 1971 er sú tala komin niður í 8.8%, en var 1976 8.6%. Þannig hefur á árunum 1971-1976 tekizt að halda nokkurn veginn óbreyttu hlutfalli milli höfuðborgarsvæðis- ins og byggðarinnar utan þess, en þó hefur höfuð- borgarsvæðið heldur unnið á, þar sem ibúar Reykjavikur og Reykjaneskjördæmis voru 58.9% allra landsmanna 1971 en 59.2% árið 1976. Þetta er hins vegar mun minni aukning en á áratugnum á undan en 1960 bjuggu 55.6% allra landsmanna i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, en þessi tala var komin upp i 58.9% 1971, eins og áður segir. En hefði verið æskilegt, að sú þróun héldi áfram? Hefði það ekki orðið meira en hæpinn vinningur fyrir höfuðborgina? Það er mikill misskilningur að telja þá breytingu, sem hér hefur orðið háskalega og reyna að nota hana til að æsa höfuðborgarbúa gegn byggðastefnunni. Þessi breyting er þeim ekki minna til hags en öðrum, þvi að það er ekki þeirra hagur, að höfuðborgarsvæðið þenjist út of hratt. Hallar á Reykjavik Þótt höfuðborgarsvæðið hafi vel haldið hlut sin um að undanförnu, hvað fólksfjölda snertir, er það rétt, að sama gildir ekki um Reykjavik. Fólks- fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefúr farið fram hjá Reykjavik. Fólki hefur fjölgað i Hafnarfirði. Kópavogi, Garðabæ og Mosfellssveit og á Seltjarn- arnesi, meðan Reykjavik hefur staðið i stað. Hver er skýringin? Er hún nokkur önnur en sú, að stjórnendur Reykjavikurborgar hafa orðið undir i samkeppninni við stjórnendur nágranna- byggðanna? Þetta hlýtur að verða Reykvikingum ærið umhugsunarefni og verða mjög á dagskrá við borgarstjórnarkosningar, sem eru framundan. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Thatcher breytir um útlit og framgöngu Færustu sérfræðingar látnir leiðbeina henni ÞAÐ VAKTI sérstaka at- hygli og umtal brezkra blaöa, þegar þaö gerbist fyrir nokkr- um dögum að gestur kom á heimili Margarets Thatcher i London og dvaldi þar i riima klukkustund. Astæðan var sú að gesturinn var Heath fyrrv. forsætisráðherra. Síöan Thatcher felldi hann við for- mannskjör i Ihaldsftokknum I febrúar 1975 hefur verið lítið um viðræður milli þeirra. Thatcher hefur ekki boðið Heath sæti i hinu svonefnda skuggaráðuneyti íhalds- flokksins og hann siður en svo falazt eftir þvi. Ástæðan til þess að Thatcher hefur snið- gengið Heath er m.a., að hún hefur talið flokk sinn svo sigurvissan aö hún þyrfti ekki neitt á liðveizlu Heath að halda enda bentu skoðana- kannanir til þess lengi vel að thaldsflokkurinn myndi auðveldlega vinna næstu þing- kosningar. Nú er þetta hins vegar að breytast. Siðustu skoðanakannanir benda til, að úrslitin geti orðið mjög tvisýn. Verkamannaflokkurinn hefur undir forustu Callaghans stöðugt verið aö vinna á siðustu mánuöina. Thatcher auglýsir það ekki lengur eins ákveðiö og áöur i utanlands- ferðum sinum, að hún verði næsti forsætisráðherra Bret- lands. Henni og nánustu sam- verkamönnum hennar er ljóst að Ihaldsflokkurinn þarf á öllu sinu að halda ef hann á að. sigra Verkamannaflokkinn i næstu kosningum. Þess vegna greip hún til þess ráðs eftir að Heath var nýkominn úr ferða- lagi um Austurlönd nær að biöja hann um aö heimsækja sig og gefa sér skýrslu um ferðalagið en Heath ræddi við helztu stjórnarleiðtoga