Tíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 5. febrúar 1978
15
hefur þó ekki haft spurnir af
þessu nýja kjarnorkuvopni.
Þess vegna er hugsanlegt, að
þetta geti verið orðum aukið.
Aftur á móti hefur einn starfs-
manna hjá SIRPI, visindamað-
urinnBhúpendra Jasani, komizt
að þvi, að Sovétmenn hafa sent
njósnahnetti yfir Shabahérað til
þess að huga að þvi, hvað þar
fer fram. En stjórnarvöld i
Moskvu hafa að minnsta kosti
ekki gert uppskátt um það, að
þar hafi uppgötvazt dulbúin til-
raunastöð með vopn.
En hvort heldur kann að reyn-
ast rétt, mun tiltæki
Vestur-Þjóðverja valda stór-
pólitiskum árekstrum. Sam-
kvæmt frásögn timaritanna
Aviation Week og Space
Technology hefur OTRAG þeg-
ar gert einfaldar eldflaugar,
sem ekki þurfa dýrt eldsneyti.
Talið er, að frá Shabahéraði
megi nú skjóta á loft gervihnött-
um fyrir fimmtán milljónir doll-
ara — helmingi minna en slikt
kostar nú hjá Bandarikjamönn-
um.
Kinverjar hafa nú hug á að
skjóta stærri og stærri gervi-
hnöttum á loft. OTRAG-for-
stjórinn Lutz vill ekkert segja
um það, hvort hann hefur átt
einhver skipti við stjórnarvöld i
Peking. En hann segist fús til
þess að liðsinna Kinverjum, og
ber það fyrir sig, að þeim hljóti
að leyfast það, sem Bandarikja-
menn og Sovétmenn hafa gert
árum saman. Þetta gengur i
berhögg við vilja þeirra, sem
finnst það ófýsilegt, að fleiri og
fleiri þjóðir geti tileinkað sér
háþróaða geimskotatækni.
Þannig horfir málið við bæjar-
dyrum Sovétmanna, og Banda-
rikjamenn munu einnig lita
OTRAG óhýru auga. Þótt ekki
væri annað, þá eru hinar ódýru
eldflaugar Vestur-Þjóðverja
skæður keppinautur. En Lutz
ber sig vel. Hann segist muni
skjóta tvö hundruð gervihnött-
um á loft næsta áratuginn.
Til er áætlun um geimskot, er
bæði Frakkar og Vestur-Þjóð-
verjar eiga hlut að, og enn önn-
ur alfrönsk. En þeir, sem að
þeim standa, hafa ekki komizt
nándar nærri eins langt og
OTRAG, og engar sögur fara af
þvi, að þeim hafi tekizt aðdeigja
sér tlunda hluta þjóðlands til at-
hafna sinna.
Hluti vestur-þýzku bækistöðvanna i Shabahéraði. Af þessum pöllum
var fyrsta skotinu skotið 17. mai i fyrravor.
■
■Hl
■mrn
Bændur - Verktakar
Höfum stóraukið varahlutalager okkar,
og höfum fyrirliggjandi flestalla varahluti
i Perkingsmotora og Massey Ferguson
dráttarvélar og traktor gröfur.
Vélar og þjónusta h.f.
Smiðshöfða 21, simi 8-32-66.
Útilífsréttur í „Útivist’ ’
HEI— Útivist3 — ársrit Útivistar
1977 er nýlega komið út. Er að
vanda fjölbreytt efni i heftinu,
bæði til fróðleiks og ánægju.
Nefna má greinina „Útilifsrétt-
ur” eftir Sigurð Lindal. Má i
henni finna mikinn fróðleik um
hvað fólk má og má ekki i ferðum
sinum um landið. Kaflar eru um
umgengni við náttúru landsins,
þ.á.m. ákvæði um dýraveiði,
fuglaveiði og eggjatöku, lax- og
silungsveiði, jarðefni og um eyði-
jarðir.
Brandsri'ma Jörundssonar eftir
Hallgrim Jónasson hefur ekki
birzt áður. Er það visnaþáttur um
ferð er farin var árið 1952, um
Barðastrandarsýslu og til ísa-
fjarðar. Einnig skrifar Hallgrim-
ur grein um Héraðsvötn.
Sverrir Pálsson skrifar grein-
ina „Að Hraunsvatni” um ferð á
æskustöðvar „listaskáldsins
góða”. Um Látrabjarg skrifar
Andrés Daviðsson. Nefna má
einnig grein Ólafs B. Guðmunds-
sonar um litfögru lágvöxnu blóm-
in sem gleðja augu okkar á
ferðum um hrjóstruga móa og
mela.
í skýrslu framkvæmdastjóra
Útivistar Einars Þ. Guðjohnsen
kemur fram m.a. að félagatalan
er tæplega 600 sem er lægri en
menn gerðu sér vonir um. A árinu
1976 voru farnar 175 ferðir á veg-
um Útivistar með samtals 4055
þátttakendum og eykst tala
þeirra ár frá ári. Félagið tekur á
móti hópum erlendis frá.hingað
til aðallega frá Frakklandi.
Einnig hefur félagið skipulagt
utanlandsferðir til Færeyja og
Grænlands og fyrirhugaðar eru
ferðir til Noregs og Þýzkalands.
Göngukort og fjallakort hafa ver-
ið gefin út til að örva gönguferðir
og f jallgöngu.
Rætt hefur verið um skála-
byggingu I Þórsmörk og húsa-
kaup ’fyrir félagiö i Reykjavik en
fjárhagurinn hefur ekki leyft slikt
enn sem komið er.
.......
Útgerðarmenn - Skipstjórar
Vorum að fá stóra sendingu af hinum viðurkenndu
femaiHliDnal
TRAKTORSGRÖFUR
Getum útvegað á mjög hagstæðu verði, nokkrar
Vél: 94 hestöfl Gröfuarmur: 16'
Skipting: „Hydrostatic" Framskófla: 960 I
Lyftigeta fr.: 3636 kg.
Leitið upplýsinga
$ Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD
i Vmula 3 Reykjavík simi 38900
<Ríí> gúmmíbjörgunarbátum
Stærðir: 6 - 8 - 10 - og 12 manna i tösku eða hylki
Athugið verð og greiðslukjör
ÓUfU* GÍSbVSON & CÓ. Hf.
SUNDABORG 22 - SÍMI 84800 - 104 REYKJAVÍK