Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 5. febrúar 1978
21
Árnað heilla
17.9.77 voru gefin saman i hjóna-
band af sr. Þóri Stephensen i
Dómkirlcjunni Jófriður A. Hall-
dórsdóttir og Sigurður Jónsson
heimili Rauðalæk 55, R.
(ljósm.st. Gunnars Ingimars.
Suðurveri)
24.9.77 voru gefin saman f hóna-
band af sr. Frank M. Halldórs-
syni i Neskirkju Ingibjörg Þor-
finnsdóttir og Guðmundur Þor-
björnsson, heimili Meistaravöll-
um 9, R. (Ljósm.st. Gunnars
Ingimars. Suðurveri)
17.9.77 voru gefin saman i hjóna-
band af sr. Sigurði H. Guðjóns-
syni Langholtskirkju Helga
Andreasen og Sigurður Jóhanns-
son heimili Garðarsbraut 67,
Húsavík (Ljósm.st. Gunnars
Ingimars Suðurveri)
8.10.77 voru gefin saman i hjóna-
band i Þjóðkirkjunni i Hafnarf. af
sr. Garðari Þorsteinssyni Ragn-
heiður Ingadóttir og Úlfar Sigur-
jónsson, heimili öldugötu 35,
Hafnarf. (Ljósm.st. Gunnars
Ingimars. Suðurveri)
3. sept. 1977 voru gefin saman i
hjónaband af sr. Brynjólfi Gisla-
syni I Stafholtskirkju Herdis
Tómasdóttir og KrLstján GuS-
mundsson, heimili Nesvegi 13,
Grundarfirði. (Ljósm.st. Gunn-
ars Ingimars. SuJ>urveri)
17.9.77 voru gefin saman i hjóna-
band af sr. Siguröi Hauki Guð-
jónssyni i Langholtskirkju Friða
Björk Gunnarsdóttir og Aðal-
steinn Gottskálksson. Heimili
Hólavegi 11, Dalvik. (Ljósm.st.
Gunnars Ingimars. Suðurveri)
Árni tsleifsson
Var lengi búinn
að ganga með
þá hugmynd
— segir Árni ísleifsson, tónlistarkennari, sem flutti
til Egilsstaða i fyrrahaust
Ég var lengi búinn a'ð'ganga
með þá hugmynd að flytja út á
land, og loks lét ég verða af þvi
fyrir ári siðan, sagði Arni Is-
leifsson tónlistarkennari i við-
tali við Timann á Egilsstöðum
nýlega. Ég lauk prófi úr söng-
kennaradeild Tónlistarskólans
árið 1971 og hafði þá strax hugs-
að mér að flytja út á land. Var
þá með það i huga að flytja til
Sauðárkróks en af þvi varð ekki.
Sfðan var ég um kyrrt i Reykja-
vík þar til i fyrraháust að ég
flutti hingað til Egilsstaða.
Vissulega komu ýmsir staðir til
greina, eftir að ég hafði ákveðið
að flytja, en það sem réði úrslit-
um var, að ég þekkti skólastjóra
tónlistarskólans hér, Magnús
Magnússon, og vildi ég gjarnan
starfa með honum.
Hér á Egilsstöðum er mjög
gott að vera. Maður finnur ekki
tiTneinnar einangrunar, enda
eru hér miklir möguleikar á
ferðum f allar áttir. T.d. eru
daglegar ferðir til Reykjavikur.
Auk þess er hér mjög fallegt og
vfðsýnt og loftslagið er miklu
betra en i Reykjavik. Bæði er
loftið tærara og einnig er það
mun þurrara en i Reykjavik.
Arni sagði að tónlistarlif væri
gott á Héraði. Vel væri búið að
tónlistarskólanum en þar
stunda 80 nemendur nám. Þá
væru tveir kórar starfandi og
mikið væri um annað félags-
starf. Fólkið lifði lika heilbrigðu
lifi, t.d. stundaði það gönguferð-
ir og aðra útiveru.
Á Egilsstöðum er starfandi
dixieland hljómsveit undir
stjórn Arna. I henni eru 10
hljómlistarmenn og æfa þeir vel
og reglulega. Nokkrum sinnum
hefur hljómsveitin spilað opin-
berlega m.a. hélt hún kabarett
ásamt leikfélaginu og Tónkórn-
um, sem syngur undir stjórn
Magnúsar Magnússonar skóla-
stjóra tónlistarskólans. Og i
blaðinu Austra á Egilsstöðum
sáum við að hljómsveitin hefur
auglýst að hún muni gangast
fyrir grimudansleik laugardag-
mn 11. marz n.K. í íetagsheimil-
inu Valaskjálf.
Þá greindi Arni okkur frá þvi,
að á Egilsstöðum er starfandi
dansflokkur sem heitir „Fiðr-
ildin”. Þetta er gömludansa-
klúbbur, sem einnig hefur á að
skipa sýningarflokk. I honum
eru á milli 20 og 30 manns, og
sýnir flokkurinn undir stjórn
Þráins Skarphéðinssonar. Á sið-
■ asta ári fór flokkurinn i sýn-
ingarferð til Noregs og i sumar
hefur flokknum verið boðið til
Búlgaríu.
Að lokum sagði Árni, að sér
likaði mjög vel að búa úti á landi
og vildi hann nota tækifærið til
að hvetja aðra borgarbúa til að
gera slikt hið sama og hann
hefði gert. — Ég hef sagt félög-
um minum að drifa sig i að
sækja um stöður úti á landi, og
oft bendi ég þeim á, að einn af
mörgum stórum kostum þess að
búa á litlum stöðum er, að þar
þarf maður aldrei að hlaupa á
eftir „strætó”.
MÓ
Félagar í dixielandhljómsveit Arna Isleifssonar á æfingu.
Tfmamynd MÓ