Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 5. febrúar 1978 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga Torfhús I Glaumbæ f þökin á gömlu torfbæjunum þurfti aö rista torf, og einnig á heyin og hlöðurnar. Hér sjáiö þiö áhaldiö til torfristu — torf- ljáinn, en af honum voru tvær geröir. Meö tviristuljá var torf- an rist frá báöum hliöum og þaö var algengast. En þar sem blautt var og góö velta, var stundum notaöur einristuljár, en hann var langur og boginn — og tók torfuna i einni ristu. Fyrsta torfan heitir flagmóðir eöa flagmeri. Torfunum var strax velt úr flagi.hringaöar og reistar upp til þerris. Seinna e.t.v. bunkaöar og geymdar þannig. Fluttar heim á hestum, lagöar yfir bak þeirra. Rist var og þykkt torf i reiöinga og jafn- vel til einangrunar i Ibúöarhús- um, þar sem velta var sérlega góö, t.d. i gulstararbletti. En einangrunartorfi hættir viö aö rýrna smám saman. Sumum þótti fyrrum vissara aö rista torfiö meö gömlu tungli, sam- kvæmt gamalli þjóötrú. Torfiö yrði þá seigara en ella. Torf hef- ur veriö helzta byggingarefni á Islandi, allt frá landnámstiö, fram á öndveröa okkar öld. Myndin af torfljánum er úr bókinni „íslenzkir þjóöhættir”. Hinar þrjár myndirnar hefur Stefan Nikulasson viðsk.fr. tekiö, fyrir fáum árum. Ein sýn- ir gamlan klömbruhlaðinn vegg og torfþök að Glaumbæ i Skaga- firöi, og önnur gamla smiöju á eyðibýli nálægt Glerhallarvlk i Skagafiröi. Loks er mynd af heilli her- fylkingu svaröarhrauka (móhrauka) á Sauöanesi skammt utan viö Dalvik, liklega sumariö 1975. Enn var tekinn þar svöröur 1976. Noröurendi Hriseyjar blasir við, og austan fjarðarins Látrastrandarfjöllin, snjóug hiö efra. I minu ungdæmi var jafnan tekinn upp svöröur á vorin og var erfitt verk. Fyrst þurfti aö ryöja þykkum seigum gras- sveröi og torfsverði ofan af. Var þaö oft gert smám saman jafnskjótt og klaki þiönaði. Svöröurinn var mjög misþykk- ur, 4-12 stungur og misgóöur. Bezt þóttu svörtu, höröu lögin neöst, en á þeim bar mest þar sem svöröurinn var þykkur. Oft þurfti aö hraöa svaröarstung- unni til aö verjast vatni, og var þá hlaöið i stóran stafla á bakka svaröargryfjunnar. Siöan voru hnausarnir klofnir og flögunum dreift á þurrkvöll til þerris, fyrst flötum, en svo vanalega hreykt, þ.e. reistar 2 og 2 saman i „þakraöir”. Aö nokkrum tima liönum var þeim hálfþurrum hlaöiö i hrauka, eins og myndin sýnir. Svöröurinn var fluttur i eldi- viöargeymslu á haustin, fluttur i pokum eöa hripum, áöur en kerrur komu til sögunnar. Svöröur er eldfimur en fremur hitalitill, nema svörtu höröu lögin. Svaröaraskan var borin á flórinn eöa á mykjuhauginn. Stundum og I sérstaka ösku- hauga, er siðar þóttu allgóöir til áburöar. Getur margt forvitni- legt fundizt i æfagömlum ösku- haugum! < ■ m. Svaröarhraukar á Sauöanesi i Svarfaöardai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.