þar. Heath gat ekki neitað þessum tilmælum. Hannþáði boðiö og gizka blöðin á, að þau hafi rætt um fleira en Austurlönd nær. Sumir fréttaskýrendur telja sig hafa heimildir fyrir þvi að Thatcher hyggist bjóða Heath stöðu utanrikisráðherra i skuggaráðuneytinu. Blöðum kemur yfirleitt saman um, að þaö myndi reynast Thatcher verulegur styrkur. SPURNINGIN er hins vegar sú hvort Heath kærir sig nokk- uð um að þiggja boðið. Hann hefur siöan hann féll við for- mannskjörið unnið sér vax- andi vinsældir jafnt með bók- um sínum og ræðum sem hafa þótt betur undirbúnar en þær, sem hann var vanur að halda meðan hann var ráðherra,eða leiðtogi stjórnarandstöðu. Jafnframthefurhann oft leyft sér aö hafa aðrar skoðanir á ýmsum málum en Thatcher. Fréttaskýrendum kemur yfir- leitt saman um, að staða Heaths sé mun sterkari nú en Hin nýja Margaret Thatcher hún var, þegar hann féll við formannskjöriö. Hins vegar verður ekki hið sama sagt um Thatcher. Hún hlaut veru- legar vinsældir fyrst eftir að hún sigraöi Heath og virtist þá, aðþaðheföiverið réttráöið að velja hana til formennsku. En henni hefur ekki tekizt að halda vinsældunum. Hún þyk- ir i framkomu sinni minna of mikið á yfirstéttakonu, þótt hún sé raunar úr milÚstétt. Málflutningur hennar virðist ei ná nógu veltil almennings, þótt hún sé vel máli farin. Eitt blaðanna komst nýlega svo að orði aö óneitanlega væri hún glæsileg kona og hressileg„en samt ekki viðfelldin. Þótt hún standi sig allvel á þingi er Callaghan ofjarl hennar. Hann er slyngari og klókari. Framkoma hans virðist h'ka falla almenningi betur i geð. Við það bætist svo að efna- hagsleg staða Breta fer batn- andi og þeim finnst Callaghan vera vera seigur og traustur. Hann er nýr Baldwin sagði eitt Thatcher i Petticoat Lane brezku blaöanna nýlega en Baldwin var einn af vinsæl- ustu stjórnmálamönnum Breta á árunum milli heims- styrjaldanna. Þótt hann væri ekki talinn skörungur, vakti hann traust með framkomu sinni og nýtur nú vaxandi viðurkenningar hjá brezkum sagnriturum. ÞAÐ VERÐUR ekki annað sagt en að Thatcher hafi brugðizt mannlega viö þeim vanda sem nú steöjar aö henni. Ráðunautar keppast við að gera hana að nýrri Margaret, hlýlegri og alþýð- legri. Hárgreiðslu hennar hef- ur venð breytt og einnig klæðaburði. Hún er send út i fátækrahverfin og látin ræða við fólk þar blátt áfram og óþvingaö. Nýlega heimsótti hún East End i London og labbaði um Petticoat Lane, þar sem smásalar hafa alls konar varning á boðstólum. Hún rabbaöi við þá og fólkiö sem var aö verzla og þótti standa sig vel. Margir ljós- myndarar voru til taks og tóku af henni margar myndir, en bezt þótti sú takast þegar einn af sölumönnunum var að kyssa hana á kinnina. Sam- verkamenn Thatchers gera sér góðar vonir um.að þeim muni með slikum og öðrum aðferöum heppnast aö auka vinsældir hennar aö nýju. En það veröur þeim aö takast.þvi að skoðanakannanir sýna að stöðugt fleiri kjósa heldur Callaghan en hana sem for- sætisráðherra. Ef thaldsflokk- urinn sigrar i næstu kosning- um verður þaö þvi ekki vegna hennar.heldur þrátt fyrir hana ef taka á mark á siðustu skoðanakönnunum. Hin nýja Margaret þarf þvi sannarlega að standa sig vel. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.